Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 19
MÖRGtlNB-LAÐIÐ FIMMTUÐA.GUR ,16. FEBRUAR 1978^ ^ ................. ........... ' 19 móti. Það er betra fyrir launþega að taka þeim hóflegu ráðstöfun- um, sem hér eru á ferðinni og hægja á verðbólguhjólinu en að þjóðin haldi áfram í þessum hrunadansi skammsýninnar, sem leiðir til spillingar og óhamingju á svo margan hátt í þjóðfélaginu. Vísitöluskrúfan er vítahringur, sem við verðum að komast út úr. Við getum ekki haldið áfram á þessari röngu braut. Ríkisstj. væri alls ekki sínum vanda vaxin, ef hún léti nú sem ekkert væri, vegna þess að það eru kosningar að vori. Henni ber skylda til þess að leggja fyrir þjóðina, hvað um er að ræða, segja henni sannleik- ann og gera till. til þess að komast fyrir þennan vandá. Landhelgi og fiskvernd. Þessi ríkisstj. hefur unnið stærri sigra en nokkur önnur með útfærslu landhelginnar í 200 míl- ur. Það sem meira er um vert, hún hefur tekið alvarlega stjórn fiskveiða innan 200 mílna og kom- ið útlendingum burt úr íslenskri landhelgi að undanskildum samningum við þrjár þjóðir, sem eru smávægilegir miðað við það sem áður var og eru gerðir af fúsum og frjálsum vilja. Rikisstj. varaði við of háum kröfum laun- þega í landinu, ekki vegna þess að hún ann ekki launþegum að njóta bestu kjara, heldur vegna hins, að í kjölfar slíkra kauphækkana fylgir verðhækkunarskriða vegna vísitölufyrirkomulagsins, sem þegar hefur komið á daginn. Ytri skilyrðin eru ekki þau sömu og við verðum að taka tillit til þess sem er í kringum okkur. Þessar aðgerðir verða ekki til þess að drepa hvorki einn eða annan. Þær eru skerðing að vissu marki, en það er reynt til þess ýtrasta að skerða ekki lífskjör þeirra, sem minnst mega sin og minnstar tekj- ur hafa. Kauptaxtar hækkað um 225.5% Kauptaxtar verkamanna hafa á tímabili núv. ríkisstj. hækkað um 225.5% og kauptaxtar allra laun- þega um 221.7%. Tekjutrygg- ingarmark elli- og örorkulífeyris að viðbættri tekjutryggingu hefur hækkað um 286.1%.* Tekju- tryggingarmark með heimilis- uppbót, sem tekin var upp á s.I. sumri hefur hækkað um 354.2%. Ætla svo fulltrúar vinstri flokk- anna a halda því fram, að hér hafi verið að verki ríkisstj., sem ekki skilur félagslegar umbætur, ríkis- stj., sem alltaf ræðst á lítilmagn- ann, þegar slíkar tölur liggja fyrir frá hlutlausri stofnun, Þjóðhags- stofnuninni. Þegar við lítum í kringum okk- ur og vitum um þau miklu bág- indi, sem eru um víða veröld, þegar við lítum til nágrannaland- anna til þeirra samdráttaraðgerða sem þar er verið að gera, í ríkjum þar sem þjóðir hafa lifað við alls- nægtir á undanförnum árum, þá þurfum við Islendingar ekki að kvarta. Horft til nágrannalanda Við skulum líta til stjórnar Jafnaðarmanna í Danmörku, þar sem atvinnuleysi vex með hverj- um degi sem líður. Við skulum minna íslensku kratana á 8% gengisbreytingu norsku jafnaðar- mannastjórnarinnar um sfðustu helgi. Við skulum líka minna íslensku kratana á kratastjórnina í Bretlandi, sém hefur sett sér það höfuðmarkmið, að kaupgjald hækki ekki umfram 10% á ári. Hvernig stendur á því að jafn- aðarmannaflokkar eru svona sterkir í þessum löndum, þar sem þeir eru svona vondir við fólkið, en jafnaðarmannaflokkurinn á Is- landi er sífellt að minnka, eins og hann segist vera góður við fólkið. Eða halda íslenskir jafnaðarnenn, að fólk sé búið að gleyma öllum þeim gengisfellingum og „kjara- skerðingum“, sem þeir hafa staðið að um dagana? Svo kemur formaður flokksins, Benedikt Gröndal, fullur hneykslunar á þeim ríkisrekstri, sem hér á sér stað. Það vanti allt