Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1978 Jóhannes úr Köllum Sleinn Steinarr Sizfús Daðason Kinar Brani Hannes PHursson Slefán Hörður (i rfmsson Þorsteinn \ aldimarsson ►orKeir S%einhjarnarson Jón Óskar Dagur Sigurðarson Jöhann Hjálmarsson Mallhfas Johannessen Vilhoru DaKhjarlsdóll ir NinaBjörk Arnadóltir Ólafur Jóhann SÍKurðsson sm>|öemioc uu»n Finnska skáldkonan og rithöfundurinn Maj-Lis Holmberg hefur auk kennslu við Háskólann í Helsingfors þýtt mikið af íslenzkum ljóðum yfir á sænsku og finnsku og hef- ur hún unnið nokkrar bæk- ur á þessum vettvangi. S.I. haust kom út í þýðingu hennar á finnsku safn ljóða eftir 22 íslenzk skáld og var það fyrsta ljóðayfir- litið sem þýtt er á finnsku beint úr íslenzku og um þessar mundir er Maj-Lis að þýða úrvalsljóð eftir Stein Steinarr á sænsku og á bókin að koma út í haust í tilefni þess að þá hefði Steinn orðið 70 ára. Árið 1974 kom út í sænskri þýð- ingu bók Maj-Lis með 114 ljóðum eftir Stein Stein- arr, Jón úr Vör, Snorra Hjartarson og Hannes Pét- ursson. Heitir sú bók Milli fjalls og fjöru. Útgáfa þeirrar bókar var kostuð af íslenzka menntamálaráðu- neytinu og Menningar- sjóði. Árið 1976 kom út á sænsku í þýðingu Maj-Lis Ijóðayfirlit Jóns úr Vör, 65 kvæði, og hét bókin Bláa nóttin yfir hafinu. Auk þessa hefur Maj-Lis unnið að ýmsum sérstökum þýð- ingum íslenzkra ljóða, en síðasta bók hennar frá í haust með ljóðskáldunum tuttugu og tveimur heitir á frummálinu: Ja tunturin takaa kuulet, sem þýðir Handan fjallsins heyrir þú. Þá hefur Maj-Lis gefið út eigin Ijóðabækur, m.a. með Ijóðum sem hún orti á Islandi 1948. AÐKYNNA BAKGRUNN LJÓÐANNA í ljóðabókinni Handan fjallsins heyrir þú ritar Maj-Lis formála um sögu íslands allt frá 874 og til vorra daga. í samtali við hana í Helsingfors sagði hún að sér hefði þótt full ástæða til þess að kynna fólki bakgrunninn í sögu landsins m.a. vegna þess að fólk í Finnlandi vissi ekki mikið um íslenzka ljóða- gerð. Margir vissu um ís- lendingasögurnar, en í nú- tíma söguritum væru úr hópi íslenzkra rithöfunda aðeins þekkt verk Halldórs Laxness. Maj-Lis kvað helztu þýð- endur íslenzkra skáldsagna yfir á finnsku vera Jyrki Mantylá sem hefur þýtt verk Halldórs Laxness og verk ýmissa annarra ís- lenzkra rithöfunda auk ís- lendingasagna, Juha Peura sem m.a. hefur þýtt Spóa eftir Ólaf Jóhann Sigurðs- son en Spói kemur út í vor og Kai Saanila sem m.a. hefur þýtt Laxness beint úr íslenzku á finnsku. Þannig hefur sitthvað verið gert til þess að kynna íslenzkar bókmenntir á finnsku þegar á 19. öld og fram til vorra daga og hins vegar hefur einnig talsvert verið þýtt af finnskum bók- menntum yfir á íslenzku þótt Finnum sé ekki kunn- ugt um það að sögn Maj- Lis. Rætt við finnsku skáld- konuna og rithöfundinn Maj-Lis Holmberg um þýð- ingar hennar úr íslenzku HEYVINNA OG ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR Það var .skemmtilegt að vera í Saurbæ í um það bil einn