Morgunblaðið - 05.02.1978, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
Erfingjar Einars Benediktssonar höfða mál:
Véfengja útgáfurétt Braga
h.f. á verkum skáldsins
MALSHÖFÐUN erfingja Einars
Benediktssonar skálds gegn út-
gáfufélaginu Braga h.f. var þing-
fest fyrir bæjarþingi Reykjavfk-
ur sfðastliðinn fimmtudag. Málið
snýst um eignar- og höfundarétt
að rituðu máli Einars Benedikts-
sonar og er véfengt að f gildi sé
samningur um útgáfurétt Braga
h.f. á verkum Einars, en til hans
er vitnað af forsvarsmönnum
félagsins.
Samkvæmt upplýsingum Ragn-
ars Aðalsteinssonar hæstaréttar-
lögmanns sem flytur málið fyrir
erfingja Einars er málshöfðunin
jafnframt byggð á því að jafnvel
þótt svo kunni að vera að Einar
hafi gert þennan samning 17. jan-
úar 1938 við Braga h.f., þá hafi
hann verið svo farinn af heilsu,
bæði líkamlega og andlega, að
samningurinn sé ekki bindandi.
Fara slíkar ástæður eftir umáögn
lækna og krufningarskýrslu, en
til vara er einnig byggt á ýmsum
höfundarréttarlegum sjónarmið-
um i núgildandi höfundaréttar-
lögum og meginreglum höfundar-
réttarlaga frá 1905, sem var fyrsta
lagasetning um þetta efni hér-
lendis. Þar er á því byggt að
samningar um höfundarréttinn
séu ekki í samræmi við góðar
venjur á því sviði, séu ógildir eða
Framhald á bls. 47.
Fengu ekkí laun sín
hjá Orkustofnun
„ÞAÐ ER rétt, að sumt fólk sem
starfar með mér við Orkustofnun
fékk ekki greidd laun nú um
mánaðamótin og ég veit ekki til
þess, að nein skýring hafi verið
gefin á því,“ sagði dr. Axel
Björnsson jarðeðlisfræðingur f
samtali við Mbl. f gær. Axel sagði,
að flestir sérfræðingar Orku-
stofnunar væru lausráðnir þannig
að gerður væri við þá árssamning-
ur, sem sfðan væri endurnýjaður.
„Hingað til hefur það gengið
sjálfkrafa fyrir sig að framlengja
þessa samninga," sagði Axel.
Guðmundur Pálmason, deildar-
Lundur:
Vopnaðir menn réð-
ust inn til íslendings
stjóri hjá Orkustofnun, sagði að
hann kynni ekki skýringu á
þessu. Guðmundur staðfesti að
skuldir vegna framkvæmda vfð
Kröflu á síðasta ári, sem hefðu
farið fram úr áætlun, næmu um
270 milljónum króna.
Mbl. reyndi árangurslaust að ná
sambandi við Þórodd Th. Sigurðs-
son orkumálastjóra. Þorsteinn
Geirsson, yfirmaður launadeildar
fjármálaráðuneytisins, kvaðst
ekkert kannast við þetta launa-
mál starfsmanna Orkustofnunar.
Þá reyndi Mbl. að ná sambandi
við yfirmenn iðnaðarráðuneytis-
ins, en ráðuneytisstjórinn Páll
Flygenring, og skrifstofustjórinn
Árni Þ. Arnason, eru erlendis og í
Þorvarð Alfonsson, aðstoðarmann
iðnaðarráðherra, tókst ekki að ná
áður en blaðið fór í prentun.
Reykjaneskjördæmi:
Próflqöri Sjálfstæðis-
manna lýkur í dag
ÞRÍR vopnaðir Svfar réðust inn á
heimili fslenzkrar konu; Auðar
Armannsdóttur, f Lundi f Svíþjóð
fyrri föstudagsnótt. Mennirnir,
sem voru vopnaðir hnffum, spörk-
uðu f húsráðanda og slógu tvo
gesti hennar, Svfa og fslenzkan
námsmann, Geir Rögnvaldsson,
niður, auk þess sem þeir veittu
Geir áverka á fæti. Eftir að menn-
irnir höfðu brotið allt og bramlað
í fbúðinni að leit að peningum,
fóru þeir aftur, en þessa sömu
nótt réðust þeir inn í fimm aðrar
fbúðir f sama fjölbýlishúsi og
særðu þá m.a. sænskan karlmann
það illa með hnffsstungu, að hann
liggur þungt haldinn í sjúkra-
húsi. Mennirnir hafa allir náðst.
Þetta föstudagskvöld var hald-
inn íslendingafagnaður heima
hjá Auði Ármannsdóttur. Flestir
gestirnir voru farnir. þegar
hringt var á dyrabjölluna og hélt
Auður fyst, að þar væru íslend-
ingar á ferð og opnaði. Réðust þá
inn þrir menn, vopnaðir hnífum,
slógu karlmennina niður, spörk-
uðu í konurnar og sneru öllu við í
leit að peningum. Tókst Auði að
lokum að sannfæra mennina um
það, að enga peninga væri að
finna í fbúðinni og hurfu þeir þá
á braut, en skaru fyrst á tengilínu
símans í íbúðinni.
