Morgunblaðið - 05.02.1978, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
r
GRANI göslari
HOyLE-
1856
Ég er algjör byrjandi!
Ég tók ekki eftir því, að það
voru sokkabuxur sem ég greip!
Lánaðu mér 100 kall þar til á
föstudaginn?
Þrætugimi og
lítil sáttfýsi?
„Mánudagskvöldið 30. jan. s.l.
talaði Ási 1 Bæ rithöfundur í
rfkisútvarpið um daginn og veg-
inn. Að vanda flutti hann mál sitt
rösklega og feimnislaust og var
all skorinorður um ýmislegt er
honum þótti úrskeiðis fara f þjóð-
lífi okkar Islendinga nú um
stundir.
Ekki skal því andmælt, að
margt fer öðruvfsi en ætlað er og
að fjölmörg atriði þurfa lag-
færingar við, en að mörgu þarf að
hyggja og vandamálin marg-
slungin og erfið við að fást.
Örugg, fumlaus forysta stjórn-
valda er að sjálfsögðu skilyrði
fyrir góðum ágrangri í þeim mála-
flokkum efnahagslífsins er nú
kalla á góðar úrlausnir tif björg-
unar, en enginn gengur þess dul-
inn að þetta verður erfitt starf og
sjálfsagt verður almenningur ein-
hverjar fórnir að færa ef endar
eiga að ná saman f öllu okkar
viðskiptalffi.
Nú fara kosningar til Alþingis
fram I júnf f sumar, þyrftu þá
björgunaraðgerðir stjórnvalda og
úrræði að liggja fyrir svo kjós-
endur ættu þess kost að láta vilja
sinn f ljós þvf vafalaust verður
um fleiri en einn og fleiri en tvo
valkosti að ræða og má þá með
sanni segja að sá á kvölina sem á
völina. En ég er bjartsýnn og veit
að allt fer þetta vel að lokum. Ási
í Bæ virðist rekja flest hið illa
sem aflaga fer hjá þjóðinni til
varnarliðsins á Miðnesheiði, en f
þeim fullyrðingum sfnum held ég
hann skjóti langt framhjá mark-
inu og er vfðsfjarri þvf að komast
þar í nokkra nánd, hversu langa
runu af kommaskáldum sem hann
tekur til vitnisburðar sínum mál-
stað. Allt frá dögum Islands
byggðar hafa ávallt verið uppi
deilur með þjóðinni. Þó telja
verði að sundrungin og illdeilurn-
ar næðu hámarki á Sturlungaöld
og hinum myrku miðöldum er á
eftir fóru og litlar heimildir eru
til um. Þó má fullvíst telja að
miklar þrengingar gengu þá yfir
þjóðina á marga lund. Um „áþján,
nauðir, svartadauða", og sitthvað
fleira. En þó langar mig til í fram-
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Oft veltir Iftil þúfa þungu
hlassi, segir máltækið. Og það
sannast furðu oft við spilaborðið.
Spilið f dag sýnir eitt af þessum
tilfellum. Austur gaf, allir utan
hættu.
Vestur
S. 943
H. G942
T. 8
L. G8743
Suður varð sagnhafi í fjórum
spöðum eftir einfaldar sagnir;
austur opnaði á einum tígli, suður
sagði einn spaða, sem norður
hækkaði f fjóra.
Vestur spilaði út tfguláttu en
ásinn tók slaginn. 1 hjartaás og
kóng lét suður tígul af hendinni
og spilaði síðan laufi frá blindum
til að undirbúa trompun. Austur
tók á kónginn en spilaði síðan
tígulkóng og drottningu, sem suð-
ur trompaði með gosa en vestur
lét hjörtu í bæði skiptin. Aftur
spilaði sagnhafi laufi, austur tók
með ásnum og spilaði enn tígli.
Trompað með drottningu. Loks
gat sagnhafi trompað laufið í
borðinu og eftir að hann hafði
tekið á spaðakóng og tíu voru tvö
spil á hendi.
Norður
H. 73
Vestur
S. 9
L. G
Austur
H. D10
Suður
S. A8
Suður hafði þegar gefið þrjá
slagi og ekkí var hægt að komast
hjá því að gefa fjórða slaginn á
spaðaníuna.
Hefði suður gert sér ljósa þessa
þróun spilsins strax í upphafi er
ekki útilokað, að hann hefði þá
einnig séð einfalda lausn á vand-
anum. Allt sem gera þurfti var að
trompa hjarta á hendinni strax í
fjórða slag.
Norður
S. K105
H. AK73
T. A642
L. D5
Austur
S. 2
H. D1086
T. KDG105
L. AK10
Suður
S. ADG876
H. 5
T. 973
L. 962
Læknirinn sagði, að mér væri það hollara að fara í
gönguferðir en útreiðartúra.
