Morgunblaðið - 05.02.1978, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
45
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
í/j-AmrcK
vnmzvM
hjáhlaupi aö minna á hinn ill-
ræmda Stóradóm er var lögfestur
á síðari hluta 16. aldar eða nánar
tiltekið 1564 og hélzt sú skipan
mála allt fram yfir aldamótin
1700. Þetta var einhver siðlaus-
asti og illræmdasti sakadómur er
Islendingar urðu að búa við á
þessum öldum undir danskri
stjórn. Og að skipan þessa svo-
nefnda stóradóms var fjöldi
manna af lífi tekinn, karlmenn
leiddir til höggs á öxarárþingi en
konum drekkt í hinum alkunna
drekkingarhyl oft fyrir litlar eða
engar sakir, a.m.k. eftir skilningi
nútiðarmanna á þeim málum. En
þetta var nú vist útúrdúr.
Saga okkar tslendinga sýnir að
þrætugirni og ekki of mikil sátt-
fýsi eru nokkuð rík í þjóðareðl-
inu. Um það bera vitni ýmis
tímabil í okkar þjóðarsögu. Svo
undarlega vill til að blóðflokka-
rannsóknir hafa leitt I ljós mikinn
skyldleika okkar tslendinga við
írsku þjóðina. Hvernig sem þeim
skyldleika er nú farið, þarf hann
nánari rannsóknar við. En því er
ekki að leyna, að írskt blóð rann í
æðum Ólafs pá Höskuldssonar i
Hjarðarholti I Dölum vestur. Því
að móðir hans var Melkorka
dóttir Mýr-Kjartans tra-konungs.
Ef til vill sækjum við Islendingar
eitthvað af sundrungareðli okkar
og þrætugirni til eyjunnar grænu
i Irlandshafi. Um það verða
mannfræðingar að dæma.
En það sem mest þjáir þessa
þjóð er nú hin ógnþrungna verð-
bólga er geysar hömlulitið um
landið. Um það bera vott hinar
gifurlegu verðhækkanir er nú
daglega glymja í eyrum manna
frá fjölmiðlum þjóðarinnar. En
þrátt fyrir ailt og allt er þó engin
ástæða til svartsýni, aldrei hefur
þjóðin verið betur í stakk búin
með alls konar framleiðslutæki til
sjávar og sveita en einmitt nú. Og
ef dugnaður og hagsýn fyrir-
Þessir hringdu . . .
# Fríttf
strætis-
vagna?
Ellilífeyrisþegi spyr
hvenær þeir fái fritt I strætis-
vagna í Reykjavík eins og gert sé í
Kópavogi. Þetta er mikið réttlæt-
ismál, og þetta getur verið liður i
kosningabaráttu einhvers í
komandi kosningum, sagði hann
jafnframt. Það er alitaf verið að
tala um að hlynna þurfi að okkur
og hlynna að þessum vesalingum,
sem gamla fóikið er, eins og talað
er um okkur, en siðan er heldur
lítið um efndir. Það nýjasta f bar-
áttunni við að hlynna að okkur er
að hækka á okkur fasteignagjöld-
in. Mér finnst að þurfi að taka
þessi gömlu loforð um bættan
aðbúnað og kjör gamla fólksins,
og gera alvöru úr þeim i fram-
kvæmd, sagði ellilífeyrisþeginn
að lokum.
hyggja stjórnar stýrir fram-
leiðslutækjunum þá held ég að
við eyjarskeggjar við norðurpól-
inn þurfum engu að kvíða.
En með einu skilyrði þó og það
er að þjóðinni takist að brjótast út
úr vitahring verðbölguloganna.
Vonandi tekst stjórnvöldum fyrr
en seinna að vinna þau ráð sem
duga — með sameiginlegu átaki
allra landsmanna, hlýtur það að
takast. „Þvi sameinaðir stöndum
vér, sundraðir föllum vér.“
Og með þetta i huga horfum við
vonglöðum augum á veginn fram,
og rifjum upp stöku Þorsteins
Erlingssonar, þegar vetrarþokan
grá, sem Elsa Sigfúss hefur gert
ljúft lag við:
„Þegar vetrarþokan grá,
þig vill fjötra inni:
Svifðu burt og seztu hjá
sumargleði þinni.“
Þorkell Hjaltason."
0 Krókaleiðir
böggulsins
Kona nokkur vildi koma á
framfæri kvörtun yfir seinvirkri
bögglapóstþjónustu. Hafði hún í
sfðustu viku sent böggul til tsa-
fjarðar og er hann ekki skilaði sér
þangað eftir vikutima hóf hún að
athuga hvar hann væri niðurkom-
inn. Eftir að bögglapóststofan I
Rvik hóf leit að bögglinum kom I
ljós að hann var alls ekki kominn
á áfangastað heldur til Seyðis-
fjarðar! Var skýringin sú að sögn
starfsmanna á Bögglapóst-
stofunni, að hólf tsafjarðar og
Seyðisfjarðar væru hlið við hlið
og mistök sem þessu væru alltaf
að koma fyrir.
Sagði konan að starfsmönnum
Bögglapósts hafi ekki þótt þetta
tiltökumál og afsökunar ekki
verið beðizt en það hefði komið
sér mjög illa að pakkinn skyldi
ekki skila sér á réttum tlma, þar
sem um afmælisgjöf var að ræða.
HÖGNI HREKKVÍSI
Hefurðu séð þegar Tryggur leikur sér að síma-
skránni?
03P SIGGA V/óGA £ 'Í/LVERAW
Verzlunarhúsnæði
í miðbænum
Til leigu er stórt og gott verzlunarhúsnæði í
miðbænum. Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Lögmenn,
Garðastræti 3, Reykjavik,
Jón Ingólfsson hdl.,
Jón Gunnar Zoéga hdl.
Arshátið
Átthagafélags Snæfellinga og Hnappdæla á
Suðurnesjum verður haldin í Stapa laugard.
11. feb. 1978 og hefst kl. 19. Heiðursgestur
kvöldsins Sigurður Brandsson frá Ólafsvík flyt-
ur ávarp.
Halli og Laddi skemmta.
Miðasala verður hjá Lárusi Sumarliðasyni Bald-
ursgötu 8 Keflavik sími 1278 þriðjud. og
miðvikud. kl. 20—22. í Reykjavík hjá Þorgils
Þorgilssyni Lækjargötu 6 A simi 192 76.
Nefndin.
Rafverktakar
húsbyggjendur
Vorum að taka upp sendingu
af flúrskinslömpum, bæði ryk-
þétta og sprautuvarða lampa
í stærðum 1x20 - 2x20 - 2x40
og 2x65w.
Hagstætt verð.
Upplýsingar í síma 8 56 56.
jöTunn hp
Höfðabakka 9,110 Reykjavík
0 Ekki hætta
Þrettán ára piltur, sem
kvaðst hafa séð skrif um umtal
um hundahald, sagði að konur
væru óþarflega hræddar við
hættu af hundum. Þeir væru
ekkert hættulegir, og varla litlum
börnum heldur, það hefði
áreiðanlega sýnt sig fyrr ef svo
hefði verið, þvi svo mikið væri um
hunda I Reykjavík. Aleit piltur-
inn að sögur um sóðaskap og
slæma meðferð hunda væru oft
uppspuni.