Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 39
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 '39
Soffía Sigurjónsdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 2. nóvember 1902
Dáin 9. febrúar 1978
„Skjótt hefur sól brugðiö
sumri“.
Dauðinn gerir ekki boð á undan
sér og sú varð ekki heldur raunin
á í þetta sinn.
Enginn fyrirboði um síðustu
samfundi, er ég um hádegisbil á
miðvikudag ók henni í bæinn,
tæpum sólarhring síðar var hún
ekki lengur hér. Þrir aldar-
fjórðungar voru að baki, löng veg-
ferð í þjóðlífi breyttra tíma. Hún
var fædd að Gerðum í Garði næst-
elst 12 barna hjónanna Steinþóru
Þorsteinsdóttur og Sigurjóns Arn-
laugssonar, er þar bjuggu. Ölst
upp í Garðinum en fluttist um
tvítugsaldur ásamt fjölskyldu
sinni til Hafnarfjarðar og átti þar
heimili ávallt síðan. Hinn 26. júni
1925 gekk hún að eiga Kristin
Þorsteinsson en hann lést 16. júní
1967. Börn þeirra urðu fjögur,
Asta, Lilja, Þorsteinn og Hörður,
sem fóst með togaranum Júlí 8.
febrúar 1959. Þetta er í stuttu
máli lífsramminn. En inn í þann
ramma mætti fella langa sögu,
ekki sögu sem væri frábrugðin
sögu svo margra af hennar kyn-
slóð, um mikla vinnu frá ungum
aldri, skort á menntun og aðstöðu-
leysi á ýmsa lund. En það yrði
jafnframt saga um gleði og sigra
og ótal hamingjustundir þess,
sem unnið hefur lífsstarfið af
fullum trúnaði við sjálfan sig og
aðra. Ég kom í fjölskylduna fyrir
rúmum átján árum og ég held að
á þá sambúð hafi ekki margir
skuggar fallið. Við vorum ólíkar
um flest, en áttum svo margt sam-
eiginlegt að lífsþræðir okkar
hlutu mjög saman að liggja. Hún
er þvi í dag kvödd með sárum
söknuði. Margt er ógert og ósagt,
þegar kveðjustundin rennur upp
svo óvænt. Hjá henni komst
enginn efi að um annað líf eftir
þetta. Megi óskir hennar um
endurfundi við kæra ástvini hafa
ræst og megi allt það góða sem við
vildum svo gjarnan hafa verið
henni meðan hún var meðal
okkar, verða henni lítið vegar-
nesti á hinni ókunnu strönd.
Dagbjört
1 dag verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði Soffía
Sigurjonsdóttir, sem lést að
Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 9.
þ.m.
Soffía var fædd í Garðinum í
Gullbringusýslu hinn 4. nóvem-
ber 1902. dóttir hjónanna Sigur-
jóns Arnlaugssonar og Steinþóru
Þorsteinsdóttur. Sigurjón og
Steinþóra eignuðust 12 börn og
komust átta þeirra til fullorðins-
ára. Að Soffíu genginni eru þrjú
þessara systkina á lífi, þau Jóna,
Kristinn og Einar.
Á þriðja áratugnum fluttist
fjölskyldan til Hafnarfjarðar og
bjuggu Sigurjón og Steinþóra í
Firðinum til dauðadags. Sigurjón
var fyrst formaður á bátum í
Garðinum, en lengst af verkstjóri
á Geirsstöðinni í Hafnarfirði,
eftir að hann fluttist þangað.
Kunnastur mun þó Sigurjón af
framlagi sinu á tónlistarsviðinu,
en eftir hann liggja ýmis kunn
lög, og hann var lengi söngstjóri
kirkjukórs Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði.
Skömmu eftir að fjölskyldan
fluttist til Hafnarfjarðar giftist
Soffía bernskuvini sínum og
skólabróður úr Garðinum, Kristni
Þorsteinssyni. Gengu þau í hjóna-
band hinn 26. júni 1925 og settu
niður bú i Firðinum. Kristinn
stundaði sjóinn, en Soffía vann
oftast ýmis störf við fiskverkun.
