Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 45 r VELVAKANDI l ’ 1 1 * S í *' ‘íÆniitTfJiktAá æm SVARAR I SIMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI Sigrún segir að kenna þurfi ungl- ingunum að umgangast vin . . . Mér finnst þetta vera eins og að segja við barn sitt þegar maður skilur það eftir eitt i húsinu: „Þú mátt kveikja bál inni hjá þér en passaðu þig bara að húsið brenni ekki.“ Velvakandi getur ekki tekið undir vandlætingarorð húsmóður i Breiðholti vegna svars Sigrúnar Stefánsdóttur og telur að það sé einkar hófsamlegt og sýni glöggt að viðkomandi telji að úr þurfi að bæta. Um þetta efni verða menn víst seint á einu máli, en viðhorf al- mennings til áfengismála og áfengisvanda virðist Velvakanda vera mun ábyrgara en áður og er það vel. 0 Og svo er Junior Camber þakkað ... M.G. skrifar Ég vil leyfa mér að svara A.R., þar sem hann ásakar félagið Ju ior Chamber Reykjavík fyrir að birta óhugnaniegar myndir af börnum sem lent hafa í bruna. Þessu vil ég svara með þvi að þakka Junior Chamber fyrir það framtak að hafa einmitt birt óhugnanlegar myndir, sem vekja athygli og gefa okkur foreldrum tækifæri til að tala við börn okkar um eld, og hafa um leið svona áhrifaríkar myndir til að sýna þeim hvað getur skeð. Ég á sjálf frænda sem lenti í eldi líkt og stúlkan á myndunum sem Á.R. segir að ekki séu allar af þeirri sömu. Margur hefði getað sagt við hann i dag, ef m.vndir af honum fyrir og eftir slysið eru settar saman, að hér sé ekki um sama barn að ræða. Svo mikil breyting varð á honum. Ég var sjálf vitni að þessum atburði á sinum tíma. Við vorum þá börn að leika okkur að eldi. Svo ég tel mig hafa fengið góða aðvörun. En nú hefi ég loks- ins fengið myndir og tækifæri til að sýna börnum minum hvað ég hef verið að meina þegar ég tala við þau um þetta mál. Svo virðist sem þau hafi farið að hugsa um afleiðingarnar Ég vil að lokum þakka Junior Chamber Reykjavik fyrir dyggilega baráttu fyrir eld- vörnum. Samtökin eiga hrós skil- ið. Við megum ekki lifa i svo vernduðu umhverfi að ekki megi sýna okkur sannlcikann um lifið. M.G. Þessir hringdu . . . Þátturinn um boð og bönn á kvikmyndahátíð sem var í sjón- varpi á mánudagskvöld varð hvati að allmörgum hringingum til Vel- vakanda i gær. Móðir í Kópavogi sagði: ,,Ég vil biðja fyrir þakklæti til prestsins fyrir góðan málflutning, þar sem hann átti við ofurefli að etja og var engu likara en hann sæti á sakamannabekk. Mér sýnist að nú eigi að fara að velja þann kostinn að safna saman mörgun óhugnan- legustu myndunum og kalla það hátið. Það væri fróðlegt að heyra hvað biskupinn hefur til málanna að leggja, því að mér skilst honum hafí verið boðið. Ég geri að tillögu minni að þessir listamenn sjái myndir af þessu tagi i utanlands- ferðum sínum en séu ekki að flytja þær hingað fyrir ærinn gjaldeyri. I.R. var einnig á þeirri skoðun að orð prestsins hefðu verið orð að sönnu. Það sem manninum væri heilagt, ástin og lífið sjálft, mætti ekki troða niður i svaðið en það væri gert með því að búa til myndir þar sem þessar guðsgjafir væru drengar niður i sorann og það sem fólk mæti mikils gert að afskræmi. Við skyldum forðast að láta það illa spilla okkur og I.R. sagðist vilja hvetja til að við vernduðum það sem hjarta okkar væri heilagt. Kvikmyndahátíðin hefur einnig orðið Magnúsi Jóhannssyni tilefni til að setja saman visu og skýrir hana svo, að hún sé gerð vegna ummæia Thors Vilhjálmssonar i sjónvarpsviðtali þar sem hann sagði að tilgangurinn með kvik- myndahátið væri m.a. sá að gefa fólki tækifæri til þess að næra sálina. Lag: Komdu ok skoðaðu í kistuna mina. Nú næra þeir sálina nevtendur ,.lista“. (Jr nó«u er að moða frá Hrafni «k Thor af náó þeirra barst hingað næriiiKarkista. sem nesti vort geymir vid andlegum hor. I handraða kistunnar hitt og þetta er við hæfi er „listamenn" skemmta sér. því alvarlegt væri ef andann nú fýsti upp fyrir mittið að hætta sér. HÖGNI HREKKVÍSI Er þér sama þó ég mongi loftið og fái mér sígarettu? — Skólarann- sóknadeild