Morgunblaðið - 05.02.1978, Qupperneq 48
AUíiLÝSINGASÍMINN ER:
22480
Jfioreimblfiíiivi
Lækkar
hitakostnadinn
SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978
Banaslys á Reykja-
nesbraut íNjarðvík
BANASLYS VARÐ á
Reykjanesbraut í Njarðvík
í fyrrinótt. 21 árs gamall
Reykvíkingur varð fyrir
bifreið og beið bana. Ekki
er hægt að birta nafn hans
að svo stöddu.
Lögreglunni í Keflavík
barst tilkynning um slysið
um klukkan tvö aðfarar-
nótt laugardagsins. Hafði
maðurinn verið á gangi við
Reykjanesbrautina og varð
hann fyrir fólksbifreið,
sem var á leið frá Keflavík.
Gerðist þetta við húsið
Þórshöfn. Ekki var vitað
um það í gær hvaða erindi
maðurinn hafði átt til
Keflavíkur.
Fíkniefnamálið mikla:
Annar madur
úrskurðaður í
60 daga varðhald
■
Ljtísni. RAX.
BORGARSTJÓRI, Birgir ísleifur Gunnarsson, leikur fyrsta leiknum fyrir Jón L.
Arnason, heimsmeistara sveina, í skák hans gegn enska stórmeistaranum IVliles á
Reykjavíkurskákmótinu í gær. Einar S. Einarsson forseti skáksambands íslands
flutti ávarp við setningu mótsins og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð-
herra flutti setningarræðu. 2. umferð verður tefld á Hótel Loftleiðum kl. 14 í dag.
Hrauneyjafossvirkjun:
Sænskt fyrirtæki
vill byggja í sam-
vinnu við 3 íslenzk
FÍKNIEFNADÓMSTÓLL-
INN framlengdi í gær
gæzluvarðhaldsúrskurð 24
ára gamals Reykvíkings
um 60 daga vegna rann-
sóknar fíkniefnamálsins
Munum stol-
ið af sýningu
Slysavarna-
félagsins
SYNINGAHGLUGGI var brotinn
hjá Karnabæ í Austurstræti í
fyrrinótt og stolið tveimur
merkjabyssum og einni linu-
byssu, sem voru þar til sýnis í
tilefni 50 ára afmælis Slysavarna-
félags Islands. Að sögn Hannesar
Hafstein, framkvæmdastjóra
félagsins, eru þettagamlar byssur
sem koma engum að gagni en
byssurnar hafa heimildargildi
fyrir félagið. Eru það því eindreg-
in tilmæli að þjófarnir skili byss-
unum hið fyrsta.
AFLVÉLAR Kröfluvirkj-
unar voru gangsettar til
reynslu klukkan 11 í gær-
morgun og gekk það allt
saman vel, að sögn Einars
Tjörva Elíassonar, yfir-
verkfræðings Kröflunefnd-
ar. Japanskir sérfræðingar
frá Mitsubishi — verk-
smiðjunum japönsku
reynslukeyrðu vélarnar
ásamt starfsmönnum við
Kröflu.
Samkvæmt upplýsingum
Einars Tjörva fær virkjun-
in nú gufuafl frá þremur
borholum, 7, 9 og 11. Afla-
vélar Kröfluvirkjunar
verða ekki álagsprófaðar
fyrr en seinna í þessum
mánuði og fyrr fæst ekki
úr því skorió hve mikil raf-
magnsframleiðsla
mikla, sem dómstóllinn og
fíkniefnadeild lögreglunn-
ar hafa nú til meðferðar.
Eins og fram kom í Mbl. í gær,
var 23 ára gamall maður úr-
skurðaður í allt að 60 daga gæzlu-
varðhald í fyrradag vegna þessa
máls, og eru þetta lengstu gæzlu-
varðhaldsúrskurðir, sem kveðnir
hafa verið upp í ffkniefnamáli
hérlendis. Morgunblaðið hafði í
gær samband við Arnar Guð-
mundsson, fulltrúa við Fíkniefna-
dómstólinn, og spurðist fyrir um
þetta mál. Sagði Arnar að málið
væri mjög alvarlegs eðlis og ákaf-
lega erfitt í rannsókn. Sagði hann
að þessir löngu úrskuróir væru að
mati dómsins nauðsynlegir i þágu
rannsóknar málsins og gæfu þeir
til kynna, að ekki væri búist við
að lausn fengist á málinu í bráð
nema aðstæður breyttust.
