Morgunblaðið - 05.02.1978, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
Á snjómaðurinn
sovézkan frænda?
Moskvu. 3. febrúar. AP.
Ferðaáætlun
FÍ’78kominút
SNJÖMAÐURINN hræðilegi sem
býr í Himalayjafjöllum á að öll-
um Ifkindum náfrænda, sem bú-
settur er á gresjunum f Norð-
austur-Sfberíu, að þvf er Tass-
fréttastofan skýrði frá f dag.
tbúar fjallaþorpsins afskekkta
Verkhoyansk eru ekkert yfir sig
hrifnir að nábúa sfnum, sem
gengur undir nafninu
„Chuchunaa" sagði Tass enn
fremur.
I gamla daga ráðlögðu fbúar
fjallaþorps þess aðkomumönnum
að vera aldrei eínir á ferli er
dimma tæki, enn fremur að vera á
varðbergi í fjöllunum og alls ekki
að gana meðfram ánni, því þar
ættu þeir á hættu að fyrirhittí
Chuchunaa.
Chuchunaa þýðir útlagi á mál-
lýzku fjallabúa. Hann er sagður
tveir metrar á hæð með langa
handleggi sem ná niður fyrir hné.
Hreindýrabændur, veiðimenn
og sveppatínslumenn hafa rekizt
á ógnvættinn, sem yfirleitt hefur
hundskast á brott í skjóli myrk-
urs. Hann ku vera mjósleginn,
loðinn með dökkt andlit, lágt og
kúpt enni, breiða
hökkkökkukuauuauua.slgir Tass
og enn fremur að snjómaður þessi
klæðist hreindýraskinnum, gefi
frá sér skræki, nærist á hráu kjöti
og hafi stundum laumast að
mannabústöðum og stolið sér í
svanginn.
Sovézkir vísindamenn telja að
villimaðurinn Chuchunaa sé meir
en þjóðsaga ein, þótt ekki hafi
hans orðið vart síðan 1950. Einn
vísindamannanna tjáði Tass að
sjónarvottum hefði borið saman í
smáatriðum um útlit og hegðan
útlagans.
Sagnir herma enn fremur að
Chuchunaa hafi fælt ýmsa íbúa
byggðarlagsins á brott, jafnvel
lengra upp í fjöllin. Aðrir álíta að
snjómaður þessi sé löngu dauður,
þar sem ekki hafi sést til hans svo
lengi. En landssvæðið, þar sem
hann á að búa er flestum óþekkt
auðn, sem þyrlur geta ekki einu
sinni kannað.
Sovézkir vísindamenn binda
vonir við að snjómaðurinn þeirra,
lifi í fjallafylgsnum og margir
álíta hann frummann frá stein-
öld, sem hafi aldrei komist í tæri
við siðmenningu, sagði Tass enn-
fremur.
FERÐAAÆTLUN Ferðafélags Is-
lands fyrir árið 1978 er komin út
og í frétt frá Ferðafélaginu segir
m.a.:
Eins og undanfarin ár er reynt
að hafa ferðir við allra hæfi, sem
áhuga hafa á að ferðast og kynn-
ast landinu i raun. Aætlunin er
fjórþætt: 1 fyrsta lagi eru sumar-
leyfisferðirnar, eða þær ferðir,
sem standa í fjóra daga eða leng-
ur. Þær ferðir eru alls 23. Er þar
að finna ferðir á fegurstu og
þekktustu staði landsins. Á Horn-
strandir verða farnar 5 ferðir
fjórar f júlí og ein í ágúst. Tvær
ferðir verða í Kverkfjöll, ein í
Lónsöræfi, svo eitthvað sé nefnt.
Ætlunin er að hefja skipulagðar
gönguferðir milli Landmanna-
lauga og Þórsmerkur í sumar, ef
tekst að koma göngubrú á Syðri-
Emstruá, en vonir standa til að
það verði gert í vor.
í öðru lagi eru helgarferðir.
Þær standa að jafnaði yfir frá
föstudagskvöldum til sunnudags-
kvölds. Fayið verður-'í Þórsmörk,
Landmannalaugar og á KjöL Gist
er i sæluhúsum Ferðafélgsins á
þessum stöðum. Einnig er stefnt
að því að fara eina eða tvær ferðir
vikulega til annarra staða og
dvelja þar við náttúruskoðun og
gönguferðir m.a. til Heklu,
Gönguferð á Eirfksjökul, Snæ-
fellsjökul, Kerlingar í Vatna-
kjökli o.fl. o.fl.
í þriðja lagi eru dagferðir, þær
standa yfir heilan dag eða hluta
úr degi. Þessar ferðir eru farnar
alla sunnudaga árið um kring. í
áætluninni er getið um ca. 100
slíkar ferðir, en bætt verður við
ferðum eftir þvf sem ástæður gefa
tilefni til. Einnig eru fyrirhugað-
ar fræðslu- og kynningarferðir á
náttúru- og sögu landsins, eins og
undan farin ár.
Á s.l. sumri hóf félagið ferðir á
Esju og voru farnar 25 ferðir á
fjallið með um 1700 þátttakend-
um. Þar sem þessar ferðir gáfu
svo góða raun, var ákveðið að
skipuleggja ferðir með sama
hætti á Vffilsfell næsta sumar.
Eru nokkrar ferðir þangað aug-
lýstar í áætluninni, en verður
fjölgað ef ástæða þykir. Einnig
eru nokkrar ferðir fyrirhugaðar á
Esju, þótt þeirra sé ekki getið
sérstaklega i áætluninni, sem hér
liggur fyrir.
í fjórða lagi eru svo ferðir
deilda F.f. fyrir norðan og austan.
Þetta nýmæli var tekið upp í
áætluninni fyrir tveimur árumjóg
mæltist vel fyrir.
Á sj. ári urðu ferðir F.I. fleiri
en nokkru sinni áður eða 234 og
farþegafjöldinn varð 8021 eða 34
að meðaltali í ferð.
! Útsala — Útsala
^ Mikið úrval flauelsbúta og margir aðrir efnisbútar. Buxur — skyrtur —
peysur o.m.fl.
Q
O Buxna-og bútamarkaðurinn.
1
o
ö
<
73
Mörg dauðsföll af völdum eldsvoða á heim- ; ^
ilum stafa af vanþekkingu á viðbrögðum og J"
réttum undankomuleiðum þegar eldur brýst " **
út. Þetta barn hljóp í felur.
Eru eldvarnir i lagi á þínu heimili?
Junior Chamber Reykjavík