Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 Þriggja metra gjá eftir gervihnöttinn Alberta, Washington, Tokyo, 31. jan. Reuter. VtSINDAMENN voru bjartsýnir í dag um að þeim tækist að finna meira brak úr sovéska njósna- hnettinum, sem kom niður f Kan- ada. Þeir höfðu þá fullvissað sig um að brunnar leyfar, sem fund- ust um helgina, væru úr sovéska gerfihnettinum. Hermenn og lög- regla héldu vörð umhverfis þriggja metra djúpa holu í ís á ánni þar sem flakið lenti meðan þyrla sveimaði yfir tveimur geislavirkniblettum. Eftir atburð þennan hefur Carter Bandarfkja- forseti hvatt Sovétmenn til að hætta slíkum tilraunum og í Jap- an hafa verið mótmælagöngur gegn „glæpum í geimnum" af hálfu stórveldanna. Forystumaður vísindamann- anna á leitarstaðnum skýrði svo frá, að þær leifar er nii hefðu fundist, væru ekki partur úr þeim tækjabúnaði gervihnattarins, er mest hætta kynni að starfa af, þ.e. kjarnaofninum. Hann kvað hins vegar engan vafa geta leikið á að á stóðum þeim, þar sem vart hef- ur orðið geislavirkni, væri um að ræða brot úr honum. Það tæki að ölium líkindum dag eða svo að kanna hvort þá mætti nálgast eða ekki. Carter Bandaríkjaforseti hvatti til þess í dag að Sovétmenn settu algert bann við kjarnorkuknún- um gervihnöttum unz tekizt hefði að tryggja að fullu að útbúnaður, sem ógnað gæti mannslífum, félli ekki til jarðar. Komst hann svo að orði á blaðamannafundi i gær að ef ekki væri hægt að fulinægja þessum skilyrðum yrði , algert bann að koma til framkvæmda. Upplýsti Carter að sovéskir em- bættismenn hefðu fullvissað sig nokkru fyrir atburðinn um að gervihhóttur myndi brenna upp til agna í gufuhvolfi jarðar, félli hann niður. Um það bil 100 verkamenn og kjarnorkumótmælendur söfnuð- ust saman við minnismerkið um kjarnorkusprengjuna í Hírósíma í gær til að andmæla gervihnatta- tilraunum Sovétmanna og Banda- — Muzorewa... Pramhald af bls. 1. Smith forsætisráðherra, Muzorewa biskup, séra Ndabaningí Sithole og Jeremiah Chirau sögðu í dag að blóðsút- heilingum mundi linna í Rhódesíu ef viðræður þeirra i Salisbury bæru árangur. Skæruhernaðurinn færist stöð- ugt nær höfuðborginni, þvi að til- kynnt var í dag að tveir hvítir menn hefðu verið myrtir skammt frá einni stærstu gullnámu Rhódesiu aðeins 30 km frá mið- borg Salisbury. og að þrír blókku- menn hefðu orðið fyrir árás úr launsátri fyrir tveimur dögum á þjóðveginum frá Salisbyru tii ná- grannabæjarins Shamva. Atján hvitir menn hafa fallið fyrir skæruliðum blökkumanna frá ára- mótum og alls hefur 401 fallið i skærustríðinu í þessum mánuði. I viðræðunum i Möltu settu for- ingjar Föðurlandsfylkingarjnnar. sem skæruiiðar blökkumanna tii- heyra, það skilyrði fyrir þvi að lýst yrði yfir vopnahléi. að gengið yrði að kröfu. sem þeir báru fram þess efnis að þeir hefðu á hendi moiri- háttar hlutverk á aðlögunartíma þeim sem mun líða áður en meiri- hlutastjórn blökkumanna verður sett á laggirnar. Andrew Young, sendiherra Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og David Owen. ulan- ríkisráðherra Breta. hafa varað við því að áframhaldandi strið í Rhódesiu geti breiðzt út um alla sunnanverða