Morgunblaðið - 29.01.1978, Qupperneq 27
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1978
Fjölði fólks finnur lífsfyll-
ingn í sfarfinu fyrir SVFI
- Sagði Óskar Þór Karlsson, erindreki félagsins
— Flestar eldri björgunarsveitirnar eru
nú ágætlega búnar tækjum og búnaði, en
hins vegar hefur sveitum fjölgað það mikið
að undanförnu að enn skortir mikið á að
yngstu sveitirnar hafi yfir fullkomnum
búnaði að ráða, sagði Óska Þór Karlsson,
erindreki Slysavarnafélagsins i viðtali við
Morgunblaðið, en það er hlutverk hans að
ferðast milli björgunarsveita og deilda
félagsins um land allt og kynna sér starf
þeirra og búnað. Er Óskar þvi engiliður
milli deildanna og aðalstjórnstöðvar
félagsins i Reykjavik og hefur á ferðum
sinum um landið kynnst náið starfsemi
deildanna og björgunarsveitanna.
— Þetta er í senn afskaplega þakklátt og
skemmtilegt starf, sagði Óskar. — Við reyn-
um að heimsækja deildirnar og björgunar-
sveitirnar sem oftast, helzt ekki sjaldnar en
annað hvert ár og þá eru haldnir fundir á
stöðunum. þar sem starfið er rætt — félagar
kynna viðhorf sin og við kynnumst þeirra,
svo og því sem þeir telja að helzt á skorti í
búnaði og öðru slíku Björgunarsveitirnar eru
nú orðnar 8 7 talsins og gefur auga leið að
það kostar gifurlegt fjármagn að sjá þeim
fyrir nauðsynlegum búnaði Þörfin er meiri
en svo að unnt hafi verið að uppfylla þær
óskir sem fram hafa komið eins fljótt og vilji
hefur staðið til Annars hefur það verið stefna
félagsstjórnarinnar um langt skeið að verja á
hverju ári eigi minni upphæð til kaupa á
tækjum fyrir deildirnar heldur en nemur
þeirri upphæð sem félagið fær sem tekjur frá
þeim Og þótt margt sé enn ógert er óhætt
að fullyrða að lyft hafi verið Grettistaki á
undanförnum árum Allar sveitirnar sem
starfa að sjóbjörgunarmálum hafa nú yfrr að
ráða fullkomnum fluglínubjörgunartækjum,
margar hafa yfir slöngubátum að ráða, auk
annars búnaðar sem nauðsynlegur er við
slíkar bjarganir Milli 30 og 40 sjúkra- og
torfærubifreiðar eru nú í eigu félaga innan
samtakanna, fjöldi vélsleða og nokkrir snjó-
sleða Allur þessi búnaður sem deildirnar og
björgunarsveitirnar eiga eru ugglaust hundr-
uða milljóna króna virði, en eins og ég sagði
áðan skortir enn mikið á að búnaður sveit-
anna geti talist fullkominn
Óskar var að því spurður hvort félagsstarf-
ið væri ekki mjög mismunandi hjá hinum
ýmsu deildum félagsms
— Því er ekki að neita að svo er, sagði
hann, — enda gefur það auga leið að áhugi
Óskar Þór Karlsson
félagsfólksins er mismunandi mikill En þeg-
ar á heildina er litið er starfið nær allsstaðar
ótrúlega gott og fjöldi fólks vinnur gífurlegt
starf að málefninu — finnur lifsfyllingu í því.
