Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 38

Morgunblaðið - 05.02.1978, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 t Eiginkona mín, jarþrúður wick bjarnason. lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 1 febrúar s I Jarðarförin fer fram síðar Fyrir hönd ættingja Óli Ragnar Georgsson. + Útför eiginkonu mmnar og móður okkar. BÁRU ÓLAFSDÓTTUR, Vesturbergi 8, hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu Sigurður Jóhannsson Anna Á. Sigurðardóttir, Ólafur J. Sigurðsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR WAAGE, Meðalholti 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. febrúar kl 13.30, heim sem víldu minnast hennar er bent á Slysavarnarfélag fslands Ásta Guðmundsdóttir Hartranft, Guðný Guðmundsdóttir Proden. Hafsteinn Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson tengdaborn og barnabörn. t Hjartkær eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA SIGURÐARDÓTTIR, Brekkuhvammi 2, Hafnarfirði verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 6 febrúar kl 14 Björn Árnason, Guðlaug Björnsdóttir, Björn Sveinbjörnsson, Sigurlaug Björnsdóttir, Björn Pálsson, Sigurður Björnsson, Sieglinde Björnsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, AXEL KRISTINSSON, Sigtúni 33, sem lést 28 janúar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6 febrúar kl 1 3 30 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað Guðrún Jónsdóttir, Magnús J. Axelsson, Særún S. Axelsdóttir, Vilhelm S. Annasson Kristinn S. Axelsson Björk Guðmundsdóttir og barnaborn + Innilegar þakkir færum við þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs föður okkar. bróður, tengdaföður, og afa, BENEDIKTS JÓHANNSSONAR, Bjarnarstíg 9, Reykjavik. Nói Jóhann Benediktsson, Brynja Sigurðardóttir, Anna Ingibjorg Benediktsdóttir, Kristbjörn Árnason, systkini og barnabörn. + Þökkum innilega samúð við fráfall SVÖVU HJALTALÍN Erna Hjaltalín, Knútur Hallsson, Þóra Hjaltalín, Eyjólfur Guðsteinsson, Örn Hjaltalin, Dröfn Hjaltalin. + Inmlegar þakkir sendum við þeim fjólmörgu, er sýndu okkur samúð. og styrktu okkur með hlýhug og gjöfum, við andlát eiginmanns mins, ELÍASAR A. íVARSSONAR, Eyrargotu 8, ísafirði. Alveg sérstaklega vil ég þakka skipverjum og útgerðarmönnum á m/b Víkingi III, m/b Guðnýju, m/b Orra og b/v Guðbjarti Í.S. 16 þá rausnarlegu peningagjöf er þeir hafa fært okkur Guð blessi ykkur öll Fyrir mina hond og fjölskyldu minnar Guðmunda Gestsdóttir. Axel Kristinsson —Minningarorð F. 5. júní 1923 D. 28. janúar 1978 Lát þessa mæta vinnufélaga míns kom yfir mig eins og þruma úr heiðskiru lofti, þó ég vissi að hjarta hans var veikt. Hjartasjúk- dóms hans varð vart í september s.l. Það eru mikil sannindi, að eng- inn ræður sfnum næturstað. Eng- um hefði dottið það í hug, þegar hann heimsótti okkur í lyfjaverzl- uninni á fimmtudag, að hann yrði allur á laugardagskvöld. Axel var lengst af starfsmaður Lyfjaverzlunar ríkisins, en á yngri árum var hann sjómaður. Fæddur var hann í Svarfaðardal og 5. júni 1953 gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Guð- rúnu Jónsdóttur. Þau eignuðust einn son, Magnús Jón, og sonar- dóttirin litla var hans augasteinn, enda mikið afabarn. Axel heitinn var tvígiftur, og átti 2 börn með fyrri konu sinni: Særúnu og Kristin. Axel átti 6 barnabörn. Axel var mikill eljumaður, traustur og samvizkusamur við allt, er honum var trúað fyrir. Hörkuduglegur og áreiðanlegur i starfi, enda er hans nú saknað af starfsfólki Lyfjaverzlunar ríkis- ins og sendir það konu hans sam- úðarkveðjur. Ekki er það ætlan mín að skrifa ævisögu Axels, enda ekki rétti maðurinn til slíkra verka. Aðeins vil ég geta þess, að Axel var trún- aðarmaður á sínum vinnustað og segir það sína sögu um manninn. Nú hefur hann Ieyst Iandfestar og ég veit að hann hefur hlotið góða landtöku. Ég bið aðstandendur hans að taka viljann fyrir verkið, en ég votta konu hans og öllum aðstand- endum einlæga samúð. Sjálfur Guðfinna Sigurðar- dóttir—Minning Fædd 2. nóvember 1892. Dáin 28. janúar 1978. Á morgun fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju útför frú Guðfinnu Sigurðardóttur, Brekkuhvammi 2, Hafnarfirði. Guðfinna var fædd 2. nóvember 1892 að Efri-Hóli undir Eyjafjöllum, dóttir hjónanna Sig- urlaugar Einarsdóttur og Sigurð- ar Jónssonar bónda þar. Á Efra-Hóli átti hún skamma dvöl þvi aðeins tveggja ára missir hún móður sína, sem varð til þess að faðir hennar flytzt búferlum ásamt