Morgunblaðið - 05.02.1978, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni GarSar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuSi innanlands.
í lausasölu 90 kr. eintakiS.
Nauösynlegt er að
fólk átti sig á því, í
sambandi við umræður
þessa dagana um efnahags-
mál, að ekki er rætt um að
skerða þurfi kjör almenn-
ings — heldur að halda
óbreyttum kaupmætti frá
því sem nú er. Almenn
kjaraskerðing er ekki til
umræðu — heldur hitt að
kjörin geta ekki batnað
meir en orðið er að sinni.
Þegar horft er til lífs-
kjara fólks í þriðja heimin-
um er engum í kot vísað
hér, þótt sagt sé, að ekki sé
hægt að bæta lífskjörin
enn meir á þessu ári. En
eftirtektarvert er, að jafn-
vel meðal auðugri ná-
grannaþjóða okkar er stað-
an sú sama, að ekki er að-
stæða til kjarabóta á þessu
ári. Þetta kom m.a. fram i
frétt í Morgunblaðinu sl.
miðvikudag frá Noregi en
þar var vitnað til ummæla
Per Kleppe, fjármálaráð-
herra Noregs, í viðtali við
norska blaðið Aftenposten.
Ráðherrann sagði m.a.:
„Það er ekki grundvöllur
fyrir almennri hækkun á
ráðstöfunartekjum. Þróun-
in í utanríkisviðskiptum er
svo alvarleg um þessar
mundir, aö ríkisstjórnin
verður að gera breytingar
á efnahagsstefnu sinni.“
1 samtalinu við Aften-
posten segir ráðherrann
ennfremur skv. frétt Morg-
unblaðsins, ,,að aðeins lítill
hluti bænda svo og það eft-
irlaunafólk, sem verst er
sett, geti vænzt þess, að
rauntekjur þess hækki í ár.
Hátekjufólk megi á hinn
bóginn gera ráð fyrir, að
lækka í launum og er þá átt
við ráðstöfunartekjur.
Kleppe segir, að langflestir
bændur fylgi iðnverkafólki
í launum, en til athugunar
sé að koma á verulegum
láglaunabótum til þeirra,
sem búi við lökustu kjörin.
Séu það einkum sveiflur í
utanríkisverzluninni, sem
valdi erfiðleikum svö og
aukinn kostnaður við fram-
leiðsluna innanlands.
Verði áframhald á þeirri
þróun, samtímis því, sem
neyzla innanlands fari vax-
andi verði þess skammt að
bíða að óhagstæður
greiðslujöfnuður Norð-
manna við útlönd verði al-
gjörlega óviðráðanlegur.“
Fregn þessi er athyglis-
verð fyrir okkur íslend-
inga af ýmsum ástæðum. í
fyrsta lagi sýnir hún, að
Norðmenn eiga við ná-
kvæmlega sama vanda að
stríða og við. Almenningur
þar í landi getur ekki búizt
við kjarabótum á þessu ári.
Einungis lítill hluti bænda
og það eftirlaunafólk, sem
verst er sett getur búizt við
einhverjum kjarabótum.
Hátekjufólk í Noregi getur
jafnvel búizt við kjararýrn-
un. 1 öðru lagi er staðan
þannig hjá þjóð, sem nú er
að byrja að fá afrakstur af
olíuauði undan ströndum
sínum. En sá olíuauður
dugar samt ekki til þess að
tryggja Norðmönnum
kjarabætur í ár.
í þriðja lagi bendir
Kleppe á, að haldi neyzla
heima fyrir áfram að vaxa
verði greiðslujöfnuður
Norðmanna við útlönd
óviðráðanlegur. Þegar við
kynnumst þessum aðstæð-
um í Noregi er ljóst, að við
íslendingar þurfum ekki
að vera óánægðir með það,
þótt við verðum, eins og
Norðmenn, að sætta okkur
við óbreytt lífskjör á þessu
ári.
Forseti Alþýðusambands
íslands, sem er einn af for-
ystumönnum Alþýðu-
flokksins hér, mætti gjarn-
an minnast þess, að í Nor-
egi situr nú stjórn Verka-
mannaflokksins og að það
er fjármálaráðherra
Verkamannaflokksstjórn-
ar, sem lýsir því yfir, að nú
sé ekki grundvöllur til
frekari kjarabóta í Noregi
á þessu ári.
