Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 ÚtgefarxJi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjöm Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Atvinnuleysið 1968 og 1969 X hindruð óðaverðbólga og sífelld hækkun kaup- gjaldsvísitölu hefði leitt til stöðvunar atvinnufyrir- tækja og atvinnuleysis í landinu í fyrsta sinn í einn áratug. Þessi hætta á atvinnuleysi var ráðandi ástæða fyrir því, að ríkisstjórnin lagði til við Alþingi að kaupgjaldsvísitalan yrði helminguð og kjarasamningar þar með skertir. Einhverjum kann að þykja áhyggjur vegna yfirvofandi atvinnuleysis óraunhæfar á góðæris- tímum. Þess vegna er ekki úr vegi að rifja upp það atvinnuleysi, sem hér varð á árunum 1968 og 1969. Efnahagsáföllin á árunum 1967 og 1968 voru að meginefni til tvíþætt. Annars vegar varð hrun á síldveiðunum og hins vegar hrun á afurðaverði erlendis. Til viðbótar gætti nokkurrar sölutregðu á þýðingarmikl- um útflutningsafurðum. Þetta ástand varð til á stuttum tíma eftir áralangt góðæri. Fyrstu merki versnandi atvinnuástands komu fram sumarið 1967 í styttingu vinnutíma og erfiðleikum skólafólks við að fá sumarvinnu. í febrúar 1968 komtil atvinnuleysis í raun. Þann mánuð voru 1500 manns skráðir atvinnulausir og var það um 2% af mannafla. Um vorið og sumarið batnaði atvinnuástand nokkuð en versnaði á ný, þegar líða tók á árið og í árslok 1968 nam atvinnuleysi um 3% af mannafla. í lok janúarmánaðar 1969 varð atvinnuleysið mest, en þá voru um 5500 manns atvinnulausir eða um 7% af mannafla. Þá gætti að vísu áhrifa sjómannaverkfalls en eftir að það leystist minnkaði atvinnuleysi niður í 1—1 xk% af mannafla. Síðari hluta ársins jókst atvinnuleysi enn og í desemberlok það ár voru um 2500 manns atvinnulausir eða um 3,2% af mannafla. Meðalfjöldi skráðra atvinnuleysingja á árinu 1969 nam um 2,5% af mannafla eða um tvöfalt fleiri atvinnulausir á því ári en 1968. Til þess að gefa skýra mynd af atvinnuástandinu á þessum tíma ber að geta þess, að um 250—300 manns fóru til starfa erlendis, aðallega byggingarmenn en samdráttur í byggingariðnaði á milli áranna 1967—1969 nam um 20%. Á þessum árum jókst greiðsla atvinnuleysisbóta stórlega. í tölum þeirra tíma voru greiddar 1967 um 7,8 milljónir í atvinnuleysisbætur. Ári síðar var sú upphæð komin í 28 milljónir og 1969 í 124,3 milljónir. Þessar tölur má a.m.k. tífalda, ef ekki tólffalda, til þess að fá hugmynd um núgildi þeirra og verður þá ljóst, að á árinu 1969 hafa verið greiddar í atvinnuleysisbætur í núgildandi verðmæti peninganna, um 1200—1500 milljónir króna og mundi vafalaust mörgum þykja nóg um. Til þess að ráða bót á atvinnuleysinu var skipuð atvinnumálanefnd ríkisins og atvinnumálanefndir kjördæmanna og höfðu þær yfir nokkru Tjármagni að ráða til þess að örva atvinnulíf. Þessar staðreyndir eru rifjaðar hér upp til þess að minna menn á, að atvinnuleysi er ekkert grín og hefur þó ekki verið fjallað um atvinnuleysi af því tagi, sem hér ríkti fyrir stríð. Atvinnuleysið 1968 og 1969 varð vegna aflahruns og verðfalls. Slíku er ekki til að dreifa nú. En við erum á góðri leið með að leggja svo mikinn kostnað á atvinnuvegi okkar, að þeir geta ekki lengur selt vörur til útlanda á því verði, sem nauðsynlegt er til að standa undir þessum kostnaði. Þess vegna er hætta á stöðvun þeirra og þar með atvinnuleysi. Þetta er ástæðan fyrir