Ég verð að játa að ég hafði ekki gert mér
neina grein fyrir því hversu starf þetta var
mikið fyrr en ég fór að kynnast þvi, og hafði
þó verið starfandi sjómaður allt frá unglings-
árum til þess tima að ég hóf störf hjá SVFÍ
— Ég held að það geri sér afskaplega fáir
grein fyrir því hvað starfið er i raun og veru
mikið, sagði Óskar — Það fréttist ekki um
nema mjög litinn hluta af því Það þykir t d
ekki fréttnæmt þótt sveitirnar hjálpi læknum
á milli staða eða stundi sjúkraflutninga —
það þykja heldur ekki fréttir ef fólk sem
komist hefur i heiðaskýli félagsins er aðstoð-
að þaðan. en einmitt þeir þættir sem hér hafa
verið nefndir eru stór þáttur i þjónustustörf-
um björgunarsveitanna og fara raunar alltaf
vaxandi En ef sveitirnar hefðu ekki verið til
staðar með búnað sinn má oft ætla að það
sem ekki þykir fréttnæmt hefði orðið það, og
þá oft verið taldar hryggilegar fréttir
Auk erindreksturs síns sinnir Óskar ýms-
um öðrum störfum hjá SVFÍ, m.a fyrir-
greiðslu við deildir eða sveitir úti á landi og
hann aðstoðar einnig framkvæmdastjóra
félagsins, Hannes Þ. Hafstem við neyðarvakt-
ina — Það er jafnan unnt að ná til fulltrúa
Slysavarnafélagsins á hvaða tíma sólarhrings
sem er, sagði Óskar — og beiðnir um
þjónustu, hvort sem hún er stór eða smá, eru
tíðar.
í tilefni 50 ára afmælis SVFÍ er Óskar nú
einnig að vinna að kynningu á starfsemi
félagsins í skólum landsins
— Ætlunin er að reyna að ná til um 58
þúsund nemenda í um 300 skólum á land-
inu, sagði Óskar, — og kynna þeim starf-
semi félagsins. Verið er að útbúa myndasafn
um sögu og starf félagsins sem dreifa á í
skólana Framkvæmdin verður hins vegar í
höndum kennara og skólastjóra, og hefur
verið leitað til þeirra. Undirtektir sem við
höfum fengið hjá þeim hafa verið afskaplega
góðar og gefur tilefni til að ætla að þetta
kynningarstarf muni bera góðan árangur og
auka unga fólkinu skilnmg á hinum mikil-
vægu slysavarnastörfum á sjó og landi
Kvikmjndin „Bjöpnarafrekið við
Látrakjarg” hefur borið hróður
Slysavarnafélags íslands víða
Þótt íslenzkir björgunarmenn hafi oftsinnis
lagt líf og limi í hættu við björgunarstörf og
unnið margar frækilegar dáðir, þá stenst
senniíega ekkert afrek á þessu sviði saman-
burð v.ð hina frækilegu framgöngu félaga í
Slysavarnardeildinni Bræðrabandihu í
Rauðasandshreppi í desember 1947, er þeir
björguðu 12 af 15 manna áhöfn brezka
togarans Dhoon sem strandaði undir Látra-
bjargi Þegar 25 ár voru liðin frá atburði
þessum, í desember s I , rifjaði Morgunblað
ið sögu afreksins upp, og verður því þar af
leiðandi ekki gerð skil hér, 'en um atburð
þennan var gerð mjög merk kvikmynd, er ber
nafnið ..Björgunarafrekið við Látrabjarg” Það
var Óskar Gíslason sem tók þá mynd. og er
óhætt að fullyrða að engin íslenzk kvikmynd
hefur verið sýnd jafnoft og jafnvíða erlendis,
og fátt hefur varpað meiri Ijóma á nafn
Slysavarnafélags íslands Mynd þessi var
tekin á sömu slóðum og björgunin fór fram.
árið eftir og er að stofni til leikin af sömu
mönnum og hið frækilega afrek unnu Einn
þáttur þessarar myndar og jafnframt sá
áhrifamesti var þó ekki leikinn Er hér átt við
björgun skipbrotsmannanna úr hinu strand-
aða skipi Sá þáttur myndarinnar var tekinn
við björgun þeirra sex manna er tókst að
bjarga af brezka togaranum Sargon frá Hull
sem strandaði 1 desember 1948 undir
Hafnarmúla við mynni Patreksfjarðar Höfðu
vestfirskir björgunarsveitamenn nóg að gera
þennan sólarhring, þar sem íslenzki togarinn
Júní strandaði við Sauðanes á svipuðum
tima og Sargon við Hafnarmúla Tókst þar
betur til, þar sem allri áhöfninni var bjargað
heilli á húfi
Þegar Sargon strandaði var skipið á leið í
landvar á P treksfirði Dýptarmælir skipsins
var bilaður og eftir að blindhríð og foráttu-
veður skall á varð stöðugt að mæla dýpið
með handlóði Þegar skipverjar urðu varir við
að skipið grynnkaði á sér var akkerum kast-
að, en slíkt var óveðrið og sjógangurinn að
skipið rak að landi og strandaði skammt frá
ströndinni Tókst að senda út neyðarskeyti
og einnig skutu skipverjarnir neyðarrakettum
og þeyttu eimpípu skipsins Varð strandsins
strax vart frá bæjum í Örlygshöfn og fóru
menn þaðan á vettvang Var veðurofsinn
orðinn svo gífurlegur að þeir urðu fremur að
skriða en ganga á leið sinni að strandstaðn-
um.