Afriku og vildu ekki í viðræðunum i dag láta undan kröfum blökkumannaleiðtoganna, Joshua Nkomo og Robert Mugabe. Þeir krefjast þess meðal annars að blökkumenn hafi áhrif á löggæzlu áður en meirihlutastjórn blökku- manna verður mynduð. ríkjamanna. Formaður verkalýðs- félags Hírósímaborgar, Toshiyuki Goto, skýrði frá því i ræðustól við minnismerkið að fall sovéska gervihnattarins til jarðar í Kan- ada væri „gífurlegt áfall fyrir fórnarlömb kjarnorkusprengj- unnar, þau er af lifðu". — Ráðherra fer frá... Framhald af bls. 1. Ahlmark situr áfram á þingi fram að næstu kosningum sem eiga að fara fram i september 1979. Ahlmark sagði að enginn ágreiningur ríkti i stjórninni eða flokknum, að flokkurinn stæði sameinaðri en hann hefði gert í 20 ár og að starf stjórnar- innargengi stöðugt betur. Meðal þeirra sem koma helzt til greina í stöðu flokksleiðtoga í stað Ahlmarks eru Ola Ullsten, ráðherra sá sem fer með mál er varða aðstoð við þróunarriki, og Jan-Erik Wikström menntamálaráð- herra. Thorbjórn Fálldin forsætis- ráðherra harmaði ákvörðun Ahlmarks i dag og sagði að vel- gengni frjálslyndra undir for- ystu Ahlmarks sýndi að hann segði ekki af sér af pólitískum ástæðum. Gösta Bohman, leiðtogi Hægri flokksins og efnahags- málaráðherra, kvaðsl harma það að stjórnin missti ábyrgan og samvizkusaman ráðherra. Olof Palme, leiðtogi sósíal- demókrata, hrósaði Ahlmark fyrir að reyna sem verkamála- ráðherra að fylgja stefnu sið- ustu stjórnarfsósialdemókrata. Ahlmark yar leíðtogi æsku- lýðssamtaka frjálslyndra frá 1960 og var kjörinn á þing 1967. H.nn var þá talinn „reiður ung- ur maður" og kösning hans i stöðu flokksleiðtoga 1975 sætti gagnrýni, en nauðsynlegt þótti að kjósa ungan mann í stóðuna þar sem frjálslyndir höfðu far- ið halloka í undangengnum kosningum. Ahlmark er 38 ára gamall og fyrrverandi blaða- maður. --------------. ? * — Aflétta banni Framhaldaf bls. 1. við ferðum lil Manchester verður áfram i gildi. \ Noregur, Danmórk og Sviþjóð hafa tilkynnt að þau vilji segja upp núverandi loftferðasamningi við Breta í árslok. Talið er að viðræður hefjist um nýjan samn- ing í vor. SveinnSæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði að eins og kæmi fram i fréttinni hefði SAS verið svipt leyfi til að fljúga til Glasgow i nóvembersíðastliðnum. SAS hefði í staðinn flogið til Prestwick, en þaðan er um klukkustundar ferð i áætlunarbíl til Glasgow. Sveinn kvaðst ekki telja að nein veruleg aukning hefði orðið á sætanýtingu hjá Flugleiðum, þann tíma sem SAS var úr leik, þvi alltaf hefði verið vitað að þetta væri aðeins tíma- bundið ástand. — Svíar dæma Framhald af bls. 1. ins, Vestur-Þjóðverjirin Nor- bert Kröcher, sem biður dóms í heimalandi sínu, hefði haft á prjónunum alvarleg áform um að rærla Anna-Greta Lejon fyrrverandi ráðherra úr flokki sósíaldemókrata. Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sem er 564 blaðsíður að áform Kröchers hefðu getað heppnazt ef lög- reglan hefði-'ekki komizí á snoðir um þau. Sakborningarnir voru hand- teknir 1. apríl í fyrra i Stokk- hólmi þegar sænska lögreglan hafði rannsakað tengsl sem Baader-Meinhof samtökin höfðu haft við Sviþjóð. Rann- sóknin hófst eftir árás vestur- þýzkra hryðjuverkamanna á vestur-þýzka sendiráðið í Stokkhólmi í april 1975. 