Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 25

Morgunblaðið - 29.01.1978, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 Gunnar Friðriksson. forseti SVFÍ, fyrir f raman björgunarstöð SVFÍ i Reykjavik — Gróubúð. í dag eru 50 ár liðin frá stofnun Slysavarnafélags íslands. 29. janúar 1928 komu saman til fundar í Reykjavík 128 manns og gengu frá stofnun félagsins, en unnið hafði verið að undirbúningi félagsstofnunarinnar um alllangt skeið. Stofnun félagsins markar ótvíræð tímamót t björgunarmálum Íslendinga, sem allt fram til þessa tíma höfðu verið mjög skipulagslaus og illa að þeim staðið, þrátt fyrir þá staðreynd, að hérlendis færust mun fleiri menn af slysförum, sérstaklega á sjó, en gerðist hjá öðrum þjóðum. Með stofnun Slysavarnafélagsins varð vakning á þessu sviði hérlendis, enda tók félagið þegar frá upphafi fast á málum, og brautryðjendurnir unnu gífurlega mikið og óeigingjarnt starf er verið var að koma félaginu yfir erfiða þröskulda. , Nú, 50 árum eftir stofnun félagsins, er það orðið að einum fjölmennustu félagasamtökum hérlendis, og eru félagar í því nú um 30.000 manns alls staðar á landinu. Hefur félagið yfir að ráða fjölmörgum björgunarsveitum, vel þjálfuðum og vel útbúnum, sem veitt hafa ótöldum gífurlega aðstoð, bæði við björgun úr háska og á öðrum sviðum á undanförnum áratugum. Þessara tímamóta í sögu sinni hyggst Slysavarnafélagið minnast með enn auknu starfi, því þótt margt hafi áunnist er jafnan fyrir hendi mikið starf að slysavarnamálefnum. Viðhorfin eru nú önnur en þegar félagið var stofnað fyrir hálfri öld. Þá voru sjóslys mikil og tíð, en nú er umferðin orðin aðalskaðvaldurinn og tíðasti slysavaldurinn. í tilefni afmælisins var Gunnar Friðriksson, forseti SFVÍ, fenginn til viðtals og bar í þvi margt á góma um starf félagsins í gegnum árin, svo og um framtiðarverkefnin: Núverandi stjórn Slysavarnafélags Islands. Fremri röð frá vinstri: Baldur Jónsson, ritari, Hulda Victorsdóttir, Gunnar Friðriksson, forseti, Hulda Sigurjónsdóttir, varaforseti, Ingólfur Þórðar son. gjaldkeri. Efri röð frá vinstri: Haraldur Henrysson, Hörður Friðbertsson, Jón Þórisson, Egill Júlíusson, Daníel Sigmundsson og Gunnar Hjaltason. í npphafí stóð baráttan við náttórnöflin en nú síafar manninnm mest hætta af sjálfnm sér - sagði Gnnnar Friðriksson, forseti SVFÍ ERFIÐ BARÁTTA FRUMHERJANNA Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafélags íslands. var beðinn að lýsa tildrögum og aðdrag- anda að stofnun félagsins fyrir 50 árum: — Það má segja að það hafi verið vonum seinna, sem Slysavarnafélag Islands var stofnað, sagði Gunnar, — þegar það er haft í huga að slysfarir voru hér mjög tíðar og alvarlegar Raunar hefur saga íslenzku þjóðarinnar allt frá upphafi byggðar landsins mótast meira eða minna af baráttu hennar við óblíð náttúruöfl til lands og sjávar og líklega þess engin dæmi að þjóð eigi afkomu sína eins undir duttlungum höfuðskepnanna og við (slendingar Sagan geymir frásagnir af mörgum hörmulegum at- burðum þegar sóknin á sjóinn snerist upp í vörn sem endaði stundum með algerum ósigri Sé t d annálum fyrri alda flett blasir þar við hver myndin annarri hörmulegri Svo dæmi séu nefnd