Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 47 urum sigur gegn Val Barátta færði Fröm- ÞAÐ ER óhætt aó leikmenn Fram hafi komið á óvart í leik sfnum vió Val í gærkvöldi, en Framarar gerðu sér Iftið f.vrir og unnu tslandsmeistarana 23:21. A mánudagskvöldið léku Framarar við nvliða Ármanns og máttu þá þola átta marka tap, en f gærkvöldi. var allt annað Framlið inni á vellinum og með miklum baráttuleik tókst þvf að snúa blaðinu algjörlega við frá því á mánudagskvöldið. Það er eitthvað meira en lítið að i herbúðum íslandsmeistaranna um þessar mundir. Leikmenn virðast vera að spila hver fyrir sig privat og persónulega og gengu greinilega með sama hugarfari til leiksins á móti Fram og Framarar gerðu á móti Ármanni. Þeir héldu að þeir væru að spila við mun lélegri andstæðinga og ynnu þá auðveldlega. Valsmenn voru allt- of mikið með hangandi haus i þessum leik og tapaðist knöttur- inn, var sjaldnast keyrt aftur í vörnina. Annars einkenndist þessi leik- ur af miklum æsingi hjá báðum liðum og leikurinn á köflum mik- ill darraðardans. Framarar voru lagnir við að komast i gegnum vörn Vals með gegnumbrotum og það er langt siðan maður hefur séð Valsvörnina eins slaka og i þessum leik. Hafa bcr það i huga að Framliðið hefur verið þekkt fyrir allt annað en sterkan og harðan sóknarleik, þó svo að þar séu nokkrir liprir spilarar. Valsmenn höfðu lengstum yfir- höndina i fyrri hálfleiknum, þótt munurinn væri aldrei mikill og munaði aðeins 2 mörkum á liðun- um í leikhléi, 11:9 fyrir Val. 1 seinni hálfleiknurn jöfnuðu Framarar fljótlega 11:11, en Val- ur komst yfir á nýjan leik. Fram- arar jöfnuðu 14:14 og komust sið- an yfir. Eftir það létu þeir foryst- una aldrei af hendi og munurinn var tvö mörk, 22:20, þegar aðeins rúm minúta var til leiksloka. Þá var SigUrbergi vísað af leik- velli og Þorbjörn Guðmundsson skoraði gott mark. Valsarar fengu knöttinn aftur, en Bjarni Guðmundsson missti hann frá sér ÞORBERGUR TIL LIÐS VIÐ LEIKMENN KA ÞAÐ VAR mikið áfall fyrir knattspyrnumenn KA á Ákur- e.vri þegar þeir fréttu að I stað þess að koma til Akureyrar hefði Arni Stefánsson ákveðið að fara til Jönköping i 2. deild- inni sænsku. Akureyringar geta aftur tekið gleði sina þvi Þorbergur Átlason hefur ákveðið að leika með KA I sumar og munar miklu fyrir KA að fá svo revnslumikinn leikmann til liðs við sig. Þorbergur hefur leikið 13 landsleiki fyrir Island, en hann er þrltugur að aldri. Ilann hefur ekki mikið leikið mcð Fram undanfarin ár vegna þrálátra meiðsla og eins staðið I skugga Árna Stefáns- sonar hjá Fram. En nú hefur Þorbergur náð sér af meiðsl- um og heill er hann snjall markvörður, það fer ekki á milli mála. Þorbergur mun að öllum Ifkindum dvelja í Revkjavik i sumar og æfa með Fram, en fara norður til heimaleikja KA-liðsins. — áij. i öllum látunum í hraðaupp- hlaupi. Valsmenn léku maður á mann síðustu minútuna, en Arnar Guðlaugsson hélt boltanum og tafði tímann með þvi að rekja á milli lcikmanna Vals. Á siðustu sekúndunum barst knötturinn til Birgis Jóhannessonar, sem skor- aði gott mark af linu i þann mund, sem flautað var til leiks- loka. Spennandi leik var lokið með óvæntum sigri Fram, 23:21. Beztur i liði Fram i þessum leik var Arnar Guðlaugsson og lék hann leikmenn Vals mjög grátt i fyrri hálfleiknum, en þá skoraði hann 4 mörk. Hefur Arnar ekki verið betri i annan tima