SrVS : mt i*pr i ylp É • II&I'
MM
vy,*-!
Hramhaldssaga eftir
HUS MALVERKANNA
63
Hún reyndi að ýta frá sér
þessum hugsunum. Auðvitað
víssi Garl hvað hann var að
gera. (!arl Hendberg. Muðurinn
sem loks hafði komíð inn í Iff
hennar, þegar hún var fjörutfu
ára gömul og hafði engar vonir
um það lengur að kynnast
manni sem hún gadi orðið hrif-
in af. Carl — öllum þótti svo
vænt um hann af því að hann
var góður, réttsýnn og dugleg-
ur. Öllum var svo hlýtt til hans.
Hún hafði aldrei he.vrt neinn
hallmæla honum og ef einhver
gat sagt að Carl gerði eitthvað
rangt var það gert fjölskvldu
hans til hjálpar.
Eldurinn f skúrnum og svo
þessi furðusaga méð köttinn.
Gat verið að stúlkan hefði sjáif
fundið upp á þessu og kveikt
einnig f skúrnum, eins og Carl
hefði ýjað að á leiðinni heim.
Stúlkan sem þau höfðu grun-
aða f fjárkúgunarmálinu. en
hún gal ekki átt þar hlut að
máli af því að ... Dorrit slökkti
f sfgarettunni og beit á vör
sér . .. vegna þess að stúlkan
hafði með orðum sfnum skotið
loku f.vrir frekari fjárkúgunar-
tilraunir ineð því að ... sp.vrja
lögregluna hvort viðkomandi
gæti fengið hæli f Danmörku.
Én stúlkan hafði verið að
leggja háa fjárupphæð inn f
bankann og Carl hafði verið
neyddur til að borga mikla pen-
inga. Dorrit vissi ekki lengur
sitt rjúkandi ráð. Hún vissi að
hún var óræstileg f útlití og
þreytt, en hún vissi Ifka að hún
gæti ekki losað sig við þessar
nagandi hugsanir sem á hana
leituðu.
Hann var þreytulegur í fasi
þegar hann loksins kom.
Svo þreytulegur var hann að
hún hafði varla brjóst f sér til
að bera fram spurningar seni
brunnu á vörum hennar.
— Þetta var svei mér slæmur
skrekkur.
— Já, ég skil bara ekki...
Ilann nam staðar hjá henni.
— Ég skil ekki hver... og
hvers vegna.
— Til að hræða stúlkuna í
burtu vitanlega.
— Dorrit,... ég vona það
hafi ekki verið þú.
ffún leit á hann þrumu lost-
in. Sem snöggvasl fann hún til
svima. Carl tortr.vggði hana...
skelfing þekktu þau hvort ann-
að Iftið.
- Kg?
Rödd hennar var kuldaleg.
— Þú gefur f skyn að ég reiki
um með dauða ketti á na*tur-
þeli og stundi fkveikjur ofan á
annað...
— Ég átti við ...
— Að ég myndi reyna morð-
tilraun við unga stúiku, sem
býr einsömul... morð til að
vernda þig ... eða fra>nda þinn
eða peningana . .. eða hvað er
það eiginlega sem þarf að
vernda?
Rödd hennar var skræk af
hugaræsingi.
— Néi, Carl, svo mikið elska
ég þig ekki.
— Það er enginn að tala um
morðtilraun.
Hann settist á rúmið og
studdi hönd undir kinn, svo að
hún sá ekki framan í hann.
— Vindurinn stóð af annarri
átt, svo að það var engin hætta
á ferðum fyrir stúlkuna.
— En meiningin var að
hræða stúlkuna, svo að hún
færi héðan, en þar sem ég veit
að það var ekki ég, þá var það
annaðhvort þú eða hann.
— Það gæli verið hún sjálf.
Hann rétti sig upp og horfði á
hana. Andlit hans var rúnum
markað og það lá við borð hún
gleymdi öllum sínum spurning-
um sem kröfðust svars. Hana
langaði mest til að setjast við
hlið hans. Hughreysta hann og
hjálpa honuni.
— Hvers vegna í ósköpunum
a>tti hún að finna upp á því?
— Ég veit það ekki. Það ga>tu
legið til þess margar ástæður.
— Nefndu mér eina.
— Hún vildi fá okkur öll á
vettvang, svo að hún gæti hrein-
skilnislega látið okkur vita að
hún vissi um hvað málið sner-
ist. Svo að við gerðuni okkur
Ijóst að hótunin var í fullri
alvöru. Að hún væri tii í hvað