21. árs gömul kona fékk tveggja ára og sex mánaða fangelsisdóm fyrir að undir- búa ránið á ráðherranum. Sambýliskona Kröchers fékk aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir þátttöku i bankaráni og tveimur bilstuldum þar sem hún var talin tilfinningaiega háð Kröcher. Nokkrir útlendingar sem voru viðriðnir málið voru reknir úr landi á sinum tima, þar á meðal grisk kona, tveir Suður-Ameríkumenn og Kröcher. Skipa varð nýjan sækjanda í réttarhöldunum þegar upphaflega sækjandan- um var hótað lifláti. Réttar- höldin hófust 8. ágúst og þeim lauk i nóvemberbyrjun. — EBE Framhald af bls. 1. samþykkt að gripa til ráðstafana hvert í sinu lagi á grunvelli til- lagnanna sem voru gerðar í dag og að stjórnarnefnd EBE gæti lagt blessun sína yfir þær í sam- ræmi við settar reglur. Hann sagði að Bretar gætu einnig gert sinar eigin ráðstafanir, en þá ættu þeir á hættu að EBE stefndi þeim þar sem þeir beittu aðrar aðildar- þjóðir misrétti. — Kairó Framhald af bls. 1. yrði haldið áfram á morgun. Bandariskar heimildir hermdu að Atherton hefði titskýrt nánar fyrir Egyptum tillögur Israels- manna um yfirlýsingu um grund- vallaratriði varðandi friðarsamn- ing eins og Sadat forseti hefði beðið um i viðræðunum við Cyrus Vance utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Sadat mun kynna sér hinar nýju hugmyndir ísraels- manna og senda Carter forseta svar um helgina. 1 Algeirsborg hófst i dag fund- ur utanríkisráðherra fjögurra Arabarikja sem eru anjjvíg friðar- umleitunum Sadats forseta og háttsetts fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu, PLO. Þeir munu ræða sameiginlegar aðgerðir landanna er verða ræddar nánar á fundi æðstu manna landanna í Algeirs- borg á fimmtudag. irak tekur ekki þátt i þessum viðræðum. » « » — Loðnu- og... Framhald af bls. 32. en útflutningsverðmæti þess hráefnis nemur 400—600 millj.kr. Loðnan hefur hækkað frá s.l. ári um 18% miðað við dollara og loðnuhrogn- in hafa hækkað um 55% frá því í fyrra. Verð á loönu og hrognum er þó ýmsu háð, hrognainni- haldi, stærð og fleiru. — Afnotagjöld hækka Framhald af bls. 32. Loks hækkar fjórði flokkur úr 450 krónum í 560 krónur eða um 24.4%, en það eru auglýsingar, sem lesnar eru eftir kvóldfréttir. Afnotagjóld hækka eins og áður segir um rúmlega 28%. Hljóðvarp sem kostaði 3.500 krónur kemur til með að kosta eftir 1. marz 4.500 krönur. Er það hækkun um 28.57%. Svarthvítt sjónvarp hækkar úr 7.500 krónum í 9.600 krónur eða um 28% og litsjón- varp hækkar úr 9.780 krónum í 12.600 krónur eða um 28.83%. Því þarf heimili á ári að greiða fyrir hijóðvarps- og sjónvarpsafnot 28.200 krónur eða 2.350 krónur á mánuði. Ef um litsjónvarpstæki er að ræða verður að greiða á ári 34.200 krónur eða 2.850 krónur á mánuði. — Danir unnu Framhald af bls. 31. Spengler, Deckarm, Ehret og Brand 2 mörk hver, Wunderlich 1 mark. Mörk A-Þjóðverja: Böhme 4, Griiner 3, Engel 2, Draihbrot 2, Schmidt, Gruger og Garlach 1 mark hver. Góð byrjun Sovétmanna I leik Sovétmanna