Morgunblaðið - 29.01.1978, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.01.1978, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JANUAR 1978 Við búðarborðið A kaupmanninn rétt við búðarborðið svo brosfögur horfði Stína. ,,Ég ætlaði bara að kaupa klæði i kjól á brúðuna mina." ,,Og hvaða lit viltu, Ijúfan, sagði 'ann á litlu brúðuna þina?" ,,Ó, auðvitað rauðan, já, ósköp rauðan," með ákafa svaraði Stína. Kaupmaður fór og klippti klæðið. „Hvað kostar það?" spurði Stína. „Einn koss," hann svaraði, „kostar klæðið i kjól á brúðuna þina." j búðinni glumdi við gleðihlátur þá glaðlega svaraði Stína: „Hún mamma kemur i bæinn bráðum og borgar skuldina mína." Barna ••• I>órir S. Hún skammaðist sín fyrir móður sína Kona nokkur hafði dag einn verið i bæjarferð. Þeg ar hún kom heim stóð heimili hennar i björtu báli. Einn nágrannanna kom með fjögur elstu börn hennar. Þeim hafði verið bjargað. „En hvar er litla systir?" hrópaði móðirin. Hún hafði gleymst. Hún lá i rúmi sinu i brennandi húsinu. „Ó, barnið mitt, barnið mitt!" hrópaði móðirin og hljóp inn i húsið. Fljótlega kom hún út aftur með barn- ið á handleggnum. Þvi var borgið, en sjálf hafði hún Töfrar Getur þú lyft flösku með sog-strái? Það hljómar hálf ankannanlega, en ekkert er ómögulegt, ef aðferðin er á hreinu. Stráið er beygt eins og myndin sýnir, og stungið varlega ofan í flöskuna. Þar opnast það síðan. lVIeð hak- inu á stráinu er síðan hægt að lyfta henni. Annað tögrabragð: Ahorf- endum er sýnd uppblásin blaðra. Síðan er títuprjóni stungið í blöðruna. Allir halda fyrir eyrun, en nálin situr föst og blaðran spring- ur ekki. Furðulegt! Skýring: Blaðran er hlásin upp fyrir sýninguna og á hana límdur kross með glæru Ifmbandi. Títuprjóninum er síðan stungið varlega í límbandið, og þá gerist ekkert með blöðruna. brennst hræðilega, einkum í andliti. Lengi var hún í lífshættu vegna brunasár- anna, en loks fór henni að batna. En á andlitinu bar hún Ijót merki eftir sárin, og þau ör mundi hún aldrei losna við. Margrét litla stúlkan hennar, varð stór og falleg ung stúlka. Og dag einn var henni boðið í samkvæmi með móður sinni. Hún stóð á tali við nokkrar aðrar ung- ar stúlkur, sem ræddu sitt af hverju. Allt í einu sagði ein þeirra við Margréti: „Nei, sérðu konuna með Ijótu örin. Ég hef nú aldrei séð ófríðari manneskju. Þekkir þú hana?" Margrét roðnaði. Ætti hún að segja það? í augna- bliks örvæntingu barðist hún við blandnar tilfinning ar, og toguðust á í henni tepruskapur og kærleikur til móðurinnar. Hún svaraði loks: „Nei, ég þekki hana ekki." En hún gleymdi þessu atviki aldrei. Það nagaði hana stöðugt, að hún skyldi ekki hafa kannast við mömmu, sem hætti lífi sinu hennar vegna og bar þess vegna hin Ijótu merki. «28 76. ,74 •78 82 •83 ,7S 80 » . •84 . • 86 74 88 * 93 •24 86 .94 96 Með því að draga strik milli talnanna í réttri röð kemur fram vera, sem passar inn í myndina. Sumar tölurnar standa mjög þétt, svo að þú verður aö gæta þess að villast ekki á þeim. Ertu nokkuð hissa á því þó að maðurinn á myndinni setji upp hræðslusvip?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.