Morgunblaðið - 12.03.1978, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.03.1978, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. MARZ 1978 45 JU ^ 7S VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI ballett hérlendis og reyna að fá smá umræðu um hann, t.d. í dálkum Velvakanda. Það vita það allir hversu fáar sýningar eru hér á ballett og dansarar okkar sem ná langt á þeirri braut verða að leita utan eftir störfum, því ekki haldast þeir í þjálfun í aðgerðar- leysinu hér á því sviði. í alvöru ballettum erlendis eru kannski 2—3 sýningar á viku, en hérna eru þær e.t.v. 2—3 á ári og sér hver maður að slíkt er ekki nóg. Það sýnir sig líka að ballett á sér marga aðdáendur hérlendis, þeir fylla næstum margar sýningar þá sjaldan þær eru. Einnig má vekja athygli á því að fyrir stuttu hlaut einn dansari listamannalaun, Auður Bjarna- dóttir, og hlýtur að vera í því fólgin nokkur .viðurkenning fyrir listdans í heild, en ekki aðeins fyrir viðkomandi verðlaunahafa. Vel má vera að dansari haff hlotið listamannalaun áður og er það vel, og gera má meira af því að veita þeim þau, innan um 10—20 bók- mennta- og tónlistarmenn, án þess að ég sé nokkuð að rýra þeirra framlag til listarinnar. Segja má að nokkur vakning verði öðru hverju um málefni íslenzks balletts og eiga e.t.v. þessar heimsóknir íslenzku dans- aranna sem starfa erlendis, sinn þátt í þeirri vakningu. En má ekki spyrja hvort ekki sé hægt að hafa þetta eins og með skákina, að bjóða nokkrum einstaklingum sem náð hafa langt á þessu sviði að taka að sér störf á vegum ríkisins, störf er miða að því að rækta hér upp ballettflokk, sem eftir nokkurra ára þjálfun og vinnu gæti starfað rétt eins og atvinnu- leikhús af minni gerðinni. Islenzki dansflokkurinn er vegleg byrjun í þessa átt og það þarf að gefa honum fleiri tækifæri til að koma sér á framfæri, fleiri tækifæri til að sýna hvað í honum býr og er ég þá viss um að vegur hans eykst mjög. En ég held sem sagt að einnig þurfi að kynna ballett meira, þ.e. ekki nægir aö dansar- arnir sjálfir og einir sinni þessari listgrein heldur verða fleiri að koma þar til hjálpar. Ballettunnandi.“ Byggingamenn Múrhúðunarnet fyrirliggjandi frá Bekaert í Belgiu, sér- hannað fyrir íslenskar kröfur. Verð pr. rúllu 1 1 890 — 50 Im. cSþ Nýborg ÁRMÚLA SÍMI 85090 — 86755. H Þessir hringdu . . Skotfimi ekki hættuleg Skotfimur. — Mér finnst hafa borið á því að menn eru gífurlega hræddir við allt sem snertir byssur og skotfimi. Ekki má heyra né sjást talað eða skrifað um skotkeppnir eða byssuleyfi, eða hver veit hvað, öðruvísi en fram komi gífurleg hræðsla og uggur um að nú eigi bara svo gott sem að kála öllu lífi í margra tuga km radíus. Þetta finnst mér bera svo mikinn vott um þekkingarskort á þessum málum og ég má til með að verja skotfimina og það að menn geti fengið að eiga sínar byssur og fara með þær, hvort heldur er til gamans eingöngu eða til að veiða sér til matar, sem að vísu er nú sport hjá flestum einnig. Til gamans má geta þess að skot (byssukúla) sem fer 200 metra leið í skotmark t.d. í gegnum þunna fjöl eða skotskífu, dettur niður við skífuna og má tína þar upp kúlurnar rétt við skotmarkið. Það er því engin hætta á að slíkt skot meiði einn eða neinn, það SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum 1976 kom þessi staða upp í skák þeirra Lerners, sem hafði hvítt og átti leik, og Mukhins. Árshátíð Viðeyingafélagsins Árshátíö félagsins veröur í Snorrabæ, laugardag- inn 18. þ.m. og hefst meö boröhaldi kl. 19:00. Margt veröur til gamans gert. Aögöngumiðar fást hjá eftirtöldum aöilum: Bókaútgáfan Örn og Örlygur, sími 25722. Kristjana Þóröardóttir, sími 23085. Ástfríður Gísladóttir, sími 36192. Aóalheiöur Helgadóttir, sími 37382. Erla Júlíusdóttir, sími 52269. EHert Skúlason, sími 92-1880. Látió vita tímanlega um Þátttöku og mætiö stundvíslega. • Videyingafélagið. myndi bara hrökkva af honum strax. Þá vil ég einnig nefna það í leiðinni að mér finnst að endurskoða þurfi byssulöggjöfina að miklu leyti og taka þar inn ný ákvæði, sem eiga betur við í dag. 32. Rc5+!! Svartur gafst upp. 32 ... bxc5? og 32 ... Rxc5? yrði svarað með 33. Bc4 mát og eftir 32 ... Dxc5+, 33. Bxc5 — Rxc5, 34. Bxe8 væri frekari barátta af hálfu svarts tilgangslaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.