Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 3 Innbrot í pósthús- ið í Bol- ungarvík BROTIZT var inn í útibú Pósts og síma hér í BolunKarvík sl. nótt. Að sögn Stöðvarstjóra Elíasar Guðmundssonar, virðist nokkuð íagmannlega haía verið þar að verki staðið við að komast inn' húsið. því að ekki voru sjáanes nein spjöll á dyraumbúnaði. Aftur á móti hafði verið rótað í ýmsu sem inni var, m.a. rifin upp nokkur bréf, farið hafði verið í peningakassa í símstöð og þar teknir peningar að upphæð um 50 þúsund krónur, en ávísanir sem þar voru, skildar eftir. Hand- fangið af peningaskápnum hafði verið snúið af og er ekki alveg vitað hvort tekizt hafði að opna hann. Elías sagði, að ekki væri ljóst hvort farið nefði verið í bögglapóstinn, en beðið væri eftir rannsóknarlögreglumönnum úr Reykjavík. Af þessum sökum hefur pósthúsið hér verið lokað í dag. Eins og menn muna eflaust var tæplega 500 þúsund krónum í reiðufé stolið úr Byggingarvöru- verzlun Jóns Fr. Einarssonar á Bolungarvík í fyrrahaust. Það innbrot hefur ekki verið upplýst. — Gunnar. ELDUR kom upp í húsinu nr. 100 við Laugaveg. þar sem er bókabúðin Helgafell á jarðhæð en íbúðir á efri hæðunum tveimur. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði eldur út um glugga á 1. hæð og reyndist vera þar eldur í einu herbergi. en fljótlega tókst að slökkva eld- inn. svo að skemmdir urðu óverulegar nema á því eina herbergi þar sem eldurinn kom upp. (Ljósm.. Mbl. Friðþjófur) Hæstiréttur stað- festi úrskurðinn Kröfum um vítur var hafnað TDK“ Nafnió skiptir máli Dynamic (D) Dynamic, er ódýrust af þeim kassettum sem mynda TDK línuna. Kostir Dynamic eru ótvíræðir. Hún hefur yfirburði á öllum sviðum yfir aðrar fáanlegar kassettur í svipuðum verðflokki. Accoustic Dynamic (AD) Með AD (Accoustic Dynamic) nærðu skýrari, skarpari og styrkari hljóm en mögulegt er að ná með nokkurri kassettu, sem ekki er sérstaklega gerð fyrir tæki með CRO.2 stillingu. Super Avelin (SA) Sé stilling á tæki þínu fyrir CRO2 og þú villt ná besta mögulega hljómi hefur þú aðeins einn kost, SA (Super Avelin). Það er sammála álit allra sem reynt hafa. Einnig þeirra sem hafa það að atvinnu að dæma og setja kassettur í gæðaflokka. TDK -Nafnið skiptir máli ætlar þú að taka upp talað mál eða tónlist? Fyrir ferðatækið, bíltækið eða fínu græjurnar heima? Hvað gerir þú sjálfur miklar kröfur? Svarið skiptir ekki máli. í öllum til- fellum hlýtur valið að verða TDK. Næst þegar þig vantar kassettu, 8 rása eða segulbandsspólu, spurðu um TDK. stcinor Dreifing um Kamabae sími 28155 H.ÍSTIRÉTTUR staöfesti í gær 15 daga gæzluvarðhaldsúrskuröinn yfir Hauki Heiöar. fyrrverandi deildarstjóra ábyrgðardeildar Landsbanka íslands. Úrskuröurinn var kveöinn upp í síöustu \iku og Sveinn Snorrason. réttargæzlumaö- ur Hauks Heiðars kærði hann samstundis til Hæstaréttar og krafðist þess jafnframt að Rann- sóknarlögregla ríkisins og héraös- dómari sá. sem um málið fjallaði af hálfu sakadóms Reykjavíkur yrðu vítt fyrir ranga málsmeðferð og rannsóknaraðferðir. Héraðsdómar- inn. Birgir Þormar. krafðist þess á móti að réttargæzlumaðurinn yrði víttur fyrir röng ummæli í greinar gerð til Hæstaréttar. í dómi Hæsta- réttar í gær segir. að engir þeir anmarkar séu á hinum kærða úrskurði eða málsmeðferð fyrir dómi að vítum varði. í dómi Hæstaréttar segir m.a. að ekki séu fyrir hendi neinar upplýs- ingar um hvenær og með hvaða hætti Haukur Heiðar flutti fjármuni til Sviss, en þangað