af handahófi má nefna að á einum degi, 9 marz árið 1685, drukknuðu 132 menn og aðeins hálfum öðrum áratug síðar varð annar samskonar harmleikur, þar sem 136 menn fór- ust 8 marz árið 1700. Þessar tíðu og miklu slysfarir hefðu átt að kveikja neista að slysa- varna- og björgunarstarfi, en þvi miður varð svo ekki, og þeir sem telja má brautryðjendur á þessu sviði, töluðu fyrir daufum eyrum. Sá fyrsti sem lét til sín heyra um þessi mál, svo vítað sé, var „eldklerkurinn", séra Jón Steingrímsson, en honum tókst ekki að vekja menn til umhugsunar og það liðu fimmtiu ár áður en nauðsyn slysa- varna var aftur hreyft á opinberum vettvangi af Þórði Jónssyni hreppstjóra og Dannebrogs- manni á Bakka á Seltjarnarnesi, sem ritaði langa grein um sjóslysavarniy og nauðsyn þeirra i Búnaðarrit Suðuramtsins. Aftur varð svo hálfrar aldar hlé á baráttunni, eða fram til ársins 1888, er fram kom á sjónarsviðið maður sem átti eftir að láta slysavarnamálin mikið til sin taka Var það séra Oddur V Gísláson, prestur á Stað í Gríndavik, sem ferðaðist vítt og breitt um landið á eigin vegum til þess að stofna það sem kallað var „bjargráðanefndir" í helztu sjávarþorpunum Réðst séra Oddur í það stórvirki að gefa út mánaðarþlað sem nefndist „Sæbjörg" og komu út af þvi 12 tölublöð Þegar séra Oddur hvarf vestur um haf féll niður það starf sem hann hafði hafið INGVARSSLYSIÐ KOM HREYFINGU Á MÁLIN Gunnar sagði að hið hörmulega slys er varð 1906, er kútter Ingvar strandaði við Viðey og Reykvikingar horfðu á skipverjana týnast úr reiða skipsins i öldurótið, einn af öðrum, hefði komið nokkurri hreyfingu á slysavarnamálin, og eftir það slys hefði verið hafin söfnun til kaupa á björgunarbál — Undirtektirnar voru ótrúlega dræmar, sagði Gunnar, — það var aðeins smáupphæð sem safnaðist, og ekki varð neitt úr kaupum á björgunarbátnum Sá sjóður sem safnaðist var geymdur og afhentur Slysavarnafélagi Islands, er það var stofnað, tuttugu árum siðar. — En baráttumenn um málefni slysavarna urðu nú fleiri og meðal þeirra var Guðmundur Björnsson landlæknir. sem gerðist ótrauður bar- áttumaður á þessu sviði — hélt t d erindi sem vakti mikla athygli, þar sem hann gerði saman- burð á tiðni drukknana hér við land og I Noregi Leiddi sá samanburður i Ijós, að af sjóslysum fórust hér hvorki meira né minna en tólffalt fleiri en i Noregi. Þetta erindi flutti Guðmundur árið 1912, en ekki varð af framkvæmdum við undir- búning félagsstofnunar fyrr en röskum áratug síðar. Er mjög sennílegt að sjóslysin sem urðu við ísafjörð haustið og veturinn 1 924 og þá ekki siður það mikla manntjón sem varð í Halaveðr- inu 1925. hafi orðið til þess að öllum varð Ijóst að við svo búið mátti ekki standa Fiskiþing stóð í Reykjavik dagana sem leitin var gerð að togurunum sem týndust i Halaveðrinu, og á þvi þingi var kjörin fimm manna milliþinganefnd sem leggja átti tillögur fyrir næsta fiskiþing um slysavarnir 128 MANNS STOFNUÐU FÉLAGIÐ — Milliþinganefnd þessi kom fram með til- lögur og lagði m.a. til að stofnaður yrði björgun- arsjóður, sem 5% gjald af útfluttum sjávatafurð- um átti að renna til. Þessar tillögur fengu ekki byr á Alþingi. en fiskiþingið og Fiskifélag Islands vildi