aðhald ísam- bandi við afgreiðslu fjárlaga. Þessi maður og flokkur hans hef- ur stutt hverja þækkunartillögu, Matthfas Bjarnason, sjávarútvegsráðherra. sem flutt hefur verið við af- greiðslu fjárlaga, bæði frá eigin flokki og kommúnistum, sem hafa skipt nokkrum milljörðum kr. samtals það tímabil, sem þessi ríkisstj. hefur setið. Þessum mönnum ferst að tala! Dæmið frá 1974 Islenska þjóðin hefur heldur ekki gleymt Alþýðubandalaginu. Alþb. hefur staðið að gengislækk- un og 1. júní 1974 átti kaupgjalds- vísitalan að hækka um 17—18%, en þáv. rikisstj. hafði ákveðið að greiða niður hluta þeirrar vísi- töluhækkunar með peningum, sem voru ekki til, og engar tillög- ur voru gerðar um, hvernig afla skyldi. Og það, sem á vantaði að standa við þessa kaupgjaldsvísi- tölu, átti ekki að koma til útborg- unar. Þá þagði Þjóðviljinn þunnu hljóði. Þá var ekki sagt eitt ein- asta orð. Þá var einnig ákveðið eftir febrúarsamningana 1974, að fiskverð til sjómanna og útgerðar yrði óbreytt og það gert með bráðabirgðalögum. Það þýddi að sjómenn fengu ekki þær kjara- bætur, sem landverkafólk hafði fengið, og kjör þeirra, voru skert enn meir en kjör landverkafólks. Þetta þýddi það sama og við hefð- um ekki hreyft við fiskverði um síðustu áramót. Og svo setur Lúð- vík Jósepsson upp sparisvipinn, þegar hann kemur hér i pontuna, og hefur allt á hornum sér; maðurinn, sem fann upp gengis- sigið. Hann álasar þessari ríkisstj. fyrir að hafa notað það. Þetta er „patent“, sem hann fann upp, þegar hann var viðskrh. Núv. ríkisstj. hyggst eftir þessa gengis- breytingu, að leggja þetta patent fyrrv. viðskrh. á hillima. En hvað varð um þriðja vinstri flokkinn? Samtök frjálslyndra og vinstri manna sem fengu þá 5 þm. kjörna. Snemma hvarf einn þm. úr hópnum og var í fullri and- stöðu við hina þau ár, sem vinstri stjórnin sat. Annar foringi flokks- ins fór í ríkisstj. og út úr stjórn- málum. Þriðji fór í ríkisstjórn. Hann fór úr flokknum og gekk í Alþýðuflokkinn. Fjórði þm. sat eftir í ríkisstj. og tók þátt í öllum þessum aðgerðum. Það er formað- ur flokksins nú, Magnús T. Ólafs- son, sem hér var að ljúka máli sínu. Einn þingmaður er enn ótal- inn, sem enn er á þingi, en hefur ákveðið að fara úr þessum flokki og bjóða sig fram utan flokka. Meira en efnahags- legt fyrirbrigði Það kemur fyrir í öllum stjórn- málaflokkum að menn greinir á um leiðir og það er ekki alltaf samvinna og samstarf. En í Sjálfstfl. rikir sá andi, að flokkur- inn tekur ábyrga afstöðu til mála hverju sinni. Honnm hefur verið kennt um það, að hann hafi ekki stutt úrræði vinstri stjórnarinnar vorið 1974. En það er ekki hlut- verk stjórnarandstöðu að koma lagafrv. fram fyrir ríkisstj. Sízt af öllu þegar hún hefur ekki þing- meirihl. að baki og á að segja af sér. Ef þessi ríkisstj. kemur ekki sínum ráðstöfunum i efnahags- málum fram, þá verður hún að fara. Það er hennar og stuðnings- manna hennar að gera þær ráð- stafanir, að lögum, sem nauðsyn- legar eru taldar. Það er sannfæring mín, að óða- verðbólgan er meira en efnahags- legt fyrirbæri. Hún hefur víðtækt vald á sálarlífi fjölmargra þjóðfé- lagsþegna og veldur ógnvekjandi lífsgæðakapphlaupi. Fólk eyðir fram yfir það, sem er skynsamlegt og viðráðanlegt og krefst of langr- ar vinnu á kostnað heimilanna. Börnin verða afskipt, hamingja heilbrigs heimilislífs lýtur í lægra haldi fyrir upplausn og sundr- ungu. Það er margt bölið, sem óðaverðbólgan veldur. En því er ekki að leyna, að þeir sem fyrst og fremst græða peningalega á henni eru stóreignamennirnir. Þeir verða ríkari eftir þvi, sem