Morgunblaðið - 29.01.1978, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 29. JANUAR 1978
VERÖLD
Miðjarðar-
hafið er að
sökkva — í
óþverra
Þaö er mikið áhyggjuefni fram-
sýnum mönnum, að heimshöfin
eru orðin svo blandin ýmiss konar
óþverra, að sjávarlífi stafar stór-
hætta af. Á hverjum degi renna í
höfin ótaldar milljónir lesta af
skaðvænlegum iðnefnum frá
verksmiðjum á landi uppi, varla
líður svo dagur, að ekki komi leki
að olíuskipi og endrum og eins
strandar olíuskip og breiðast þá
stundum út flákar tugir eða
hundruð ferkílómetra að flatar-
máli. Sums stað-
ar eru um það
lög, að verk-
smiðjur skuli
búnar hreinsi-
tækjum og allur
úrgangur frá
þeim hreinsaður
eins og kostur
er, áður en hann
rennur til sjáv-
ar. En það er
óvíða; mestur
parturinn renn-
ur óhreinsaður í
sjó fram. Og það
er sameiginlegt
flestum þessum
iðnefnum, að
þau leysast ákaf-
lega seint upp.
Heimshöfin eru misgörótt, —
mengunin að sjalfsögðu mest und-
an ströndum iðnríkja. Verst er
hún í Miðjarðarhafinu. Til þess
eru tvær höfuðástæður: mengun-
arlög í iðnríkjunum við Miðjarð-
arhaf eru væg og þeim lítt fylgt
fram og úrgangur frá verksmiðj-
um fer nærri allur óhreinsaður i
sjó fram, en í öðru íagi er hafið
innhaf — og sjórinn i því 80 ár að
endurnýjast...
Miðjarðarhafið hefur löngum
verið mengaðast hafa. Rómverjar
hinir fornu veittu í það öllu sínu
skolpi, og þótt miklar framfarir
hafi orðið í mengun frá því að
þeir voru á dögum voru þeir samt
svo langt komnir frá þvi að til
þess er tekið í fornritum, að
mönnum stafaði bráð heilsuhætta
af sjónum undan Alexandríu.
Þetta var þó næsta meinlaus i
samanburði við krydd það, sem
Italir nú á dögum eru að bæta í
Miðjarðarhafið — plastefni og
málmefni alls konar, skordýraeit-
ur og annað því líkt.
Núna rétt eftir áramótin komu
stjórnmálamenn og sérfræðingar
um mengun saman til fundar um
það, hversu megi koma í veg fyrir
frekari mengun Miðjarðarhafsins
og hreinsa það. Fundurinn var
haldinn í Mónakó og umhverfis-
verndarráð Sameinuðu þjóðanna
efnt til hans. Reyndar hafa verið
haldnir margir fundir og mörg
þing til bjargar Miðjarðarháfinu
— og samt verður það æ grugg-
ugra. Voru fundarmenn í Mónakó
á einu máli um það, að ekki væri
seinna vænna að grfpa til ráða,
sem dygðu. En það er hægara ort
en gert. Það er við margan vanda
að etja. Einn er sá, að stjórnvöld
ríkjanna að hafinu sunnanverðu
líta mengunarvarnir heldur óhýr-
um augum og eru treg að taka
þær upp. Þær koma nefnilega
ekki heim og saman við áætlanir
ríkja þessara
um stórfellda
iðnvæðingu.
Auk þess benda
yfirvöld á þess-
um slóðum á það
þegar mengun
er nefnd við
þau, að þau hafi
lítið eða ekkert
af sér gert —
mengunin sé að
kenna iðnaðar-
þjóðunum
norðanvert við
hafið, Frökkum,
Spánverjum og
einkum þó Itöl-
um.
Er vitanlega mikið til í
þessu. Og þessar þjóðir hafa orðið
seinar til þess að gera yfirbót.
Ymsir embættismenn Samein-
uðu þjóðanna, og þeirra á meðal
Dr. Stjephan Keackes, sjávarlíf-
fræðingur sem hefur með hönd-
um hafverndarmál og ég ræddi
við í Genf fyrir stuttu, telja að
ekki þýði að Sameinuðu þjóðirnar
eða aðrar fjölþjóðastofnanir
þröngi allsherjaráætlun upp á
ríkin við Miðjarðarhaf. Þau verði
sjálf að hafa frumvkæði að
hreinsun hafsins. Hyggilegast sé
að fara að þeim með lagni og
reyna að fá þau til að koma upp
mengunarvörnum í áföngum og
bindast helzt samtökum um þær,
þótt síðar verði.
