Morgunblaðið - 05.02.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
kyrrsetu. Það, sem við köllum i
daglegu tali erfiðisvinnu, hefur
líka breytzt verulega með aukinni
vélanotkun og tæknivæðingu yfir-
Ieitt. Þessar breytingar hafaorðið
án þess að fólk geri sér grein fyrir
þvi að þarfir iíkamans breytast
jafnframt.
— I eðli sinu er maðurinn ekki
kyrrsetuvera. Öll likamsbygging-
in vitnar um það og eins má
merkja það á því að þessir svo-
köliuðu menningarsjúkdómar
fara ekki að gera vart við sig að
marki fyrr en tæknin kemur til
sögunnar og fer að létta undir og
fækka erfiðisvinnustundum. Um
leið gerist það að almenn velmeg-
um eykst. Fólk fer að hafa rýmri
fjárráð en áður var og þar með
efni á að halda sig betur i mat.
Það er að segja — það fer að hafa
ráð á því að borga meiri peninga
fyrir mat, en það er langt i frá að
fyrir*þá penínga sé keyptur holl-
ari matur en áður.
— Þannig leggst allt á eitt með
að fær-a manninn fjær þvi, sem
honum er eðlilegt og heldur lik-
amanum i jafnvægi. Matarvenjur
höfum við tekið að erfðum og
gerum okkur almennt ekki grein
fyrir því, að það, sem annar hver
kyrrsetumaður leggur sér til
munns, er matarskammtur, sem
hæfir erfiðisvinnumanni.
— En nú hefur það færst mjög
I vöxt að kyrrsetufólk stundi Ifk-
amsrækt af einhverju tagi. Stofn-
anir, sem hafa upp á ýmiss konar
leikfimi og sprikl að bjóða, eru
algengar, að minnsta kosti f þétt-
býlinu. Hlýtur þetta ekki að hafa
áhrif tif mótvægis?
— Jú, út af fyrir sig er ekki
nema gott um þetta að segja, og
,,Annar hver kyrrsetu-
maður leggur sér
til munns skammt,
sem hæfir
erfiðisvinnumanni”
það skiptir einnig máli að með
þessu móti er tiltölulega auðvelt
að fá fólk til að stunda lfkams-
rækt. Félagslegi þátturinn er
þungur á metunum, ekki siður en
viljinn til að efla hreysti líkam-
ans. Hér er yfirleitt um að ræða
hópathöfn og fleiri eru fúsir til
þátttöku þegar um slíkt er að
ræða en þegar einstaklingsbund-
in þjálfun er annars vegar..
— En ég efast um að þetta sé
nóg, hélt Snorri Páll áfram. — Ég
er þeirrar skoðunar, að leikfimi,
hversu reglulega sem hún er iðk-
uð, geti ekki komið i stað útiveru
og eðlilegrar hreyfingar. Ég mæli
með þvi að fólk geri meira af þvi
að stunda sund og vetrariþróttir,
um leið og ég vil leggja áherzlu á
að fólk ætti að gera miklu meira
af þvi að iðka gönguferðir.
— í sambandi við þetta er
nauðsynlegt að hafa í huga að
þeir, sem eru í góðri líkamsþjálf-
un, eru um leið hraustari andlega
en hinir. Þeir þola betur hvers
konar áföll og álag, bæði á likama
og sál. Þeir hvilast betur, þeim
hættir siður við streitu og til
dæmis hefur verið bent á að þeir
þola betur skurðaðgerðir.
— Nú eru margir, sem standa í
stöðugu striði við offitu, og vilja
mikið til vinna til að megrast.
Hvað er um það að segja?
— Það er ástæða til að vara
eindregið við hastarlegum megr-
unarkúrum. Margif telja hitaein-
ingar af stakri samvizkusemi, en
hættir um leið til að gJeyma því að
það er engan veginn sama hvaða
hitaeiningar það eru, sem likam-
inn fær sér til viðurværis. Nýlega
voru birtar niðurstöður gagn-
merkrar könnunar, sem fram fór í
Bretlandi. Niðurstöðurnar gáfu
til kynna að holdugt fólk getur
vel verið heilsubetra og hraustara
en þeir, sem eru grannholda eða
hæfilega þungir. Hreystin fer al-
veg eftir fæðunni, þannig að feit-
ur maður, sem neytir hollrar
fæðu, getur verið hraustari en
grannur maður, sem neytir lélegr-
ar fæðu. Eftir sem áður ber að
hafa í huga að offita á háu stigi
hefur oft i för með sér aukna
blóðfitu, sykursýki og háan blóð-
þrýsting og eykur þar með hætt-
una á hjarta- og æðasjúkdómum.
— Lifnaðarhættir Kákasus-
manna, sem annálaðir eru fyrir
hreysti og langlífi, eru athyglis-
verðir. Þeir hreyfa sig mikið,
neyta fjölbreyttrar náttúrulegrar
fæðu, eins og grænmetis og
ávaxta, en tiltölulega fárra fæðu-
tegunda úr dýrarikinu. Þeir
reykja og neyta áfengis, og virðist
ekki verða meint af þvi. Neyzlu-
venjur þeirra einkennast af hóf-
semi á öllum sviðum og það er
eftirtektarvert að meðal þessa
fólks er offita að heita má óþekkt
fyrirbæri.
