Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978
4400
þreyttu
samræmd
- próf
UM 1100 skólancmar Kcnjíust
undir samræmd próf í cfsta
bckk grunnskóla nú fyrir
skiimmu. Allir ncmendur
þurftu að þreyta próf í ís-
lcnzku. stærðfræði. tungumál-
um samfclanstírcinum cða
rauntírcinum. þ.c.a.s. að visst
val cr þó innan bæði stærð-
fræði og íslenzku. og í tungu-
málum má vclja milli cnsku ok
dönsku en síðan vcrða ncm-
cndur að velja á milli samfc-
latístírcina (landafræði og
sííku) cða raunttreina (eðlis-
fra-ði ok líffræði).
Að söfin Ólafs Proppé hjá
skólarannsóknum eru úrlausnir
nú að berast inn o« eru prófin
síðan skoðuð af starfshópi
prófdómara á vegum skóla-
rannsókna en fara að því búnu
í tölvuvinnslu til að fá megi
vissar tölfræðilet;ar upplýsinjí-
ar um niðurstöðurnar. Ólafur
saKði að unnt yrði að senda
prófin aftur í skólana áður en
sex vikur væru liðnar frá því að
þau fóru fram.
Grásleppu-
vertíð hafin
GRÁSLEPPUVERTÍÐ hófst
norðaustanlands 10. marz s.l.
og lötíðu þá marttir net sín.
Morgunblaðið fékk þær upp-
lýsinttar hjá Þórði Eyþórssyni í
sjávarútvetísráðune.vtinu í gær
að beiðnir um grásleppuleyfi
streymdu nú til ráðuneytisins.
Þórður kvaðst ekki hafa tekið
saman fjölda beiðna en sér
virtist þó að færri ætluðu að
stunda grásleppuveiðar á þessu
vori en í fyrra. Grásleppuveiðar
hefjast venjulega fyrst norð-
austanlands en seinna annars
staðar á landinu.
Lausnin
fyrir
vikulok?
STÖÐUGT er unnið að könnun
á vandamálum fiskvinnslunnar
í Vestmannaeyjum og á Suður-
nesjum, að því er Einar Ingva-
son, aðstoðarmaður sjávarút-
vegsráðherra, sagði í samtali
við Mbl. í gær. Kvaðst hann
vonast til að einhverjar niður-
stöður lægju fyrir áður en þessi
vika væri á enda.
Svanur og
Fridrik í
Stykkishólmi
Stykkishólmi, 13. marz —
Lúðrasveitin Svanur kom í
hcimsókn til Stykkishóims í
síðastliðinn laugardag ásamt
unglingahljómsvcit. scm starf-
ar innan vébanda sveitarinn-
ar. Lcku hljómsveitirnar fyrir
fullu húsi í hinu nýja félgs-
heimili ásamt Lúðrasvcit
Stykkishólms. sem tók á móti
gestunum. Er þetta í þriðja
sinn. scm Lúðrasveitin Svanur
kcmur í hcimsókn hingað.
Stjórnandi hcnnar. Sæbjörn
Jónsson. hóf sinn lúðrasveitar-
fcril í Lúðrasvcit Stykkis-
Framhald á bls. 31
Slippstöðinni
Tefst frá veiðum vegna bilunar
Akurevri, 13. marz —
SLIPPSTÖÐIN h.f. afhenti á
laugardaginn nýjan skuttogara.
Óskar Magnússon AK 177, eig-
endum. scm cru (itgerðarfélag
Vcsturlands h.f. Framkvæmda-
stjórar (itgerðarfélagsins eru
Þórður Óskarsson og Guðmundur
Pálmason.
Togarinn er'499 brúttórúmlestir.
Mesta lengd skipsins er 50,64
metrar og breidd 9,5 metrar. Það
er búið fullkomnum búnaði til
veiða með botnvörpu og nót, og
lestar eru útbúnar til geymslu og
flutning á loðnu eða á fiski í
kössum. Ibúðir eru fyrir 16 menn,
skipstjóraíbúð, 5 eins manns
klefar og 5 tveggja manna klefar.