og var það vonum seinna að Valsmenn tóku hann úr umferð er leið á seinni hálfleikinn. Eigi að síður gerði Arnar þrjú mörk í seinni hálfleiknum. Arni Sverrisson skoraði 6 mörk fyrir Fram í þess- um leik og hann hefur heldur ekki áður leikið eins vel fyrir Fram. Árni gerði sig sekan um mistök i þremur dauðafærum i leiknum, en hann bætti það upp með óvæntum mörkum á mikil- vægum augnablikum. Þó þessir tveir leikmenn hafi verið afgerandi beztir í liði Fram, þá var þó liðsheildin fyrst og fremst að baki sigrinum. Menn eins og Guðjön Erlendsson mark- vörður, Birgir Jóhannesson og Sigurbergur Sigsteinsson skiluðu sínu hlutverki allir mjög vel. Framarar geta náð árangri með góðri baráttu og eru leikir þeirra við Ármann og Val beztu dæmin þarum. Af leikmönnum Vals stóð Þor- björn Guðmundsson sig mjög vel að þessu sinni og hann skoraði 6 mörk með fallegum skotum, sem alltof litið hefur sést af í vetur. Brynjar Kvaran stóð i marki Vals framan af leiknum og til að byrja með varði hann mjög vel, en dal- aði síðan er leið á leikinn og Jón Breiðfjörð bætti ekki um betur er hann kom inn á. Steindór Gunn- Framhald á bls. 26 Bjami Bessason var iR-ingum drjúgur I gærkvöldi og átti stóran þátt i að ná jafntefli gegn Vikingum. DARRAÐARDANS OG FURÐULEGIR DÓMAR TVÖ MÖRK Sigurðar Svavarssonar úr vítaskotum á siðustu minútu leiksins við Viking i 1. deildinni i gærkvöldi breyttu stöðunni úr 18:16 fyrir Viking i jafntefli 18:18. Leikur þessi mun lengi i minnum hafður og þá sérstaklega fyrir vitleysur þær, sem leikmenn beggja liða og ekki siður dómarar leiksins gerðu sig seka um. Er leið á leikinn varð varla heil brú i störfum dómaranna, fyrst högnuðust Vikingar á öllum vafasömum atriðum, en siðasti vítakastsdómurinn í leiknum var hrein gjöf til ÍR-inga. Hneyksli, sögðu áhorfendur í Laugardalshöllinni, en e.t.v. aðeins sanngjörn uppbót á það sem af ÍR-ingum hafði verið tekið fyrr i leiknum. Hvað um það, frammistaða dómaranna reynslulitlu var þeim ekki til álitsauka. Ef litið er á lið Vikings og ÍR þá er með landsliðsmenn í nær hverri stöðu það furðulegt að Vikingar skuli eiga i á að vera öruggur sigurvegari í leikj- brösum og aðeins ná jafntefli Víkingur um, gegn slikum mótherjum. Það HLAUPAHELGI HJÁ FH-INGUM FH-INGAR gangast fvrir tveimur vfðavangshlaupum um komandi helgi. A laugardaginn kl. 14 fara fram hlaup fyrir börn og unglinga. Hefjast þau við Lækjarskólann og verður hverjum þátttakanda veitt ein stjarna fyrir að mæta. A sunnudaginn kl. 14 fer fram fjórða Stjörnuhlaup vetrarins og hefst það einnig við Lækjarskólann. Vegalengd í karlaflokki er rúmir 5 km en kvenfólkið hlevpur um 2.5 km. Elnkunnag ioiin FRAM: Guðjón Erlendsson 2. Birgir Jóhannesson 2, Jens Jensson 2. Jóhannes Helgason 1, Árni Sverrisson 4, Gústaf Björnsson 1, Sigur- bergur Sigsteinsson 2, Guðjón Marteinsson 1. Arnar Guðlaugsson 4, Atli Hilmarsson 2, Hjörtur Þorgilsson 1. VALUR. Brynjar Kvaran 2, Bjarni Jónsson 1, Þorbjörn Jensson 1, Stefán Gunnarsson 2, Jón Pétur Jónsson 1, Gisli Blöndal 2, Jón H. Karlsson 2. Steindór Gunnarsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Karl Jónsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 3, Jón Breiðf jörð 1. ÍR: Jens G. Einarsson 3, Ásgeir Eliasson 3, Sigurður Svavarsson 3, Guðmundur Þórðarson 1, Bjarni Bessason 3, Ársæll Hafsteinsson 1, Vilhjálmur Sigurgeirsson 