Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 32
d*á • AWil.ÝSINGASÍMINN ER: &f> 22480 | 3W«rj}unfelat>ií> wc$pmffi*útób Lækkar hitakostnaðinn MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1978 Loðnu- og hrogna samningur upp á 2000milljónirkr. EINS OG sagt var frá í Morgunblaðinu í gær hef- ur Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna gert samning við Japani um sölu á 3000 tonnum af frystri loðnu og 2600 tonn af loðnuhrogn- um, en útflutningsverð- mæti þessara afurða er 1500—1600 millj.kr. sam- kvæmt upplýsingum hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Hins vegar er mögu- legt að meira verði selt af frystri loðnu, eða nokkur þúsund tonn í viðbót. Þá hefur sjávarafurðadeild Saltfisksölu- samningar vid Portúgal á næsta leiti MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Þórhall Asgeirsson ráðu neytisstjóra í viðskiptaráðuney- inu í gær og spurði hvað liði vié skiptasamningum við Portúgal. Sagði Þórhallur að stöðugt væri reynt að auka áhuga manna á innkaupum frá Portúgal með kynningu og öðrum hætti, en það sem næst er á dagskrá varðandi samninga við Portúgal eru salt- fisksölusamningar SÍF við Portú- gali, en reiknað er með að samningar hefjist um miðjan febrúar. SÍS gert sölusamning við Japani um 1000—2000 tonn af frystri loðnu og 400—500 tonn af hrognum, Framtiald á bls 18. Landsbankamálið: Gæzluvarð- hald fram- lengt um einn mánuð GÆZLUVARÐHALD Hauks Heiðars fyrrverandi yfir- manns ábyrgðadeildar Lands- bankans var í gær framlengt um allt að einn mánuð, eða til 1. marz n.k. að kröfu rannsókn- arlögreglustjóra ríkisins. Lög- maður Hauks Heiðars kærði til Hæstaréttar úrskurðinn sem Birgir Þormar sakadómari kvað upp. Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri, vildi engar upplýsingar gefa um málið í gær, en sagði, að það sæist af kröfu hans um áfram- haldandi gæzluvarðhald að mikið starf væri enn eftir í rannsókn málsins. (I.jftsm. Mbl: RAX Vélbáturinn Jón Ágúst GK 60 er stórskemmdur ef ekki ónýtur eftir að mikill eldur geisaði um borð f bátnum í gær. Þannig var útlits í brú bátsins, eftir að eldurinn hafði verið slökktur. — Sjá nánar bls. 3. Fyrirmæli Seðlabankans: Skila ber stærstum hluta dönsku bankainnstæðn- anna til íslenzkra banka Reikningshafar fái íslenzka peninga í staðinn fyrir gjaldeyri 6000 litsjón- varpstæki keypt inn á s.l. ári SAMKVÆMT upplýsingum Axels Ólafssonar innheimtustjóra hjá Ríkisútvarpinu voru flutt inn til iandsins um 6000 Iitsjónvarps- tæki á s.l. ári þannig að alls eru nú á skrá um 7000 tæki hjá stofnuninni. Landsbanka- skýrslan fyr- ir Alþingi á morgun MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Ölaf Jóhannesson dóms- málaráðherra í gær og innti hann eftir því hvenær hann hygðist leggja fyrir Alþingi skýrsluna um Landsbankamálið, en dómsmála- ráðherra bað sem kunnugt er um upplýsingar um eðli og stöðu máisins. Dómsmálaráðherra kvaðst reikna með að taka skýrsl- una fyrir á Alþingi á morgun, fimmtudag. SEÐLABANKI Islands hefur nú skrifað öllum eigendum bankareikninga í dönskum bönkum og gef- ið þeim fyrirmæli um að skila þeim peningum sem þeir eiga í bönkum erlendis til íslenzkra banka og selja þá islenzkum bönkum, en þessi fyrirmæli eiga við stærstan hluta þeirra tæp- lega 200 millj. ísl. króna sem um er að ræða í dönsku bönkunum. Um 60 aðilar eru eigendur 80 bankareikninga í dönskum bönkum samkvæmt þeim upplýsingum sem borizt hafa til landsins. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Jóhannsson forstöðu- manns gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans eru það eigendur mjög lítils hluta umræddra peninga sem mega hafa þá áfram á reikningum í dönskum bönkum, en þessir einstaklingar hafa gefið gilda ástæðu fyrir bankainnstæð- um sinum. Þá kvað Sigurður hluta af þessu fé bundinn á reikningum erlendis og sumt kvað hann mega fara inn á gjald- eyrisreikninga í íslenzkum bönk- um. Sem dæmi um ástæður fyrir fé sem ekki þyrfti að skila nefndi Sigurður erfðafé og erlenda aðila á íslandi. Hækkun sjónvarps- og útvarpsgjalda: Afnotagjöld 28%, hljóð- varpsauglýsingar 25% AUGLYSINGAR í hljóðvarpi hækka frá og með deginum f dag um 25% að meðaltali. Hfns vegar hækka auglýsingar í sjónvarpi ekki, þar sem við sfðustu hækkun varð svo mikill samdráttur f Heimsmeistaraeinvígið í skák: Gunnari Gunnarssyni boð- ið aðstoðardómarastarf Gunnar Gunnarsson ALÞJÖÐASKAKSAMBANDID hefur ritað Gunnari Gunnars- syni, alþjóðlegum skákdómara, bréf þar sem spurt er, hvort hann vil.ji gefa kost á sér í stöðu annars aðstoðardómara í heimsmeistaraeinvígi þeirra Karpovs og Korchnojs. Gunnar, sem er annar skákskýrenda Mbl., sagði blaðinu í gær, að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í þann tólf manna hóp, sem aðstoðardómararnir verða svo valdir úr. A fundi miðstjórnar Alþjóða- skáksambandsins, sem haldinn var í Manila nýlega, var rætt um það, hverjum ætti að bjóða að gefa kost á sér sem aðstoðar- dómarar í heimsmeistaraein- víginu. I bréfi, sem dr. Euwe, forseti FIDE, skrifar Gunnari Gunnarssyni, segir hann að nafn Gunnars hafi verið nefnt til þessa hóps. Heimsmeistaraeinvígið í skák mun byrja um 15. júli að því er dr. Euwe segir í bréfinu. Viku eftir að tilboð í einvígið hafa verið opnuð mun FIDE senda keppendum lista yfir nöfn þeirra tólf manna, sem gefa kost á sér til aðstoðardómara- starfa. Síðan hafa keppendur mánuð til að velja sjö nöfn út úr og eiga þeir að skila þeim til FIDE í þeirri röð, sem þeir helzt kjósa. Forseti FIDE ákveður svo, hvaða tveir verða aðstoðardómarar. Gunnar Gunnarsson er annar íslendingurinn, sem hefur alþjóðleg skákdómararéttindi. Guðmundur Arnlaugsson var aðstoðardómari í einvígi Fischers og Spasskys um heims- meistaratitilinn. I einvígi Spasskys og Horts á síðasta ári var Guðmundur aðaldómari og Gunnar aðstoðardómari og sömu störfum munu þeir gegna á Reykjavíkurskákmótinu, sem hefst á fóstudaginn. magni auglýsinga að heildartekj- ur sjónvarpsins vegna auglýsinga stórminnkuðu. Verður hækkun auglýsinga í sjónvarpi ekki á dag- skrá fyrr en síðari hluta árs, auk þess sem fjalla verður um hækk- un sjónvarpsauglýsinga með nokkrum fyrirvara vegna samn- inga við auglýsendur erlendis. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið i gær hjá ríkisút- varpinu, Herði Vilhjálmssyni fjármálastjóra og Þorbjörgu Guð- mundsdóttur auglýsingastjóra. Jafnframt hækkar afnotagjald út- varps og sjónvarps frá og með 1. marz og er hækkunin þar um 28%. Fyrsti verðflokkur hljóðvarps- auglýsinga hækkar úr 120 krón- um f 150 krónur eða um 25%, en i þessum flokki eru auglýsingar um andlát og jarðarfarir, messur og afsláttarauglýsingar góðgerð- arfélaga. Annar flokkur hækkar úr 190 krónum í 240 krónur. I þeim flokki eru auglýsingar, sem lesnar eru i morgunútvarpi og síðdegisútvarpi. Hækkunin í þess- um flokki er 26.3%. I þriðja verð- flokki, sem i eru allar verzlunar- auglýsingar, sem lesnar eru í há- degisútvarpi og milli klukkan 18 og 19, verður hækkun úr 225 krónum í 280 krónur eða 24.4%. Framhaldábls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.