Mennirnir á Örlygshafnarbæjum höfðu yfir
björgunartækjum að ráða. en voru fáliðaðir
Togarinn Sargon á strandstað undir Hafnarmúla
og því var haft samband við félaga i Bræðra-
bandinu sem flestir voru staddir á bæjum í
Kollsvík, hinum megin Hafnarmúla. þar sem
þeir höfðu verið að vinna að gerð kvik-
myndarinnar Brugðu þeir við og héldu á
strandstaðinn og fylgdi Óskar Gíslason þeim
eftir með tæki sín Voru þeir komnir á
staðinn undir hádegi daginn eftir og hittu þar
fyrir Örlygshafnarmenn Þeir höfðu dvalið á
strandstaðnum megin hluta nætur og náð að
skjóta línu út í skipið, en skipverjar á Sargon
gerðu ekki tilraun til þess að ná henni, enda
braut sjó í sífellu yfir skipið
Þegar björgunarsveitamenn komu aftur á
vettvang urðu þeir varir við mann í brú
skipsins og fljótlega varð einnig vart manna
undir hvalbaknum Skotið var línu út í skipið
og björgunarbúnaðinum siðan komið fyrir
Þegar fyrsti maðurinn kom i land skýrði hann
frá því að fjórir menn hefðu hafzt við undir
hvalbaknum um nóttina en aðrir væru í brú
skipsins, og taldi hann þá alla á lífi Svo
reyndist þó ekki vera Einn mannanna sem
verið hafði undir hvalbaknum tókst að
brjóstast aftur í brúnna og kom hann þaðan
með einn mann Allir aðrir höfðu látist um
nóttirra af kulda og vosbúð, tiu menn Er
mjög sennilegt að allir hefðu bjargast af
skipinu hefðu þeir fylgt félögum sínum og
komið sér fyrir undir hvalbaknum. en þess
eru mörg dæmi að þeir sem hafst hafa við
þar er skip stranda hafa bjargast. n þeir sem
komið hafa sér fyrir i brúnni hafa f ist
Giflnsamleg björgun
ábaínarinnar á Cap
Fagnet rnddi flng-
línutækjunnm brautina
Togarinn Cap Fagnet á strandstaðnum við Grindavík. Myndin
er tekin skömmu eftir aS björgun skipverjanna lauk.
meShöndla björgunartækin, en á þessum
arum vóru'slfk tæki næsta fátíS og litið
farið að nota þau.
Tófc/arinh Cáþ Fágnet háfði verið að veið-
Þáttaskil urðu i björgunarmálum á ís-
landi i marz árið 1931, ?n þá yar i fyrsta j.
