Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978
37
In memoriam:
Ingibjörg Edda
Ednumdsdóttir
Fædd 7. janúar 1945
Dáin 8. febrúar 1978
Það birti til og voraði nokkra
daga i byrjun febrúar. Einn þess-
ara fögru daga lést Ingibjörg
Edda Edmundsdóttir á Land-
spítalanum í Reykjavík.
Vorblærinn reyndist vera dálít-
il vin i óumflýjanlegum íslensk-
um vetri en var í samræmi við
endurvakta bjartsýni og trú Eddu
mágkonu minnar síðustu dagana
sem hún lifði.
Edda var fædd í Reykjavík
1945, dóttir Sólveigar Búadóttur
og Edmund O. Gates, sem nú er
látinn.
Hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum i Reykjavík vorið 1965
og iagði að þvi loknu stund á
meinatækni. Hún fór utan og hóf
nám i enskum bókmenntum og
listasögu við Edinborgarháskóla
haustið 1966. I ársbyrjun 1967
giftist hún eftirlifandi eigin-
manni sinum, Jóni Ottari Ragn-
arssyni, sem stundaði nám við
sama háskóla.
Þau luku bæði prófi vorið 1969
og fluttust til Bandaríkjanna.
Edda lagði stund á framhaldsnám
í listasögu við Tuftsháskólann I
Boston veturinn 1970—71. Henni
voru sérstaklega húgleikin tengsl
listarinnar við trúarþörf manns-
ins og trúarbrögð.
- Þau hjón fluttust heim til ís-
lands, þar sem þeim fæddist dótt-
irin Sólveig Erna sumarið 1972.
Edda kenndi ensku og listasögu
við Menntaskólann í Reykjavík og
síðan listasögu við ýmsa æðri
skóla, þar á meðal Háskóla Is-
lands. Þess má geta að þar vann
hún ásamt Ólafi Hannssyni
prófessor brautryðjandastarf, þar
sem ekki hafði áður verið kennd
listasaga, hvorki við háskólann né
Menntaskólann i Reykjavík.
Haustið 1974 héldu þau hjón
enn til náms og að þessu sinni til
Minnesota í Bandaríkjunum Edda
lagði þar enn stund á listasögu
veturinn 1975—76 og lauk loka-
prófí skömmu áður en hún
kenndi fyrst þess sjúkdóms sem
varð henni að aldurtila. Atti hún
þá aðeins ólokið síðustu drögum
að ritgerð til meistaragráðu í
Iistasögu.
Við fjölskyldan og vinir hennar
sem eftir stöndum munum varð-
veita minninguna um hiýja, við-
kvæma, leitandi manneskju, sem
var i þann mund að hefja ævistarf
sitt.
Heima stendur skápur fullur af
bókum, skrifuðum blöðum, mynd-
um og ritgerðum, starf hennar
undanfarin ár, eins og tákn þess
lífs sem var að mestu leyti undir-
búningur, eins konar forleikur.
Ég mun sakna löngu góðu sam-
talanna, alls samstarfs okkar,
þess, sem við höfðum lagt drög að,
og hins, sem í vændum var, —
starfshópanna í framtíðinni að
óþrjótandi verkefnum á sviði
þjóðlífs og menningarmála.
Það var svo fullkomdlega eðli-
legt að leita til Eddu. Hún var
uppörvandi, ótrauð og með á nót-
unum, en samt ævinlega sjálfstæð
og varfærin. Það var ekki hennar
hlutverk að koma af stað ölduróti
heldur að byrja hægt og ljúka til
fullnustu, hyggja að því smáa, sjá
dýrðina í einni lítilli helgimynd,
þar sem hvert tákn felur i sér
djúpa merkingu. Það var einmitt
næmi hennar á fegurðina í þvi
smáa, sem átti svo mikinn þátt i
að opna augu okkar hinna fyrir
gildi listarinnar i menningu þessa
lands. Við Islendingar erum fá-
menn þjóð og starfið sem vinna
þarf hvílir á fárra herðum. Það
munar svo mjög um hverja örv-
andi hönd og svo stórt skarð er
höggvið, þegar þeirrar sömu nýt-
ur ekki lengur við.
