Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 23 SIGFÚS JÓELSSON FV. NÁMSSTJÓRI Á A USTURLANDI Haustið 1934 kom til Reyðar- fjarðar ungur maður og hóf kennslu þar við barna- og unglingaskólann. Hann bar með sér ferskan blæ þeirrar gerðar, sem einlægum hugsjónamönnum einum er gefið. Maðurin var heillandi í fram- göngu allri, brennandi af áhuga á starfinu, fastmæltur og skýrmælt- ur svo af bar. Sakir frábærra kennarahæfi- leika þessa unga manns fór ekki hjá þvi, að mynd hans greiptist þegar við fyrstu kynni skýr og ljós í hugskot nemenda hans. Honum var ekki nóg að leggja á sig gífurlegt undirbúningsstarf til að glæða sjálfa kennsluna lifi og gera hana heillandi með starfræn- um vinnubrögðum og öðrum nýjungum þeirra tíma. Hann lagði einnig mikið upp úr félags- störfum nemenda, æfði með þeim leikrit og upplestur og lagði áherslu á að sem flestir tækju þátt í því. Leiðsögn hans í þessum efnum verður okkur, sem nutum hennar, nánast ógleymanleg. Sjálfur var hann skáldmæltur vel og eftir- sóttur upplesari, enda bar hann djúpa virðingu fyrir móður- málinu og unni þvi hugástum. Kom það skýrt fram jafnt utan skóla sem innan. Það verður aldrei með tölum talið eða á vog vegið hvaða áhrif slíkir menn hafa á þroskaferil og uppeldi barna, en eitt er alveg víst: Þau eru mikil og góð. Sigfús Jóelsson var kennari af Guðs náð. Hann var kominn af þingeysk- um ættum, fæddur 1. febr. 1907 á Húsavík. Foreldrar hans voru Jóel Frið- riksson (bróðir Theódórs, rit- höfundar) bónda á Hofi i Flat- eyjardal, Jónssonar og kona hans Sigurborg Sigfúsdóttir bónda að Sultum i Kelduhverfi o.v., Sigurðssonar. Sigfús Jóelsson lauk gagn- fræðaprófi frá M.A. 1927 og kennaraprófi 1934. Eitt ár kenndi hann í heimabyggð sinni áður en hann hóf ævistarf sitt á Reyðar- firði. Hann var kennari þar til 1946, námsstjóri á Austurlandi 1946—1949 og skólastjóri á Reyðarfirði frá 1949—1962. Það ár flytur hann ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavikur og gerist kennari við Hagaskólann. Þar starfaði hann í rúman áratug, en varð að lokum að láta af störf- um vegna veikinda. Var hann þá búinn að sinna skóla- og uppeldis- málum í nálega 40 ár. Sigfús var félagshyggjumaður í þess orðs bestu merkingu. Auk hinna umfangsmiklu starfa í skólum landsins tók hann þátt í fjölþættu félagsstarfi og var víða í fararbroddi. Hann var hrepps- nefndarmaður í mörg ár, sat í stjórn ungmenna- og verka- mannafélaga bæði á Húsavík og Reyðarfirði, Kennarasambands Austurlands, skógræktarfélags, útgerðarfélagsins Snæfugls svo eitthvað sé nefnt. Þessa merka þáttar í ævistarfi Sigfúsar verða ekki gerð nánari skil hér. En þegar menningar- og atvinnusaga Reyðarfjarðar verður í letur færð, mun hans getið að verðleikum, þvi að óum- deilanlega markaði hann mörg heillasporin i sögu og framþróun byggðarlagsins. Eigi verður Sigfúsar Jóelssonar minnst, svo að konu hans verði ekki getið. Birna heitir hún Stein- grímsdóttir frá Sandhólum á Tjörnesi. Samhent og bjartsýn á framtíð- ina reistu þau sér fagurt heimili á Reyðarfirði. Húsið var nefnt eftir æskuheimili frúarinnar, Sandhól- um. Heimili þeirra hjóna var annál- að fyrir gestrisni og myndarskap bæði innan dyra og utan. Sérstaka athygli vakti hinn fagri trjá- og blómagarður, sem hjónin komu sér upp við hús sitt, enda var húsbóndinn einstakur áhuga- maður í þessum efnum. Það var gaman að koma i Sand- hóla og þar var gott að vera. Og enn svífur sami andi yfir vötnun- um heima í Drápuhlíð 2. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og eru þau þessi: Bergþóra Guðrún búsett í Þýska- landi, Friðrik kennari við Verslunarskólann og Steingrimur loftskeytamaður til heimilis hjá móður sinni. EFTIR BILLY GRAHAM Synirnir okkar þrír eru unglingar. Við viljum forða þeim frá vandræðum. Vinsamlegast gefið okkur góð ráð. Ég vil benda yður á nokkur atriði, sem þér skuluð fara eftir, í eftirfarandi röð, — en hafið í huga, að þér þarfnizt hjálpar og leiðbeiningar Guðs í öllum þessum vanda yðar. í fyrsta lagi eruð þér allsendis ófær um að ala börn yðar réttilega upp, nema þér hafið gefið Kristi hjarta yðar og líf. Þegar þér hafið gert það, getið þér beðið hann hjálpar daglega og beðið fyrir sonum yðar. Þá skulið þér, sem kristið fólk, gæta þess, að Kristur fái skipað réttan sess á heimili yðar. Þetta felur í sér, að yður ber i öllu að lifa sem kristið fólk og lesa Biblíuna daglega og biðjast fyrir. Látið það verða fyrsta verk yðar á morgnana að lesa í Biblíunni og biðja stutta stund, áður en þið skiljið þann dag. Sjáið svo til þess, að heimili yðar sé staður, sem synir yðar hafa ánægju af að bjóða vinum sínum til. Munið, að unglingar eru hávaðasamir og að þeir láta hlutina ekki alltaf á sinn stað afiur, en gerið heimili yðar að sælureit, þar sem kostur er á hressingu og leikjum, sem hæfa ungu fólki. Gerið það að föstum og ómissandi þætti í lífi yðar að hlusta á orð Guðs í húsi hans, jafnvel oftar en á sunnudögum. Minnizt þess að lokum, að þér veitið börnum yðar raunverulega hjálp með þvi að biója Guð í einlægni að varðveita þau frá illu. Þeita eru í senn réttindi yðar og skylda. Ef þér gegnið skyldum yðar sem kristnir foreldrar, komizt þér að raun um, að Guð sjálfur veitir blessun sína öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Sigfús Grétarsson. Sigfús Jóelsson andaðist í Reykjavlk 27. ágúst sl. sjötugur að aldri. Hann átti við mikla vanheilsu að stríóa síðustu ár ævi sinnar, en þá byrði bar hann með karl- mennsku og æðruleysi. Og við hlið hans stóð konan hans eins og klettur jafnt í blíðu sem stríðu. Hinn fjölmenni nemendahópur Sigfúsar Jóelssonar á honum skuld að gjalda. Með þessum síðbúnu minning- arorðum langar mig til að færa þessum iærimeistara minum alúðarþökk fyrir frábæra hand- leiðslu barnaskólaáranna og fyrir órofa vináttu og trygglyndi í gegnum tíðina. Hópurinn hans stóri vottar hon- um virðingu sína og biður honum og ástvinum hans blessunar um alla framtíð. Guðmundur Magnússon. Sigurrós Jóhanna Sig- urðardóttir - Minning F. 26. ágúst 1894 D. 4. janúar 1978. Sigurrós Sigurðardóttir var fædd að Bjarnarstöðum Kolbeins- dal Skagafjarðarsýslu hinn 26. ágúst 1894. Foreldrar hennar voru Jóhann Pétursdóttir og Sig- urður Stefánsson. Þau Jóhanna og Sigurður