Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 11 Pit'rro-Provoyeur (til hæjjri). for- stöðumaður ChaKallsafnsins í Nissa. som holdur fyrirlosturinn í franska bókasafninu. Fyrirlest- «r um Marc Chagall PIERRE Provoyour. forstöðu- maður Chagall-safnsins í Nissa. holdur fyrirlostur á vegum AIli- anco Francaiso í kvöld þriðjudag- inn 11. mars kl. 20.30 í franska bókasafninu. Laufásvegi 12. Fyrirlesturinn fjallar um rúss- nesk-franska listamanninn Marc Chaííall og hið nýja Chagall-lista- safn í Nissa, sem stofnað var að tilhlutan André Malraux, fyrrver- andi menntamálaráðherra Frakka. Safninu var ætlað að hýsa um 450 verk trúarlegs efnis sem Chagall ánafnaði franska ríkinu. Chagall-safnið byrjaði starfsemi sína árið 1973 og Provoyeur hefur frá upphafi unnið að skipulagn- ingu og uppbyggingu þess í nánu samstarfi við Marc Chagall og arkitekt safnsins. Með fyrirlestrinum, sem fluttur verður á frönsku, verða sýndar litskyggnur af verkum Chagalls og safninu. Félög íslendinga í Uppsölum stydja kröfur um fullar verdbætur Fundir Islendingafélagsins í Uppsölum og Uppsaladeildar SINE í lok síðasta mánaðar hafa fordæmt árásir atvinnurekenda og ríkisvalds þeirra á verkalýð, eins og segir í frétt frá félögunum. „Fundirnir lýsa yfir fullum stuðningi við réttlátar kröfur verkafólks um fullar verðbætur á iaun og að staðið verði við gerða samninga. Fundirnir fordæma einnig harðlega þær hörkulegu árásir sem námsmenn hafa orðið fyrir á síðustu mánuðum". Prófessorinn kominn fram Austur-Berlín, 10. marz. Reuter. NÁINN samstarfsmaður aust- ur-þýzka forsætisráðherrans Willi Stophs og mikilvægur erindreki í samningaviðræðum við Vestur-Þjóðverja kom í leitirnar í Austur-Berlín í dag, átta vikum eftir að hann hvarf á dularfullan hátt eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag. Prófessorinn, Hermann von Berg, skýrði blaðamönnum frá því að hann hefði farið í ferðalag til ótilgreinds kommúnistaríkis í miðjum janúar og hefði snúið aftur á miðvikudag. Lionsklúbbur gefur skiðalyftu SÍÐASTLIÐINN laugardag afhenti stjórn Lionsklúbbs Önundaríjarðar íþróttafélag- inu Gretti og ungmennafélag- inu Önundi skíðalyftu að gjöf. Lyftunni hefur verið komið fyrir í Hólslandi um það bil þrjá kílómetra innan við Flat- eyri. Skíðalyftan, sem getur orðið allt að 660 metrar að lengd, var keypt frá Frakk- landi og er heildarkostnaður við kaup og uppsetningu lyft- unnar nálega fjórar milljónir króna. Lionsklúbbur Önundarfjarð- ar hefur aflað fjár til skíða- lyftunnar með ýmsum hætti, en drýgst tekjulindin hefur verið sjóróðrar um helgar. Stjórn Lionsklúbbs Önundarfjarðar skipa nú Guð- mundur Jónsson formaður, Aðalsteinn Vilbergsson ritari og Böðvar Gíslason gjaldkeri. — Fréttaritari. Formaður Lionsklúhhs Önundarfjarðar. Guðmundur Jónsson. flytur ávarp við afhcndingu skíðalyftunnar. Moð honum á myndinni (t.h.) or ritari klúhhsins. Aðalstoinn Vilborgsson. SHARP sem Nýja sambyggða settið frö er ótrúlega fullkomið og verðið getur enginn boðiö betur. 4 útvarpsbylgjur, LW/MW/SW/FM og FM stereo, - magnari - stereo. Kasettuband með sjðlfieitara OAPSS - Sjölfvirkur plðtuspilari - 2 hðtalarar. Nýja sambyggða Œ settið hentar allri fjölskyldunni. Þar sem allt er sambyggt (útvarp, spilari og segulband) fer litið fyrir þeim, en gœðin eru samt mikil. H settið er uppfullt af tœkninýjungum, sem.ekki er hœgt að skýra í stuttu möli. SHARP Komið, skoðið og hlustið - Þið sjðið ekki eftir þvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.