Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 21

Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 2 X — Kvikmynda- síðan Framhald af bls. 32. er svo áköf. Láttu hana sjá hvernig kvikmyndir verða til. Kannski snýr hún þá aftur til New York.“ En hún vildi ekki halda til baka. Hún kom og sagðist vilja fá vinnu. Ég varð að koma heiðarlega fram við hana. Ég sagði henni ein- faldlega, að setningarnar, sögurnar sem við hefðum, væru ekki gerðar fyrir mjóróma og nefraddaða. En hún hafði ekki áhyggjur af því. Hún hvarf. Seinna spurði ég einkaritarann minn nokkr- um sinnum að því hvað hefði orðið af litlu döm- unni frá New York. Og hún svaraði, „Ö, hún hringir á hverjum degi og segist ekki enn vera tilbúin til að koma aftur.“ Að liðnum þremur vikum birtist hún að nýju og sagði: „Halló." (Hawks hermdi eftir lágri og hrjúfri rödd). Ég gat ekki annað en dáðst að henni. Hún hafði ekki farið í bíó; hún hafði ekki farið út fyrir hússins dyr þennan tíma, nema rétt til að kaupa i matinn. Hún vildi vinna og hafði lagt hart að sér til að svo mætti verða. Svo ég lét hana dveljast hjá okkur áfram. Við borguðum henni ekki mikið, eitthvað 50 dali á viku. Við héldum samkvæmi næstum hvert einasta laugardagskvöld og ég bauð henni með mér. „Hey, ég vil gjarnan að þú komir með, en ég ætla að drekka nokkur glös með vini minum og vil ekki snerta bílinn. Heldurðu að þú finnir ekki einhvern til að aka þér heim?“ „Mér gengur ekkert alltof vel með karlmenn," sagði hún. „Kannski að þú farir vit- laust að. Hvers vegna móðgar þú þá ekki?“ „Þú ert virkilega ekki að meina þetta?“ Og ég sagði: „Ég er ekki að gera að gamni mínu, mér finnast stúlkur sem styggja menn, mjög aðlaðandi." Nú, svo i næsta sam- kvæmi sem við fórum í, kom hún til mín og sagði: „Ég er búin að fá akstur heim.“ Ég spurði: „Hvað gerðirðu? „Ég móðgaði mann.“ „Hvernig fórstu að því?“ „Ég spurði hann að því hvar hann hefði keypt bindið sem hann var með og hann spurði hvers vegna ég vildi vita það; og ég sagði, svo ég geti sagt öðrum að forðast staðinn.“ „Hver er náunginn," spurði ég og hún svaraði: „Clark Gable.“ Svo ég sagði við rithöf- undinn sem ég var að vinna með, á mánudegin- um: „Við ættum að semja sögu um stúlku sem er ósvífin og fólki líkar það vel. Bogey verður í næstu mynd okkar, og ég vildi gjarnan að þú gætir gert stúlkuna jafn óskamm- feilna og hann er. Og ég sagði við Bogey: „Ég held að þú sért lang óskammfeilnasti maðurinn á hvíta tjaldinu. I næstu mynd þinni ætla ég að reyna að gera stúlku enn hrokafyllri en þú ert.“ Og hann svaraði: „Ég hef ver- ið að reyna það langa, langa lengi." Og ég svara: „En ég er leikstjórinn, og i hverju einasta atriði sem þið epuð i saman, ætla ég að láta hana yfirgefa þig með hrátt egg framan í þér.“ Og Bogey sagði: „O.K., ég tek orð min aftur. Kannski að þú fáir tæki- færi.“ Og ég sagði: „Þú verður að hjálpa mér.“ Nú, hann varð ástfang- inn af henni og það auð- veldaði hlutina. Hún varð stjarna i þessari mynd, TO HAVE AND HAVE NOT. Og hún hefur leikið þetta hlutverk æ síðan. Hún varð svona i daglega lífinu. Ég sagði henni: „Þú veist að Bogey varð ekki ástfang- inn af þér. Hann varð ást- fanginn af hlutverki og leik þínum. Þú verður að halda þvi áfram allt þitt líf.“ Hún sagði: „Eg ætla mér það.“ Og það gérði hún. Og þarna var stúlka s»m kvikmyndavélin elsk- 3i. HÚSGÖGN Borðstofuhúsgögn Stakir skápar Barborð og fleira í eik, maghoni og hnotu. Húsgagnaverzlunin Laufásvegi 1 7 Sími 12411. Við köllum mysuostana okkar „vini“ barnanna að gefnu tilefni. Yngsta fólkið er hrifið afMYSING- NUM og gerir honum góð skil, þegar færi gefst. Og nú er MJÚKUR MYSU- OSTUR á boðstólnum og eru vinsældir hans þegar miklar. Þá er RJÓMA- MYSUOSTUR og MYSUOSTUR ofar- lega á vinsældalistanum hjá öllum aldursfiokkum enda ekki að furða því mysuostar eru næringarrík fæða, innihalda m.a. járn, kalsíum, prótín og vítamín. ostur eykur orku -léttir kmcl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.