Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 27 Pétur Sigurðsson: Sama lausnin, hver sem ríkisstjómin hefur verið — síðastliðna nokkra áratugi — Samráð við launþegasamtök i Pétur Sigurðsson (S) var annar tveggja þing- manna Sjálfstæðisflokks- ins, sem tók afstöðu gegn 3. gr. frv. um efnahagsráð- stafanir, þess efnis, að óbeinir skattar skuli hverfa úr vísitölugrund- velli frá komandi áramót- um. PSig gerði grein fyrir afstöðu sinni. Hann sagði m.a. að lausnir í efnahags- dæmum þjóðfélagsins hefðu áratugum saman, og burt séð frá því hvers kon- ar ríkisstjórnir hafi setið við völd, verið í eina átt, en þó tvískiptar, þ.e. til kaup- bindingar eða kauplækk- unar. Illt væri máske við að una en sannleikur væri þetta samt. PSig sagði að alla valkosti sér- fræðinga okkar í efnahagsmálum, sem Verðbólgunefnd hefði haft til meðferðar, hafa falið í sér gengislækkun og/ eða einhvers konar skerðingu umsamins kaup- máttar á komandi mánuðum. Um nauðsyn einhvers konar ráðstaf- ana efaðist enginn, enda úttekt á vandamálinu fyrirliggjandi. Um orsakir vandans væri hins vegar deilt. Stjórn jafnaðarmanna í Bret- landi hefur sett algjört bann við kauphækkunum umfram 10% á ári. Hér urðu kauphækkanir um og yfir 70% á liðnu ári. Ef ástæða er fyrir Breta að staldra við 10% kauphækkunarmörk, er þá ekki ástæða fyrir okkur að horfa til átta við 70% mörkin, m.a. með hliðsjón af þeim hluta kaup- gjaldshækkunar, sem hverfur í hít verðbólgunnar. PSig vék að 8% gengislækkun Norðmanna. Ekki væri hún gerð af tilefnislausu fremur en gengis- lækkunin hér og hefðu þó kostn- aðarhækkanir í framleiðslu langtímalausnir Pétur Sigurðsson alþingismaður. hvergi nærri verið eins örar þar og hér. Sem betur fer þyrftum við ekki að horfa upp á jafn stórtækt atvinnuleysi og jafnaðarmanna- stjórnin í Danmörku, þar sem for- sætisráðherrann leggur til að vinnandi menn taki sér frí 10. hverja viku til að fleiri fái verk að vinna. Slíkri vá hefur tekist að bægja frá alþýðu manna hér á landi og ég vona í lengstu lög að ástand kreppuára hér á landi, 1930—1940, heyri alfarið fortíð- inni til. Vandamál eru ekki neitt einsdæmi á Islandi. Huga verður að rekstraröryggi þeirrar greinar þjóðarbúsins, sem stendur nær alfarið undir gjald- eyrisöflun þjóðarinnar og er sem slík undirstaða fjölmargra ann- arra atvinnuþátta þjóðarbúsins. PSig áréttaði að samhliða gengislækkun yrði m.a. að huga að vanda islenzkra námsmanna erlendis, sem yrðu fyrir barðinu á breyttu gengi. Ég þykist raunar sjá að ríkisstjórnin hefur leitast við að þessar aðgerðir, sem nauð- synlegar voru, komi sem léttast niður á þeim, sem verst eru settir í þjóðfélagi okkar. En huga verð- ur að námsmönnum okkar erlend- is. PSig vék að fiskverðshækkun- inni. öðru vísi væri nú farið með islenzka fiskimenn en oft áður við hliðstæðar kringumstæður. Fisk- verð varð að hækka til að sjómenn héldu sínum hlut miðað við land- verkamenn. Sú varð ekki raunin i gengislækkun ársins 1974, þegar aðrir héldu um stjórnvöl. PSig ræddi árásir, sem hann og Guðmundur H. Garðasson (S) hefðu orðið fyrir frá stjórnarand- stöðu, m.a. vegna þess, að þeir skipuðu báðir sess í samtökum launafólks en styddu þó núver- andi