kom hann um 20 milljónum af þeim 51,8 milljónum, sem hann viðurkenndi að hafa dregið að sér í Landsbankanum. Með þessari athugasemd og með vísan til laga beri að staðfesta úrskurðinn. Hins vegar hafnaði Hæstiréttur kröfu ríkissaksóknara um framleng- ingu gæzluvarðhaldsúrskurðar Hauks Heiðars úr 15 dögum í 21 dag. Dómur Hæstaréttar birtist hér á eftir í heild: Ar 1978, þriðjudagur 7. mars, var í Hæstarétti í málinu nr. 45/ 1978: Ákæruvaldið gegn Hauki Heiðar uppkveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta dæma hæstaréttardóm- ararnir Björn Sveinbjörnsson, bene- dikt Sigurjónsson og Þór Vilhjálms- son. Birgir Þormar, fulltrúi yfirsaka- dómara í Reykjavík, hefur kveðið upp hinn kærða úrskurð. Varnaraðili - hefur samkvæmt heimild í 3. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 skotið máli þessu til Hæsta- réttar með kæru 1. mars 1978, sem barst Hæstarétti 3. s.m. Krefst hann þess, að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur, en héraðsdómari og rannsóknarlögregla vítt fyrir ranga málsmeðferð og rannsóknaraðferðir. Af hálfu ríkissaksóknara er þess krafist aðallega, að gæsluvarðhald varnaraðila verði framlengt til 22. mars n.k. en til vara, að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Héraðsdómari hefur sent Hæsta- rétti athugasemdir sínar, sbr. 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974. Aðalkrafa ríkissaksóknara um lengingu gæsluvarðhaldstíma kemur ekki til álita samkvæmt 2. mgr. 174. gr. laga nr. 74/1974, þar sem krafa hans kom eigi fram fyrr en 6. mars, en hann fékk vitneskju um hinn kærða úrskurð 3. mars. Fyrir Hæstarétt hafa verið lögð nokkur skjöl, sem eigi lágu fyrir héraðsdómi m.a. skýrslur frá starfs- manni Landsbanka Islands og rétt- argæslumanni varnaraðila um för þeirra til Sviss, er um getur í hinum kærða úrskurði. Kemur fram í skýrslum þessum, að varnaraðili átti verulega fjármuni geymda í banka í Sviss, og er gerð nánari grein fyrir því í skýrslunum. Þar kemur fram, að fjármunum þessum verður nú eigi ráðstafað nema með samþykki Landsbankans og réttargæslumanns varnaraðila. Ekki eru fvrir hendi Framhald á bls. 19. Framkvæmdastofnun áformar byggingu eig- in skrifstofuhúsnæðis FRAMKVÆMDASTOFN- UN ríkisins áformar aö byggja skrifstofuhús á lóð, sem stofnunin hefur eign- ast á horni Þverholts og Rauðarárstígs. Byrjað er að vinna að hönnun húss- ins en engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvenær byggingarfram- kvæmdir hefjast að sögn Tómasar Arnasonar fram- kvæmdastjóra hjá Framkvæmdastofnuninni. Tómas veitti Mbl. þær upplýs- ingar að Framkvæmdabankinn, sem nú hefur verið lagður niður, hefði árið 1953 keypt húsið Þrúðvang við Laufásveg og aðra húseign þar við hliðina og hefði verið áformað að rífa húsin og byggj a þar hús fyrir Fram- kvæmdabankann. Ekkert varð af þeim framkvæmdum og þegar Frantkvæmdabankinn var lagður niður eignaðist Framkvæmda- sjóður húseignirnar. Nú væri áformað að selja þessar húseignir og nota andvirð- ið til byggingarframkvæmda á fyrrnefndri lóð, sem Fram- kvæmdastofnunin keypti fyrir nokkru. Auk þess eru til nokkrir milljónatugir í byggingarsjóði, að sögn Tómasar. Tórnas sagði að áhugi væri á því að Fram- kvæmdastofnunin kæmist í eigið húsnæði með tíð og tíma en hann ítrekaði að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um byggingar- framkvæmdir. AIGLVSINGASLMIXX ER: 22410 J««r0unblnbib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.