Börnin urðu fjögur: Asta gift
Kristni Ö. Karlssyni, netagerðar-
manni, Lilja gift Sigurði Stefáns-
syni, bifvélavirkja, sem nýlega er
látinn, Hörður, loftskeytamaður,
sem fórst með b/v Júlí 1959,
kvæntur Dóru Sigurðardóttur og
Þorsteinn, skrifstofumaður, gift-
ur Dagbjörtu Torfadóttur.
Það reyndi oft á Soffíu bæði í
lífsbaráttunni og í persónulegu
lífi, en aldrei kveinkaði hún sér.
Heimilisstjórnin hvíldi fyrst og
fremst á henni eins og öðrum
sjómannskonum. Hún var sterk
og sjálfstæð, og sterkust, þegar á
móti blés og örlögin virtust
köldust og torráðnust. Hún þurfti
að sjá á bak syni á besta aldri frá
konu og börnum í greipar Ægis.
Það voru þungir dagar, en hún
æðraðist ekki. Eiginmaðurinn
varð líka bráðkvaddur fyrir aldur
fram. Aldrei lét Soffía erfiðleik-
ana yfirbuga sig. Og hún sótti
styrk í sönginn og tónlistina, sem
voru .hennar yndi eins og föður
hennar.
1 desember síðastliðnum
fluttist Soffía á hina nýju Hrafn-
istu í Hafnarfirði. Hún hafði fyrir
löng sett sér, að þangað vildi hún
flytja, meðan hún væri enn frísk
og sjálfbjarga og gæti notið þess
félagsskapar, sem þar væri að
finna. A Hrafnistu undi hún vel
sínum hag og naut hvers dags,
eins og hún hafði reyndar alltaf
tamið sér að njóta allra daga.
Kallið kom svo án fyrirvara, rétt
eins og hún hafði kósið. Hún var
sátt við tilveruna, taldi sig hafa
lokið dagsverki sínu og setti
traust sitt á Guð í sterkri trú.
Eg kynntist Soffiu fyrst á
unglingsárum mínum af félags-
skap og vináttu við Þorstein, son
hennar. Síðar lágu leiðir okkar
saman hjá Bæjarútgerð Hafnar-
fjarðar, en Soffía vann í mörg ár
hjá því fyrirtæki, allt fram undir
sjötugt. Síðustu árin hittumst við
oft í sambandi við félagsstarf
aldraðra bæjarbúa. Alltaf fannst
mér Soffía eins; glöð, ánægð og
sátt við allt og alla, jafnlynd og
góðgjörn. Það var ævinlega
ánægjulegt að hitta Soffíu, hvort
heldur ég skauzt inn á heimilið,
unglingurinn, hitti hana í fiskin-
um hjá Bæjarútverðinni eða í
hópi eldri Hafnfirðinga í félags-
starfi þeirra.
Ég þakka ánægjuleg kynni um
leið og ég votta börnum og barna-
börnum og fjölskyldum þeirra
hluttekningu mína og minna.
Kjartan Jóhannsson.
Nú er amma horfin af sjónar-
sviðinu og við sitjum eftir hljóð
og hnípin. Þó hún ætti 75 ár að
baki héldum við samt að við mætt-
um njóta samvista við hana miklu
lengur Það er svo sárt að finna
það sem er verða það sem var.
Hún innrætti mér frá blautu
barnsbeini óbilandi trú á að lífið
héldi áfram hinum megin við
tjaldið stóra. Og þegar afi féll frá
trúði hún þvi að aðskilnaður
þeirra yrði aðeins um stundarsak-
ir. Ég er sannfærð um að trú
hennar er rétt og nú geti þau
glaðst yfir því að vera aftur
saman.