fóstru sinni og dóttur í Mosfellssveitina og bjó þar næstu árin m.a. á Mosfelli. För Sigurðar í Mosfellssveitina varð þeim til mikillar gæfu þvi Sigurður kvæntist öðru sinni 1897 Guðrúnu Árnadóttur frá Móum á Kjalar- nesi og reyndist hún Guðfinnu dóttur hans alla tíð sem væri hún hennar móðir. Þau Guðrún og Sigurður flutt- ust að Ási við Hafnarfjörð og hófu búskap þar 1899. Fjölskyldan stækkaði brátt og áður en varði voru börnin á Ási orðin 10 talsins, stór og samhent fjölskylda eins og þeir vita sem bezt til þekkja. Guðrún í Ási fór ekki varhluta af mótlæti lífsins. Eftir rúmlega áratugar bússkap missir hún mann sinn frá stórum barnahópi en Sigurður drukknaði 1912 er kútterinn Geir frá Hafnarfirði fórst með allri áhöfn. Guðrún 1 Asi lét ekki deigan síga, hélt lífsbaráttunni áfram með sínum stóra barnahópi og naut þá stuðnings og styrks stjúp- dóttur sinnar Guðfinnu, sem var þá komin nær tvítugu. Árið 1916 giftist Guðrún f Asi síðari manni sínum Oddgeiri Þor- kelssyni og héldu þau búskap áfram í Ási. Eignuðust þau eina dóttur og tóku jafnframt til fóst- urs unga stúlku sem ólst þar upp. Oddgeir lézt árið 1962 en Guðrún í Ási lifði til hárrar elli, andaðist 1972. Þannig urðu börnin í Asi tólf en af þeim eru nú látin fimm þegar Guðfinna kveður. Meðan Guðfinna dvaldist í for- eldrahúsum, hjálpaði hún stjúpu sinni og aðstoðaði hún hana sem mest hún mátti. 30. október 1915 giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum Birni Arnasyni sjó- manni, síðar bifreiðastjóra. Hjónavígsla þeirra var sú hin fyrsta sem fram fór í Hafnarfjarð- arkirkju. Björn Árnason var dugnar- og framsýnismaður, hógvær og prúð- ur í allri framkomu, umhyggju- samur og skilningsgóður heimilis- faðir. Hygg ég að allt samlif þeirra hjóna hafi mótast af sam- hug og eindrægni. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður STEINUNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, frá Skoruvík, Fyrir hond vandamanna, Björn Kristjánsson, Steinunn Björg Björnsdóttir. + Þökkurn mmlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför. JÓHANNS E. FRÍMANNS Sérstakar þakkir færum við húsfélaginu í Asparfalli Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Sigurlaug J. Frimlann. + Þökkum innllega auðsýnda samúð og vlnáttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS EIRÍKSSONAR. Skúlagötu 70. Við þökkum serstaklega læknum og hjúkrunarfólki i Hafnarbúðum fyrir góða umönnun „ ... .. Guðbjorn Eiriksson. Sigriður Sumarliðadóttir. Katrin Eiriksdóttir. og barnabörn. kveð ég hinn látna með þakklæti fyrir gott samstarf á liðnum ár- um. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Axel verður jarðaður á morgun, mánudag, frá Fossvogskrikju kl. 1,30 eftir hádegi. Jóhann Þórólfsson. Arið 1930 flytjast þau hjónin að Hverfisgötu 35 hér í bæ, en það hús byggðu þau og þótti það mik- ill dugnaður og framsýni á þeim tíma. Gáfu þau húsinu nafnið Ás, sem var nefnt eftjr æskuheimili Guðfinnu og hefur fjölskyldan síðan verið við það kennd. Heimil- ið var menningarheimili sem bar vott um dyggðir góðrar húsmóður og enginn mátti þar inn koma nemá þiggja góðgerðir og skipti engu hvort áttu í hlut börn eða fullorðnir. Að Ási bjó fjölskyldan í 33 ár, en árið 1963 flytja þau hjónin í nýtt hús sem þau byggðu að Brekkuhvammi 2 hér í bæ og var hér eins og fyrr eftir tekið dugn- aði þeirra hjóna. Þeim hjónum varð fimm barna auðió, en urðu fyrir þeim missi að tvö þeirra létust í bernsku. Sigur- laug Sigríður lézt tveggja ára gömul af slysförum og ári síðar nýfætt stúlkubarn. Þau sem kom- ust til fullorðinsára eru Guðlaug gift Birni Sveinbjörnssyni verk- fræðingi; Sigurlaug gift Birni Pálssyni ljósmyndara og Sigurður óperusöngvari og framkvæmda- stjóri, kvæntur Sieglinde Kah- mann-Björnsson óperusöngkonu. Veigamikill þáttur i lifi Guðfinnu var trúhneigð hennar og mat á kristinni trú. Lagði hún mikið traust á bænina, voru þau hjón samhent i þvi sem öðru. Sið- ustu árin átti Björn Arnason við vanheilsu að stríða og naut þá frábærrar umönnunar eiginkonu sinnar og barna. Nú að leiðarlokum flytjum við hjónin eiginmanni hennar, börn- um og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum blessun guðs þeim til handa. Sem módir hún býr í barnsins mynd þar ber hennar ættarmerki. Svo streyma skai áfram Iffsins lind þó lokið sé hennar verki. vfkja skal hel við garðsins grind þvf Guð vor hann er sá sterki. Matthlas A. Mathiesen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.