Við íslendingar búum á
engan hátt við hagstæðari
skilyrði í okkar utanríkis-
verzlun en Norðmenn. Þeir
eru fiskveiðiþjóð eins og
við og fá sama verð, eða
a.m.k. ekki hærra, fyrir
fiskafurðir sínar en við. En
þar að auki búa Norðmenn
yfir ýmsum öðrum auðlind-
um. Þeir eiga enn stærsta
kaupskipaflota heims. Þeir
flytja út timbur og pappír.
Þeir eru að verða eitt
helzta olíuveldi á norður-
hveli jarðar. Úr því að
Norðmenn hafa ekki efni á
kjarabótum á þessu ári,
höfum við íslendingar það
enn síður.
K jarabætur í
Noregioghér
j Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-»Laugardagur 4. febrúar
Vorið 1974
Þessa dagana eru efnahagsmál
mjög til umræðu og nokkurrar
eftirvæntingar gætir vegna þeirra
aðgerða, sem bersýnilega eru í
vændum í efnahagsmálum. Af því
tilefni hefur miðstjórn ASÍ sent
frá sér ályktun, þar sem varað er
við því, að hróflað verði við gild-
andi kjarasamningum og málgagn
Alþýðubandalagsins, Þjóðviljinn,
hefur uppi hótanir í garð rfkis-
stjórnarinnar. Ekki er því úr vegi
að rifja upp atburði vorsins 1974,
Alþýðubandalagsmönnurn og öðr-
um til umhugsunar.
Vorið 1974 var viðburðaríkt í
íslenzkum stjórnmálum. 1 febrú-
/ armánuði það ár höfðu verið
gerðir kjarasamningar, sem
vinstri stjórnin er þá sat að völd-
um bar mikla ábyrgð á. Þrír ráð-
herrar hennar sátu vikum saman
yfir samningamönnum á Loft-
leiðahótelinu og áttu verulegan
þátt í þeirri niðurstöðu, sem þá
varð. Kjarasamningar þessir
leiddu til þess, að öngþveiti blasti
við í efnahags- og atvinnumálum.
Full samstaða náðist ekki í vinstri
stjórninni um aðgerðir. Björn
Jónsson, þáverandi og núverandi
forseti ASI sagði af sér ráðherra-
störfum. Ólafur Jóhannesson
efndi til þingrofs og kosningar
voru boðaðar.
Undanfari þessara atburða
höfðu verið miklar umræður í
vinstri stjórninni um aðgerðir í
efnahagsmálum. I þeim umræð-
um vakti það mesta athygli, að
ráðherrar Alþýðubandalagsins,
þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús
Kjartansson lögðu fram tillögu :
ríkisstjórninni um almenna kaup-
lækkun. Þeir lögðu til, að allir
þeir, sem náð höfðu fram í
kjarasamningum meira en 20%
kauphækkun yrðu að sæta því, að
laun þeirra yrðu lækkuð á ný
þannig að kauphækkun yrði ekki
meiri en 20%. Eftir að þeir Lúð-
vik og Magnús höfðu lagt þessa
tillögu fram mótmælti þáverandi
formaður Alþýðubandalagsins,
Ragnar Arnalds, því á opinberum
vettvangi, að slíkar tillögur hefðu
komið fram. Aldrei varð ljóst,
hvort um vísvitandi tilraun til
blekkingar var að ræða eða ein-
faldlgga hitt, að formaður Al-
þýðubandalagsins, sem þá var,
hafði ekkf haft vitneskju um til-
löguflutning ráðherra flokksins í
ríkisstjórninni. Er síðari skýring-
in væntanlega sú rétta. Jafnframt
því að leggja fram tillögu um al-
menna kauplækkun samþykktu
ráðherrar Alþýðubandalagsins
mikla skerðingu á kaupgjaldsvísi-
tölu.
Þegar vitnaðist um þessa af-
stöðu þeirra Lúðvíks og Magnúsar
innan Alþýðubandalagsins varð
mikið uppnám á þeim vettvangi.
Kapparnir féllu þá frá öllum til-
lögum sínum og stuðningi við aðr-
ar tillögur. Ólafur Jóhannesson
kvaðst þá mundu biðjast lausnar
fyrir ráðuneyti sitt. Þegar ráð-
herrar Alþýðubandalagsins stóðu
frammi fyrir því, að þeír kynnu
að missa ráðherrastólana bað Lúð-
vík um frest, kúgaði flokksmenn
sína til hlýðni og siðan stóð Al-
.ýðubandalagið að þvi, að vinstri
stjórnin lagði fram á þingi laga-
frumvarp um almenna kauplækk-
un í landinu og vísitöluskerðingu.