Amma var fædd árið 1902 að
Gerðum í Garði. Foreldrar hennar
voru Steinþóra Þorsteinsdóttir og
Sigurjón Arnlaugsson. Hún var
næstelst af 12 systkinum 4 dóu í
bernsku. Amma sagði mér oft frá
bernsku sinni í Garðinum hve
lífsbaráttan var hörð miðað við
lífsþægindi dagsins í dag, en þó
hafði þeirra tíma fólk gæði, sem
virðast vera að glatast í dag, það
er óbilandi trú á æðri máttarvöld.
Faðir hennar var formaður á bát,
sem reri úr Gerðavör. Og oft sagði
hún að mamma sín hefði staðið
við gluggann og horft á þegar
bátur hans kom inn. Það virtist
sem heil eilífð frá því báturinn
hvarf í öldudal og þar til hann
birtist á ný, en alltaf komst hann
heill að landi.
Fjölskyldan flyst síðan til Hafn-
arfjarðar. Þá var öld opnu bát-
anna liðin, enda Garðsjór uppur-
inn af fiski fyrir stöðugum ágangi
breskra togara upp í landsteinun-
um.
Árið 1925 giftist amma svo afaL
Kristni Þorsteinssyni. Þau voru
æskuvinir og fermingarsystkini
úr Garðinum.
Þau eignuðust 4 börn, Astu,
Lilju, Hörð og Þorstein. Hörður
fórst með Júlí árið 1959, og hygg
ég að þær stundir hafi verið
ömmu hvað erfiðastar i lífinu. En
amma var stórbrotin persóna, sem
lét ekki sorgina buga sig, heldur
reyndi að styðja aðra. Það fund-
um við best þegar sorgin barði að
dyrum hjá okkur síðast liðið vor,
þá var amma sú sem huggaði og
studdi. '
Afi stundaði lengst af sjó, á
stríðsárunum var aflanum siglt til
Englands og grun hef ég um að
einhvern tímann hafi hún átt and-
vökunótt, að vita af afa úti á hafi í
þeim mikla hildarleik, þar sem
margir íslenskir sjómenn týndu
lifi.
Amma vann í fiskvinnu allt til
ársins 1974. Fróðlegt þótti mér að
heyra lýsingar hennar á kjörum
verkakvenna hér áður fyrr.
En þrátt fyrir oft erfið kjör var
lífsgleði hennar mikil, sem aðrir
nutu góðs af. Söngur og hljómlist
fylgdu henni víða enda alin upp
við slíkt á bernskuheimilinu.
Hún var heilsteypt kona, og
hafði ákveðna lifstefnu og henni
vék hún aldrei frá.
ömmu Soffíu þakka ég allar
samverustundirnar, alla ástúðina
og umhyggjuna. Guð Geymi hana.
María Jóna Gunnarsdóttir.
Garðar Eymunds-
son - Minningarorð
í tilveru okkar stöndum við
stundum frammi fyrir svo erfið-
um staðreyndum, að vart virðist
yfirstíganlegt. Ein s.lík staðreynd
ér sú, að vinur okkar á besta aldrí,
er skyndilega kvaddur burt af
sjónarsviðinu. Eftir er aðeins
tóm, sem aðstandendur, vinir og
kunningjar eru lengi að átta sig á
að ekki verði fyllt á ný.
Vinur okkar Garðar Eymunds-
son lést af slysförum 7. febrúar
við störf sin á hafi úti.
Garðar var fæddur á ísafirði 4.
júlí 1931. Foreldrar hans voru
hjónin Rannveig Benediktsdóttir
og Eymundur Torfason.
Barn að aldri misst Garðar móð-
ur sína, en ölst upp með föður
sínum og sí0ar stjúpu Kristjönu
Jakobsdóttur.
Ungur að árum fór Garðar að
vinna fyrir sér, og eins og að
líkum lætur með dreng í sjávar-
þorpi, var það mest við ýmis störf
er að sjómennsku lúta. Til
Hafnarfjarðar fluttist hann 1956
og var næstu 4 ár á Faxaborginni,
síðan á Eldborginni til hins síð-
asta dags.
