Morgunblaðið - 05.02.1978, Side 3

Morgunblaðið - 05.02.1978, Side 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 Merkjasala Reykjavíkur- deildar R.K.Í. á öskudaginn ÁRLEG merkjasala Reykjavfkur- deildar Rauða kross Islands verður ð öskudag. Ágðði merkja- sölunnar rennur m.a. til kaupa á sjúkrabflum, en deildin hefur á 2 s.l. árum keypt 3 nýja bfla sem kostað hafa um 12 millj. króna, segir f frétt frá Reykjavfkurdeild- inni. önnur starfsemi deildarinnar er m.a. rekstur sumardvalarheim- ilis er lengst af hefur verið í Laugarási í Biskupstungum en síðustu árin á Silungapolli, en sú starfsemi er rekin með aðstoð borgaryffrvalda. Þá segir í frétt frá Reykjavíkurdeild R.K.Í. að nú sé í ráði að hefja aftur heimsend- ingar máltfða til aldraðra og öryrkja og er þess vænst að þessi starfsemi geti hafist aftur innan skamms. Iaabandi við fyrirdhgaða merkjasölu er leitað til borgarbúa um að þeir taki sölubörnum vel, efuauannað hundrað sjálfboðalið- ar úr Kvennaskólanum og Hús- mæðraskóla Reykjavfkur hafa að- stoðað sjálfboðaliða úr Reykja- víkurdeild og kvennadeild við þessa merkjasölu. Sölubörn fá 10% í sölulaun og þau söluhæstu fá auk þess bókaverðlaun en merkin verða afhent í skólum og verzlunum vfðs vegar um borgina. Að lokum er í frétt Reykja- víkurdeildar R.K.I. hvatt til þess að börnin verði hlýlega búin og eru foreldrar hvattir til að leyfa börnunum að taka þátt f merkja- sölunni. Frissi kött- nr sýndur á Kvikmynda- hátíðinni VEGNA fréttar f Morgunblaðinu I gær um deilu um sýningarrétt á kvikmyndinni Frissi köttur og ummæli Jóns Ragnarssonar kvik- myndahússtjóra I þvf sambandi hafði Morgunblaðið samband við undirbúningsnefnd Kvikmynda- hátfðar. Nefndin hafði eftirfar- andi um málið að segja: „Sá, sem annast hefur pöntun kvikmynda fyrir Kvikmynda- hátíðina og skipulagt hvenær þær koma til íslands, er Friðrik Frið- riksson, ritari undirbúnings- nefndar. Nefndin hafði á sinum tima áhuga á þvf að sýna Frissa kött, þar sem hún hafði ástæðu til að álita að myndin yrði ekki sýnd af kvikmyndahúsunum. Friðrik skrifaði því nokkrum dreifingaraðilum erlendis til að reyna að hafa uppi á kvikmynd- inni. Sá aðili, sem svaraði fyrst, sagði í bréfi, að hann hefði 16 mm kópíu af myndinni, en umboðs- maður sinn á íslandi væri Jón Ragnarsson og bað Friðrik að hafa samband við hann. Var haft samband við Jón og honum skýrt frá þessu bréfi. Kvaðst hann þá ekki hafa gert upp hug sinn um kvikmyndina, en taldi ólfklegt að Hafnarbíó myndi taka hana til sýningar. Niðurstaða samtalsins varð sú, að hygðist hann taka myndina til sýninga sjálfur myndi hann láta Kvikmynda- hátíðina vita í næstu viku, en þetta var löngu fyrir jól. Undir- búningsnefnd reyndi siðan árangurslaust að hafa samband við Jón þegar það dróst að hann léti vita nánar. Voru lögð fyrir hann skilaboö heima, á skrifstofu hans og annars staðar sem talið var að unnt væri að hafa samband við hann. Þar sem ekki tókst að ná sambandi við Jón taldi nefndin víst, samkvæmt orðum hans, að hann hygðist ekki sýna Frissa kött. Nefndin ákvað þvf að sýna kvikmyndina. Um þetta leyti barst nefndinni bréf frá öðru dreifingarfyrirtæki, sem sagðist hafa kvikmyndina í 35 mm gerð en ekki 16 mm eins og fýrirtæki Jóns, 16 mm kópíur eru Framhald á bls. 46. Frá sumardvalarheimili Rauða krossins á Silunga- polli. Kristniboðsvika í Hafnarfirði í DAG, sunnudag 5. febrú- ar, hefst í húsi K.F.U.M. og K. Hafnarfirði kristniboðs- vika. Samkomur verða á hverju kvöldi