sinn notuð fluglínubjorgunartækijvið
björgun manna úr strönduSu skipi er félag
ar i Slysavarnadeildinni Þorbirni i Grinda
vik björguSu 38 mönnum af franska togar-
anum Cap Fagnet sem strandaSi viS Hraun
í Grindavik. HafSi slysavarnadeild þessi,
sem jafnframt var fyrsta deild félagsins,
veriS stofnuS 2. nóvember 1930, en
nokkru áSur hafSi veriS komiS fyrir nauS-
synlegum bjorgunartækjum í Grindavík,
enda reynslan sýnt aS strönd voru þar tiS
og hættuleg. Var tækjum þessum komiS í
geymslu hjá Einari Einarssyni i Krosshús-
um í Grindavík, og þegar deildin var form-
lega stofnuShvar hann kjörinn formaSur
hennar. Jón E. Bergsveinsson, erindreki
Slysavarnafélagsins, kom um þetta leyti
til Grindavikur og kenndi mönnum þar aS
um fyrir sunnan landi og var kominn með
um 160 tonn af fiski Ákvað skipstjórinn að
hætta veiðum við svo búið, en þar sem
skipið var orðið kolalítið ákvað hann að koma
við í Reykjavík og taka þar kol og kost Þegar
togarinn hóf siglinguna áleiðis til Reykjavíkur
var orðið slæmt veður og þungur sjór, og
þegar skipið nálgaðist land gerði mikið
dimmviðri Villtist skipið af réttri leið, en
örskömmu áður en það strandaði sáu skip-
stjórnarmennirnir Ijós í land og drógu þá
þegar úr ferðinni Var því Cap Fagnet á
hægri ferð er skipið tók niðri alllangt frá
landi, skammt frá bænum Hrauni Engin
loftskeytatæki voru í Cap F gnet, en strax
eftir strandið var eimpipa skipsins þeytt og
vaknaði heimilisfólkið á Hrauni við hljóðið
lýþnnuðu bræðgrnir sem bjuggu á Hrauniv
Qísli óg Magnú$ Hafliðasynir, aðstæður á
strandstaðnurrí og sáu að ekki yrði unnt að
komast á báti út að skipinu, þótt það væri
nærri landi Var þvi sendur hraðboði til
Grindavikur og þar safnað saman mönnum
Björgunartækin voru sett i bifreið og siðan
haldið af stað með þau áleiðis að strand-
staðnum SÍÓar sögðu björgunarmennirnir
frá þvi, að þeir hefðu verið nokkuð kvíðnir og
efast um að tæki þessi kæmu að gagni, þótt
góð hefðu þau virst er þau voru prófuð
Bifreiðin frá Grindavik komst langleiðina
að strandstaðnum, en tækin voru síðan borin
í fjöru og komið fyrir þar Síðan skaut
Guðmundur Erlendsson. er var einn af braut-
ryðjendum slysavarnastarfsins i Grindavík, af
línubyssunni og hitti skipið í fyrsta skoti, það
vel að skipbrotsmennirnir náðu linunni. Urðu
þeir mjög undrandi þegar línan kom fljúg-
andi til þeirra, þar sem þeir höfðu tæpast
heyrt þess getið að slikur búnaður væri til
Frá þvi að skipið strandaði og unz linunni var
skotið um borð i það, höfðu skipbrotsmenn-
irnir gert itrekaðar tilraunir til þess að láta
linu reka i land á belg, en það hafði ekki
tekizt
Leiðbeiningar á ensku. dönsku, þýzku og
‘frönsku fylgdu búnaði þeim er dreginn var út
i skipið eftir línunni, og gekk skipbrotsmönn-
unum sæmilega að átta sig á þeim, og koma
björgunarbúnaðinum fyrir borð í skipinu
Kom síðan að þvi að fyrsti maðurinn var
dreginn í land, og siðan einn af öðrum Tók
björgun mannanna 38 ekki nema rösklega
tvær klukkustundir og náðust allir mennirnir
pmeiddir Nokkrir þeirra, sem voru klæðalitl-
ir, voru þó orðnir kaldir og þrekaðir. en
jöfhuðu sig brátt við góða aðhlynningu sem
þeir fengu heima á Hrauni En tæpará máttí
ekki standa með björgun þessa. þar sem Cap
Fagent skrikaði til á skerinu örstuttu eftir að
síðustu mennirnir voru komnir i land og
hallaði þá meira á sjó Braut þá nær stanz-
laust yfir skipið og leið ekki á löngu unz það
tók að brotna Er því óvist að tekizt hefði að
bjarga mönnunum, hefði ekki fluglínubjörg
unartækjanna notið við Fréttir af björgun
þessari bárust á svipstundu um land allt, og
varð þessi atburður tvimælalaust til þess að
auka mönnum tiltrú á þessum björgunar
tækjum og flýta fyrir útbreiðslu þeirra Allt
síðan að þetta gerðizt hafa fluglinubjörgunar-
tækin verið notuð við að ná mönnum úr
strönduðum skipum. og er óhætt að fullyrða
að fjölmargir eiga þeim lif sitt að launa