Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978
23
Vadim Borisfolets (lengst til hægri), einn 11 sovézkra diplómata sem hefur verið vísað úr landi í Kanada
fyrir njðsnir, bfður ásamt þremur samstarfsmönnum á Ottawa-flugvelli eftir flugvél sem hann fór með til
Montreal fyrir nokkrum dögum.
Blumenthal fer
vongóður
Washington, Hamborg,
15. feb. AP. Reuter.
BANDARlSKI fjármálaráðherr-
ann, Michael Blumenthal, sagði f
dag að bjartsýni ríkti f stærstu
iðnríkjunum um að takast mætti
að auka hagvöxt og forðast jafn-
framt að raska jafnvægi á heims-
mörkuðum með snörpum gjald-
miðilssveiflum.
Blumenthal kallaði saman á
blaðamannafund f dag en hann
hefur nýlokið þriggja daga ferð
til Evrópu þar sem hann kom að
máli við fjármálaráðherra Bret-
lands, Japan, Frakklands og V-
Þýzkalands f París. Einnig átti
hann einkaviðræður við fjármála-
ráðherra Saudi-Arabfu, Sheikh
Mohammed Ali Abal-Khail. Auk
þess ræddi hann við Helmut
Schmidt f Bonn í gær.
A blaðamannafundinum skýrði
Blumenthal frá þvf að V-
Þjóðverjar hefðu sagt honum að
þeir hefðu farið vel af stað í við-
leitni sinni til að auka hagvöxt
sinn um 3,5% á árinu. Samkvæmt
embættismönnum í Bonn mun
Schmidt þó hafa daufheyrzt við
ósk Blumenthals um að V-
Þjóðverjar settu markið enn
hærra. Kom það fram hjá Blum-
enthal að ef V-Þjóðverjar fram-
kvæmdu áform sín mundi það
engu síður hafa mjög góð áhrif á
alþjóðlegt efnahagslíf. Banda-
ríkjamenn hafa einnig lagt ríkt á
við Japani að þeir reyni að fara
fram úr áætlun sinni, sem hljóðar
upp á 7% í ár. Bandaríkjamenn
hafa sjálfir einsett sér að auka
hagvöxtinn um 4,5%.
Að sögn fjármálaráðherrans
hafa Saudi-Arabar heitið því að
halda áfram að verðsetja olíu sína
heim
í dollurum og þannig að forðast að
veikja bandaríska gjaldmiðilinn
frekar.
I viðtali við v-þýzka efnahags-
málaráðherrann, Otto Lambs-
dorff, í Hamborg á miðvikudag
kom fram að Bandaríkjamenn
hefðu ofmetið getu V-Þjóðverja
til að bjarga viðskiptalöndum sín-
um úr kreppu. Hann vitnaði í orð
Blumenthals i þá veru að V-
Þjóðverjar sinntu ekki skyldum
sínum í alþjóðlegu efnahagslifi
sem skyldi. Stjórn Carters hefur
litið svo á að aukinn innflutning-
ur til V-Þýzkalands og Japans
myndi örva efnahag viðskipta-
landa þeirra, eins og Frakklands
og Italíu. Með því væri unnt að
halda atvinnuleysi í skefjum og
þannig stemma stigu við áhrifum
kommúnista að því er stjórnin
telur.
Fólksfjölgun í
Washington, 15. feb. Reuter.
FOLKSFJÖLGUN í heiminum er
nú ( rénum, að þvf er mannf jölda-
fræðingar skýrðu frá f Washing-
ton f dag. Er fjölgunin nú ekki
eins ör og fyrr vegna óvæntrar
lækkunar fæðingartfðni f þróun-
arlöndunum.
Að sögn mannfjöldafræðing-
anna við Mannf jöldamiðstöð Har-
vard-háskóla nam fjölgun fólks í
heiminum 1.7% á sfðasta ári, en
var 1.9% árið 1970. Segja þeir að í
ljósi þessa megi ætla að 5.5 millj-
arðar fólks verði á jörðinni árið
2000 f stað 6.5 milljarða, eins og
sfðustu athuganir Sameinuðu
þjóðanna geri ráð fyrir.
Mannfjöldafræðingarnir
skýrðu frá þvi í dag að fæðingar-
tíðni í þróunarlöndum hefði lækk-
að meira en fyrr hefði verið gert
Ráðgjafi Strauss
kominn í leitirnar
Míinchen, 15. febr. AP.
RÁÐGJAFI v-þýzka stjórnmála-
leiðtogans Franz Josef Strauss í
utanrfkismálum kom loks i
leitirnar f dag eftir að hann hvarf
á dularfullan hátt á miðvikudags-
morgun. Skýrði hann svo frá að
sér hefði verið rænt.