Það má þó helzt ekki verða
mjög seint. I Miðjarðarhafinu
einu er saman kominn helmingur
allrar þeirrar olíu, sem runnin er
í heimshöfin ...
— JEREMY BUGLER.
CZJ
-\W
SJONVARPI
Þrátt fyrir það æmtu þeir hvorki
né skræmtu.
I vinnustofu að tjaldabaki vinn-
ur um tylft manna, þar með talin
þrjú af fimm börnum Hensons, að
viðhaldi brúðanna, og við að búa
til nýjar skepnur úr frauðgúmmí.
„I hvert skipti, sem við búum til
nýja persónu," segir Henson,
„vinnum við með hana í langan
tíma, áður en við notum hana.
Stöku sinnum eru persónurnar
ekki fyrirfram ráðgerðar. Svínka
átti að vera minniháttar persóna,
en Frank Oz gaf henni svo sterk-
an persónuleika, að hún varð
skjótt ein af aðalbrúðunum."
Þessi sterki persónuleiki birtist
í hinum frægu sveifluhöggum,
sem hafa lagt margan kappan að
velli. Frank Oz er sá fyndnasti af
brúðustjórnendunum og sá með
lengstan starfsaldur. Hann hefur
unnið hjá Henson í fimmtán ár, í
hinum ýmsu þáttum i bandaríska
sjónvarpinu, þar á meðal „Sesame
Street", Sem margir kannast við
úr Keflavíkursjónvarpinu. Auk
Svinku stjórnar hann Fossa birni,
bandaríska erninum Sam og ýms-
um fleirum.
Richard Hunt er yngsti stjórn-
andinn, 25 ára. Hann stjórnar að-
stoðarmanninum Skúla, nöldur-
seggnum Statler og er einnig
helmingurinn af skrímslinu, sem
er tveggja manna brúða, og að
sögn Hunts sú erfiðasta af öllum.
Hunt hefur þetta að segja um
„Prúðuleikarana" og eru án efa
flestir sammála honum. „Persón-
urnar eru útskot úr okkar eigin
persónuleika. Við erum bara að
gera það, sem alla langar til að
gera, að lata eins og fífl.“
(N.Y.TIMES)
Þeir sjónvarpsþættir, sem eru
hvað vinsælastir í heiminum i
dag, eru þættirnir um prúðuleik-
arana, en þeir eru fluttir í meira
en 100 löndum og á fjölda tungu-
mála. Höfundur þeirra, Jim Hen-
son, hefur verið kallaður hinn nýi
Walt Disney, og er froskurinn
Kermit þá nefndur Mikki Mús
áttunda áratugsins og Fossa birni
Iíkt við Andrés önd.
Þó Jim Henson og aðstoðar-
menn hans séu Bandaríkjamenn,
þá eru „Prúðuleikararnir" fram-
leiddir í Bretlandi, í Elstree rétt
utan við London.
Blaðamaður einn rakst þar inn
síðastliðið sumar, er verið var að
taka upp einn þáttinn. Jim
Henson fylgdist með á sjónvarps-
skermi, er hundbrúða, sem sat á
handlegg stjórnanda síns, sagði
brandara í stíl við Fossa björn.
Birtist þá meistarinn sjálfur með
staf í hönd og kippti hundinum
skjótlega útaf. Þetta kann að virð-
ast einfalt, en í raun var þessi
Fossi í tveimur hlutum; einn mað-
ur stjórnaði búknum og höfðinu,
en annar höndinni með stafnum.
Þetta varð að endurtaka mörgum
sinnum áður en Henson var orð-
inn ánægður.
Það var athyglisvert við allar
þessar endurtekningar, að það,
sem sagt var breyttist í hvert
skipti, en það gaf til kynna, að
handritið væri einungis haft til
viðmiðunar, og að samtökin væru
oft spunnin fram á staðnum.