Skipið er systurskip Guðmundar
Jónssonar GK, en er þó með
allmörgum breytingum og endur-
bótum.
Akveðið var að Óskar Magnús-
son héldi til veiða síðdegis á
laugardaginn, en í reynsluferð
kom fram smávægileg bilun í dælu
við gír, sem drífur vindur skipsins
og fleira, þannig að nokkrir dagar
munu líða þar til gert hefur verið
við þessa bilun. Á morgun er von
á sérfræðingi frá framleiðanda
dælunnar í Noregi og mun þá
strax yerða hafizt halda um
viðgerðina.
- Sv. P.
Góðviðri sunnan-
lands en bylur nyrðra
Síðastliðinn laugardag varð það óhapp á ísafirði, að bifreið rann
til á veginum í Eyrarhlíð við svokallaðan „götuhalla“ með þeim
afleiðingum að hún fór út af og stakkst í snjóskafl. Litlar
skemmdir munu hafa orðið á bílnum. — Ljósm.i ÚÁ.
NORÐANÁTT var um land allt í
gær með snjómuggu og sums
staðar byl norðanlands, en björtu
og fögru veðri sunnanlands.
Miðað við árstíma var þó færð
með hetra móti á landinu.
Samkvæmt upplýsingum vega-
eftirlits Vegagerðar ríkisins var
Ríkísútgjöld og skatt-
tekjur minnka miðað
við þjóðarframleiðslu
Minnsta frávik ríkisreiknings frá
fjárlögum síðastliðin 7 ár
SAMKV/EMT bráðabirgðatölum
ríkisbókhalds um afkomu ríkis-
sjóðs á árinu 1977 kemur í Ijós.
að hcildarhlutfall ríkisútgjalda
af vcrgri þjóðarframleiðslu lækk-
aði milli áranna 1976 og 1977 um
0.2 prósentustig. Á árinu 1977
var þctta hlutfall 27.2%. en var
árið áður 27.4%. Þar af voru á
árinu 1977 framlög til almanna-
trygginga og niðurgreiðslna
8.3%. þannig að útgjöld að
frátöldum framlögunum voru
18.9% aí vcrgri þjóðarfram-
leiðslu. Árið áður höfðu framlög
til almannatrygginga og niður-
grciðslna vcrið 10%.
Heildarútgjöld ríkisins miðað
við þjóðarframleiðslu hafa ekki
verið jafnlág frá árinu 1972, en þá
voru þau 26,771, 1974 voru þau
’29,6'7r, 1975 31,4% , en fóru síðan
dvínandi eins og áður er getið.
Hlutfallsleg lækkun framlaga til
almannatrygginga og niður-
Forysta
Framsóknar
kjörin í dag
FLOKKSÞING Framsóknar
flokksins hófst um helgina. I gær
störfuðu nefndir og var þess
vænzt, að almennar umræður, sem
fresta varð á sunnudagskvöld. Átti
þá einnig að taka til afgreiðslu hin
ýmsu mál. I dag árdegis er ráðgert
að forysta flokksins verði kjörin,
en kjörnefnd miðstjórnar vann að
undirbúningi þess í allan gærdag
og átti að skila tillögum klukkan
18.
greiðslna á árinu 1976 var að
mestu leyti vegna þess, að dregið
var úr niðurgreiðslum auk þess
sem fjölskyldubætur hurfu þá
endanlega úr reikningum trygg-
ingakerfisins. Á árinu 1977 var
kostnaður við ríkisspítalana
greiddur beint úr ríkissjóði, en var
áður færður sem framlag til
sjúkratrygginga og var því með-
talinn í framlögum til almanna-
trygginga.
Skatttekjur hins opinbera sem
hlutfall af vergri þjóðarfram-
leiðslu hafa minnkað undanfarin
þrjú ár, samkvæmt áðurnefndum
upplýsingum. Samkvæmt bráða-
birgðatölum 1977 voru þær 33,3%
en 34,3% árið 1976 og 34,8% árið
1975. Hefur stöðug stigandi verið
í þessum lið allt frá árinu 1969, er
þetta hlutfall var 28,9%.