Þetta frumvarp náði aldrei fram
að ganga vegna þess, að Björn
Jónsson, sem þá var samgöngu-
ráðherra, neitaði að standa að því
og sagði af sér ráðherrastörfum,
Hannibal Valdimarsson lýsti því
yfir, að SFV stæðu ekki lengur að
stjórninni en Magnús Torfi sat
sem fastast, þing var rofið og efnt
til nýrra kosninga. En kjarni
málsins er sá, að vorið 1974 lögðu
ráðherrar Alþýðubandalagsins til
að launþegar tækju á sig almenna
kauplækkun og að kaupgjaldsvísi-
talan yrði skert. Þessa staðreynd
er nauðsynlegt að hafa í huga
næstu daga, þegar umræður hefj-
ast um væntanlegar ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
um.
Gengislækkun —
vísitöluskerðing
Ráðherrar Alþýðubandalagsin:
létu ekki hér við sitja vorið 1974.
Eftir að þing hafði verið rofið og
kosningabaráttan var hafin
stjórnaði vinstri stjórnin með til-
skipunum. Föstudaginn 17. maí
tilkynnti vinstri stjórnin og þar
með þeir Lúðvík Jósepsson og
Magnús Kjartansson, að rikis-
stjórnin hefði ákveðið gengis-
lækkun íslenzku krónunnar. Sam-
kvæmt tilkynningu Seðlabankans
þann dag um þessa gengislækkun
nam hún um 4% og hafði gengi
krónunnar þá lækkað frá ársbyrj-
un 1974 um 10%. Alþýðubanda-
lagið stóð sem sagt að gengislækk-
un vorið 1974. Gagnlegt er að
minnast þess næstu daga.
Nokkrum dögum siðar, þriðju-
daginn 21. maí, sendi vinstri
stjórnin frá sér tilkynningu þess
efnis, að ákveðið hefði verið að
kaupgjaldsvísitalan yrði óbreytt
frá 1. marz 1974. Þá var málum
þannig háttað, að kaupgjaldsvísi-
talan hafði átt að hækka hinn 1.
júní 1974 um 17—18% en ríkis-
stjórnin hafði ákveðið að greiða
niður hluta þeirrar vísitöluhækk-
unar með peningum, sem ekki
voru til og engar tillögur voru
gerðar um hvernig skyldi afla. En
21. maí kom sem sagt tilkynning
m.a. frá Alþýðubandalaginu þess
efnis, að það sem þá stóð eftir af
kaupgjaldsvísitölunni skyldi ekki
koma til útborgunar. Þar með
háfði Alþýðubandalagið staðið að
skerðingu á kaupgjaldsvísitölu og
hróflað við gildandi kjarasamn-
ingum. Það er líka gagnlegt að
hafa þessa staðreynd í huga
næstu daga. Til viðbótar þessu
stóð Alþýðubandalagið svo að því
að fiskverð var ákveðið óbreytt
þessa sömu daga og var það gert
með bráðabirgðalögum. Þetta
þýddi, að sjómenn fengu ekki þær
kjarabætur, sem landverkafólk
hafði fengið og að kjör þeirra
voru skert enn meir en kjör land-
verkafólks.
Vorið 1974 tók Alþýðubandalag-
ið þátt í öllu því, sem það hefur að
öðru jöfnu talið sig vera á móti,
gengislækkun, vfsitöluskerðingu,
stórfelldri kjaraskerðingu sjó-
manna og jafnvel hafði það frum-
kvæði að tillögugerð um beina
almenna kauplækkun. Það er ó-
þarfi að láta þessar staðreyndir
gleymast.
Viðbrögð verka-
lýðshreyfingar
Gagnlegt er í framhaldi af þess-
ari upprifjun að minnast þess
hver viðbrögð verkalýðshreyfing-
arinnar voru á þessum tíma.
Vegna ráðherrastarfs Björns
Jónssonar gegndi Alþýðubanda-
lagsmaðurinn Snorri Jónsson, for-
setastörfum í Alþýðusambandi Is-
lands. Undir hans forystu mót-
mælti ASÍ íhlutun í kjarasamn-
inga með vísitöluskerðingu og
öðrum aðgerðum en annað gerði
Alþýðusambands Islands ekki. Al-
þýðusambandið efndi ekki til
verkfallsaðgerða í nokkurri mynd
vegna þeirra efnahagsaðgerða,