mánuð, vinna í heyi og kynnast íslenzkum bók- menntum. Þar hófst ég handa við þýðingar úr ís- lenzku og þýddi m.a. á sænsku Allt eins og blómstrið eina eftir Hall- grím Pétursson. Ég man að Séra Sigurjóni þótti það góð þýðing. Þá þýddi ég einnig á sænsku bæði Tóm- as og Davíð. Mér þykir vænt um þá. í Reykjavík gisti ég nokkurn tíma á Garði og það var Guðlaug- ur Rósinkranz sem útveg- aði mér gistingu þar. Allt var svo jákvætt og gott og ég naut þessara tveggja mánaða sem ég „Þýði ekki orð fyrir orð, en andann í Ijóðinu ” „Það er stórt upplag á finnskan mælikvarða sem bókin „Handan fjallsins heyrir þú“ er gefin út í,“ sagði Maj-Lis aðspurð, „milli þrjú og fjögur þús- und eintök, en það er bóka- útgáfan Oy Weilin og Göös AB, sem gefa hana út.“ SÉRSTAKUR ÁHUGI A NORÐRINU Um upphaf áhuga Maj- Lis fyrir íslandi, sagði hún: „Ég hygg að það sé svo langt síðan, að fjörutíu ár séu liðin,“ sagði hún og brosti,“ það var í skólanum og þá voru sérstakir dagar norðursins sem okkur voru ætlaðir til þess að kynna okkur norrænu þjóðirnar. Þá áttum við m.a. að læra þjóðsöngva Norðurlanda og ég lærði þann íslenzka. Mér þótti hann sérstaklega fagur og þykir enn í dag og ekki síður tonlistarlega séð en frá ljóðrænu sjónar- miði. Ég hafði alltaf sér- stakan áhuga á norórinu og íslenzkan er elzta málið þar og það gerir landið nokkuð sérstætt. Á stríðsárunum las ég mikið af bókum um landið og ákvað þá að heim- sækja það. Ég kom fyrst með síldarskipi árið 1946 til Siglufjarðar. Þar fékk ég sérstaklega vingjarnleg- ar móttökur af því að ég var Finni. Fyrsti íslendingurinn sem tók á móti mér var finnskur „vísikonsúll“, Alfons Jónsson og fjöl- skylda hans og þar sköpuð- ust ljúf kynni við gott fólk. Skjótt byrjaði ég að grúska svolítið í íslenzku og ég kynntist mörgu góðu fólki og góðum íslenzkumönn- um. í ferð minni hingað 1946 dvaldi ég mestan hluta tímans hjá hinum þekkta Finnlandsvini séra Sigurði Guðjónssyni pró- fasti í Saurbæ í Hvalfirði og konu hans. Síðar kynnt- ist ég einnig Jóni Þor- steinssyni íþróttakennara í Reykjavík og konu hans, en þessi hjón hafa síðan verið mínir beztu vinir á Islandi og heimili þeirra, leyfi ég mér að segja, hafa verið mín heimili á íslandi. Þessi hjón hafa einnig gert meira en ég geti orðum lýsti, bæði fyrir mig og Éinnland. staldraði við og kynntist landi og þjóð, en síðan fór ég aftur út með síldarskipi. 1952 sótti ég um ríkisstyrk til íslenzkunáms og til þess aö safna efni í fræðilega ritgerð um þýðingar Rune- bergs á íslenzku. Þá kynnt- ist ég einnig verkum ým- issa íslenzkra skálda, en í þetta skipti var ég í 7 mán- uði á Islandi. Á árunum 1952 — 1956 þýddi ég talsvert af kvæð- unum 13 sem komu út 1973 í minni fyrstu kvæðabók með þýðingum.“ Við vikum nú tali okkar aftur að bókinni frá í haust og ég spurði Maj-Lis hvort hún ætti uppáhaldsskáld í hópi íslenzkra ljóðskálda7 I „Jú, mín uppáhaldsljóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.