alla vikuna. Kristniboðar munu kynna kristniboðsstarfið á kristniboðs- akrinum f máli og myndum. Marg- ir kunnir ræðumenn tala á sam- komunum, ungt fólk flytur vitnis- burði og einnig verður mikið sungið, einsöngur, tvísöngur og kórsöngur. Kristniboðsvikan hefst kl. 2 e.h. með guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju. Séra Sig- urður H. Guðmundsson messar. í kvöld kl. 20.30 verður svo sam- koma í húsi K.F.U.M. og K. Hverf- isgötu 15. Þar mun herra Sigur- björn Einarsson biskup prédika og Æskulýðskór K.F.U.M. og K. í Reykjavík syngja. Samkomur verða svo öll kvöld vikunnar f húsi K.F.U.M. og K., nema sfðasta samkoman, en hún verður í hinni nýju kapellu Dvalarheimilis Hrafnistu i Hafnarfirði og lýkur henni með altarisgöngu. Allir eru velkomnir á samkomurnar, ungir sem aldnir. A öllum samkomun- um verður tekið á móti gjöfum til kristniboðsins. BRÆLA var á Ioðnumiðunum út- af Norð-Austurlandi I gær og lftil sem engin veiði. Þrfr bátar til- kynntu loðnunefnd afla, Þórs- hamar 350 tonn, Rauðsey 300 tonn og Þórður Jónasson 330 tonn. PÁ SK A R W —————— ————— í sól á Costa del Sol UMMÆLIFAKÞEGA ÚRSÍÐUSTU PÁSKAFERÐ: Við hjónin ásamt 5 ára sonarsyni okkar tókum þátt í páskaferð Útsýnar til Costa del Sol 6. — 18. april sl, og er þetta i fyrsta skipti sem við fórum að vori til i sólarferð. Við vorum hálfhikandi við að treysta vorveðrinu á Spáni, en annað kom Í Ijós. Hitinn var mjög þægilegur og veður gott allan timann. Annað var ekki siður ánægjulegt, eða gróðurinn, sem er grænn og gróskumeiri, en á haustin. Aðbúnaðurinn var eins og ætið hjá Útsýn eða fyrsta flokks enda höfum við skipt við fyrirtækið frá byrjun og aldrei orðið fyrir vonbrigðum, enda er valinn maður i hverju starfi hjá fyrirtækinu. Við viljum að lokum nota tækifærið til að færa Útsýn beztu framtiðaróskir og þakkir fyrir ánægjuleg viðskipti. Sigurbjörg Pálsdóttir og Þorbergur Friðriksson, Sunnubraut 18, Keflavik. Nú sem fyrr brást sólarströndin mér ekki og var ég þó staddur þar i byrjun aprilmánaðar að þessu sinni. Eitt er vist, að vilji maður njóta sólar á góðri baðströnd i hvildar- frii sinu, þá getur maður verið viss um að það bregst ekki á C' sta del Sol allt frá þvi i marz á vorin og fram til a.m.k. nóvemberloka. Auk þessa geta Útsýnarfarþegar verið vissir um annað, sem ekki er siður mikilvægt, en það er að búa við bestu fáanlegu aðstæður á hverjum stað. Bjarni Ólafsson, Meistaravöllum 7, Reykjavik. Undirritaður fór i Páskaferð Útsýnar til Torremolinos á Costa del Sol og bjó á Hotel Santa Clara. Var ferðin einstaklega vel heppnuð vegna góðrar veðráttu og piý8i legrar þjónustu af hendi Útsýnar. Santa Clara er hótel, sem hiklaust má mæla með. Ásgeir Gunnarsson. Garðaflöt 21, Garðabæ. f LONDON - 7 DAGAR Brottför alla laugardaga Verð frá kr 68 200 — Páskaferð Brottför 21 marz — 7 dagar Verð frá kr 72 700 - Innifalið: Flugfargjöld. flugvallarskattur. gistmg og morgun- verður FORSKOT Á S UMARLEYFIÐ BROTTFÖR: 22. marz 1 2 daga páskaferð. Aðeins 4 vinnudagar tapast. Beztu gististaðirnir. Verð frá kr. 84.000. — HÚSA VÍK, —PASKAR \ Útsýn býður viðskiptavinum sinum aftur ódýra skiðaferð un páskana til Húsavikur Brottför 22 marr — 5 dagar Verð frá kr 29 500 - Innifalið: flugfargjöld, aisting með morgunmat og skiða- kennsla Sérstakur afsláttur fyrir börn Pantið timanlega — siðast var uppselt Ferðaskrifstofan ' Austurstræti 17, símar 20100,26611 og 26684 JÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.