Framhald af bls. 13. rannsóknadeildar er þetta gífur- legur niðurskurður. Þá nefndu fulltrúar skólárannsóknadeildar tölur, sem sýna, að fjárveitingar til grunnskóla haf hlutfallslega lækkað á siðastliðnum þremur ár- um miðað við áætlun skólarann- sóknadeildar og var lækkunin 48,1 % á þessu ári. Ölafur H. Öskarsson hafði á orði að ráðstafanir stjórnvalda til að draga úr framlögum til deildarinnar væru óskynsamlegar þar eð það fjármagn, er þegar hefði verið varið í þessum efnum, nýttist illa ef ekki yrði framhald á. Mætti í rauninni lita á það sem sparnað að hækka framlög til skólarannsóknadeildar, því þá að- eins væri tryggt að því starfi, sem unnið hefur verið fram til þessa, væri ekki á glæ kastað. A fundinum kom fram að á landinu öllu eru nú um 270 grunnskólar og væri viða skortur á kennurum, sem réttindi hefðu eða æskilega starfsreynslu. Var bent á að skólum, er störfuðu við slík skilyrði, væri mjög mikilvægt að fá til liðs við sig hjálp þeirra, sem öllum hnútum væru kunnug- ir. Má því ætla að margir skólar úti á landsbyggðinni verði illa fyr- ir barðinu á skertum fjárframlög- um. Þá sögðu fundarmenn náms- stjórnarþáttinn mjög veigamik- inn í starfi skólarannsóknadeild- ar og námsstjórar nauðsunlegir tengiliðir milli skóla og mennta- málaráðuneytis. í lok yfirlýsingar Félags skólastjóra og yfirkennara á grunnskólastigi segir: „Allt bendir til að rjúfa eigi þessi litiu EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU v \ Al'íiLÝSINGA* SÍMINN ER: 22480 tengsl með þvi að skera niður fjármagn til námsstjórnar og námsefnisgerðar og hljóta stjórn- endur skóla að vara við :fleiðing- um þeirrar stefnu." — Minning Benedikt Framhald af bls. 35 Kolgrafarfjörð. Benedikt var i frii og lék á alls oddi. Borði var slegið upp og tekið til við að spila, glóð- arsteiktur matur fram borinn, og krakkarnir i berjamó. Síst grun- aði okkur þá að Benedikt myndi feigur, og að þetta yrði í siðasta sinn sem við yrðum samvistum við hann. Minningarathöfn um Benedikt og Braga Þór Magnússon fór fram 3. des. sl. frá Grundarfjarðar- kirkju við mikið fjölmenni eins og vænta mátti. Ég votta öllum sem um sárt eiga að binda vegna þessa hörmulega slyss innilega samúð. Frænka mín hefur nú á sama árinu misst föður sinn Magnús Riehardson, og Benedikt mann sinn. Ekki sé ég ástæðu til að óttast um afkomu hennar. Hún hefur fengist við skrifstofustörf siðan hún fluttist vestur og verið liðtæk til fleiri starfa ef á hefur þurft að halda. Við sem þekkjum hana best biðjum þess nú að kjarkurinn og lifsorkan sem guð gaf henni i vöggugjöf megi verða henni styrkur i mótlætinu enn sem fyrr. Blessuð sé minning Benedikts Gunnlaugssonar. Auður Matlhiasdóttir. — Verst hvað menn ljúga Framhald af bls. 15 bjórinn gerir engum mein ef menn drekka hann rétt,“ sagði Alan er hann var spurður hvort hann saknaði einhvers sérstak- léga frá fyrri heimkynnum. „Mér þótti sá einn ljóðurinn á Bretum j hvað þeir drukku mikinn bjór,“ bætti Þóra hér við. Að lokinni ljúffengri máltíð gafst tóm til að smella myndum af fjölskyldunni, áður en Alan varð að halda til vinnu. Vaktin átti að hefjast klukkan 8 og fyrir honum lá að standa til klukkan fjögur um nóttina. Það má segja að það sé ekki beint sældarbrauð að vinna við bræðsluna, staðið er 8 tíma í senn og hvilzt í 8 áður en næsta vakt hefst. Þannig gengur fyrir sig hver sólarhringurinn á eftir öðrum. „Hverju ætli þeir ljúgi á þessari vakt,“ sagði Alan og kímdi er hann lagði af stað út í verk- smiðju á vakt sína. „Ég segi þeim að það komi í Morgunblaðinu." Sveinn Davið VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verð'a til viðtals i Sjálf- stæðishúsinu Háaleitisbr. 1 á laugardög- um frá klukkan 1 4:00 til 1 6:00 Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa Laugardaginn 18. febrúar verða til viðtals Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, Davið Oddsson, borgarfulltrúi og Gústaf B. Einarsson, varaborgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.