verðbólguhjólið snýst hraðar. Hinn almenni launþegi lifir ekki á óðaverðbólgunni. Að vísu hækk- ar íbúöin hans eða húsið í verði, en stóreignamaðurinn margfaldar eignir sínar. Það er eftirtektar- vert þessa síðustu daga, hvað illa hefur legið á mörgum verðbólgu- bröskurum af ótta við að ráðstaf- anir ríkisstj. í efnahagsmálum drægju verulega úr óðaverðbólg- unni. Það er röng stefna margra forystumanna launþega að krefj- ast sífellt fleiri króna í laun, þeg- ar meira virði er að fá fyrir krón- urnar aukið verðmæti. Það er þetta, sem ríkisstj. er nú að fram- kvæma með ráðstöfunum sínum. Gegn þessu berjast stjórnarand- stæðingar af alefli með verð- bólgubröskurum. Það er skoðun mín að fólk, sem vinnur af alúð og skyldurækni eigi að öðlast möguleika á að verða efnahagslega sjálfstæðir einstaklingar, sem samfélagið á ekki að skattleggja meira en nú er gert. En verðbólgubraskið er óeðlilegt. Sjálfstfl. er sterkasta aflið í stjórnmálum Islands. Hann lætur enga sérhagsmunahópa segja sér fyrir verkum. Þar eru teknar ákvarðanir út frá því sjón- armiði, sem er þjóðarheildinni fyrir bestu á hverjum tíma og tillit tekið tjl allra stétta. Við höfðum stjórnarforystu í okkar höndum og ættum með samstarfs- flokki okkar á þessu kjörtímabili að stjórna landinu fram til næstu kosninga, eftir því sem þingmeiri- hluti okkar telur farsælast heild- arhagsmunum þjóðarinnar í bráð og lengd. var orðin staðreynd fyrir löngu, þar var aðeins verið að viður- kenna opinberlega það, sem hefur orðið afleiðing alrangrar stefnu í efnahagsmálum. Hitt er megin spurning dagsins og það er sú spurning sem er hér til umræðu, hvort nauðsynlegt sé að rifta þremur kjarasanjningum, sem gerðir voru á s.l. ári. Að ekki sé talað um þá framkomu í garð launþegasamtakanna sem ríkis- stjórnin hefur sýnt af sér og á sér engin fordæmi. Málsmeðferð þess máls er skýrt dæmi um þá stjórn- arhætti sem hér tíðkast á síðustu og verstu timum. A sama tíma og verðbólgunefndin var að ljúka störfum sfnum og skrifa undir þær álitsgerðir sem þeir töldu vænlegastar til úrlausnar þessum mikla efnahagsvanda, sat ríkis- stjórnin á öðrum fundi og ræddi allt aðrar aðgerðir í þessu máli. Karvel Pálmason (Sfv): Það hefur áreiðanlega ekki farið framhjá neinum undanfarnar vik- ur og mánuði, að stjórnarliðar og málgögn ríkisstjórnarinnar hafa með málflutningi sínum verið að undirbúa almenning í landinu undir það að taka því sem nú er . fram komið. Auðvitað eru allir sammála um að viss vandi er fyrir höndum þó menn greini töluvert á um hversu þessi vandi er nú upp kominn. Ég visa þeirri skoð- un rikisstjórnarinnar, að iauna- fólk og launasamningar þeirra á s.l. ári séu höfuðmeinsemdir, algerlega á bug. A þessu hefur verið hamrað látlaust í málgögn- um rikisstjórnarinnar ekki aðeins undanfarna daga og vikur, heldur undanfarna mánuði. Reynt hefur verið að innprenta almenningi í landinu þessa skoðun. Ég og margir aðrir höfum haldið þvi fram að orsök þessi sé af allt öðrum rótum runnin. Við höfum haldið því fram að aðalorsökin sé Itefna ríkisstjórnarinnar í efna- fcagsmálum, stefna sem hún hefur haldið uppi allt frá því hún tók við völdum síðari hluta árs 1974. Þessi stefna hefur verið gengis- fellingarstefna, gengisfelling á gengisfellingu ofan, þannig að nú undir lok kjörtímabils þessarar ríkisstjórnar hefur gengislækk- unin náð því að vera nánast 160% árúmum þremur árum. vinnuvega og hætta á atvinnu- leysi. Hvers vegna stöndum við í þessum sporum? — Sala á út- flutningsverðmætum okkar hefur sjaldan gengið betur og verðlag hefur aldrei verið