Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 11 Tillögur á búnadarþingi: Bændasamtökin móti sameiginlega stefnu í skipulags- og framleiðslumálum FRAMLEIÐSLU- og mark- aðsmál landbúnaðarins eru meðal þeirra mála, sem búnaðarþing, er nú situr, kemur til með að fjalla um. Þinginu hafa þegar borizt þrjár tillögur um þessi mál og eru þær enn til umf jöllun- ar hjá sérstakri nefnd þings- ins. í tillögu frá formanna- fundi búnaðarsambanda landsins er því beint til búnaðarþings að taka til alvarlegrar athugunar stjórnkerfi landbúnaðarins og bent er á að nú fari tveir aðilar, óháðir hvor öðrum, að nokkru með stjórn fram- leiðslumála, þ.e. Stéttarsam- band bænda og Búnaðarfé- lag íslands, og ekkert tryggi að stefna þessara aðila fari saman. Stjórn Búnaðarsambands Suð- urlands hefur lagt til við búnað- arþing að það gangist fyrir því að skipuð verði 7 manna nefnd til þess að kanna, hvaða leiðir séu færastar út úr þeim ógöngum, sem dýrtíðin í landinu og mark- aðskreppa á landbúnaðarafurð- um í okkar viðskiptaheimi hafa komið íslenzkum landbúnaði í. í greinargerð með tillögunni er farið nokkrum orðum um þann vanda, sem nú er við að fást í markaðsmálunum og bent á að bráðra úrbóta sé þörf. Bændur eigi hins vegar erfitt með að sætta sig við þær aðgerðir, sem boðaðar hafa verið til þess að hafa hemil á framleiðslunni og því sé nauðsynlegt að skoða allar færar leiðir. Sjái nefndin ekki aðra möguleika en takmarka framleiðsluna þá verði að gæta þess að framleiðslutakmörkun verði ekki til þess að auka á framleiðslukostnað á hverja bú- vörueiningu og jafnframt verði að gæta þess að ekki komi til byggðaröskunar. Frá formannafundi Búnaðar- sambands Austur-Húnavatns- sýslu hefur borist tillaga þar, sem skorað er á búnaðarþing að móta nýja, samræmda stefnu hjá leiðbeiningarþjónustu landbún- aðarins með tilliti til breyttra viðhorfa í framleiðslu og mark- aðsmálum. í fyrrnefndri tillögu frá formannafundi búnaðarsam- bandanna í landinu er því beint til búnaðarþings að það leggi grundvöll að því að Stéttarsam- band bænda og Búnaðarfélag Islands móti sameiginlega stefnu í skipulags- og framleiðslumálum landbúnaðarins og geri ráðnauta- þjónustuna virka í framkvæmd þeirrar stefnu. Nefnd skipaðri formönnum allra fimm nefnda búnaðarþings ásamt formanni Stéttarsam- bands bænda, Gunnari Guð- bjartssyni, hefur verið falið að semja drög að ályktun þingsins um skipulags- og markaðsmál landbúnaðarins. Kiwanismenn í Eyjum: Endurbyggðu sam- komusalinn á 3 vik- um eftir vatnsflóðið Þessar myndir tók Sigurgeir í Eyjum á vígsluhátíð hjá Kiwanisklúbbnum Helgafelli í Vestmannaeyjum, en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í janúar stórskemmdist húsnæði klúbbsins af völdum vatnsveðurs. Klúbbfélagar brugðu skjótt við og hófust áamdægurs handa við endurbyggingu og var síðari vígsluhátíðin haldin þremur vikum eftir að tjónið varð en viðgerðin á húsnæðinu kostaði milli þrjár og fjórar milljónir króna. í Helgafelli eru um 40 félagar, en starf í klúbbnum hefur ávallt verið mjög öflugt. Myndirnar tók Sigurgeir í hinum vistlega samkomusal klúbbsins, en Kiwanisklúbburinn Helgafell var fyrsti kiúbbur hreyfingarinnar í Evrópu sem eignaðist eigið félagsheimili. Frá Bfldudali Börnin léku sér í snjónum í brekkunni neðan við barna- og unglingaskólann á Bíldudal, sem sést aftast á myndinni. Sum þeirra sögðust vera byrjuð að ganga í skólann. en önnur ætluðu að byrja næsta vetur. Fyrri áf angi Sigtúns formlega tekinn í notkun Iðnaðarmenn voru í óða önn að ljúka við að innrétta grill-staðinn á efri hæð Sigtúns sl. föstudag, en staðurinn opnaði daginn eftir. Var þa með lokið fyrri áfanga Sigtúns, en Sigmar Pétursson, eigandi staðarins (lengst til vinstri á mynd- inni) gerir ráð fyrir að bæta tveimur hæðum ofan á husið síðar, þó ekki sé gert ráð fyrir því samkvæmt núver- andi skipulagi. Fyrri hluti veitingahússins Sigtúns verður formlega tekinn í notkun í kvöld, laugardagskvöld, en þá verður opnaður grill-staður á efri hæð hússins. Á blaðamannafundi, sem Sig- mar Pétursson, veitingamaður og eigandi Sigtúns, hélt í gær í tilefni af opnuninni, sagði Sig- mar að hann ætlaði að reyna að leggja út á þá hálu braut að hafa opið fyrri hluta viku og þá á efri hæðinni, þar sem grillstaðurinn er. Um helgar sagði Sigmar að ætlunin væri að þafa báðar hæðirnar opnar. Grill-staðurinn mun taka um 255 manns, og er reiknað með að hann verði opinn eitthvað fram eftir kvöldi, en þó ekki eins lengi og Sigtún sjálft er opið. Tildrög þess, að ákveðið var að opna grill-stað á efri hæðinni, kvað Sigmar vera þau að það hefði sýnt sig að ungt fólk vildi miklu fremur fá eitthvert snarl en rándýrar steikur. Þá sagði Sigmar að fyrst í stað myndi hljómsveit leika fyrir dansi á grillstaðnum, en sá möguleiki væri þó fyrir hendi að hafa þar diskótek, ef það þætti henta betur. Innrétting efri hæðarinnar hófst um síðustu áramót, en hafist var handa við að steypa hana um áramótin 1976/77. Sigmar Pétursson lengst til vinstri í hinum nýju salarkynnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.