Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 7 Réttindi og skyldur Minnihluti mannkyns nýtur þcirra lýðræðis- Icku rcttinda að kjósa — í frjálsum og leyni- legum kosningum — sveitarstjórnir og þjóð- þing. cr stýra samfé- Íagsmálum þcgnanna og sctja lög, sem lönd skulu byggð með. ís- lcndingar eru í hópi þess minnihluta þjóða heims, sem býr við lýð- ræði og þingræði. Það eru tvennar kosningar framundan. Aðeins rúmir 2 mánuð- ir til bæjar- og sveit- arstjórnarkosninga og góðir 3 mánuðir til þingkosninga. Þessar kosningar hafa þegar fyrir nokkru sagt til sín í þjóðlífinu mcð ýmis- legum hætti sem von- legt er og við var að búast. Ekkert er eðlilegra í lýðræðislandi en menn hafi skiptar skoðanir um efnahagsráðstafan- ir af því tagi, sem hér var gripið til nýverið og óneitanlega skertu nokkuð gildandi kjara- samninga varðandi verðbótaákvæði. Þessar ráðstafanir þóttu óhjá- kvæmilegar til að tryggja rekstrargrund- völl útfhuningsgreina þjóðarbúskaparins og atvinnuöryggi í landinu sem og til að koma í veg fyrir nýjan vaxtarkipp verðbólgu, sem senni- lega hefði skert kaup- mátt krónunnar meir en helmingun verðbóta- ákvæða. Þrátt fyrir nauðsyn þessara ráð- staíana. eða annarra hliðstæðra, var, sem fyrr segir, ekkert eðli- legra en það að skoðan- ir yrðu skiptar í svo viðkvæmu máli. Gagn- rýni og mótmæli, innan leikreglna lýðræðis, voru því skiljanleg. Hitt var fyrir neðan allar hellur að grípa til ólöglegra skæruverk- falla, enda mistókust þau á heildina litið. Enginn vafi er á því að pólitísk öfl í landinu hafa á því áframhald- andi áhuga, einmitt með tilliti til tvcggja kosninga sem framund- an eru. að skapa sem mestan óróa á íslenzk- um vinnumarkaði. í ljósi þessa þarf hinn ábyrgari hluti innan launþegasamtaka og meðal þjóðarinnar í heild að halda vöku sinni í vörn um lýðræði og þingræði í landinu, m.a. í þeim tvennum kosningum sem fram- undan eru. Stjórnarandstaðan Allir stjórnarand- stöðuflokkarnir — sem og núverandi forystu- menn þeirra — hafa staðið að efnahagsráð- stöfunum, sem skert hafa kaupgjald með ein- um eða öðrum hætti. Sumir marg oft. Nægir að minna á gengislækk- anir, söluskattshækk- anir og vísitöluafnám vinstri stjórnarinnar síðari, sem og aðgerðir . Alþýðuflokks, bæði í vinstri stjórninni fyrri og viðreisnarstjórn. All- ir stjórnarandstöðu flokkarnir tóku og af- stöðu innan Verðbólgu- nefndar, sem byggði á um eða yfir 10% gengis- lækkun. Bæði Gylfi Þ. Gíslason og Lúðvík Jósepsson hafa oft gagnrýnt gildandi vísi- tölukerfi og sá fyrr nefndi sett fram athygl- is verðar ábendingar um þjóðhagsvísitölu. I ljósi þessa alls verður gagnrýni stjórnarand- stöðunnar á cfnahags- lög ríkisstjórnarinnar innantóm og marklaus. Þeir hafa bæði í orðum og gjörðum fetað sömu slóð. þótt nú séu önnur slagorð viðruð, m.a. vegna kosninganna, sem framundan eru. í trausti þess að fólk horfi hvorki um öxl né fram á veginn. Það „traust" er raunar van- traust á dómgreind al- mennings. Það þarf vissulega að leita langt aftur í þing- sögu þjóðarinnar til að finna aumari og marg klofnari stjórnarand stöðu en þá. er nú rær á kosningamiðin. ef sú leið ber þá nokkurn árangur. Sá klofningur speglast í öllum stjórn- arandstöðu flokkunum innbyrðis, auk þess sem þeir koma sér saman um fátt. utan það að vera á öndverðum meiði á flestum sviðum þjóð- mála. Það má benda á margt sem núverandi stjórn hefur vel gert. þó að miður hafi tekizt í öðrui 1) sigur í land- helgisstríðinu og friðun landhelginnar af er- lendri veiðisókn, 2) ör- yggismálum þjóðarinn- ar var komið í höfn úr óvissu og 3) atvinna hefur verið næg í land- inu þrátt fyrir víðtækt atvinnuleysi í ná- grannalöndum. En í raun þarf ekki að tí- unda árangur stjórnar- innar til að tryggja henni forskot í saman- burði við stjórnarand- stöðuna. Þar nægir lán- leysi stjórnarandstöð- unnar eitt. lítt traust- vekjandi sundrung. til að tryggja vinning stjórnarliðsins. ef mál eru skoðuð ofan í kjöl- inn. Það er og eftirtektar- vert að öll vinstri hers- ingin beinir áróðurs- örvum sínum einkum að Sjálfstæðisflokknum. Enginn angi hennar virðist þó vilja útiloka hugsanlegt stjórnar- samstarf við þann flokk. Þannig viður- kennir hún. jafnvel í áróðri sínum gegn Sjálfstæðisflokknum, að þjóðfélaginu verður ekki til gæfu stjórnað án áhrifa hans. Sú við- urkenning gefur og vís- bendingu um valkost í kosningunum framund- an. Betri yfirsýn yfir reksturinn Addo bókhaldsvélar aðstoða stofnanir og fyrirtæki um allt land við að fylgjast með rekstrinum. Addo er löngu þekkt fyrir gangöryggi, léttan áslátt og hljóðláta vinnslu. Vélarnar má programera fyrir ólíkustu verkefni, svo sem launabókhald, birgðabókhald, viðskiptamannabók- hald, svo eitthvað sé nefnt. Með sjálfvirkum spjaldíleggjara má auka færsluafköst um 40%. Fullkomin þjónusta, kennsla og aðstoð við uppsetningu á bókhaldi ef óskað er. Leitið nánari upplýsinga um verð og gerðir. KJARANHR skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, slmi 24140 Skjalaskápar^ Gömlu gerðirnar — Nýju gerðirnar ★ 6 LITIR ★ SKJALAPOKAR ★ SKJALAMÖPPUR ★ SKIL VEGGIR ★ TOPPLÖTUR: EIK — ★ NORSK GÆÐAVARA LAMINAT E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHPAUNI 5 HAFNARFIRÐI SIMI 51888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.