Morgunblaðið - 05.02.1978, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
35
Þórarinn Ólafsson
húsasmiður sjötugur
í dag er sjötugur Þórarinn Öl-
afsson, húsasmiður, Tunguvegi
10, Reykjavík.
Þórarinn er fæddur 5. febrúar
1908 í Laxárdal i Þistilfirði í
Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar
hans voru hjónin Guðrún Guð-
munda Þorláksdóttir og Ölafur
Þórarinsson bóndi í Laxárdal.
Lengstan hluta ævinnar hefur
Þórarinn unnið að iðn sinni en
hann er hugvitssamur og vand-
virkur hagleiksmaður. Síðustu ár
hefur hann unnið við Alþýðu-
bankann þar sem hann hefur m.a.
á hendi viðhald og umsjón með
húseign bankans.
Eiginkona Þórarins og stolt
hans og djásn er Guðlaug Ólafs-
dóttir. Börn þeirra eru Guðrún
Guðmunda, gift Kristjáni Þórðar-
syni læknanema, og Vilborg, sem
býr í foreldrahúsum. Fyrir voru á
heimilinu börn Guðlaugar af
hennar fyrra hjónabandi og Gísla
Benjamínssonar múrara: Lára
Margrét, gift Halldóri J. Guð-
mundssyni bankamanni, Dagný
Ólafía, gift Ragnari Tómassyni
lögfræðingi, og Helga Jenný
Gisladóttir, gift Sigurgeir Sigur-
jónssyni ljósmyndara.
Þórarinn er einn þeirra manna
sem enginn gleymir er kynnist.
Hann er þéttur á velli og fríður
sýnum. Karlmannlegt andlitið lýs-
ir vel festu hans og styrk. Mál
hans er afburðasnjallf og meitlað.
Þórarinn er hafsjór af fróðleik
um menn og málfar þeirra, sér-
kenni og stfl. í samtölum hefur
hann jafnan á hraðbergi kostuleg
atvik og tilsvör samferðamanna.
Svo lifandi og kjarnyrt er mál
þessa annars prúða drengskapar-
manns að engan veit ég annan
hafa hlotið aðdáun fyrir hvað
hann blótaði fallega!
Þórarinn er framsóknarmaður
eins og þeir gerast bestir, les Tím-
ann og drekkur Bragakaffi. Og
trúlega er það einmitt heima í
eldhúsinu að loknum vinnudegi,
sem tilveran er hvað skemmtileg-
ust. Meðan kvöldkyrrðin færist
yfir borg og byggð er rætt og
skrafað yfir kaffibolla. Umræðum
líðandi stundar fylgir gjarnan
minnisstæð frásögn ,,að norðan"
úr óþrjótandi sjóði minninganna.
Það er bjart yfir samræðum hjón-
anna og engum dylst að hér hefur
hamingjan ekki farið hjá garði.
Ragnar Tómasson.
Eldey í Kópavogi gef-
ur augnlækningatæki
A ALMENNUM fundi í Kiwanis-
klúbbnum Eldey í Kópavogi á
miðvikudagskvöidið 18. janúar
fór fram afhending augnlækn-
ingatækja til augnlækningadeild-
ar heilsugæzlustöðvar Kópavogs.
Tæki þessi munu gera augnlækn-
ingadeild heilsugæzlustöðvarinn-
ar mögulegt að veita Kópavogsbú-
um alla augnlækningaþjónustu
aðra en þá sem krefst uppskurðar
á auga, sem aðeins getur farið
fram á sjúkrahúsum. Tækin
munu gera heilsugæzlustöð Kópa-
vogs að einni bezt búnu stöð
sinnar tegundar á iandinu og er
þetta mikilvægt, þar sem mjög
erfitt er að komast að hjá augn-
læknum og biðtími er mjög lang-
ur. Tæki þau, sem um er að ræða,
eru eftirfarandi:
Sjóngler og öll tæki til gler-
augnamælinga. Tæki til gláku-
greíningar og til að fylgjast með
gláku og að meðhöndla gláku-
sjúklinga. Tæki til að greina og
meðhöndla skjálgí. Svokallaður
rauflampi, sem er tæki til eins-
konar smásjárskoðunar á augum.
Tæki til aðgerða á augnalokum og
til að fjarlægja aðskotahluti úr
augum. Tæki til aðgerða á tára-
göngum augna og skoðana á tára-
göngurh. Tæki til athugunar á
litaskyni eða athugunar varðandi
litblindu.
Fyrir þremur árum valdi
Kiwanisklúbburinn Eldey kaup á
augnlækningatækjum fyrir augn-
lækningadeild heilsugæzlustöðv-
ar Kópavogs sem sérstakt
styrktarverkefni fyrir klúbbinn.