Henson tók sjálfur þátt í næsta
atriði, þar sem fjögur furðudýr
gengu i hring og fluttu skeramti-
lega búkhljóðatónlist. Atriðið tók
ekki nema 3—4 mínútur, en það
SVINKA: Sló sér upp á sveiflu-
höggunum
Arftakar
Andrésar
og
Mikka
Mús
þurfti að taka það 13 sinnum áður
en Henson varð ánægður.
Þetta var erfitt fyrir stjórnend-
ur brúðanna, því þeir þurftu að
ganga kengbognir í hnjáliðunum,
til að sjást ekki, samtimis því að
stjórna brúðunum af nákvæmni.
KRANSÆÐASTIFLAI
GADES: Einn af eitt hundrað og
þrjátíu búsundum
Hans-Dieter Gades. 39 ára.
flugstjóri hjá Lufthansa á alþjóð-
legum flugleiðum, fór í október
1977 til hinnar reglubundnu
læknisskoðunar á hálfs árs fresti,
og þá voru hjarta og nýru rannsök-
uð. Niðurstaða læknisins var:
„Hefur fulla starfshæfni sem flug-
maður."
30. desember lenti hann þotu
með 280 farþegum á flugvellinum
við Karachi í Pakistan. Tveir frí-
dagar voru framundan. Hann ætl-
aði að hvila sig á hótel
„Metropol" skammt frá flughöfn-
inni. Á nýársnótt dó hann — úr
kransæðastiflu Dauði af himnum
ofan.
Hans-Dieter Gades var einn af
130.000 Pjóðverjum. sem dóu af
vóldum kransæðastiflu árið 1977.
Árið 1978 munu þeir að öllum
likindum verða nokkrum þúsund-
um fleiri: Að minnsta kosti 4.
hverja minútu mun verða dauðs-
fall i Sambandslýðveldinu af völd-
um kransæðastiflu. 50 finnum
fleiri en fyrir 30 árum: Árið 1948
dóu aðeins 2600 af þessum sök-
um.
Aðallega er það roskið fólk. sem
hér er um að ræða: Fyrrverandi
knattspymuþjálfari. Sepp Her-
berger. var áttræður, þegar krans-
æðastifla lagði hann að velli i april
i fyrra. Bing Crosby („White
Christmas") var nýbúinn að halda
upp á 73. afmælisdag sinn. þegar
dauðinn sótti hann á golfvöll á
Spáni i júni. Makarios. erkibiskup.
fyrsti forseti eyrikisins Kýpur, var
63ja ára, þegar hann dó af hjarta
slagi i ágúst. Nákvæmlega jafn-
gamall var leikarinn og leikstjór
inn Peter Mosbacher. þegar hann
fékk kransæðastiflu i október og
ekki tókst að bjarga lifi hans. þótt
hann kæmist á sjúkrahús i Stran-
berg.
En æ oftar ræðst þjóðaróvinur
nr. 1 inn i raðir árganganna innan
við sextugt: Féhirðir flokks sósial
demókrata. Wilhelm Dröscher, var
57 ára gamall. þegar hann var
rifinn burt úr miðju starfi á flokks-
þinginu i Hamborg i nóvember.
Rokk- og pop-stjarnan Elvis
Presley var ekki nema 42ja ára.
þegar hjartað gat ekki meir i
ágúst. 28 ára að aldri var Wolf
gang Köpke. margfaldur Þýzka-
landsmeistari i fimmtarþraut. i
maibyrjun við hlaupæfingar. þegar
hann hné niður vegna kransæða
stiflu. Læknum tókst þó að bjarga
lifi hans.
í Sambandslýðveldinu veiktist
fimmti hver maður undir fimm-
tugu af kransæðastíflu. Helmingur
allra lifeyrisþega. sem verða að
hverfa frá starfi, áður en aldurs-
markinu er náð, er hjartveikur.
Það sem sýndi sig svo greini-
lega varðandi Elvis Presley, sem
siðast vó 248 pund, skýrir næring-
arfræðingurinn Nepomuk Zöllner.
prófessor i Munchen, nánar undir
fyrirsögninni: „Samhengið mitli
mataræðis og kransæðastiflu er
sannað mál."
í V-Þýskalandi
fellir hún einn
4. hverja mínútu