Garðar kvæntist 1957 eftirlif-
andi konu sinni S’alöfne Sigfús-
dóttur frá Stóru-Hvalsá í Stranda-
Sýslú. Þaú bjuggu í Háfnarfirðí til
ársins 1972, síðan í Garðabæ. Þáú
eignúðust einn sotl, Ara Kfistiii, f.
1963.
Okkur hjónunum er ljúft að
minnast Garðars heitins. Það er
ekki oft á lífsleiðinni sem maður
hittir mann eins og hann. Er við
lítum til baka, koma margar dýr-
mætar minningar fram í hugann.
Hann var ætíð boðinn og búinn til
að rétta hjálparhönd ef með
þurfti og hreinskilni hans, heiðar-
leiki og hjartahlýja var með ein-
dæmum. Hann var mjög barnelsk-
ur maður og fundu börn fljótt að
þau áttu þar traustan vin sem
aldrei brást. Það var ein af lyndis-
einkunnum Garðars, að tengja
órofa tryggð við þá, sem hann batt
vináttu við, og nutum við þeirrar
dygðar. Garðar heitinn var mjög
heimakær, góður eiginmaður og
faðir. Það var hans aðaltakmark
að búa eiginkonu og barni sem
besta heimilisaðstöðu.
Við erum þakklát fyrir að eiga
ljúfar minningar um góðan
dreng. En við ráðum svo litlu um
tímans rás. Eitt erum við þó sann-
færð um, að ef nokkur fær himna-
sælu notið þá er það hann.
Guð blessi elsku Lóló okkar,
Ara og Eymund, og styrki þau á
erfiðum stundum.
Við þökkum Garðari allt sem
hann gaf okkur, minningin um
góðan dreng lifir að eilífu.
Okkar hinsta kveðja.
Jóhanna og Sigfús.
1 dag 16. febrúar er til moldar
•borinn frá Hafnarfjarðarkirkju
Garðar Eymundsson. Ilvanna-
lundi 9 I Garðabæ, Hann lést af
slysförum hinn 7. þ.m. á fertug-
asta og sjöunda aldursári. Garðar
Var fæddur h. 4. júlí 1931 á ísa-
firði. Foreldrar hans voru hjónin
jEymundur Torfason og konahans
Rannveig Benetiktsdóttir sem þá
bjuggu að Norðurpól á ísafirði.
Móður sína missti Garðar þegar
hann var 6 ára og var það honum
mikið áfall, sem að líkum lætur,
þar sem faðir hans stundaði sjó-
inn og gat því ekki alltaf með
nærveru sinni, bætt sinum unga
syni móðurmissinn eins og hann
hefði viljað, en systir Eymundar
Rannveig Torfadóttir tók þá Garð-
ar að sér, og átti hann síðan lengi
athvarf hjá henni, enda kallaði
hann hana ætíð fóstru sína.
Garðar fór á sjóinn þegar hann
var 15 ára og gerði sjómennskuna
að sínu ævistarfi og hafði nú ver-
ið á sjónum í rúm þrjátiu ár.
Fyrir vestan til ársins 1956, en þá
fluttist hann til Hafnarfjarðar og
gerðist háseti á Faxaborginni og
hjá þeirri útgerð vann hann óslit-
ið síðan, eða svo til. Árið 1956
stofnaði hann heimili með unn-
ugtu sinni Salóme Sigfríði Sigfús-
dóttur frá Stóru-Hvalsá í Hrúta-
firði og kvæntist henni h. 15. júní
1957. Sonurinn Ari Kristinn
fæddúr 4. apríl 1963 var eins og
áð likum lætur, bjartásti sólar-
géislinri i lífi þeirra hjória, énda
mikill efnispiltur.
Garðar var framúrskarandi góð-
ur starfsmaður enda vel látinn og
virtur jafnt af starfsfélögum setp
öllum öðrum, sem nutu kunning$-
skapar hans ogvináttu. Hann var
hæggerður og dulur, en glaðlynd-
ur og góðúr félagi. Tryggur og
vinfastur.