og Svía, sem ieikinn var í Vejie, byrjuðu Sovét- mennirnir mjög vel, komust í 5:1 og 9:2 og þar með voru þeir búnir að tryggja sér sigurinn í leiknum. Virðast Svíarnir óvenju daufir í þessu móti. Mörk Sovétmanna: Kravcow 5, Iljin 4, Gassi 4, Maksimow 3, Chuk 3, Klimov 2, Tchernysenev 2, Kushinirjuk 1 mark. Mörk Svía: Tomas Agustsson 4, Björn Anderson 3, Dan Eriksson 3, Ingimar Anderson 2, Bengt Hanson 2, Basti Rassmusen 2, Frenoge Frick 1, Klaus Ribendahl I mark. Heimsmeistarar úr leik Heimsmeistararnir frá Rúmeníu hafa komið mjög á óvart í keppninni í Danmórku fyrir slaka leiki og í gærkvöldi töpuðu þeir fyrir Júgóslavíu 17:16 og er þar með útséð um að Rúmenar haldi titlinum og nýr heimsmeist- ari verður því krýndur í keppn- inni. Ekki hafa borizt nákvæmar fréttir af leiknum en Rúmenar höfðu yfirhöndina framan af og í háifleik höfðu þeir yfir 10:9 en Júgóslavar tryggðu sér sigur með góðum endaspretti. Spánverjar unnu stórt í keppninni um 9.—12. sætið kom það mjög á óvart að Spán- verjar unnu Japani stórt, 26:15. Japanarnir sprungu algerlega í seinni hálfleik og skoraði Spánn II mörk gegn aðeins 2 á síðustu 25 mínútum leiksins. Hjá Spáni voru markhæstir þeir Behovide með 7 mörk og Aionso og Pelayo með 4 mörk en Gamo var mark- hæstur Japana með 4 mörk. Tékkar og Ungverjar skildu jafn- ir 18:18 í miklum sviptingaleik. Td. höfðu Tékkar yfir um tíma 17:15 en Ungverjar komust í 18:17 en Tékkum tókst síðan að jafna metin. Katusak skoraði 7 af mörkum Tékka en Kovacs 9 mörk fyrir Ungverja. Mikilvægir leikir annað kvöld Annað kvöld fara fram siðustu leikir milliriðlanna. Þá leika Vestur-Þjóðverjar og Rúmenar í Helsingör, A-Þjöðverjar og Júgó- slavar í Klundborg, Sovétmenn og Pólverjar í Árósum og Danir og Svíar í Herning. — áij/SS. — Selfoss Framhald af bls. 2 hafi farið fram í maí 1978. í greinargerð segir að frum- varpið se fiutt að beiðní hrepps- nefndar. Selfosshreppur er í dag stærsti hreppur landsins og áttunda stærsta sveitarfélag utan Reykjavíkur — með lið- lega 3000 íbúa. Hreppurinn er miðstöð iðnaðar, verzlunar og samgangna. Skoðanakönnun meðal kjósenda á Selfossi hefur leitt í ljós meirihlutavilja um kaupstaðarréttindi. Flutnings- menn frumvarpsins eru Ingólf- u,rJónsson (S), Þórarinn Sigur- jónsson (F), Garðar Sigurðsson (Abl) og Guðlaugur Gíslason (S). — Alþingi Framhald af bls. 19 ið og er enn stefnt að þvf af fullri festu að halda byggingarkostnað- inum sem mest niðri án þess að það komi niður á gæðum íbúð- anna. Húsnæðismálastofnunin hefur lengst af haldið uppi nokkuð um- fangsmikilli leiðbeininga- og eft- irlitsþjónustu fyrir húsbyggjend- ur, bæði hina félagslegu bygging- araðila sem og einstaklinga er keypt hafa íbúðarteikningar hennar. Auk þess hefur hún löng- um gengist fyrir fræðslufundum og ráðstefnum um húsnæðis- og byggingarmál viðast hvar í land- inu. Ennfremur hefur hún lengst af gefið út leiðbeiningar- og fræðslubæklinga í nokkrum mæli. Húsnæðismálastofnunin hefur lengi veitt þó nokkurt fé ýmist sem lán eða sem óafturkræfa styrki til margs konar framfara- mála á sviði húsbyggingarmála. Hún hefur oft