atvinnuleysi í Danmörku og Svíþjóð, sem nú er raunar einnig að skjóta upp kollinum í Noregi. Ríkisstjórn, sem hefði flotið sofandi að feigðarósi og látið atvinnuleysi verða til án þess að hreyfa legg eða lið til að koma í veg fyrir það, hefði verið stórlega gagnrýnisverð, svo ekki sé meira sagt. Ríkisstjórn sú, sem nú situr er gagnrýnd fyrir margt. En við skulum láta hana njóta sannmælis. Hún hefur a.m.k. gert sitt til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Og takist það verður það ekki verkalýðsforingjunum að þakka Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Urslitii mér styrkur í kosninc áttunni sem framund Birgir ísleifur Gunnarsson Ólafur B. Thors Albert Guðmundsson Davíft Oddsson Magnús L. Sveinsson • Ánægður með þátttökuna Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri sagði um prófkjörið: „Eg er mjög ánægður, hve mikil þátttaka varð í þessu prófkjöri. Hún varð meiri en í nokkru öðru prófkjöri, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur efnt til og tel ég að það beri vott um áhuga stuðningsmanna flokksins i þeim borgarstjórnarkosningum sem í hönd fara. Þá vil ég þakka þeim mörgu, sem mig studdu í prófkjörinu. Þessi stuðningur er mér styrkur í þeirri kosningabaráttu sem framundan er og einnig er mér hann styrkur i mínu starfi, að fá slíkt traust sem úrslitin fela í sér. Ég vil jafnframt þakka þeim mörgu flokksmönnum, sem stóðu að því að vinna við framkvæmd prófkjörsins. Prófkjör sem þetta er mikil vinna, sem öll var unnin í sjálfboðavinnu." • Mun vinna eins vel og ég get fyrir Reykjavík Ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar, sagði: „Ég er þakklátur öllum þeim, sem kusu mig, þakklátur öllum þeim, sem af eigin hvötum unnu fýrir mig og mig langar til þess á þessu þriðja kjörtímabili mínu, sem hefst við næstu kosningar, að vinna fyrir Reykjavík eins vel og ég get. Um listann að öðru leyti vil ég segja, að ég er mjög ánægður með það að borgarstjóri skuli leiða okkur nú áfram eins og áður. Ég held að það skipti ekki máli, hvað menn heita á meðan þeir vilja og ætla sér að vinna með honum.“ •Borgarstjórinn hefur traust borgarbúa Albert Guðmundsson, borgar- fulltrúi og alþingismaður sagði: „Ég er mjög ánægður með það, hve þátttakan í þessu prófkjöri varð góð og þykir mér vænt um, hve borgarstjóri kom sterkur út úr prófkjörinu. Þaö sýnir að hann hefur traust borgarbúa. Ég er og þakklátur öllum þeim, er studdu mig. Það fylgi, sem ég fæ nú, er sambærilegt við það, sem ég fékk í prófkjörinu til alþingiskosninga í nóvember. Að öðru leyti vil ég óska öðrum frambjóðendum til hamingju með árangurinn. Vona ég að við njótum áfram trausts borgar- búa.“ • Sigur fyrir ungt fólk Davíð Oddsson borgarfulltrúi sagði: „Ég er mjög ánægður með þessi úrslit. I fyrsta lagi er þátttakan mjög góð og ég vona að hún bendi til þess að Reykvíkingar ætli að standa vörð um traustan meiri- hluta í borgarstjórn. Sjálfur er ég mjög ánægður með það traust, sem mér var sýnt. Tel ég niðurstöðuna vera góðan sigur fyrir mig og ungt fólk innan Sjálfstæðisflokksins, sem sýnir að flokkurinn er óragur við að skipa ungu fólki í forystusveitir sínar. Auðvitað er ég ánægður með að borgarstjór- inn kemur sterkur út — eins og hann á skilið. Ég vil svo að lokum þakka stuðningsfólki mínu, ungum sem öldnum, það brautargengi, sem það hefur veitt mér. Einkum var það