Þeir, sem vilja halda holdafar-
inu i skefjum, gætu tekið sér
þetta til fyrirmyndar. Annars er
ekki aðalvandinn að megra sig, —
vandinn er fremur i þvi fólginn
að fitna ekki strax aftur. I megr-
un þarf að gæta þess að fá öll
nauðsynleg næringarefni, en
gaidurinn er i því fólginn að
borða lítið af öllu.
— Er óhætt að neyta einungis
fæðu, sem kemur úr jurtarfkinu?
— Já, að þvi tilskildu að hún sé
rétt samansett. Það er hægt að fá
öll nauðsynleg efni úr jurtafæðu,
en forsendan er auðvitað sú að
menn viti hvað þeir eru að borða.
Öll nauðsynleg efni má fá úr
grænmeti, kornmat og ávöxtum.
Það þarf þannig ekki einu sinni
að neyta mjólkurafurða þótt nátt-
úrulækningamenn geri það. Við
höfum sem sé ekkert að gera við
fæðu úr dýrarikinu. Allt þetta
kjötát hjá ríku þjóðunum er sem
sé hreinn lúxus og óráðsía, þvi að
til að fá nokkur kiló af kjöti þarf
„Leikfimi getur
ekki komið t stað
útiveru og eðli
legrar hreyfirtgar"
að ala gripi á kynstrum af dýru
korni, sem betur væri varið á ann-
an hátt.
— Hverjir skyldu hafa mest
áhrif á matarvenjur almennings?
— Hefð og viðteknar venjur
ráða miklu i þessu efni, en matar-
framleiðendur hafa einnig mikil
áhrif, eins og gefur að skilja. Und-
anfarið hefur verið starfandi i
Bandarikjunum þingskipuð
nefnd, McGovern-nefndin svokall-
aða — en verkefni hennar var að
gera tillögur um bættar matar-
venjur. Nefndin hefur komið
fram með tillögurnar. sem eru
árangur mikils og nákvæms
starfs. Tillögurnar eru í flestu
samhljóða skýrslu, sem kom frá
samtökum hjarta- og æðasérfræð-
inga i Bandaríkjunum fyrir tíu
árum. Skýrsla þessi vakti mikla
athygli á sinum tima og hefur
mjög verið tekið tiilit til hennar
viða um lönd. Nú bregður svo við
að ameriska læknafélagið hefur
gagnrýnt tillögur McGovern-
nefndarinnar og leggur til að ekki
verði farið eftir þeim, en þær
mundu hafa ýmiss konar pólitísk-
ar afleiðingar ef þær næðu fram
að ganga. Tillögur ameríska
læknafélagsins um að hafa að
engu ráðleggingar manneldissér-
fræðinga um breytt mataræði
bandarisku þjóðarinnar virðast
býsna siðbúnar, þar sem tiu ára
starf ameriska hjartafélagsins,
sem áður er minnzt á, virðist þeg-
ar hafa borið verulegan árangur.
Á þessu timabili hefur dánartíðni
af völdum hjarta- og æðasjúk-
dóma þar i landi lækkað um 25
prósent. Ég tel að ameriska
læknafélagið sé íhaldssamt og láti
stjórnast af hagsmunum, sem
ættu ekki að hafa áhrif á afstöðu
lækna til þeirra mála, sem hér um
ræðir, sagði Snorri Páll.
— Ég tel rétt að vekja athygli á
þeirri staðreynd, að hjartasér-
fræðingar, sem stunda sjúklinga,
sem komast ekki hjá þvi að taka
afstöðu i manneldismálum og
skýra sjúklingum sinum frá þvi,
sem talið er sannast og réttast á
hverjum tíma. Ymsir aðrir, sem
málið varðar, vetta sér þann mun-
að að halda að sér höndum i þess-
um efnum og krefjast jafnvel 100
prósent sannana fyrir rikjandi
kenningum á þessu sviði. Vara
ber við svo neikvæðri afstöðu þvi
að hún hlýtur að leiða til stöðnun-
ar.
— Af framan greindum ástæð-
um getur það verið sárt fyrir þá
sérfræðinga, sem vinna að þvi að
koma i veg fyrir hjarta- og æða-
sjúkdóma, og stunda lækningar á
þessu sviði, þegar opinberir aðilar
gera ráðstafanir, sem ganga þvert
á tilraunir lækna til að hamla
gegn hinum skæðu hjarta- og æða-
sjúkdómum. Sem dæmi hér á
landi má nefna tollalækkanir á
sykri og hvitu hveiti og útsölu á
smjöri þegar birgðir safnast fyrir.
— Þurfa börn og unglingar
annað fæði en fullorðnir?