hærra. Ekki verður aflabresti kennt um ástandið, því afli hefur verið góð- ur. Engir þegnar í nokkru vest- rænu ríki leggja jafnt hart að sér í vinnu eins og íslenzkir launþeg- ar né vinna jafn langan vinnudag. Því spyr ég aftur hvers vegna stöndum við í þessum sporum? — Bændur eru nú rétt rúmlega hálf- drættingar á við aðrar stéttir og hvers vegna, jú það eru stjórnar- flokkarnir sem hafa ráðið þeirra málum undanfarna áratugi en ekki vondu mennirnir í verka- lýðsflokkunum, eða forystumenn launþegasamtakanna almennt. Eðvarð Sigurðsson (Abl): Þetta frumvarp sem hér er til umræðu er flutt af þeirri ríkisstjórn sem lengst hefur gengið í því að þrýsta niður kaupi vinnandi fólks og efni þessa frumvarps sker sig ekki úr þeim verkum stjórnarinn- ar. Höfuðefni þess er ný árás á samningsfrelsi verkalýðssamtak- anna og stórfelld kjaraskerðing fyrir allt launafólk. Öllum ákvæð- um í kjarasamningum launþega- samtakanna sem gerðir voru s.l. sumar og haust og kveða á um verðbætur á kaupið vegna hækk- andi verðlags á nú að rifta. Fyrir fáum mánuðum var þessi ríkis- stjórn beinn aðili að þessum samningum, s.s. við starfsmenn ríkisins og einnig aðili að samn- ingúm ASl þótt með öðrum hætti væri. Nú ætlar rikisstjórnin að nota löggjafarvaldið til að ómerkja undirritun ráðherra á þessa samninga og rifta þeim. Samtímis er svo leitað eftir stuðn- ingi alls launafólks og samtaka þess við þennan gerning, en í því efni munu þeir áreiðanlega sann- reyna að til of mikils er mælst. Okkur er sagt að sú kjaraskerðing sem felst í þessu frumvarpi sé nauðsynleg, vegna þess að mikill vandi sé nú í efnahagsmálum þjóðarinnar og atvinnuvegirnir séu í miklum erfiðleikum. Og því er haldið fram að aðalórsök þess- ara vandamála sé kauphækkunin á síðast liðnu ári. Þessi fullýrðing er fjarri öllum sanni. Halldór E. Sigurðsson (F): Það sem einkennt hefur þessar um- ræður og álit verðbólgunefndar er það sameiginlega álit allra, að aðgerða sé þörf til að tryggja áframhaldandi rekstur atvinnu- veganna, forðast atvinnuleysi og tryggja atvinnuöryggi. Breyting á gengi krónunnar var ekki aðeins nauðsynleg til að tryggja stöðu atvinnuveganna, heldur einnig eðlileg viðskipti okkar við önnur lönd. Kaupæði hefur verið mikið hér síðustu mánuðina og t.d. var halli okkar í viðskiptum við önn- ur lönd i janúarmánuði s.l. 3.9 milljarðar króna. Hvort sem um er að ræða öryggi atvinnurekstrar eða viðskipti við önnur lönd varð ekki hjá gengisbreytingunni kom- ist, það má vera öllum ljóst. Það sem valdið hefur deilum af hálfu stjórnarandstöðunnar eru hliðar- ráðstafanirnar, sem fylgja gengis- „Fáheyrð framkoma í garð launþegasamtakanna” sagði Gylfi Þ. Gíslason breytingunni. Fer þar sem fyrr að þess er að litlu getið sem til bóta horfir. Nefna má hækkun tekju- tryggingar og heimilisbóta um 2% og barnabóta um 5% umfram skattvísitölu. Vörugjald lækkar um 2% eða 720 milljónir króna. Niðurgreiðslur hækka um 1300 milljónir króna. Ahrif þessara aðgerða hækka kaupmátt launa um 1.4%. Að lokum vil ég vekja athygli á því, að stjórnarandstað- an hefur haldlausar tillögur einar fram að færa í þessum umræðum, og stendur ekki einu sinni saman um þær. Gylfi Þ. Gislason (A): Varla mun nokkrum hugsandi Islend- ingi blandast hugur um að nú á þessum vetri er ófrem{larástand íslenzkra efnahagsmála slíkt, að óhjákvæmilegt er að gera ráðstaf- anir í því skyni að útflutnings- framleiðslan stöðvist ekki og að ekki komi til atvinnuleysis. Gengislækkun krónunnar sem til- kynnt var fyrir nokkrum dögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.