ungt fólk sem studdi mig vel og drengilega með líflegri kosn- ingabaráttu og skemmtilegri. Er ég öllu því góða fólki þakklátur." • Vona að sjálf- stæðisfólk fylgi úrslitunum eftir Magnús L. Sveinsson borgar- fulltrúi sagði: „Ég er mjög ánægður með að hafa færzt upp um eitt sæti og hlotið fimmta sætið. Mér er efst í huga þakklæti til alls þess fjölda fólks sem veitti mér stuðning og lagði fram vinnu til þess að tryggja kosningu mína. Mér lízt vel á þennan lista út af fyrir sig. Hann er að mestu leyti svipað skipaður og síðast. Breyting hefur orðið á röðun innbyrðis, en í heild er listinn hinn sami og sýnir svipaða breidd og við síðustu kosningar. Sá listi skilaði okkur 9 borgarfulltrúum og ég vona því að listinn eins og hann birtist úr þessu prófkjöri skili okkur góðum árangri í kosningunum. Þátttakan sjálf er mjög góð og sýnir það að vilji kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Ummæli í ritstjórnar- grein í Þjóðviljanum dæmd dauð og ómerk NÝLEGA féll í Hæstarétti dómur í máli þriggja aðstandcnda undirskriftasöf nunarinnar „V arið land“. þeirra Jónatans Þórmunds- sonar, Þórs Viihjálmssonar og Ragnars Ingimundarssonar gcgn Svavari Gestssyni ritstjóra og ábyrgðarmanni Þjóðviljans. Jónatan, Þór og Ragnar höfðu skotið málinu tii Hæstaréttar og gert kröfu um að tiltekin ummæli í Þjóðviljanum yrðu dæmd dauð og ómerk, Svavar Gestsson yrði dæmd- ur í refsingu, hann yrði dæmdur til að greiða hverjum um sig 50 þúsund krónur í miskabætur, hann yrði dæmdur til að greiða málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti og að loks yrði hann dæmdur til að greiða 25 þúsund krónur til þess að kosta birtingu dóms í opinberum blöðum og séð yrði um að væntanlegur dómur yrði birtur í Þjóðviljanum strax eftir uppkvaðningu. Svavar Gestsson krafðist sýknu og jafn- framt krafðist hann þess að þrír fyrrnefndir menn greiddu honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. í dómi Hæstaréttar segir svo m.a.: „Gagnáfrýjandi ber sem ábyrgðar- maður dagblaðsins Þjóðviljans ábyrgð á hinum átöldu ummælum, sem birtust í ónafngreindri rit- stjórnargrein í 68. tbl. blaðsins, er út kom 22. marz 1974. Ummælin beinast ótvírætt að aðaláfrýjendum, en þeir eru allir prófessorar og voru í hópi þeirra 14 manna er stóðu að áskriftarsöfnun Varins lands^.Um- mælin þykja ótilhlýðileg og ber skv. 1. mgr. 241 gr. alm. hegningarlaga áð ómerkja þau. Hins vegar þykja þau hvorki geyma refsiverðar móðganir né aðdróttanir í garð aðaláfrýjenda. Þar sem niðurstaðan er sú, að gagnáfrýjandi hafi eigi gerzt sekur um refsiverðar ærumeiðingar gagn- vart aðaláfrýjendum verður krafa þeirra um miskabætur ekki tekin til greina né heldur krafa um greiðslu til þess að kosta birtingu dómsins. Samkvæmt 22. gr. 1. 57/1956 ber að taka til greina kröfu aðaláfrýj- enda um að dómur þessi verði birtur í heild í fyrsta eða öðru tölublaði Þjóðviljans sem út kemur eftir birtingu dómsins. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um að gagnáfrýjandi greiði aðal- áfrýjendum 50.000 kr. í málskostnað í héraði, en rétt þykir að málskostn- aður í Hæstarétti falli niður. Dómsorð: Akvæði hins áfrýjaða dóms um ómerkingu ummæla og um málskostnað skulu vera óröskuð. Birta skal dóm þennan í fyrsta eða öðru tölublaði Þjóðviljans sem út kemur eftir birtingu dómsins. Málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.