Morgunblaðið - 29.01.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1978
„ Hálanda-hrollvekjan
sem minnir á reyfara eftir Agöthu Christie
SCOTT-ELLIOTT HJONIN. Þin}>maðurinn fyrrverandi
var 82 ára að aldri og góðum efnum búinn. Ættingjar
hans segja, að íbúð hjónanna í Riehmond Court hafi
verið „paradís þjófa“, og megi fastlega gera ráð fyrir að
samanlagt verðmæti dýrgripanna þar hafi farið yfir 100
þúsund sterlingspund.
o Að undanförnu hefur um fátt verið meira rætt i Bretlandi
en morðmál, sem manna á milli er kallað Hálanda
hrollvekjan. Fundizt hafa fimm lík, eitt i farangursgeymslu
bifreiðar, en fjögur á viðavangi i Skotlandi. Fyrir fáeinum
dögum var Archibald nokkur Hall handtekinn i Edinborg fyrir
þjófnað, en nú hefur honum ásamt Michael Kitto verið gefið
að sök að hafa þessi morð á samvizkunni.
Þjóðkunnar persónur hafa tengzt þessu máli, en þvi hefur
verið likt við reyfara eftir Agöthu Christie. Archibald Hall var
um tima þjónn Scott Elliotts, fyrrverandi þingmanns Verka
mannaflokksins, en lík hans fannst núlega á afviknum stað i
Skotlandi og lik konu hans skömmu siðar. Hall gekk siðar i
þjónustu lafði Hudson, ekkju fyrrverandi ráðherra og þing-
manns íhaldsflokksins. Kunnugir lýsa Hall svo að hann sé
persónugervingur Jeeves, þjónsins óborganlega i sögum
Wodehouse Óaðf innanlega klæddur, afar nákvæmur og svo
kurteis og fágaður i framkomu að nálgast tilgerð. Á Kirkle
ton, heimili lafði Hudson, komst hann i vinfengi við garð-
yrkjumann. sem ýmislegt bendir til að hafi eitt sinn verið i
þjónustu Scott Elliotts Fyrir hálfu ári hvarf garðyrkjumaður
inn og hefur ekkert til hans spurzt siðan. Nokkru siðar, eða i
september, lét Archibald Hall af starfi sinu hjá lafðinni að
eigin ósk. Hann hefur greinilega gengið i augun á konum og
kom nýlega i Ijós að hann átti vingott við efnaða kaupkonu
um átta ára skeið Hazel Fontaine segist enn unna honum
hugástum, enda þótt hann hafi brugðist henni. Hafi hún
verið örlát á fé við Hall, auk þess sem hún hafi keypt handa
honum Jaguarbifreið.
Lík hins aldraða þingmanns flutt af felustaónum.
Skriður komst á mál þetta sunnudaginn 15 janúar sl Varð
það með þeim hætti að Scotland Yard barst fyrirspurn frá
rannsóknarlögreglunni i Newcastle-under-Lyme í Staffordskíri
Tveir menn höfðu komið í forngripaverzlun í bænum 5 janúar
og boðið til sölu silfurgripi og Meissen-postulín Þeir sýndu
persónuskilríki eins og venja er þegar slik viðskipti fara fram, en
til frekara öryggis tók forngripasalinn niður skrásetningarnúmer
silfurgrárrar Cortinu. sem þeir óku Þegar í Ijós kom að eitthvað
var bogið við p>ersónuskilríkin beindist athyglin að bilnúmerinu,
og lá brátt fyrir að bilaleigufyrirtæki var eigandinn. en bifreiðin
hafði verið tekin á leigu i nafni Walter Scott-Elliotts. fyrrum
þingmanns Verkamannaflokksins fyrir Accrington
Rán, blóðblettir, líkfundur
Lögreglan tók sér næst fyrir hendur að grennslast fyrir um
Scott-Elliott Lyktaði því vafstri með þvi að lögreglan brauzt inn í
ibúð hans i Knigtsbndge i Lundúnum í íbúðinni var allt á tjá og
tundri, og blóðblettir voru á útidyraþröskuldinum og gólfteppi.
auk þess sem mikið af verðmætum var á bak og burt Áður hafði
lögreglan sett mennina, sem viðskipti áttu við forngripasalann í
Newcastle, í samband við lik. sem fannst i lækjarsprænu rétt hjá
veginum milli Glasgow og Carlisle á jóladag Likið var af konu.
sem klædd var karlmannsfötum og bundin á höndum og fótum
Taldi lögreglan víst að likið væri af Mary nokkurri Coggle, sem
þekkt var undir nafninu ..Belfast-Mary”
Mánudaginn 16 janúar bárust lögreglunni upplýsingar, sem
voru árangur af reglubundnu eftirlitsstarfi hennar Eigandi
Blenheim House Hotel i námunda við Edinborg fékk illan bifur á
Lögreglan að störfum við Middle Farm.
tveimur gesta sinna. sneri sér til lögreglunnar og gaf henni upp
nöfn þeirra og skrásetningarnúmer bifreiðar, sem þeir óku, en
það var rauður Ford Granada í Ijós kom að hvorugur var
eigandi bifreiðarinnar. og þegar lögreglan fór að skoða bílinn og
leita i honum fannst lik með plastpoka á höfði i farangurs-
geymslunni Likið reyndist vera af Donald Hall. 37 ára sibrota-
manni, og bróður Archibalds Hall. en honum var sleppt úr
fangelsi þremur dögum áður en lögreglan fann líkið
Var nú leikurinn tekinn að æsast og þótti ástæða til að hefja
viðtæka leit á nokkrum stöðum í Skotlandi Árla morguns
miðvikudaginn 18 janúar fannst svo þriðja líkið i Glen Affric,
sem er 55 kilómetra suður af Inverness Leitarmaður kom auga
á mannshöfuð undir alparósarrunna Likið var af karlmanni og
var tekið að rotna Andlitið var óþekkjanlegt og virtust dýr hafa
verið þar að verki, en likið hafði verið dysjað í grunnri gröf
Lögreglan í Lundúnum hefur staðfest að hér sé um að ræða lik
Scott-Elliotts. en skozka lögreglan hefur ekki viljað lýsa þvi yfir
formlega
Hóglífi og viðskipti
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á maður nokkur að
hafa tekið á leigu ibúðarhúsið Middle Farm í Newton Arlosh i
Cumbria i september eða október sl Um helgar var hann tiður
gestur i þorpskránni ásamt félaga sinum Að sögn nágranna
voru þeir í meira lagi ölkærir og virtust hafa gnótt fjár til
umráða, en voru heldur klaufskir við að kveikja upp i arninum
hjá sér I nóvember-mánuði urðu nágrannar varir við konu. sem
Trjá-
klippingar
Nú er rétti tíminn að huga að
klippingu trjáa og runna
Getum bætt við verkefnum
Pantanir teknar í síma 86340
skrúðgarðadeild.
Eigum til afgreiðslu
nú þegar snjódekk:
E 78x14
F 78x14
C 78x14
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ.
Véladeild
Sambandsins
HJÓLBARÐAR
BORGARTÚNI 29
SlMAR 16740 OG 3G900
Þá er hann loksins kominn stærsti og sterkasti sleðinn í flotanum.
65 hestafla vél
tvö 15" belti
eitt skíði eða framhjól
Tilvalinn fyrir björgunarsveitir og sem vinnutæki.
Gísli Jónsson & Co Hf„
Sundaborg, Klettagarðar 11, Simi 86644.
Ski-Doo, Alpine 1978
frá Bombardier í Kanada.