Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 13 Þannig aðstoöaði Stalin dyggilega við að skipuleggja pólitískan frama Hitlers og árás hins síðar- nefnda á Ráðstjórnarríkin. Aftur sigaði Stalin þýzka kommúnista- flokknum á „kratana“, á árunum 1947—’48, og gaf þar með forvig- ismönnum kalda stríðsins, nýnas- istum og hernaðarsinnum í Vest- ur-Þýzkalandi byr undir báða vængi, Þeir félagar í kommúnista- flokkum Evrópu, sem ekki tóku þátt í þessari komintern-stefnu, — eins og t.d. Tito — voru stimpl- aðir ,,fasistar“, og margir þeirra voru einangraðir, ofsóttir og myrtir eftir að sýndarréttarhöld höfðu farið fram yfir þeim. Rautt og svart 5. Við erum þess vegna sömu skoðunar og kínversku flokks- bræður okkar, að hinir sovézku valdhafar séu í reynd nýfasistar að gerð og hugsunarhætti. Þeir voru á undan Hitler með nauð- ungarfangabúðir, þeir beita enn í dag gyðingaofsöknum. Rússakeisari greiddi hinum pólitísku föngum sinum fram- færslueyri og lét þá búa í útlegð, — eins og t.d. þá Lenin og Stalin, sem bjuggu á síbirískum bænda- býlum. Það kom í hlut sovézka kommúnistaflokksins að setja á stofn hinar ógeðslegu þrælkunar- og refsifangabúðir fyrir gagnrýn- endur eða loka þá inni á geð- veikrahælum. Mannfall í kommúnistaflokkum Villimennskan í flokkskerfinu hefur krafist mun meiri mann- fórna meðal félaga í kommúnista- flokknum eftir árið 1945 heldur en hitlersfasisminn og síðari heimsstyrjöldin, bæði í Ráðstjórn- arríkjunum og í mörgum af hin- um innlimuðu austur-evrópsku ríkjum. Það er meira en tákn- rænt, að síðasti baráttufélagi Len- ins fluttist burt frá Ráðstjórnar- ríkjunum á síðasta ári, 1977. Arörændir verkamenn 6. Verkamannastétt Ráðstjórn- arríkjanna er arðrænd af sníkj- andi skriffinnastétt, sem hirðir mestan hlutann af arðinum. Það var ekki fyrr en 1956, að komið var á almennu tryggingarkerfi í Ráðstjórnarríkjunum fyrir verka- menn og fasta starfsmenn, en samyrkjubændur fengu loks smá- ellilífeyri árið 1966, enda eru þeir í reynd ánauðugir og bundnir við ákveðinn jarðarskika. Ekki einu sinni innan Ráðstjórnarríkjanna sjálfra hafa sovézkir þegnar fullt og eðlilegt ferðafrelsi. Lífskjörin eru miklum mun lakari heldur en íhinum iðnvæddu auðvaldsríkj- um. Sovézkt lénsskipulag Hvar er þá hinn þjóðfélagslegi og framar öllu hinn pólitíski ávinningur í Ráðstjórnarrikjun- um? Það er rétt, að atvinnuleysi hefur verið útrýmt. En ríkið borg- ar heilum her af sníkjudýrum laun fyrir sýndarvinnu í kúgunar- vél þeirra, sem beitt er gegn fólk- inu. Annars væri löngu komið at- vinnuleysi í Ráðstjórnarríkjun- um, vegna mikilla endurbóta á vinnuaðferðum og vegna sjálf- virkni, alveg eins og I hinu vest- ræna kerfi ríkiseinokunar. En hvar er hið mannlega, hið lýðræðislega yfirbragð þessa svo- kallaða sovézka sósíalisma? í hinu rússneska lénsskipulagi vorra daga'eru valdhafarnir algjörlega án eftirlits innan sinnar valda- stéttar, miklu voldugri heldur en hinir einvöldu furstar fyrri alda, því núverandi valdhafar deila ekki einu sinni völdum sínum með rússnesku kirkjunni. ,, Skólar annsókna- deild þarf meiri fjárstuðning FÉLAG skólastjóra og yfirkenn- ara á grunnskólastigi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur óánægja stjórnar félagsins vegna ónógra f járveitina til skóla- rannsóknadeildar menntamála- ráðuneytisins á þremur s.l. árum. Félagið efndi einnig til blaða- mannafundar þriðjudaginn 14. jan. þar sem formaður félagsins, Asgeir Guðmundsson, og varafor- maður, Ólafur H. Óskarsson, vör- uðu við afleiðingum skertra fram- laga til námsstjórnar og námsefn- isgerðar. Hrólfur Kjartansson og Ólafur Proppé gerðu grein fyrir sjónarmiðum skólarannsókna- deildar á fundinum. Fram kom á fundinum, eins og segir í yfirlýsingunni, að verksvið skólarannsóknadeildar er í meg- inatriðum tvíþætt. í fyrsta lagi er það endurskoðun námsefnis og 1 öðru lagi námsstjórn og kennslu- leiðbeiningar. Felur þetta m.a. í sér aðstoð við skóla í að taka upp nýtt námsefni, gerð námsskráar, almenna kennaramenntun og endurhæfingu kennara. Munu all- ar helztu breytingar er átt hafa sér stað á síðastliðnum áratug hafa átt rætur sínar i starfi skóla- rannsóknadeildar en varðandi innihald og framsetningu hefur orðið á gerbylting á þessum tíma að sögn fundarmanna. 