Það er í hennar anda að áfram
verði unnið, þar sem frá var horf-
ið, að því markmiði að Islending-
um auðnist að varðveita þjóðlega
menningu sína og beri jafnframt
gæfu tii endurnýjunar og þrótt-
mikils skapandi lífs á grundvelli
fyrri athafna og afreka.
Það stendur einhvers staðar, að
móður sína missi maður aldrei.
Sólveig litla dóttir hennar á dýr-
mæta minningu um sívakandi,
gjöfula móður, sem aldrei verður
frá henni tekin.
Móðir missir í rauninni heldur
aldrei barn sitt, nema ef til vill
það sem vex frá henni. Það barn
sem guð tekur á hún áfrám allar
stundir.
Erna Ragnarsdóttir.
Ingibjörg Edda bjó sig undir
það siðustu árin sem hún lifði að
taka við starfinu, sem ég hafði
valið mér af barnalegri bjartsýni.
Hugur minn var, meðal annars af
þeirri ástæðu, bundinn henni í
báða skó ægisterkum böndum,
menntun hennar, lífi og starfs-
orku. Og vissan um að henni mátti
treysta, hvað sem hún tæki sér
fyrir hendur, var mér i senn
leiðsögn og uppbót vegna eigin
vanmáttar.
Elsku Edda mín. Ungur má en
gamall skal, segir i gömlu spak-
mæli, og þó að trú þín væri sterk,
voru örlög þín ráðinn, og enginn
annar en Guð á himnum sætti sig
við þá blessuðu hugsun, að þú
hyrfir héðan á undan okkur, sem
óðfluga nálgumst vegamótin, þar
sem við höfum kvatt svo marga
ógleymanlega vini á undan þér.
R.J.
Kveðja
Hin sára fregn kom okkur i
opna skjöldu. Vissulega var okkur
fullkunnugt um, að Edda háði
baráttu við ólæknandi sjúkdóm,
en samt trúðum við þvi, að hún
myndi hafa betur, að máttarvöld-
in myndu gera undantekningu og
leyfa okkur að njóta hennar
áfram. Og að undanförnu virtist
líka ýmislegt benda til þess að
vonir okkar rættust. Þrek hennar
fór vaxandi síðustu vikurnar og
hinn gneistandi áhugi hennar á
lífinu kom aftur upp á yfirborðið.
Fram til hinztu stundar skegg-
ræddi hún um hina ýmsu þætti
mannlífsins, bókmenntir, listir,
skipulagsmál, brá á glens og gerði
framtíðaráætlanir. Læknar létu
þau orð falla, að hún stæði sig
framar björtustu vonum, og hún
stóð á vonartindinum, þegar hún
leið fyrirvaralaust á brott úr þess-
um heimi. Þess vegna var höggið
svo ofurþungt. Það laust ekki
einungis nánustu ættmenni og
vini, heldur nálega alla, sem
þekktu hana, því að frá henni
stafaði hvarvetna birta og fegurð
á hinni skömmu vegferð.
Ingibjörg Edda fæddist í
Reykjavík 7. janúar 1945. For-
eldrar hennar voru Solveig Búa-
dóttir kennari og Edmund O.
Gates, bandarískur læknir, sem
látinn er fyrir allmörgum árum.
Hún var einkabarn móðijr sinnar
og augasteinn og ólst upp við tak-
markalaust ástríki hennar. Sol-
veig kostaði kapps um, að með-
fæddar gáfur hennar og hæfileik-
ar fengju að njóta sín, en mikils-
verðara taldi hún þó, að dóttirin
unga öðlaðist þá eiginleika, sem
vega þyngst í samskiptum manna,
einlægni, góðvild og hjartahlýju.
