Morgunblaðið - 12.03.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978
37
Boliingarvik:
Kaupgjaldslið-
um kjarasamn-
inga sagt upp
Á FUNDI í Verkalýðs- og sjó-
mannafélaKÍ Bolungarvíkur
þann 25. febrúar s.l. var sam-
þykkt að segja upp frá og með 1.
marz 1978 kaupgjaldsákvæðum
kjarasamninga landverkafólks. Á
fundinum var og samþykkt álykt-
un um kjaramálin og segir m.a.
í henni. að fundurinn mótmæli
harðlega þeirri ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar og meirihluta Al-
þingis að breyta með lagaboði
gildandi kjarasamningum
verkalýðshreyfinKarinnar sem
ríkisstjórnin sjálf stóð að á s.l.
ári. segir í frétt frá Verkalýðs- og
sjómannafélagi Bolungarvikur.
Þá mótmælir fundurinn harð-
lega þeirri kjaraskerðingu, sem
þessi ákvörðun meirihluta Alþing-
is hefur í för með sér fyrir alla
launþega í landinu, kjaraskerð-
ingu sem verkalýðshreyfingin
hlýtur að svara með harðri bar-
áttu, til að endurheimta það, sem
af henni hefur verið tekið með
lagaboði, segir að lokum í frétt
félagsins.
Teng formaður
Framvarða-
fylkingarinnar
Tókýú. 8. marz. AP.
TENG Hsiao-ping var í dag
kjörinn formaður Sameinuðu
framvarða fylkingarinnar á
lokadegi fimmtu Ráðgjafar-
ráðstefnu alþýðunnar.
I Sameinuðu framvarða fylk-
ingunni eru ókommúnistískir
menntamenn, fulltrúar minni
kynþátta, Kínverjar búsettir í
öðrum löndum og kínverskir
stjórnmálamenn. Hlutverk fylk-
ingarinnar er að fylgja eftir
áætluninni sem þjóðarþingið
samþykkir.
KLUBBUR
HOLLyWOOD
Hollywood-drottning
kvöldsins
í kvöld verða valdar 3 stúlkur til
viðbótarí undankeppni.
Sigurvegarinn tekur þátt í keppninni
um titilinn Unga kynslóðin '78
sem fram fer á Hótel Sögu 18. marz.
Ferðaáætlun
UIKLÚBBS 32 kynnt
tf i Fararstjórarnir Þórhallur Sigurðsson
^(Laddi) og Magnús Kjartansson rifja
upp endurminningar frá liðnu sumri í
léttum dúr.
Opið í dag
kl. 12—2.30 og á
kvöldin frá kl. 19.00.
Glæsilegur ódýr matseðill
Réttir við allra hæfi.
FJÖLMENNUM í
HOLLy WOBB
Nýr staður — Nýtt andrúmsloft.
Allir velkomnir
INGÓLFS-CAFÉ
Bingó í dag kl. 3
Spilaðar verða 11 umferðir
Borðapantanir í síma 12826