1 yfirlýsingunni segir: „Náms- efnisgerð er kostnaðarsamt og tímafrekt verkefni, sem hlýtur samkvæmt eðli verksins að taka mörg ár í hverri námsgrein. Samning námsefnis er nú unnin í starfshópum og er nýtt efni kennt í tilraunaskyni í nokkrum bekkjardeildum til að fá reynslu og skoðanir kennara á efninu. I starfshópum þessum starfa kenn- arar á grunnskólastigi og á það skipulag að sjálfsögðu að tryggja betra og fjölbreyttara námsefni fyrir nemendur. Um leið og nýtt námsefni er tekið í notkun á einu námsári kallar það á breytt námsefni á því næsta o.s.frv. og er því óhjá- kvæmilegt að sjá nemendum fyrir framhaldi námsefnis í sömu grein. Þessi keðjuverkun má ekki rofna meðan endurskoðun fer fram ella skapast öngþveiti í skól- um og verkið sjálft bíður afhroð.“ Fulltrúar skólarannsóknadeild- ar bentu á að skerðing fjárfram- laga bitnaði á mörgum þáttum. Hún bitnaði á samningu námsefn- is, fresta yrði eða beinlínis stöðva áætlanir. Einnig yrði endurskoð- . un námsgreina að sitja á hakan- Frá fundi Félags-skólastjóra og yfirkennara á grunnskölastigi. Frá vinstri, Hrólfur Kjartansson og Ólafur Proppé frá skólarannsókna- deild, Ólafur H. Óskarsson, varaformaður félagsins og Asgeir Guðmundsson formaður. um og oft yrði að hverfa aftur til gamalla kennslubóka, sem ylli mjög óþægilegum truflunum t.d. í byrjendakennslu auk þess sem það hefði síður en svo uppörvandi áhrif á þá, er að verkinu störfuðu. Vöktu Hrólfur Kjartansson og Ölafur Proppé athygli á að fjár- framlög væru minnkuð á sama tíma og kröfur til nýs námsefnis væru auknar stórlega. Ásgeir Guðmundsson gerði samanburð á áætlunum skóla- rannsóknadeildar, fjárlagatillög- um Hagsýslustofnunar og endan- legri samþykkt Alþingis siðastlið- in þrjú ár. Sá samanburður, sem byggður er á upplýsingum skóla- rannsóknadeildar, lítur þannig út: Áætlun skóla ranns.d. 1976 41.587.000.- 1977 92.293.000,- 1978 118.488.000,- Tillögur Hagsýslustj. 34.283.000,- 52.Ö74.000.— 56.956.000,- Afgreiðsla Alþ. 34.283.000,- 52.858.000,- 87.987.000,- (Þar af 25.129.000 kr. vegna launa- og verðlagshækkana). Samkvæmt þessu, sagði Asgeir, hefur raunveruleg fjárveiting til skólarannsóknadeildarinnar að- eins hækkað um 10.000.000 frá árinu 1977. Framlag þetta rann allt til endurskoðunar á námsefni grunnskóla og á framhaldsstigi og er því ljóst, sagði Ásgeir, að ekki er um neina fjárveitingu til ann- arra verkefna deildarinnar að ræða. Miðað við áætlun skóla- Framhald á bls. 45. er mest seldi bíllinn í Evrópu og hefur verið það í ^ síðastliðin 4 ár. Nú hafa verið gerðar nokkrar endurbætur á árgerð 1978. FALLEGRI OG BJARTARI Stærri afturgluggar gera bjartan bíl enn bjartari. Nýtt grill, listar, fram og afturljós og nýir stuðarar gera bílinn fallegri. ÞÆGIIMDI Breiðari og betri sæti með mismunandi áklæðum og val um 3 glæsilegar inn- réttingar í gerðum L — C og CL. HLJÓÐLÁTUR Með því að minnka hraða vélarinnar og með endur- bættum hljóðeinangrun heyrist nú minna vélar- hljóð í bilnum en áður. SPARNEYTINN 5 — 6 LÍTRAÁ HUNDRAÐI Þó að Fiat 127 sé einn spar- neytnasti bíll i heiminum i dag, þá hefur þó tekist með endurbót- um á vel að minnka eyðsluna um 7%— 1 0%. Það er ekki að ástæðulausu sem allar helstu bílaverksmiðjur heimsins hafa reynt að framleiða sambærilegan bíl — En það er aðeins einn aaaa \n KOMIÐ OG SKOÐIÐ NÝJAN L FÍAT EINKAUMBOÐ Á iSLANDI DAVÍÐ S/GUfíÐSSOfíl hf. SlÐUMÚLA 35. SÍMI 85855 BUUU'121. BUBU fremstur í flokki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.