Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
33
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Sveinafélag
pípulagningamanna
Ákveðið hefur verið að viðhafa alsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs.
Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins
fyrir kl 1 7 þriðjudaginn 7. febrúar 1 978
Kjörstjórn.
75áraídag:
Gunnlaugur E. Briem
frv. ráðuneytisstjóri
75 ára er í dag Gunnlaugur-E.
Briem, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóri.
Liðin eru tæp 15 ár síðan við
kynntumst fyrst og síðan hefur
aldrei skugga borið á vináttu okk-
ar.
Fyrir 15 árum hafði Gunnlaug-
ur starfað þrjár tylftir ára í
Stjórnarráðinu og þjónað eða leið-
sagt a.m.k. tveim tylftum ráð-
herra, sumum þeirra tvisvar og
jafnvel oftar. Að sjálfsögðu dundi
margt yfir þjóðina og margt
gerðist á þessum tíma. Mig minn-
ir, að ég hafi heyrt Gunniaug ein-
hvern tíma segja: „Ráðherrarnir
koma og fara. Mikið sé ég eftir
þeim öllum. Maður verður samt
lítið var við stefnubreytingu".
Gunnlaugur brá líka oft á leik
og átti t.d. mjög auðvelt með að
leika sig fokreiðan, ef það dugði
til að leysa mál. Þótt Gunnlaugur
sé mikill stemningsmaður, leggur
hann þó meir upp úr raunsæi en
orðræðum og mímik. Þótt Gunn-
laugur hafi verið meðmæltur nýj-
ungum og endurbótum, var hann
þó jafnan lítið ginkeyptur fyrir
nýjum byltingarkenndum patent-
aðferðum. Jafnvel holskeflum ný-
tískulegra stjórntækja og aðferða
tók hann með stöku jafnaðargeði
og ró á meðan aðrir stóðu á önd-
inni. Gunnlaugur skilaði til okkar
yngri manna hefðbundnum
stjórnunaraðferðum, sem eiga sér
aldalanga þróun og reynslu.
Ef við varðveitum ekki hið
liðna og þess sem ávinnst með
hverri kynslóð, værum við enn á
steinaldarstigi. Ekki er þó nóg að
varðveita þá menningu og þekk-
ingu, sem náðst hefur, heldur
verður sifellt að breyta og bæta
eftir þvi sem reynslan kennir okk-
ur. íhaldssemi og breytingarþörf
eru því báðar nauðsynlegar til
árangurs. Bæði þessi sjónarmið
eiga sér jafnan málsvara í hverju
þjóðfélagi. Jafnan er það svo, að
hinir ungu vilja breyta, en hinir
eldri halda í. E.t.Vj.væri eðlilegra,
að sá sem byrjar lífið, reyni að
halda J þann ávinning, sem þegar
er til staðar, en sá eldri vilji
breyta í samræmi við þá reynslu,
sem lifið hefur kennt honum. Ég
ætla mér ekki þá dul, að reyna að
svara þvi, hvernig náttúran út-
hlutar hlutverkum og af hverju
svona en ekki hinsegin, en ég
nefni þetta hér vegna þess, að
hlutverk okkar embættismanna
vill oft vera vörn fyrir fengna
reynslu, þ.e. hið íhaldssamara
hlutverk. Sumum hættir til að
telja meira varið i hitt hlutverkið
og margir keppast við að vera
höfundar að breytingum og
endurbótum.
í tímans rás tók Gunnlaugur við
stórum haug af breytingartillög-
um og nýjungarkröfum. Hann
hafði aldrei þá aðferð að geyma
mál, eyða þeim, kæfa eða svæfa.
Atvinnumálaráðuneytið var aldr-
ei nein söltunarstöð. Öll mál voru
jafnan afgreidd án tafar, ef Gunn-
laugur gat á annað borð ráðið þar
um. Þvi var það ekki ósjaldan, að
Gunnlaugur hafði hið óvinsæla
hlutverk að gera grein fyrir af
hverju erindum var synjað. Ösér-
hlífni og hreinskilni Gunnlaugs
kostaði hpnn að sjálfsögðu oft
óvinsældir, en sæi Gunnlaugur vit
I tillögum eða von til betra lifs,
hikaði hann heldur aldrei við að
ldggja þyí máli lið.
iHér' hefi, é{j aðeips , tæpt; á
nökkrum eiginleikum Gunnlaugs.
Aienn erii oft tnetnir eftir framan-
AUGLYSINGATEIKNISTOFA
MYIMDAMÓTA
Aðalstræti 6 sími 25810
KEXVERKSMIÐJAN FRÓN
um og okkur hættir mörgum til að
meta okkur sjálfa eftir þeim
mælikvarða. Margir blindast i
ásókninni eftir gloríu og glamri.
Höfuðkostur Gunnlaugs er, að
hann er rótfastur hann sjálfur
Hann viðurkennir takmarkanii
lífsins en afneitar þeim ekki
Hann einbiínir ekki á hið full
komna lokamark, heldur hefui
hann ríka tilfinningu fyrir þróui
einstaklings og þjóðfélagsins
Hann skynjar vel mismun þess a<
sýnast og að vera, mismun hugai
burðar og raunveruleika.
Þótt Gunnlaugur sé nú orðinn
75 ára, njótum við áfram glað-
lyndi hans og finnum fyrir ein-
beitni hans og krafti.
Jón L. Arnalds.
heima daglega
íslenskt rúgkex med smjöri, osti,
(t.d. kúmenosti)»kæfu eda eggi og síld.
Berdu þad saman vid hrökkbraud til
sömu nota og vittu hvort hefur vinninginn.