styrkt Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins til kaupa á vísindatækjum vegna rannsókna í húsbyggingarmálum og nú stendur þar yfir rannsókn á gæðum innlends og innflutts ein- angrunarglers, sem Húsnæðis- málastofnunin hefur heitið að leggja umtalsvert fjármagn til. Hún hefur kostað umfangsmiklar rannsóknir á gæðum einingahúsa, innlendra, er Rannsóknarstofnun bygginariðnaðarins annaðist og hún hefur með gerð Húsamats ríkisins lagt grundvöll að því, að unnt verði að gera sér miklu betri grein fyrir því en áður var hver kostnaður er samfara húsbygg- ingum áður en hasist verður handa um gerð þeirra. Er vonast til að unnt verði að taka lykil þennan i notkun á næsta ári. Hér mun nú átt við árið 1978. Þá hefur stofnunin lagt fram verulegt fjármagn sem lán til bæði iðnfyrirtækja og fram- leiðslufyrirtækja í byggingariðn- aði. Mörg iðnfyrirtæki hafa feng- ið lán til kaupa á mikilvægum tækjum er bætt hafa framleiðslu þeirra og jafnframt gert hana hagstæðari. Einnig hefur stofnun- in veitt framleiðslufyrirtækjum lán til að komast á legg og er svo enn. Hún hefur leitast við að styðja rækilega við bakið á inn- lendum húseiningaverksmiðjum og gerir það stöðugt með umtals- verðum árangri. Með góðum ár- angri hefur Húsnæðismálastofn- unin beitt sér fyrir því, að svc far- stjórnir ráðstafi byggingarlóðum í janúarmánuði ár hvert, sem er húsbyggjendum ótvírætt til hags- bóta. Hún vinnur nú að ítarlegri athugun á húsnæðisþörfum aldr- aðra og er vonast til að niðurstöð- ur hennar geti orðið mikilvægt framlag við ákvarðanir um hús- byggingar í þeirra þágu. Loks hef- ur hún með lánveitingum sínum leitast við að tryggja það, að vinna við íbúðarbyggingar væri sem samfelldust árið um kring og sem jöfnust frá ári til árs. Enginn vafi er á, að hún hefur haft þó nokk- urn árangur sem erfiði í þeim efnum. Um framtíðaráætlanir á þessu sviði, er það helzt að segja, að stefnt verður að því að efla og bæta jákvæða starfsemi stofnun- arinnar á þessu sviði, einkum vefður þó lögð áhersla á að efla þá starfshætti, sem geta gert henni og stjórnvöldum kleift að hafa nokkurn hemil á byggingarkostn- aði. Þegar hefur náðst nokkur ár- angur í því efni, en mun betur á ef duga skal. A það verður lögð höfuðáhersla. Þá verður einnig unnið að auk- inni fræðslu- og leiðbeiningar- starfsemi fyrir almenning-sem og iðnaðarmenn. Væntanlega mun stuðningur við húseiningaverk- smiðjur færast í aukana sem og aðra þá, sem sýnt geta hagstæðan árangur i byggingarframkvæmd- um sinum. Rannsóknir á starf- semi af því tagi í öðrum stofnun- um verður studd. Vænta má þess að áfram verði stuðningar veittur iðnfyrirtækjum og framleióslu- fyrirtækjum í byggingarkostnaði sem og byggingarfyrirtækjum al- mennt." Þetta var svar eða umsögn framkvæmdastjóra Húsnæðis- málastofnunar varðandi fyrir- spurn háttvirts þingmanns. Eg vil svo bæta því við, að nefnd, sem skipuð var af ráðherra, vinnur að heildarendurskoðun löggjafar um húsnæðismál. Við þá endurskoð- un verður m.a. fjallað um þau atriöi, sem fyrirspurnin beinist að, þ.e. um aukna hagkvæmni og lækkun byggingarkostnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.