Þá kemur fram, að greiðslu-
grunnur fjárlaga og ríkisreiknings
hefur ekki í mörg ár verið eins
líkur, þ.e.a.s. munur á fjárlögum
og reikningsins er nú 10,2%, sem
reikningurinn fer umfram fjárlög.
Árið 1977 fór hann 16,1% yfir
fjárlög, 1975 21,6%, 1974 37,1%,
1973 15,3%, 1972 10,3%, 1971
20,0%, 1970 12,2% og 1969 8,6%.
fært frá Reykjavík vestur um
Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali.
allt í Reykhólasveit. Frá Patreks-
firði var í gær ófært um Kleifa-
heiði. en verið var í gær að moka
snjó af llálfdán á milli Bíldudals
og Patreksfjarðar. Þungfært var
orðið. en þó fært stórum bflum
frá Þingeyri til Flateyrar. Ófært
var um Botnsheiði og Breiðdals-
heiði. cn fært var frá Bolungar-
vík til ísafjarðar og þaðan inn í
Súðavík.
Greiðfært var norður um Holta-
vörðuheiði og stórum bílum var
fært norður til Hólmavíkur. Þar
var í gær norðaustan-bylur og
orðið ófært norðan Hólmavíkur.
Greiðfært var austur um Húna-
vatnssýslur í Skagafjörð, en ófært
var til Siglufjarðar. Þar var í gær
norðaustan-bylur. Fært var hins
vegar til Akureyrar, en ófært var
í Ólafsfjarðarmúla og slæmt veður
var í Suður-Þingeyjarsýslu. Þó var
fært milli Húsavíkur og Akureyr-
Framhald á bls. 30.
Dagný
seldi í Hull
TOGARINN Dagný frá Siglufirði
seldi 112 tonn af fiski í Hull í
gærmorgun, þar af voru 100 tonn
þorskur. Fyrir aflann fengust
tæplega 55 þúsund sterlingspund
ea 26,6 milljónir íslenzkra króna.
Meðalverð var 238 krónur fyrir
kílóið.
„Hefur aldrei gerzt áður
að við værum ekki búnir
að fá loðnu um miðjan marz”
— segir Jónas á Kletti í samtali við Mbl.
— ÞESSI hegðun loðnunnar
hcfur svo sannarlcga komið sér
illa fyrir okkur. Það hcfur
aldrci gcrzt áður að við höfum
ckki verið búnir að fá loðnu um
miðjan marzmánuð. sagði Jón-
as Jónsson forstjóri Sfldar og
fiskimjölsverksmiðjunnar á
Kletti í samtali við Mbl.
Eins og fram hefur komið í
fréttum hafa loðnugöngurnar að
þessu sinni hagað sér mjög óiíkt
því sem þær gera venjulega.
Loðnan hefur gengið óvenju
hægt og fremstu göngurnar eru
ekki komnar nema að Stokks-
nesi núna og hafa verið þar í
tæpan hálfan mánuð. í fyrra
voru fremstu göngurnar komnar
að Reykjanesi.
Vegna þessa skiptist loðnan
allt öðru vísi á hafnir landsins
en á fyrri vertíðum. Austfjarða-
hafnir hafa fengið mun meira af
loðnu en áður og verður þetta
væntanlega metvertíð hjá þeim
flestum. Faxaflóahafnirnar fara
verst út út úr þessu, og minna
hefur borizt af loðnu til Vest-
mannaeyja. Fyrsta loðnan barst
til Faxaflóahafna á fimmtudag-
inn og sáralitlu hefur verið
landað í Reykjavík ennþá. I
fyrra kom fyrsta loðnan til
Reykjavíkur 20. febrúar og á
þessum tíma var búið að taka
við 21 þúsund lestum af loðnu í
Reykjavík.
Að sögn Jónasar
Jónssonar hefur loðnu fyrst
verið landað í Reykjavík í
byrjun febrúar. Var það árið
1976. Hann sagöi ennfremur að
yfirstandandi vertíð minnti sig
töluvert á vertíðina 1970 en þá
gekk loðnan aldrei lengra en
rétt vestur fyrir Vestmannaeyj-
Framhald á bls. 36