1. Árni Stefánsson 2, Brynjólfur Markússon 2. VÍKINGUR: Kristján Sigmundsson 2. Jón G. Sigurðson 2. Ölafur Jónsson 1. Skarphéðinn Óskarsson 1. Magnús Guðmundsson 2, Páll Björgvinsson 2, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Viggó Sigurðsson 1. Árni Indriðason 2, Steinar Birgisson 1. Bjérgvin Björgvinsson 3. Eggert Guðmundsson 2. vinnst þó enginn leikur fyrirhafnar- laust, á þvi fengu Vikingar að kenna i gærkvöldi Auk þess mættu þeir gefa sér aðeins meiri tíma til að hugsa. það sakar ekki að brúka skynsemina i bland ÍR er baráttulið og hugmyndaríkum leikmönnum eins og Ásgeiri Eliassyni og Bjarna Bessasyni má aldrei sleppa Einmitt þessir leikmenn voru Víkingum erfiðastir i gærkvöldi, en Sigurður Svavarsson gerði engar vitleysur í vita- köstunum i lok leiksins Hann tók fyrst viti þegar þrjár minútur voru eftir og breytti stöðunni i 16:17 Víkingar komust i 18:16 með marki Björgvins, en ÍR-ingar fengu aftur viti og Sigurður skoraði. Er hér var komið sögu voru 25 sekúndur eftir og Vikingar með bolt- ann Viggó fékk boltann út í horn og Jens Einarsson var kominn út úr mark- inu Viggó tók mikla áhættu er hann skaut úr nær lokuðu færi Knötturinn fór yfir mark ÍR-inga, sem brunuðu upp völlinn Við punktalinu komu tveir Vikingar á móti Sigurði Svavarssyni Ekki tókst þeim að stöðva hann og vissu ekki fyrr til en þeir lágu báðir flatir i eigin vítateig Hafði Sigurður rutt þeim úr vegi sínum og öllum á óvart var dæmt vitakast á Viking Úr þvi skoraði Sigurður siðan gott mark eftir að leiktima lauk. en fráleitt var að láta ÍR fá vitakast þarna í þessum leik voru Vikingar með forystu lengstum, nema hvað ÍR skor- aði fyrsta mark leiksins þegar liðnar voru sjö minútur Komst Vikingur i mest þriggja marka forystu i fyrri hálf- leik og leiddi 8:6 í hálfleik. Víkingur leiddi siðan upp i 13:13 og komst aftur yfir 1 6 14 og 18 16 Lok leiksins eru áður rakin Beztu menn Vikings i leiknum voru ENÍ ICUATT^ekJAtO Hef=feT til \j SlRTAST tiSTACACiOlo E.CA LTSA. c-»i=»r> c-Gucr UoUjlUNJ f\ H M IR og Vík- ingur geröu jafntefli 18:18 Björgvin Björgvinsson og markverðirn- ir báðir Aðrir leikmenn liðsins léku flestir undir getu og það var engu likara en t.d þeir Þorbergur og Viggó ætluðu að skora öll mörkin sjálfir og helzt tvö i hverri sókn Ásgeir, Bjarni, Jens og Sigurður voru beztir ÍR-inga að þessu sinni Dómarar voru Jón Magnússon og Pétur Christiansen Mörk ÍR: Bjarni 6. Ásgeir 4, Sig- urður 4 (3v), Brynjólfur 3 (1 v), Jóhann Ingi 1 Mörk Víkings: Björgvin 6. Þorberg- ur 3, Jón S. 3, Árni 2. Viggó 2. Páll 1 (1 v), Magnús 1 Misheppnuð vStaköst: Kristján varði vitakast frá Vilhjálmi, Eggert frá Brynjólfi og Jens frá Páli Brottvísanir: Björgvin Björgvinsson i 2 minútur —áij Stúdentar gegn Fram í kvöld 1 KVÖLD fer fram einn leikur í 1. defld Islandsmótsins f körfu- knattleik. IS og Fram leika í lþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst leikurinn kl. 20.00. Stúdentar eru sigurstranglegri fyr-irfram, en hins vegar getur allt gerst ef Framarar detta niður á toppleik eins og gegn KR og UMFN. Stúdentar mega ekki tapa í kvöld, þvi að hver tvö stig í lokaslagnum um íslandsmeistara- titilinn eru dýrmæt. Framarar hafa þó sjálfsagt fullan hug á að næla sér i fleiri stig i botnbarátt- unni, sem er ekki siður hörð en toppbaráttan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.