Talsmaður lögreglunnar sagði
að fórnarlambinu, Dieter Huber,
sem er þrítugur að aldri, hefði
verið kastað út úr blárri fólksbif-
reið kl. 1 eftir miðnætti og hefði
hann gengið í næsta síma og haft
samband við lögregluna. Köm lög-
reglan síðan að honum á hrað-
braut nokkra kílómetra norður af
Miinchen illa til reika Og var fárið
með hann á sjúkrahús, þar eð
hann bar öll merki þess að hafa
orðið fyrír taugaáfalli. Litið er
enn vitað um tildrög þess að Hub-
er var rænt.
Ráðgjafans var saknað á mánu-
dag, eftir að bíll hans fannst auð-
ur og yfirgefinn ekki alls fjarri
heimili hans að því undanskildu
að hundur hans sat í framsætinu
Nokkrum klukkustundum síðar
barst lögreglunni bréf þar sem
mátti lesa: „Nú fær Strauss tæki-
færi til að sýna hve mikils virði
frelsi og mannslíf eru honum“.
Bréfið var ekki skýrlega undirrit-
að og engar kröfur settar fram.
Huber hefur fengið leyfi frá
störfum meðan rannsókn á máli
hans stendur yfir. Að sögn lög-
reglumanns voru rannsóknar-
menn enn að reyna að koma heim
og saman frásögn Hubers og stað-
hæfingum. Hann dvelur enn á
sjúkrahúsi i Munchen.
rénum
ráð fyrir. Er lækkunin meiri á
síðustu 5—7 árum en hún var á
árunum 1940—1970. Telja mann-
fjöldafræðingarnir að lækkunin
sé einkum og sér í lagi vegna
meiri dreifingar tekna í þróunar-
löndunum auk bætts efnahags-
ástands þeirra. A þetta einkum
við lönd eins og Kína, Formósu,
Suður-Kóreu, Malaysiu og Sri
Lanka þar sem tíðni fæðinga féll
mjög á síðustu árum.
Opinberar aðgerðir og áætlanir
um takmörkun fæðinga, eins og
t.d. í Indlandi, hafa borið mjög
litinn árangur, segja mannfjölda-
fræðingarnir. Telja þeir slíkar að-
gerðir eiga óverulegan þátt i
lækkun tíðni fæðinga að undan-
förnu. Spgja þeir að þessar að-
gerðir háfi jafnvel aukið á frjó-
semi í einstökum fátækum lönd-
um, án þess þó að nefna þar um
dæmi.
Fjórir
farast
Varsjá, 14. febrúar. Reuler.
PÖLSKT síðdegisblað sagði í dag
að fjórir járnbrautaverkamenn
hefðu látist og fimm særst "þegar
tómur olíugeymir sprakk i dag.
Slysið varð þegar verkamennirnir
voru að reyna að losg geyminn af
járnbrautarvagni, eftir að vagn-
inn hafði farið út af sporinu.
Polanski vill
nýian dómara
Santa Monica, Kaliforníu 15. febr. Reuter
LÖGFRÆÐINGUR Romans
Polanskis sagði f dag að verið
gæti að Polanski sneri aftur til
Bandarfkjanna og tæki út dóm
sinn, ef skipt væri um dómara f
máli hans. Polanski á yfir höfði
sér allt að 50 ára fangelsisdóm
fyrir að hafa átt mök við 13 ára
gamla stúlku.
Lögfræðingurinn sagði að
dómarinn I málinu, Laurensce
Rittenband, væri fullur af hleypi-
dómum í garð Polanskis og það
hefði áhrif á úrskurð hans.
Polanski flýði frá Bandaríkjun-
um til Frakklands 31. janúar
síðastliðinn af ótta við að Ritten-
band dæmdi hann til langrar
fangelsisvistar. Rittenband hafði
sagt að hann hygðist dæma hann
til 90 daga geðrannsóknar, en
Polanski segir að dómarinn hafi
skipt um skoðun þegar hann sá
mynd af Polanski í dagblaði um-
kringdum fögrum konum.
Sendiráðsmanni
vísad úr Svíþjóð
Stokkhólmi, 15. febrúar. AP.
SÆNSKA utanrfkisráðuneytið
tilkynnti í dag að starfsmaður við
júgóslavneska sendiráðið f Svf-
þjóð, Berislaw Delate, hefði verið
rekinn úr landi fyrir að njósana
um júgóslavneska útlaga í Svf-
þjóð.
Delale var tilkynnt þriðja þessa
mánaðar að stjórnvöld teldu hann
óæskilegan sendiráðsmann,
vegna þess að hann hafði fengist
við störf sem ekki snertu störf
sendiráðsmanna. Ekki er enn vit-
að hvort Delate er farinn úr land-
inu og sendiráðið neitaði að segja
nokkuð um það.
Utanríkisráðuneytið segir að
líklegt sé að Delale hafi verið í
sambandi við júgóslavnesk hjón
sem nýlega voru handtekin i
Sviþjóð fyrir njósnir. Fréttir
hermdu að hjónin hefðu gefið
júgóslavneska sendiráðinu upp-
lýsingar um það hvaða Júgóslav-
ar, sem búa i Svíþjóð, væru and-
vigir núverandi stjórn Júgó-
slavíu.
