Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 Rausnarleg- ar gjafir til rannsókna í dulsálarfræði EFTIRFARANDI gjafir hafa bor- ist Sjóði til rannsókna í dulsálar- fræði frá því hann var stofnaður árið 1975: N.N. 100.000 (stofnfé), Minn- ingarsjóður séra Sveins Víkings 244.481, J.E. 4.400, Sálarrann- sóknafélag Hifnarfjarðar 20.000, M.G. 1.000, J.K. og B.K. 10.000, A.J. og A. 0. 2.000, N.N. 400.000, Sálarrannsóknafélag Sauðár- króks 5.000, N.N. 118.000. Stjórn sjóðsins þakkar þessar rausnar- legu gjafir. Gjöfum til sjóðsins sem eru frá- dráttarhæfar við skattaframtal er varið til styrktar rannsóknum í dulsálarfræði við Háskóla Is- lands. Gíróreikningur sjóðsins er 60600-6. Stjórn sjóðsins skipa Erlendur Haraldsson, Jón Auðuns og Þor- steinn Þorsteinsson. (Fréttatilkynning frá sjóðs- stjórn) „Stóra hest- húsið” á tón- leikum í Bú- staðakirkju FRÖNSK hljómsveit sem i islenzkri þýðingu nefnist „Stóra hesthúsið og svefnher- bergið" mun á föstudag leika í Bústaðakirkju ýmis verk klassiska tímabilsins i sinni upprunalegu mynd og til þess verða notuð hljóðfæri eins og þau voru 17. og 18. öldinni. Kemur hljómsveitin hingað til lands í boði Kammermúsík- klúbbsins fyrir tilstuðlan og frumkvæði Jacques de Latour Dejean sendiherra Frakklands á tslandi. Hljómsveitin La Grande Ecurie et la Chambre du Roy, eins og hún nefnist á frum- málinu, er nú á leið til Banda- ríkjanna til sex vikna hljóm- leikahalds. Hefur hún hér viðkomu og heldur eina tón- leika í Bústaðakirkju kl. 20.30 á föstudag. Eru þessir tónleik- ar opinir öllu áhugafólki um tónlist og verður aðgangur seldur við innganginn, en með- limir Kammermúsíkklúbbsins fá ókeypis aðgang út á félags- skírteini sín. Hljómsveitin er meðal þeirra hljómsveita sem horfið hafa aftur til upprunalegs flutnings 17. og 18. aldar tónlistar, en hún er skipuð eins og hirðhljómsveitir 17. og 18. aldar voru skipaðar. Tónlist sú hafði að nokkru leyti aflagast með árunum og fjarlægst það sem hún var höfundum sínum, með tilkomu sinfóníuhljómsveita og kammermúsíksveita svo og auknum möguleikum i miðlun og flutningi tónlistar, að því er fram kom á blm.fundi með aðstandendum tónleikanna i Bústaðakirkju. Hljómsveitin var stofnuð 1966 og hefur leik- ið tónlist í upprunalegri mynd inn á um 15 hljómplötur. Hún hefur hlotið ýmsar viður- kenningar og er orðin eftirsótt til tónleikahalds víða um heim, t.d. hafa margir tónleikar hennar verið ákveðnir allt til ársins 1980. Stofnandi og stjórnandi flokksins er Jean-Claude Mal- goire sem hlotið hefur verðlaun og lof fyrir óbóleik og kammermúsík. hófstí morgun verzl. samtímis \A Alltnýjar ^ og nýlegar vörur^^^l Látið ekki happ úr hendi ^ sleppa c Við viljum vekja athygli á því að við létum framleiða terelyne ullarbuxur beint á vetrar-söluna TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22. Glæsibæ. Simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.