eignuðust tvær dætur, Sigurrósu og Gunnhildi, áður hafði Jóhanna eignast son er Jón hét. Þau Jóhanna og Sigurður bjuggu um skeið að Bráðræði á Skagaströnd, þar ólst Sigurrós upp. Síðar fluttust þau öll að Baldursheimi, Blönduósi. Hinn 26. desember 1915 giftist Sigurrós Sigurbirni Jónssyni og bjuggu þau í Baldursheimi í nokkur ár, eignuðust þau þrjú börn, Huldu, Skúla og Elínu, sem dó í bernsku. Þau Sigurrós og Sigurbjörn slitu samvistum. Þá fór Sigurrós með börn sín þau Huldu og Skúla til Skagafjarðar, fyrst i húsmennsku að Fjalli síðar að Hólum í Hjalta- dal. Sigurrós fluttist til Sauðár- króks árið 1925. Sigurrós var hamhleypa til verka og henni féll aldrei verk úr hendi, það kom henni vel í hennar hörðu lífsbar- áttu, með börnin tvö. Fyrsta febrúar 1941 giftist Sigurrós Agústi Hreggviðssyni verkstjóra hjá Vita- og hafna- málastjórninni. Eignuðust þau einn son, Sigurð, búsettan í Reykjavik. Mann sinn Ágúst missti Sigurrós hinn fimmta nóvember 1970. Sigurrós eignaðist lifandi trúar- samfélag við frelsara sinn vorið 1941. Hún treysti einvörðungu á náð Guðs í Kristi, sér til hjálp- ræðis. Hún hafði reynt Orð Guðs sem segir: Af náð eruð þér hólpn- ir orðnir fyrir trú og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Jesús Kristur var sá grundvöllur, sem hún byggði á, sá hornsteinn sem hún hvildi á með eilífðar velferð sína. Ég heyrði tengda- móður mína oft blessa Guðs frelsandi náð, sem opinberast hefur sáluhjálplega öllum mönnum, einnig mér sagði hún. Sigurrós var væn kona, list- hneigð, , vinnusöm, hyggin og Guðelskandi sál. Blessuð sé minning hennar. Jóhann Pálsson. Jóhann E. Frímann Minningarorð F. 13. ágúst 1923 D. 12. janúar 1978. Hinn 24. janúar, var til grafar borinn Jóhann E. Frímann, sem var einn af okkar einlægustu vin- um. Þótt fundum okkar færi fækkandi síðastliðin ár, varð mér oft hugsað til hans, sérlega ef um bókmenntir var að ræða. Jóhann var mjög bókhneigður og hag- mæltur vel. Hann var prúðmenni hið mesta og vel af guði gerður, jafnt í smáu sem stóru. Af litlum efnum braust hann til mennta að Héraðsskólanum á Eiðum og lauk þar námi með ágætiseinkunn. Meira stýrimannsprófi lauk hann árið 1948. Jóhann var kvæntur Sigur- laugu Sigurjónsdóttur, ættaðri frá Norðfirði, þeirri öðlingskonu sem ég hef kynnst, sem veitti mér þann styrk á krossgötum lífs míns, er aldrei verður metið til fjár og því ekki að undra þó vel færi á með þeim hjónum, svo líkt sem hugarþel þeirra var. Jóhann var sonur hjónanna Einars Sveins Frimanns kennara og Brynhildar Jónsdóttur, sem nú 2 mannrán á Ítalíu Róm, 30. janúar. Reuter. TVÖ mannrán voru framin á ltalíu sfðasta sólarhringinn. 13 ára telpu, Elenu Corti, var rænt f námunda við heimili sitt í Lecco á Norður-ltalfu er hún var að koma heim úr skólanum, en Danielu Mastomauro, tvítugri dóttur auðugs verksmiðjueig- anda, var rænt f gærkvöldi. A-þýzkur her- maður flúði til V-Þýzkalands Fulda. 