Síðan þessi ákvörðun var tekin,
hefur öllu styrktarfé klúbbsins
verið varið til þessa stóra verk-
efnis. Til öflunar fjár til styrktar-
sjóðs klúbbsins safna Kiwanis-
menn í Eldey fé meðal Kópavogs-
búa og annarra með sölu kerta
fyrir hver jól. Þannig ber Kópa-
vogsbúum heiðurinn af því að
gera Kiwanismönnum í Kópavogi
þetta mögulegt og er þeim inni-
lega þakkað fyrir aðstoð undan-
farinna ára. Verðmæti þessara
augnlækningatækja er samtals
um fjórar milljónir króna.
Á sex ára starfsferli Kiwanis-
klúbbsins Eldeyjar í Kópavogi
hefur fé verið safnað meðal Kópa-
vogsbúa til kaupa á kennslutækj-
um til sérkennsludeildar skól-
anna í Kópavogi og einnig til
kaupa á svokölluðum togbekk
fyrir endurhæfingarstöð Kópa-
vogs. Einnig hefur klúbburinn
safnað fé til kaupa og uppsetning-
ar á skíðalyftu i Bláfjöllum.
(Fréttatilkynning).
11 M A4I IIII
Fyrir 2 plötur ókeypis buröargjald.
Fyrir 4 plötur10% afsláttur og
ókeypis buröargjald.
*Spoce *LamtitVwlxy
HlSfewort
Platan sem þú varst að
bíða eftir. Hvilikt stuð,
20 topplög með 20
topplistamönnum.
Þ.á m.
Baccara/ Yes sir I can Boogie.
Laurent Voulsy/ Rockcollektion.
Hot Chocolate/ Heven is in the
Backseat of My Cadilac.
Al Stewart/ Year of the cat.
Space/ Macic fly,
og auk þess lög með Bony M, Abba.
Smokie. Thelmu Houston. Diönu Ross,
Salsoul Orchestra o fl Alveg einstak-
lega vel samvalin lög. og þvi alveg
ómissandi plata fyrir alla sem vilja
gleðjast og gleðja aðra.
Dynamite
Þetta er hún:
Saturday
Night Fever
Bee Gees
Þessi plata inniheldur 7 lög með Bee
Gees (How Deep is Your Love,
Stayin'Alíve o.fl.) og þar að auki lög
með KC & the Sunshine Band, Tav-
ares — Yvone Elliman, o.fl. Enda er
hún nú í fyrsta sæti bandariska vin-
sældalistans, og á örugglega eftir að
njóta sambærilegra vinsælda hér
Væri ekki rétt að tryggja sér eintak.
sérstaklega þar sem hún kostar aðeins
kr 5.100.— hjá okkur (2 plötur).
THE OfUGINAL MOVIE SOUHD TfíACK
Rock-plötur Pop-plötur
] Spilverk Þjóðanna — Sturla.
| | Journey — Infinity,
( | David Bowie — Heroes.
(og allar eldri plöturnar).
| | Brand x — Livestock.
] Santana — Moonflower.
| | Player — Ný plata, (innih lag no 1
í USA — Baby Come Back)
| | Fjörefni — A + ,
| | ELO — Out of the Blue.
| [ Fleetwood Mac — Rumors,
] Status Quo — Rockin All Over the World,
□ ENO — Brion ENO.
| [ Bellamy Bros — Let Your Love Flow
| | Abba — The Album
okkar verð kr 4 1 00
-)
] Harpo—Hollywood Tapes.
] Lummurnar Gömlu Góðu,
| | John Denver — I Want to Live.
! Art Garfunkel — Watermark.
] JamesTaylor — JT
| | BillyJoel — TheStranger.
] Neil Dimond — I m Glad your Are Here
] Emmylou Harris — QuarterMoon
Disco-plötur
Q Santa Esmeralda — Dont Let Me Be Misunderstood.
| | Odessey — Ný plata. (inniheldur eitt af vinsælli lögum báðum megin hafsins ..Native New
Yorker')
[~~] O Jays — Collectors Item,
| | Con Funkshun — Secrats.
] Tramps — III,
; Eart Wind & Fire — All n All
Plötuútsala
’& *
Laugavegi 66
\ S 28155
Einnig vekjum við athygli á plotuútsolu okkar sem enn er i gangi Þar er
hægt að gera sérstaklega hagstæð kaup 50—60% afsláttur
Krossið við þær plötur sem hugurinn girnist og sendið okkur
Við sendum svo i póstkrofu samdægurs
Kamabær, Hljómplötudeild
Glæsibæ
S 81915
Austurstræti 22
S 28155
A m.vndinni sést, er forsoti Eldeyjar þetta starfsár, Arnór Pálsson,
afhendir bæjarstjóra Kópavogs, Björgvini Sæmundssyni, gjafabréf
vfir augnlækningatækin.