Lögreglan var svo kvöldd til og
kom þá í ljós, að þessir þremenn-
ingar höfðu ruðzt inn f sex
stúdentaíbúðir í sama húsinu,
meitt fólk og slasað og valdið
miklu eignatjóni, auk þess er þeir
gátu fundið.
Lögreglan náði tveimur mann-
anna laugardagskvöldið eftir og
sá þríðji gaf sig fram á sunnudag.
Ekki var búið að dæma í máli
mannanna í gær.
Haukursótti
um starfið
sem honum
var vikið úr
NVLEGA ar auglýst laust til
umsóknar starf rannsóknar-
lögreglumanns í Keflavík, en
starfinu hafði Haukur
Guðmundsson gegnt áður en
honum var vikið frá.
Morgunblaðið fékk það stað-
fest hjá Hauki í gær, að hann
hefði á mánudaginn lagt inn
umsókn um starfið. Kvaðst
Haukur hafa afhcnt Jóni
Eysteinssyni bæjarfógeta um-
sóknina persónulega og í leið-
inni bent honum á meðmæli,
sem til væru í bréfasafni
dómsmálaráðuneytisins.
Umsóknarfrestur rennur út
á morgun.
PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna f
Reykjanesi fer fram um þessa
helgi. Kjörstaðir eru 13 og voru
þeir opnaðir klukkan 10 f gær-
morgun og var þátttaka þá strax
góð. 1 dag verða kjörstaðir opnir
klukkan 10—22. Tólf frambjóð-
endur eru f kjöri en kjósendum
er heimilt að bæta við tveimur
nöfnum á Iistann. Meðlimir sjálf-
stæðisfélaganna f kjördæminu
hafa rétt til að kjósa svo og allir
aðrir stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins, sem hafa kosningarétt f
kjördæminu.
Frambjóðendurnir tólfu eru:
Arni G.rétar Finnsson, Hafnar-
firði, Asthildur Pétursdóttir,
Kópavogi, Eiríkur Alexanders-
son, Grindavík, Helgi Hallvarðs-
son, Kópavogi, Matthías Á.
Mathiesen, Hafnarfirði, Oddur
Ólafsson, Mosfellssveit, Ólafur G.
Einarsson Garðabæ, Páll V.
Danfelsson Hafnarfirði, Richard
Björgvinsson, Kópavogi, Salóme
Þorkelsdóttir, Mosfellssveit,
Sigurgeir Sigurðsson, Seltjarnar-
nesi og Sigurpáll Einarsson,
Grindavík.
Kosning fer þannig fram að
Norræn tré-
dúkka finnst á
Baffinslandi?
TRÉBRÚÐA í líki norræns
manns hefur fundizt á Baffins-
eyju og fundur hennar gæti
bent til þess að norrænir menn
hafi ferðazt alla leið til heims-
skautasvæða Kanada sam-
kvæmt Reutersfrétt f gær-
kvöldi.
Lfkneskið sem er frá þrett-
ándu öld, er um 5,5 centimetra
langt og sýnir mann f norræn-
um klæðum. 1 hann er skorinn.
Iftill kross en ekkert andlit er á
lfkneskinu. Bandarfkskir forn-
leifafræðingar fundu gripinn f
fyrrasumar, en kanadfska þjóð-
minjasafnið skýrði ekki frá
fundinum fyrr en í gær. Þó að
fundurinn benti til þess að nor-
rænir menn hafi farið til Baff-
inslands á þessum tfma, getur
þó verið að Eskimóar hafi farið
með gripinn þangað og keypt
hann af norrænum mönnum
annars staðar, til dæmis á Ný-
fundnalandi þar sem minjar
um norræna menn hafa fund-
izt.
Lfkneskið fundu Deborah og
George Sabo, sem stunda nám í
fornleifafræði heimsskauta-
svæða við Michigan State Uni-
versity í East Lansing. Þau
fundu einnig Eskimóa-muni.
Morgunblaðið bar þessa frétt
undir Þór Magnússon, þjóð-
minjavörð. Þór sagðist ekkert
geta sagt um þessa frétt.
Reynslan hefði sýnt, að nayð-
synlegt væri að vera varkár i
ummælum um slíka fundi í
Ameríku. Hins vegar kvaðst
hann bíða spenntur eftir að
heyra frekari fréttir.