Þessi verðmæti urðu það, sem
hún mat meira en glæsilegan
námsárangur og uppskeru þrot-
lausrar þekkingarleitar siðar á
ævinni.
Þegar hún óx úr grasi, virtist
hún hafa flest það til brunns að
bera sem manninn getur prýtt.
Hún var bráðgáfuð, skemmtileg
með afbrigðum, glæsileg ytra og
viðmótið ástúðlegt og glaðlegt í
senn. Þannig var hún, þegar leiðir
okkr allra lágu saman í mennta-
skóla. Seytlandi lífsfjör laðaði og
lokkaði, og í kringum hana var
alltaf eitthvað skemmtilegt um að
vera. Gráar hversdagsmanneskj-
ur tendruðust upp af samvistum
við hana, og hnyttin tilsvör henn-
ar og athugasemdir gátu komið
hvaða fýlupúka sem var til að
veltast um af hlátri. Og hún var
fljót til að rétta hjálparhönd,
þegar eitthvað bjátaði á einhvers
staðar í hinum stóra hópi vina og
kunningja, og það var auðfundið,
að hún átti undur viðkvæma
strengi í hörpunni sinni, sem oft-
ast hljómaði svo glatt.
Snemma í menntaskóla
kynntist Edda mannsefnininu
sínu, Jóni Óttari Ragnarssyni, og
urðu þá mikil þáttaskil i lífi henn-
ar. Með honum eignaðist hún nýja
fjölskyldu, sem hún mat mikils og
átti eftir að móta framtíð hennar
að verulegu leyti. Foreldrar Jóns,
Ragnar Jónsson útgefandi og frú
Björn Ellingsen, og dætur þeirra,
Auður og Erna, tóku henni tveim
höndum og segja má að Ragnar
hafi gengið henni í föðurstað. Þau
leiddu hana inn á brautir bók-
mennta, lista og þjóðfélagsum-
ræðu, sem höfðu litt freistað
hennar áður. Það var sem nýr
heimur opnaðist henni, og þangað
þeysti hún með sífrjóum huga og
barnslegri einlægni. Hún sökkti
sér niður í bókmenntir og braut
heilann um margslungin þjóð-
félagsfyrirbæri. Það var þó eink-
um myndlistin, sem heillaði hana,
enda hafði hún tekið listræna
hæfileika í arf frá móðurfólki
sinu. Þessar nýju hliðar á Eddu
komu okkur eilítið spánskt fyrir
sjónir í fyrstu en hér sem endra-
nær hreif hún okkur með sér,
þannig að saumaklúbbarnir okkar
urðu stundum hálfgerðir um-
ræðufundir um þjóðfélags- og
menningarmál. Þó að hún væri
potturinn og pannan í öllu, sem
við tókum okkur fyrir hendur, á
þessu sviði sem öðrum, örlaði
aldrei fyrir oflæti eða þekking-
arhroka hjá henni, því að lítillæti
var eitt af aðalsmerkjum hennar.
Hún leitaði fast eftir sjónarmið-
um annarra og sá oftast eitthvað
jákvætt við þau, en bjargföstum
skoðunum sínum fylgdi hún eftir
af þeim tilfinningahita, sem
henni var i blóð borinn og ein-
kenndi orð hennar og athafnir
alla ævi.
Því miður urðu samvistir okkar
við Eddu skemmri en skyldi, því
að eftir stúdentspróf dvaldist hún
lengst af erlendis við nám. Eftir
eins árs nám í meinatækni venti
hún kvæði sínu i kross og hélt til
Edinborgar, þar sem Jón Ottar
var við nám í verkfræði. Þau
gengu í hjónaband um áramótin
1967 hér heima, en heimili þeirra
var ytra til 1969. Edda lagði stund
á enskar bókmenntir og listasögu
við Edinborgarskóla' og lauk
þaðan M.A. prófi. Síðan lá leið ,
þeirra hjóna vestur um haf til
frekara náms og árin 1969—1971
dvöldust þau í Boston. Þar hóf
Edda framhaldsnám í listasögu,
sem henni auðnaðist ekki að ljúka
til fullnustu.