ekki una þvl lengur að ekkert yrði aðhafst og réð til sín Jón E Bergsveinsson, sem þá var fiskmatsmaður, til þess að gerast erindreki fé- lagsins í björgunarmálum. Fór Jón til Noregs til þess að kynna sér tilhögun björgunarmála þar Siðar kom að þvi að talið var heppilegt að stofna sérstakt félag, og var stofnfundur þess haldinn i Reykjavik 29 janúar 1928. Upphaf- lega var gert ráð fyrir því að félag þetta héti Björgunarfélag íslands. en Guðmundur Björns- son vildi velja þvi annað nafn: Slysavarnafélag íslands, og taldi það meira i samræmi við tilgang félagsins, þar sem því var ekki einungis ætlað að vinna að björgunarmálum, heldur að fyrirbyggjandi aðgerðum — slysavörnum FÉLAGIÐ NÁÐI STRAX FÓTFESTU — Eftir að loks var búið að stofna félagið má segja að því gengi vel að ná fótfestu, sagði Gunnar Friðriksson — Það var lika gæfa þess að það fékk Jón E Bergsveinsson til starfa við erindrekstur, en hann vann sitt verk af fágætum dugnaði og áhugasemi Eitt það fyrsta sem félagið gerði var að stofna björgunarsveitir á nokkrum stöðum á landinu og komu þær við sögu við bjarganir áhafna ýmissa þeirra skipa er strönduðu á næstu árum Árið 1930 var svo ráðist i það að koma upp tiu fluglinustöðvum við Suður- og Suðvesturland, og 24. marz 1931 urðu svo þau tímamót i björgunarmálum íslend- inga að fluglinutækin voru í fyrsta sinn notuð við björgun manna úr sjávarháska, er franski togar- inn Cap Fagnet strandaði við Grindavík Þar var 38 mönnum bjargað úr hinu strandaða skipi á skömmum tíma, en telja má fullvíst að þarna hefði orðið stórslys ef fluglínubjörgunartækin hefðu ekki verið til staðar Þessi björgun varð til þess að færa mönnum heim sanninn um nota- gildi þessara tækja og flýtti tvímælalaust fyrir útbreiðslu þeirra. Hafa þessi tæki bjargað mikl- um fjölda manna úr sjávarháska hér við land á liðnum áratugum og má nefna að árið 1975 björguðu björgunarsveitir Slysavarnafélagsins hvorki meira né minna en 40 manns úr strönd- uðum skipum með fluglinutækjum sinum. HAFIN AFSKIPTI AF SLYSAVÖRNUM í LANDI — Þegar Slysavarnafélag íslands var stofnað árið 1928 beindist athygli manna fyrst og fremst að sjóslysum og slysavörnum á þvi sviði, enda voru t d umferðarslys næstum óþekkt á þeim dögum, sagði Gunnar Friðriksson Það var ekki fyrr en árið 1937 sem það þótti sýnt að félagið yrði einnig að hafa veruleg afskipti af slysavörnum á landi, þ e. slysavörnum i umferð- inni og öryggi á vinnustöðvum Þá var ráðinn sérstakur starfsmaður til þess að fjalla eingöngu um Hriál af þessu tagi, auk þess sem hafin var kennsla á vegum félagsins i hjálp i viðlögum og lifgun úr dauðadái. Félagið hefur æ síðan haft þessi mál á stefnuskrá sinni og við gerum okkur Ijóst að einmitt á þessum vettvangi þarf að gera Söguleg mynd úr starfi SVFÍ. Fyrsti björgunarbátur félagsins vigður í stafni stendur GuBmundur Björnsson. þáverandi forseti félagsins. Í miðjum bátnum stendur Jón E. Berg- sveinsson. en fyrir aftan hann eru Jón biskup Helgason og hjónin Þorsteinn Þorsteinsson og Guðrún Brynjólfsdóttir. Þetta var árið 1929, og má sjá á myndinni hversu mikið er breytt við Reykjavikurhöfn frá þeim tima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.