í þessu sambandi er og
forvitnilegt • að rifja upp, það
sem Jón Jóhannesson prófessor
skrifaði um siglingar og landa-
fundi norrænna manna í þjóð-
veldisbindi islendingasögu
sinnar. Þar segir Jón: „Enginn
vafi getur leikið á, að hin nýju
lönd hafa verið í Norður-
Ameríku, en ekki heíur tekizt
að benda á þau, enda ekki við
því að búast, að lýsingum á svo
fjarlægum löndum sé að
treysta. Auk þess þarf að taka
allt, sem ritað hefur verið um
Vfnlandsferðir, upp til nýrrar
rannsóknar frá því sjónarmiði,
sem hér hefur verið bent á, um
skyldleika heimildanna, og
munu menn þá vafalaust kom-
ast að nýjum niðurstöðum um
margt. Þó er einna líklegast, að
Helluland sé Baffinsland og
Markland sé Labrador, og af
þeirri sögn i Grænlendinga-
sögu, að á Vínlandi hafi sól haft
eyktarstað og dagmálsstað um
skammdegi, þykir mega ráða,
að Vínland hafi verið fyrir
sunnan 50° norðlægrar breidd-
ar, Á nafnið Vínland má hins
vegar ekki treysta um of til
ákvörðunar landsins, því að
verið getur að Leifur hafi verið
svipaður áróðursmaður og faðir
hans í nafnfiftum.
Eldri heimildir um Vínland
eru fáskrúðugar. Adam af
Brimum hefur það eftir Sveini
(Jlfssyni Danakonungi, að
margir hafi fundið í úthafinu
ey, sem sé kölluð Vínland, af
því að þar vaxi villtur vínviður.
Hann hefur það einnig eftir
Dönum, að þar vaxi sjálfsáið
korn. Líklega er þaðan runnin
sögnin í Þorfinnssögu um
hveitiakra sjálfsána og vfnvið
vaxinn í Vínlandi. En Adam
skjátlaðist oft um fjarlæg lönd,
og verður því að taka þessari
sögu hans með varúð. Þó virðist
ljóst, að einhverjar fréttir um
fund Vínlands hafi borizt til
eyrna honum. Ari kannast við
Vfnland og veit að þar hefur
byggt þjóð, er menn hugðu vera
hina sömu, sem minjar fundust
eftir á Grænlandi og kölluð var
Skrælingjar. Sögn Ara er merk,
þvf að hann hafði góða aðstöðu
til að vita hið rétta. Má nefna
sem dæmi, að Hallfríður, dóttir
Framhald á bls. 46.
kjósandinn kýs ákveðinn mann í
ákveðið sæti framboðslistans til
Alþingis. Skal þetta gert með því
að setja tölustaf fyrir framan
nöfn manna á kjörseðlinum og
tölusetja í þeirri röð, sem óskað er
að þeir skipi framboðslistann.
Enginn prófkjörsseðill er gildur
• nema merkt sé við fimm menn á
seðlinum. Einnig er hverjum
kjósanda í prófkjörinu heimilt að
kjósa tvo menn, sem ekki eru í
framboði með því að rita nöfn
þeirra á prófkjörseðilinn þó skal
það tekið fram að nauðsynlegt er
að heimilisfang þess sem stungið
er upp á fylgi-
Eins og áður sagði verður kosið
á 13 stöðum víðs vegar um kjör-
dæmið eða: Á Kjalarnesi og
Kjósarhreppi í Fólkvangi, Mos-
fellshreppi í Hlégarði, Seltjarnar-
nesi í anddyri íþróttahússins,
Kópavogi í Sjálfstæðishúsinu,
Garðabæ í barnaskólanum við
Vífilsstaðaveg, Hafnarfirði í
Sjálfstæðishúsinu, Vogum í Glað-
heimum, Njarðvík í Sjálfstæðis-
húsinu, Keflavík i Sjálfstæðishús-
inu, Garði í dagheimilinu Gefnar-
borg, Sandgerði í leikvallarhús-
inu, Hafnarhreppi f skólahúsinu í
Höfnum og að lokum í Grindavik
en þar verður kosið í Félags-
heimilinu Festi.
Ef að þátttaka í prófkjörinu
nemur lA eða meira af fylgi Sjálf-
stæðisflokksins við síðustu
Framhald á bls. 46.
Stal 5 bílum
og ók öllum
þeirra út af
UPPLÝSTIR hafa verió nokkrir
bílþjófnaðir, sem framdir hafa
verið í Hafnarfirði nýverið. Er
það 17 ára piltur úr bænum, sem
hefur orðið- uppvis að því að stela
fjórum bílum og ennframur að
hafa brotizt inn hjá verkstæðinu
Bretti h.f. i Hafnarfirði, þar sem
hann skemmdi nokkra bíla og stal
einum. Öllum bilunum ök hann
útaf.
Hitaveitukostnaður
26% af kostnaði
við olíuhitun húsa
SU meinlega villa slæddist inn í
frétt blaðsins af hækkun hita-
veitu í gær, að sagt var, að eftir
þessa 18% hækkun hitaveitunnar
myndi kostnaður við hitun húsa
með hitaveitu vera 26% ódýrari
en hitun húsa með olíu. Þetta á að
vera, að kostnaður við hitun húsa
með hitaveitu er 26% af kostnaði
við að hita með olíu. Biðst blaðið
velvirðingar á þessari meinlegu
villu.