Arið 1971 kom Edda heim og
hóf enskukennslu við gamla skól-
ann okkar og síðar kennslu í
ensku og listasögu við M.H. Henni
var það mikið kappsmál að tekin
yrði upp kennsla í listasögu við
M.R. og stuðlaði að því að svo yrði.
En ekki lét hún þar við sitja,
heldur gekk á fund Ölafs Hans-
sonar, prófessors, og benti honum
kurteislega á, að tímabært væri
að hefja kennslu í listasögu við
æðstu menntastofnun þjóðarinn-
ar. Ölafur tók henni vel, og fól
henni brautryðjendastörf á því
sviði við Háskólann. Var hún
ákaflega vel látin af nemendum
jafnt sem samkennurum, og býr
Háskólinn að þessu skemmtilega
frumkvæði hennar.
Haustið 1974 héldu þau hjónin
utan enn á ný með dóttur sína
tveggja ára gamla, að þessu sinni
til Minnesota. Tók Edda upp
þráðinn í listasögunáminu, þar
sem frá var horfið og sóttist það
vel. Það var stutt í lokapróf, þegar
fjölskyldan fluttist heim aftur, og
hún lauk því að mestu hér heima.
En skömmu áður en hún ætlaði
utan til að ganga frá meistara-
prófsritgerð sinni tóku örlögin í
taumana.
Alltaf birti yfir hópnum, þegar
Edda kom aðvífandi frá útlöndum
með hugann fullan af viðfangs-
efnum, sem hún vildi leita álits
okkar á. Þrátt fyrir hinar löngu
fjarvistir hennar rofnaði aldrei
sambandið við okkur. Hún var
alltaf söm og jöfn, en samt var
eins og lífsgleðin þyrri smám
saman og alvaran risti dýpri rúnir
í persónugerð hennar.
Þegar hún kom alkomin heim
frá Minnesota hlökkuðum við til
að njóta samvista við hana um
alla framtíð, en fljótlega kom í
ljós að henni var brugðið.
Skemmtilegu tilsvörin hennar
heyrðust æ sjaldnar og þau
viðfangsefni, sem stríddu á hug-
ann leituðu ekki lengur út, heldur
inn. Hún hafði einnig látið á sjá
hið ytra.
Fáa grunaði þó, að alvarlegur
sjúkdómur hefði búið um sig í
henni, en smám saman varð ljóst
hvert stefndi. Það var hræðilegt
reiðarslag fyrir hana, alla
aðstandendur og vini, þegar lækn-
ar hér heima og erlendis kváðu
upp úr um, að batavonir væru
hverfandi. Hún lét samt ekki bug-
ast, heldur ákvað að berjast til
þrautar og sýndi mikinn hetju-
skap. Þó var önnur hetja henni
enn meiri, Solveig móðir hennar.
Einkabarnið átti hug hennar og
hjarta og hún ætlaði ekki að láta
það af hendi átakalaust. Hún
fluttist inn á heimili hennar og
um margra mánaða skeið stund-
aði hún dóttur sína af þvílíkri
elju og með þvílíkum kærleika, að
jafnvel hin fagra mynd Asdísar á
Bjargi bliknar við samanburðinn.
Og eftir að Edda hafði verið flutt
fársjúk á Landspítalann, dvaldist
hún hjá henni hverja stund milli
þess, er hún leitaði úrræða þar
sem glampaði á einhvern vonar-
neista. Vonarneistarnir glæddust
smám saman, en þegar þeir
slokknuðu fyrir fullt og allt var
Solveig sama hetjan og fyrr og
leitaði huggunar í trúarstyrk sin-
um.