30. jan. AP. AUSTUR- þýzkum einkennis- klæddum hermanni tókst um helgina að komast yfir til Vestur- Þýzkalands þar sem hann bað um hæli sem pólitfskur flóttamaður, að því er lögregluyfirvöld hér skýrðu frá á sunnudag. er nýlátin. Þau byrjuðu búskap sinn á Seyðisfirði en fluttust síðar til Norðfjarðar. Einar Sveinn Frí- mann var greindur maður og skáld gott, sem dæmi þess minnist ég sögu sem heitur Austfjarðar- þokan og birtist í timaritinu Eim- reiðin sökum þess að hún hlaut Lögreglan skýrði frá þvi í kvöld, að skólataska Elenu Corti hefði fundizt í mannlausum bíl, en óstaðfestar fregnir herma að lausnargjalds, sem jafngildir um 500 milljónum ísl. króna, hafi ver- ið krafizt fyrir Danielu Masto- maure. Þetta er annað og þriðja mann- ránið á Italíu á þessu ári, en í fyrra urðu fórnarlömbin 76 tals- ins og er talið að glæpamennirnir hafi haft samtals 5 milljarða króna upp úr krafsinu. Hermanninum tókst að komast yfir jarðsprengjubeltið og girð- ingaverkið innan landanæra Austur-Þýzkalands og aðstoðuðu þorpsbúar hér hann til næstu landamærastöðvar vestan landa- mæranna. Hermaðurinn sem var óvopnaður er 20 ára gamall, hann sagði lögregluyfirvöldunum að hann væri óánægður með stjórn- málaástand í Austur-Þýzkalandi. Austur-Þjóðverjar hljóta hæli nær sjálfkrafa er þeir biðja um slíkt í Vestur-Þýzkalandi. fyrstu verðlaun. Ljóðagerð hans má sumpart líkja við K.N. eða Arnar Arnarsonar. Máltæki segir: Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni, svo var með Jóhann, bók- hneigðin og hagmælskan var föð- urarfur hans. Jóhann var ákveð- inn og staðfastur í stjórnmálum, þess vegna finnst mér ekki óvið- eigandi þó ég vitni í Sóleyjar- kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum, þar sem hann segir: Nú veit ég ad stríð er gróði og frelsið arður af auði en ekki Ijóði. Jóhann flíkaði aldrei því illa í manninum, en trúði á hið góða. Þó svo að Jóhann stundaði sjóinn meðan hann hafði heilsu til, álít ég að honum hafi ekki verið ætlað það starf, svo listrænum hæfileik- um sem hann var gæddur. Jóhann var góðmenni, því segi ég: Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Að síðustu vottum við hjónin eiginkonu hans og dóttur og öll- um hans nánustu okkar dýpstu samúð. Mitt verk er þá ég fell og fer eitt fræ, mitt land, f duft þitt grafið mfn söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í Ijóðasveig þinn vafið. Ein innstra hræring hugar mfns hún hverfa skal til upphafs sfns sem báran — endurheimt í hafið. (E. Ben.) Með hinstu kveðju Áslaug Ólafsdóttir Sprengju- tilræði Ankara, 30. janúar. AP. ÞUSUNDIR hægri sinnaðra ung- menna tóku þátt i átökum og sprengjutilræðum á götum Ankara i dag i mótmælaskyni við ákvörðun ríkisstjórnarinnar am að herða inntökuskilyrði í kenn- araskóla landsins. Stjórn Ecevits heldur því fram að hægri öfga- sinnar hafi með brögðum náð ítökum í skólunum meðan stjórn Demirels var við völd. Sex manns særðust í átökunum í dag. Öeirðirnar hófust i morgun þeg- ar fjöldi fólks var á leið til vinnu. Fóru unglingarnir saman í hópum og köstuðu sprengjum. svo veg- farendur áttu fótum fjör að launa, en síðan var haldið að menntamálaráðuneytinu þar sem hrópuð voru ákvæðisorð um stefnu stjórnarinnar. Um 35 þúsund nemendur stunda nám í kennaraskólum í Tyrklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.