ríkisstjórn. Þá væri það nefnt sem dæmi um vaxandi kraft afturhaldsafla í Sjálfst.fl., að þeir tveir (PSig og GHG) hefðu ekki komið betur út úr prófkjöri en raun bæri vitni um. Sögur ganga ljósar um, sagði PSig, að þessi afturhaldsöfl hafi víðar komið við, m.a. í sigri formanns Alþýðu- flokksins í prófkjöri og nýrrar stjörnu annarrar þar á bæ. Sann- Ieiksgildi sagna léti hann hins vegar liggja milli hluta. Pétur Sigurðsson sagði að lok- um, efnislega: 1) 1 3ju gr. frv. er að mínu mati verið að benda á leið, sem getur verið hluti aðgerða, en aðeins hluti aðgerða, til að vinna bug á óðaverðgólgunni. Inn í þessa grein hefði þó þurft að koma ákvæði um niðurgreiðslur vöru- verðs að lágmarki. 2) Þrátt fyrir það tel ég að þetta ákvæði um óbeina skatta úr vísitölugrundvelli eigi ekki heima í frv. Þetta er stefnumarkandi ákvæði, sem gjarnan má ganga til dóms í kosningum að vori. Ég mun þvi greiða atkvæði gegn þessari frv.grein. 3) Uppskurður er hinsvegar nauðsynlegur á vísitölukerfinu. En þar þarf að hafa samráð og samstarf við hagsmunaaðila. Varðandi frv. í heild og ráð- gerðar efnahgsaðgerðir sagðist PSig efast um, að öðru visi skipuð stjórn hefði lagt fram betri eða öðru vísi lausnir í umræddum vanda atvinnuvega og efnahags- lifs. Svo oft hefðu ólíkar rikis- stjórnir lotið að sama ráði. ingu í fiskiðnaði skyldi í reglugerð lögð „sérstök áherzla á" þau svæði senrt verst væru sett atvinnulega og „skila lakastri nýtingu hrá- efnis og fjármagns '. Þessi tillaga var felld. Ólaf- ur G. Einarsson (S) gerði grein fyrir atkvæði sinu. Vék þegar að ákveðnu framlagi Byggðasjóðs til hagræðingar í fiskiðnaði, sem og þeirri ráðstöfun á hluta gengis- hagnaðar, sem frumvarp rikisstjórnarinnar gerði kleift að verja í þessu skyni Sjálf- gefið væri að hagræðingarfé yrði varið í samræmi við hag- ræðingarþörf ÓIGE sagðist treysta rikisstjórninni og stjórn Byggðasjóðs til að út- hluta þessu fjármagni með réttlátum hætti Þepr hátt- Byggðasjóður og gengishagnaður: Stýring á f jármagni til hagræðingar í frystiiðnaði ER frumvarp um breytingu á gengi islenzkrar krónu var til meðferðar i neðri deild Alþingis kom fram tillga frá Gils Guðmundssyni (Abl, þess efnis, að við setningu reglna um stuðning af gengishagnaði við hagræð- virtir þingmenn, sem ekki treystu flosldbræðrum sinum i stjórn Byggðasjóðs, þ.e. þeir hefðu næga réttlætis- kennd til að bera við ákvarðanir, ættu að vinna að framgangi málsins i þing- flokkum sínum. Þingfréttir í stuttu máli: Ef nahagsf r u m var pið komið til efri deildar Stjórnarfrumvarp um ráðstafanir í cfnahagsmálum var samþykkt f ncðri deild Alþingis að loknum útvarpsumræðum f fyrrakvöld mcð 25 atkvæðum gcgn 10. I gær kom frv. á dagskrá efri deildar. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpinu. Sfð- an urðu almennar umræður í deildinni. Stefnt mun hafa verið að því að Ijúka 1. umræðu um málið og koma því til nefndar í gærkveldi. Hafi það tekizt má búast við því að frv. hljóti lagagildi við meðferð c.d. í dag, ef ekki kemur til málþófs í deildinni. © Aðgangur að upplýsingum hjá almannastofnunum Lagt hefur veriö fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp til laga um aðgang að upplýsingum hjá almannastofnunum. Frumvarp þetta er samið af nefnd sem dómsmálaráðherra skipaði í september 1976. Frumvarpið hefur þann megintilgang að opna almenn- ingi greiðari aðgang að hvers konar upplýsingum hjá al- mannastofnunum og hjá stjórn- kerfinu. Frumvarpið tekur til almannastofnana, hvort sem þær eru á vegum ríkis, sveitar- félaga, Alþingis eða dómstóla, að löggjafar- og dómstörfum þó frátöldum. Ennfremur taka þau til fyrirtækja, sem eru al- gerlega i eigu rikis og/ eða sveitarfélaga. Öllum er heimilt að kynna sér skjöl í málum, sem eru eða hafa verið til meðferðar hjá þessum stofnunum, segir í frv. 1 því eru þó margar undan- þágur: s.s. varðandi mál eða skjöl, sem hafa að geyma upp- lýsingar um öryggi ríkisins; varnir landsins; samskipti við erlend ríki; mál, sem eru i rannsókn (lögbrotamál); fyrir- hugaðar breytingar (hagræð- ingu) i rekstri fyrirtækja; fyrirhugaðar ráðstafanir í rikis- fjármálum eða sveitarfélaga- fjármálum og sitt hvað fleira. © Frumvarp um Kennara- háskóla Íslands Endurflutt hefur verið frum- varp til laga um Kennarahá- skóla Islands. Helztu nýmæli i frumvarpi eru talin þessi í greinargerð: 1. „Kennaraháskólinn skal vera miðstöð vísindalegra rann- sókna í uppeldis- og kennslu- fræðum í landinu. 2. Hann skal annast uppeldis- og kennslufræðilega menntun allra kennara á grunnskólastigi og i öllum skólum á framhalds- skólastigi. 4. Heimilt er að fela skólanum að annast fullnaðarmenntun kennara i þeim greinum grunn- skóla, sem kenndar eru i sér- skólum við setningu laganna. 4. Stofna skal til kennslu í upp- eldisfræði til B.A..-prófs við Kennaraháskóla Islands. Auk þess er heimilt samkvæmt ákvörðun skólaráðs og að fengnu samþykki menntamála- ráðherra að efna til framhalds- náms í Kennaraháskólanum til æðri prófgráðu en B.A.-prófs. 5. Gert er ráð fyrir að tekið verði upp námseiningakerfi og kveðið er á um meginþætti kennaranáms á þeim grund- velli. Jafnframt er valgreina- kerfið gert sveigjanjegra og tekur nú einnig til sérstakra verksviða í grunnskóla, t.d. byrjendakennslu. 6. Æfingaskólinn skal sinna þróunarverkefnum á uppeldis- sviði í samvinnu við mennta- málaráðuneytið, einkum skóla- rannsóknadeild." © Frumvarp til laga um búnaðarfræðslu Stjórnarfrumvarp að lögum um búnaðarfræðslu hefur verið lagt fram á Alþingi, samið af sérstakri nefnd, er landbúnað- arráðherra skipaði 1973. Bún- aðarþing hefur haft frv. til meðferðar og mælt með sam- þykki þess með minniháttar breytingum. Frv er í 4. köflum: 1) Hlutverk, skipulag og stjórn, 2) Um húnaðarnám, 3) Um bú- vfsindanám og 4) Um embætt- isbústaði, auk kafla um ýmis ákvæði. Hér sjást tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins bera saman bækur sínar í and- dyri þinghússins — skömmu áður en þingfund- ur hefst: Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Norð- urlands vestra, og Guð- mundur Garðarsson, þing- maður úr Reykjavík. Nýr þingmaður JOHANNES Arnason sýslumaður hefur tekið sæti á Alþingi í fjar- veru Matthiasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra, sem er i op- inberri heimsókn i Sovétríkjun- um. Jóhannes er 1. varamaður kjörinna þingmanna Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.