Ekki hvarflaði það að mér þeg-
ar ég var heima hjá þeim hjónum
nokkrum dögum áður en hann
lagði í sína hinstu sjóferð, að það
yrðu okkar síðustu samfundir, en
það setti að mér geig þegar hann á
síðasta ári keypti sér bát og hvarf
frá því fyrirtæki, sem hann hafði
þjónað svo lengi, þó ekki ætti það
að vera nema um stundarsakir, en
hann stundaði sjóinn á bátnum
sinum í sumar og oft voru þeir
feðgarnir tveir á báti, og sá geigur
sem ég fann til var bundinn við
þær sjóferðir, en ekki það sem
biði hans þegar hann kæmi aftur
um borð í Eldborgina. En við
mennirnir erum svo skammsýnir
og það sem við ályktum er tíðum
æði langt frá því sem lífsreynslan
kennir okkur, og stóru og sterku
skipin reyriast stundum hættu:
legri vettvangur heldur en smáu
bátkænurnar, sem haldið er úti til
fiskjar allt umhverfis landið okk-
ar.
Nei, það mun seint verða hægt
að búa svo að sjómannsstarfinu,
að því fylgi ekki mikil áhætta,
hvort sem skipin eru stór eða smá,
og hversu vel sem þau eru úr
garði gerð, og slysin gera ekki boð
á undan sér, hvorki hugboð né
annað getur komið í veg fyrir það,
og nú hefur einn úr hópi okkar
bestu sjómanna i blóma lífsins
verið hrifinn burt á óvæntan og
harkalegan hátt, og eftir standa
ástvinirnir, eiginkona, sonur og
aldraður faðir, systir og stór
frændgarður í orðvana sorg, en
minningarnar streyma fram,
minningar um ástrikan eigin-
mann og föður, um umhyggju-
saman og nærgætinn son og kær-
an bróður, sem tryggan og einlæg-
an vin, sem öllum vildi gott gera.
Mér sem þessar línur rita er í
fersku minni þegar móóir min,
blessuð sé hennar minriing, gerði
sér Ijóst, að hún ætti skammt eftir
ólifað, þá kaus hún að eyða síð-
ustu ævistundunam hjá þeim
Salóme yngstu dóttur sinni og
Garðari, og það er mér kunnugt
um, að enginn sonur hefði getað
verið henni betri en hann var þar
til yfir lauk. Og nú hefir hann líka
verið kallaður burt frá starfsíns
önn, burt frá heimilinu sínu fal-
lega og hlýja, burt frá konunni
sem hefir beðið hans heima í
hverri sjóferð og búið honum
öryggi og skjól í hvert sinn er
hann hefur snúið burt frá hætt-
um hafsins, hann hefir verið
kallaður burt frá syninum unga,
sem líka hefir beðið í hvert skipti,
með óþreyju hins unga manns,
beðið þess að pabbi komi af sjón-
um til að eyða nokkrum frídögum
með honum en ef til vill og líklega
miklu oftar aðeins nokkrum
klukkustundum, en þannig er sjó-
mannslífið, og nú hefur hann haf-
ið sína hinstu ferð og við kveðjum
hann, og þökkum honum sam-
• fylgdina, þökkum honum allar
minningarnar um vináttu hans og
kærleika, og biðjum Guð að blessa
ástvinum hans allar minningarri-
ar um þær stundir sem þeir fengu
•að njóta samvista hans, og við
biðjum Guð að hugga og styrkja
þau sem mest hafa misst, eigiji-
konu hans, einkasoninn og aldrað-
an föður.
Lárus Sigfússon.
____AfmæMs-og
minningargreinar
Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar verða að berast
blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast
í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt
með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í
sendibréfsformi eða bundnu máli.
Sé vitnað til ljóöa eða sálma skal höfundar getið.
Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góóu
línubili.