Það dýrmætasta, sem Edda
eftirlét heiminum, var dóttirin
Solveig Erna, sem aðeins 5 ára
gömul er svipt yndislegri móður.
Vönandi fer heimurinn mildum
höndum um hina ungu sál, sem á
sorgarinnar stundu er umvafin
kærleika föður síns, ömmu og
föðurfólks.
Skarðið hennar Eddu verður
aldrei fyllt hér á þessari jörð, en
harmur okkar mildast af þeirri
fullvissu að þjáningum hennar
skuli vera lokið. Hún trúði á fram-
haldslíf, þar sem kærleikurinn
ríkir, og þar sem samkeppni og
eltingaleikur um fánýta hluti
þekkist ekki. I slíku samfélagi
líður henni vel. Þar mun hún sitja
í öndvegi.
Bekkjarsystur í MR.
Þegar bráðaldan hnígur í hinsta
sinn og öldurót lifsstríðs hefur
lægt, fellur kyrrðin á. Að þessu
sinni er hún svo djúp og alger að
hún yfirgnæfir alla fyrri reynslu,
hefur sig upp yfir tíma og rúm.
En smám saman gárast hafflöt-
urinn að nýju og ljúfar bárur
minninganna skolast hægt en
tregablandið að landi, hvar spor
liggja í sandi, spor sem við þekkj-
um og sem hlæja við okkur í elsku
þeirra minna sem þau eftir'skilja.
Slík eru gæfuspor.
Það var haustið 1962, er kynni
okkar Eddu hófust, þá bæði nem-
endur í þriðja bekk Reykjavíkur-
skóla. Líkt og svo mörg vinakynni
á þeim næmu unglingsárum þeg-
ar barnsleg einlægni ræður enn
ríkjum í viðmóti og vináttu, þá
var til þeirra stofnað á þann veg
að órofin hafa staðið síðan. Frem-
ur en nokkuð annað voru þessi ár
í góðum vinahóp eins konar óður
til lífsins og gleðinnar, full af
elskulegu ábyrgðarleysi svo sem
ungu fólki er tamt, þar sem lífs-
nautnin varð oftast yfirsterkari
áhyggjum morgundagsins, en
skólinn með misjafnlega umburð-
arlyndum kennurum varð fyrst
og fremst sameiningarafl fyrir at-
beina óskilgreindra húmanis-
tiskra verðmæta, sem umhverfi
hans og andi gat af sér fremur en
markvissrar kennslu í lærðum
greinum. Þessi verðmæti hafa
líka eflaust reynst flestum besta
vegarnestið þegar út í alvöru lífs-
ins kom, a.m.k. var svo með Ingi-
björgu Eddu eins og'reynslan átti
eftir að sýna.
Það var snemma á skólaárunum
i M.R., sem Edda kynntist eigin-
manni sínum Jóni Ottari. Strax á
þessum árum vakti Edda athygli
allra sem hana sáu fyrir sérstakan
glæsileik og fegurð svo eftir var
tekið, en i viðmóti öllu var hún
ljúf og góðgjörn og vildi hvers
manns vanda leysa, enda var^
Edda jafnframt vinamörg meðal
bekkjarsystra og skólafélaga. Yf-
irleitt voru þau tvö hvatar að öll-
um vinafagnaði, sem til var stofn-
að og traustastir vinir vina sinna.
Bar heimili þeirra jafnan svip
þessarar reynslu unglingsáranna.
Að loknu námi í Reykjavíkur-
skóla héldu þau til Edinborgar til
náms og síðar meir eftir stutta
dvöl hér heima til náms í Banda-
rikjunum, þar sem þau dvöldust
um 4 ára skeið. I Skotlandi lagði
Edda stund á listasögu og enskar
bókmenntir og lauk prófi frá há-
skólanum í Edinborg, en í Banda-
ríkjunum hélt hún áfram námi í
listasögu og lauk þaðan prófi rétt
í þann mund er hún kenndi sér
fyrst meins af veikindum þeim,
sem nú hafa hvatt hana burt af
sjónarsviði jarðnesks lífs.