Fyrr í mánuðinum höfðu fjöl-
miðlar í Júgóslavíu gagnrýnt
sænsk yfirvöld harðlega fyrir að
leyfa sýningu á fréttamynd um
Króata í sænska sjónvarpinu, og
sagt að nú stæði yfir andjúgóslav-
nesk herferð í Sviþjóð.
Saudi-Arabar setja
þak á olíuvinnslu
New York, 15. feb. Reuter.
SAUDI-ARABAR hafa sett þak á
olfuvinnslu sína. Verða ekki
framleiddar f ár meir en 8,5
milljónir tunna af olfu á dag, að
þvf er forstöðumaður Exxon-
stofnunarinnar skýrði frá í dag,
en stofnunin er aðili að olíu-
vinnslu landsins. Er vinnsluþakið
um tveimur milljónum tunna
fyrir neðan mögulega vinnslu-
getu. Saudi-Arabar settu slðast
þak á olíuvinnslu sína síðla árs
1976.
Forstöðumaður Exxon sagði, að
þakið næði til framleiðslu banda-
rísk Varabíska olíuvinnslufyrir-
tækisins Arameo, en það fyrir-
tæki vinnur úr jörðu svo til alla
olíu Saudi-Arabiu. Aramco-
félagið er sameiginlegt fyrirtæki
fjögurra bandariskra olíufyrir-
tækja.þ.á m. Exxon, og saudi-
arabíska ríkisins.
Hið nýja vinnsluþak kveður á
um afköst sem á dag eru um 500
þúsund tunnum minni en verið
hafa að undanförnu, að því er
áreiðanlegar heimildir skýrðu frá
í dag. Meðalvinnslan á dag 1977
var um 9 milljónir tunna, en síð-
ustu þrjá mánuði ársins voru unn-
ar allt að 9,5 milljónir tunna á
dag. Meðaltal olíuvinnslu í land-
inu á dag var 8,3 milljónir tunna
1976 og 6,8 milljónir 1975. Saudi-
Arabar eru með á prjónunum
áætlanir um að geta unnið allt að
14 milljónir tunna af olíu á dag í
byrjun niunda áratugarins.
Vilji Breta óljós
í fiskveiðimálum
Strasbourg, 15. feb. Reuter.
FORSVARSMAÐUR Efnahags-
bandalagsins í fiskveiðimálum,
Finn Olav Gundelach, sagði f dag
að ráðherranefnd bandalagsins
gæti ekki gert nýjar tillögur f
fiskveiðimálum fyrr en Ijóst væri
hvað Bretar í rauninni vildu.
Viðræður um fiskveiðilögsögu
Efnahagsbandalagslandanna fóru
út um þúfur í síðasta mánuði, er
sjávarútvegsráðherra Breta, John
Silkin, hafnaði tillögum hinna að-
ildarlandanna um ráðstafanir til
verndar fiskstofnum. „Það, sem
beðið er eftir, er að Bretar kveði
fastar að orði um hvað það er sem
þeir þurfa með,“ sagði Gundelach
I ræðu í Evrópuþinginu. Hann tók
fram að hugsanleg úrlausn yrði
að vera í samræmi við öll núver-
andi samningsákvæði bandalags-
ins. Samkvæmt þessum ákvæðum
takmarkast einkafiskveiðilögsaga
bandalagslanda við þröngt belti
út af ströndum þeirra.
í samningaviðræðunum i síð-
asta mánuði kröfðust Bretar 50
mílna forréttindalögsögu til
handa sjómönnum sínum. Þessu
gátu hin löndin ekki gengið að.
Landbúnaðarráðherra Dana, Paul
Dalságer, sem stjórnað héfur
fundum ráðherranefndarinnar
um fiskveiðimál á þessu ári, sagði
að engra framfara væri að vænta
fyrr en Bretar féllust á samþykkt
hinna landanna átta. Dalsager
sagði einnig að allar tafir á reglu-
geTð um sameiginlega fiskveiði-
lögsögu gæti haft háskalegar af-
leiðingar fyrir samninga um
gagnkvæm veiðiréttindi við ríki,
sem ekki eiga aðild að Efnahags-
bandalaginu.
Kekkonen
formlega
forseti
Helsinki, 15. feb. AP.
URHO Kekkonen var í dag form-
lega endurkjörinn forseti Finn-
lands til næstu sex ára. Hlaut
Kekkonen stuðning 259 kjör-
manna af 300 á kjörmannasam-
kundunni í þinghúsi Finnlands i
Helsinki. Kekkonen hefur nú sitt
fimmta kjörtimabil sem forseti
Finnlands. Hefur hann gegnt því
starfi frá 1956.