— Yfirleitt hæfir sams konar
fæði öllum aldursflokkum ef
kornabörn eru undanskilin. Um
þau gildir að sjálfsögðu annað, en
upplýsingar og fræðsla um með-
ferð ungbarna og mataræði þeirra
eru mjög aðgengilegar og má telja
að þau mál séu i ágætu horfi. Þó
er kannski ástæða til að vara við
því, sem stundum hefur viljað
brenna við, að of seint er farið að
gefa ungbörnum staðgóða fæðu.
Mjólkin ein nægir þeim ekki
nemá allra fyrstu mánuðina.
— Hvað er að segja um inn-
fluttan kornmat f pökkum, sem
mörg börn eru sólgin f og selst
hér i miklum mæli. Er óhætt að
ala börn á þessum mat allt að þvf
daglega?
— I sjálfu sér held ég að þessi
kornmatur sé ekki óhollur. Hann
er að einhverju marki efnabættur
og áreiðanlega er hann mun betri
en gosdrykkir og súkkulaðikex,
sem margir krakkar úða i sig nán-
ast ómælt. En það er eins með
þetta og annan pakkamat. —
hann er svo rækilega unninn að
heita má að það sé langt komið
með að melta hann þegar hann
kemur loksins á borðið. Við
vinnsluna eru efni tekin úr
pakkamatnum og öðrum bætt i.
Ég kalla þetta gervifæði og mæli
ekki með sliku. Gróft brauð með
góðu áleggi er mikið ákjósanlegra
en pakkamatur af hvaða tagi sem
er, bæði fyrir börn og fullorðna.
— Nú hefur töluverður styr
staðið um mjólk og undanrennu.
Er nýmjólkin óholl og getur und-
anrcnna komið f stað hennar?
— Nýmjólk er ekki óholl. en að
minum dómi er hún of feit, sé
hennar neytt i rikum mæli. Fitu-
magnið í henni er um 4 prösent.
Undanrennan er að vissu marki
viðunandi, en i hana vantar A- og
D-fjörefni. Annaðhvort þarf að
bæta þessum fjörefnum í undan-
rennu áður en hún kemur á borð-
ið hjá neytandanum, ellegar þá að
gæta þarf þess að þau fáist með
öðru móti. Ég mundi vilja fara
milliveginn þannig, að hægt væri
að fá mjólk, sem væri með 1.5—2
prósent fitu.
— Gera læknar og aðrir. sem
hafa vit og skilning á manneldis-
málum, nægilega mikið af þvf að
uppfræða almenning um þessi
efni?
— Ég held að læknar hafi gert
töluvert af þessu en þó ekki nóg.
Það er góðs viti að áhugi fólks á
þessum málum fer vaxandi og þá
stendur áreiðanlega ekki á lækn-
um og manneldisfræðingum.
19
Það er greinileg hre.vfing á
þessum málum. ekki sizt rneðal
ungra la'kna, og ýmislegt bendir
til að þeir niuni m.vnda nteð sér
samtök á næstunni til að vinna
skipulega að fræðslu og rann-
sóknum á þessu sviði.
— Telurðu að löggjafinn geti
gert einhvers konar ráðstafanir f
þvf skyni að fá fólk til að borða
hollari fæðu en nú er?
— Eflaust væri það hægt en ég
tel ráðlegast að beita skynsamleg-
um fortölum og fræðslu i þessuni
efnum sem öðrunt. En ef ég ma'tti
ráða vildi ég að unnið yrði að því
að útrýma óhollum neyzluvörum
af markaðnum. Ég rnundi vilja
gera byltingu i sjoppumálum. 1
sjoppum fa'st varla annað en
óhollusta. — gosdrykkir. sælgæti
og tóbak. Stjörnvöld vilja ekki
selja áfengi nema i sérstökum
verzlunum, sem eru á örfáum
stöðum hér i Reykjavik. Þa?r
verzlanir eru ekki opnar á kvöld-
in og um helgar eins og sjoppurn-
ar. Mér fyndist sjálfsagt að láta
sömu reglur gilda um meðferð og
sölu á sjoppuvarningi og áfengi.
Og það er ekki nóg með að i
sjoppum sé ekki ha'gt að kaupa
annað en fánýtan varning og
neyzluvörur, sem eru skaðlegar
heilsu manna. Það er beinlinis
bannað að selja annað i þessari
tegund sölubúða, og stendur þar
meira að segja skýruin stöfum
uppi á vegg. Medan svona vinnu-
brögð eru viðhöfð af hálfu opin-
berra aðila þarf enginn að vera
hissa á þvi að viða er pottur
brotinn i sambandi við manneldi.
sagði Snorri l’áll Snorrason lækn-
ir að lokum.
— A.R.
H ,,Opinberir aðilar I
■ gera ráðstafanir. 1§
■ sem ganga þvert H
H á tilraunir lækna H
„Hofutrt ekkert að H til að hamla gegn H „Mundi vilja gera
gera við fæðu H hjarta og H byltingu i
úr dýrarikinu H æðasjúkdómum" H sjoppumálum"
sem hafa veriö kynntir í þekktustu
tískublöðum Evrópu
að undanförnu!