Nú sitja fjórir menn í gæzlu-
varðhaldi vegna rannsóknarinn-
ar, en eins og fram hefur komið í
Mbl. leikur grunur á að umræddir
menn séu viðriðnir smygl á mörg-
um kílóum af fíkniefnum. Einum
manni var sleppt úr gæzluvarð-
haldi í fyrradag en hann hafði
setið inni síðan fyrir jól.
virkjunarinnar verður.
Einar Tjörvi sagði í gær, að
menn gerðu sér vonir um
að virkjunin myndi geta
framleitt 5 megavatta orku
miðað við það gufuafl, sem
nú væri fyrir hendi í fyrr-
nefndum þremur holum.
ÞRJU íslenzk verktaka-
fyrirtæki, Miðfell, ístak og
Loftorka, hafa í samvinnu
við sænska fyrirtækið
Skánska Sementsgjuteriet
AB gert Landsvirkjun til-
boð um að taka að sér sam-
kvæmt samningi allar
byggingarframkvæmdir
við Hrauneyjafossvirkjun
og býðst sænska fyrirtækið
til þess að lána til verksins
100 milljónir sænskra
króna eða jafnvirði 4.7
milljarða íslenzkra króna
til 8 ára með 7.75% árs-
vöxtum. Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri, formað-
ur stjórnar Landsvirkjun-
ar, staðfesti í gær að þessir
aðilar hefðu sýnt þessari
framkvæmd áhuga. Hefðu
þeir kynnt Landsvirkjun
lauslega hugmyndir sínar
um að taka verkið að sér
samkvæmt samningi. Af
hálfu stjórnar Landsvirkj-
unar hefði engin afstaða
verið tekin til málsins og
því séu enn óbreyttar þær
fyrirætlanir, sem verið
hafi um að bjóða bygging-
arhiuta verksins út í
nokkrum áföngum.
Leifur Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Miðfells h.f., kvað
rétt að þessi fyrirtæki hefðu sent
slíkt boð til Landsvirkjunar.
Hann kvað þetta tilboð vera til
komið vegna þess að sænskt fjár-
magn væri í boði og til þess að
koma því á framfæri leitaði
Skánska Sementsgjuteriet sam-
starfs við íslenzk fyrirtæki. Með
því kvað hann unnt að gera þessa
framkvæmd miklu meir íslenzka
en virkjunarframkvæmdir fram
að þessu hefðu verið. Ekkert svar
hefði borizt frá Landsvirkjun,
enda tilboðið meir sett fram í
tillöguformi eða sem hugmynd.
Ef þessu boði yrði tekið — sagði
Leifur, er gert ráð fyrir að samið
yrði um verkið eftir sérstöku
fyrirkomulagi, sem hann kvað
nokkra nýiundu. Er gert ráð fyrir
að allir aðilar, sem að málinu
stæðu, yrðu virkir, bæði hönnuðir
og eigendur sem og verktakar.
Kvað hann framlag eigendanna
geta haft áhrif á verðið. Er gert
ráð fyrir að það verði endurskoð-
að og hagnaðarprósenta verktaka
fari minnkandi eftir því sem
heildarkostnaður verksins færist
fjær þeirri áætlun, sem upphaf-
lega er miðað við. Ef verkið yrði
ódýrara, kæmi það og báðum aðil-
um, eigendum og verktaka til
góða. Þess vegna er þetta sveigj-
anlegt og eins konar samvinnu-
form á þessu — sagði Leifur
Hannesson,
Bruni í
Hafnarfirði
SNEMMA í gærmorgun kom upp
eldur í verksmiðjunni Berki við
Hjallahraun í Hafnarfirði, en
verksmiðja þessi framleiðir m.a.
plasteiningar. Slökkviliðið kom
fljótt á staðinn og gekk vasklega
fram við slökkvistörfin og urðu
skemmdir því ekki verulegar.
Hagkvæmari útboðstími en
þegar Sigalda var boðin út
TILBOÐIN, sem bárust í vélar og rafbúnað
Hrauneyjafossvirkjunar, svo og stöðvarhúss-
krana með fylgihlutum voru mjög hagstæð eins
og fram kom f Morgunblaðinu í gær. Tilboðin
bæði voru um 1,1 milljarði króna undir áætlun
I.andsvirkjunar. Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri, formaður stjórnar I.andsvirkjunar sagði f
samtali við Morgunblaðið f gær að augljóslega
væri nú mjög hagkvæmt að bjóða út slfk verk,
tilboðsgjafa skorti verkefni og þeir hefðu teygt
sig eins langt og þeim væri kostur. Greinilegt
væri að tfminn nú væri miklum mun hagkvæmari
en 1973, er Sigölduvirkjun var boðin út. Voru
tilboð þá hærri en búizt hafði verið við.
Aflvélar við
Kröflu reynzlu-
keyrðar í gær