Fáa órar sjálfsagt fyrir því hve
mikla atorku og einbeitni til hef-
ur þurft til að ganga í gegnum það
nám, sem Edda lauk samhliða þvi
að veita heimili forstöðu og sinna
móðurskyldum við ungt barn,
fjarri hjálp ættingja og vina í
fjarrænu stórborgarumhverfi. En
námsárangur hennar var þó i
mínum huga enn stærri fyrir það
að jafnhliða námi sínu eða öllu
heldur ofar námi þessu hafði
Edda náð að þróa með sér ein-
staka hæfileika til skarprar gagn-
rýnnar hugsunar ásamt óvenju-
legu næmi fyrir listrænum gild-
um hvort sem voru í myndum,
máli eða tónum. Að eðlisfari hafði
Edda til að bera mjög góða
greind, enda námsmaður góður.
En það sem réð úrslitum í þroska
meðfæddra hæfileika var fyrst og
fremst sú afstaða, sem heimili
þeirra hjóna einkenndist svo
mjög af, að í tómstundum var
hversdagsleikinn aldrei til um-
ræðu heldur stöðugt sótt á ný mið,
á vit nýrrar reynslu, nýrrar upp-
lifunar. Þetta umhverfi gerði
miklar kröfur en var ögrandi og
heillandi í senn, og þeim sem
reyndu vináttu þeirra eru
ógleymanlegar liðnar samveru-
stundir, því þær voru frjórri en
flestar aðrar, gáfu einhverja and-
lega fullnægju sem verður ekki
skýrð með orðum.
Nú þegar tjaldið hefur verið
dregið fyrir og horft er á bak
ástvini, sem fallið hefur frá í
blóma lífsins, hljóta spurningar
að leita á hugann og gerast áleitn-
ar. Af hverju hún, og var þá til
einhvers barist eftir allt. Ekki er
nema mannlegt að þannig sé
spurt og vissulega kunna slíkar
spurningar að ala á beiskju í
barmi og valda kala i hjörtum
inni. En á slíkum stundum þegar
staðið er frammi fyrir örlaganna
þyngsta dómi er mest um verð
tilfinningin og vitundum það að
þrátt fyrir stutta jarðneska ævi
var hún að verkum, reynslu og
þroska miklum mun meiri en
hægt var með nokkurri sanngirni
að gera kröfu til hjá svo ungri
konu. Þannig má i óeiginlegri
merkingu með nokkrum sanni
segja að Edda hafi lifað ævina til
fulls, lifað blóma síns lífs. I því
sambandi verður mér hugsað til
írska skáldsins Oscars Wilde sem
Edda hafði mikið dálæti á, en í
því kvæði sem hann hefnir
„Magdalen Walks“ gerir hann
einmitt að yrkisefni hvort ein-
hvers sé misst að falla frá að liðnu
vori eftir að hafa notið vors, lífs
og ástar, því jafnvel stutt ham-
ingjustund geti gefið lífinu allt
þess gildi. Þannig verði hlutskipti
margra að sakna liðinna æsku-
daga sem aldrei koma aftur.
Mikill harmtir er nú kveðinn að
fjölskyldu Eddu, eiginmanni og
dóttur, tengdaforeldrum og ást-
vinum, en siðast en ekki síst ást-
sælli móður, sem sér nú á bak
einkabarni sínu, sem frá fyrstu
tíð gaf Eddu allt sem góð móðir
ein getur og var henni stoð og
stytta í þungbærum veikindum.
Við Asthildur vottum þeim öll-
um okkar innilegustu samúð.
Megi guð veita þeim líkn og styrk
í sorg þeirra. Minningin um góðan
vin mun ætíð lifa.
Þorsteinn Ölafsson.