Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978
13
Hér er um nær ársneyslu
landsmanna að ræða, s.m.k. eftir
því sem var á sl. ári, þar sem
niðurgreiðslur voru aðeins 30% af
smjörverði, miðað við 74%, meðan
mest var, og leiddi því til minnk-
andi neyslu á smjöri.
Enn uggvænlegri horfur eru þó
framundan, þar sem áætlað er, að
smjörbirgðir verði 1600 tonn í
sept. á þessu ári, að grunnverði
4000 milljónir. Það er margt
skrítið í kýrhausnum, svo gripið sé
til gamals máltækis um svo
furðulega framleiðslustefnu, sem
hér hefur viðgengist. Er ekki furða
þótt illa gangi að ná grundvallar-
verði, svo sem sjá má kvartað yfir
í blaðagreinum. Hefur hér ómak-
Jega skipast til um afkomu mjólk-
urframleiðenda, sem margir vinna
hörðum höndum við vinnufreka
framleiðslu og hafa neyðst til að
fljóta með straumnum vegna
stjórnleysis.
Takmarkað eftirlit
með innflutningi
kjarnfóðurs
Innflutningur á tilbúnum fóður-
blöndum er ekki leyfður í ná-
grannalöndum okkar. Þar vilja
bændur og búvísindamenn ráða
sjálfir yfir blöndun fóðursins á
heimavelli. Öðruvísi verður heldur
ekki fylgst tryggilega með gæðum
þess. Sú tilhögun að flytja tilbún-
ar, erlendar fóðurblöndur beint á
hafnir víða um land gerir Fóður-
Jón Ólafsson
eftirliti ríkisins mjög erfitt fyrir
um eftirlit, sem því ber lögum
samkvæmt, enda er það mjög
einskorðað við suðvesturhorn
landsins. . Samkvæmt skýrslum
Fóðureftirlits ríkisins, er fjöldi
sýna, sem ákvarðað hefur verið
næringargildi í, þannig. Til við-
miðunar eru einnig tekin sýni
Graskögglaverksmiðjanna:
1974 1975 1976
Fóðurblöndur 16 0 254
Graskögglar 371 431 495
Framleiðsla graskögglaverk-
smiðjanna var 1976 um 8000 tonn,
en kjarnfóður rúm 70.000'tonn eða
9 sinnum meira. Væntanlega hefur
sýnum kjarnfóðurs fjölgað á sl.
ári, en ekki liggja enn fyrir
skýrslur um það. Tölur fyrri ára
tala þó sínu máli og leiða í ljós það
andvaraleysi, sem verið hefur í
þessum efnum.
Misjafnt hafast
menn að í skrifum
sínum um
landbúnaðarmál
Að undanförnu hefur á ýmsu
gengið í umræðum um mál bænda
í fjölmiðlum. Hvati þeirra skrifa
virðist því miður oft ekki hafa
verið að leysa þann vanda, sem
steðjað hefur að íslenskum land-
búnaði, af víðsýni, með þjóðarhag
fyrir augum, heldur hitt, að lyfta
sér til flugs, sínum hlut til
framdráttar, og þá ýmist fjölmiðli,
rekstri eða eigin frama og vekja
þannig á sér athygli. Þegar slíkar
raddir koma frá þeim, sem telja
verður í hópi bænda, a.m.k. eftir
því sem slíkt hefur verið skilgreint
hingað til, er miður farið. Öðruvísi
verða ekki skrif Gunnars Jóhanns-
sonar á Ásmundarstöðum stað-
færð og eru því ekki verð frekara
svars. Þó kastar fyrir tólfunum,
þegar tekið er að mæla fyrir munn
heils héraðs, en þar hafa aðrir
kvittað fyrir.
í „Tímanum" 2. feb. sl. birtist
grein eftir Hjört E. Þórarinsson
bónda á Tjörn í Svarfaðardal, „Orð
í belg um landbúnaðarmál". Eg vil
ætla, að þá grein vildu margir
bændur ritað hafa, svo og búlaus-
ir, svo málefnaleg og drengilega,
sem þar er á málum haldið. Var
mál að slík grein birtist, og hafi
greinarhöfundur heila þökk fyrir.
Ekki get ég varist, að tíunda
nokkur atriði úr þessari grein,
ekki síst, þar sem þarna ritar
maður, sem gegnt hefur margvís-
legum trúnaðarstörfum fyrir hér-
að sitt í samtökum bænda um
iangt skeið og hefur mikla reynslu
og þekkingu á málefnum þeirra.
Greinarhöfundur leggur mikla
áherslu á, að viðurkenna beri
offramleiðslu á mjólkurvörum, þar
sem hún sé umfram neysluþörf
þjoðarinnar. Þurfi mjólkurfram-
leiðendur að taka í ríkari mæli til
við nautakjötsframleiðslu.
Þá segir orðrétt: „Eins og komið
er markaðsmálum, hafa íslenskir
bændur ekki efni á að veita
akuryrkjubændum á meginlandi
Evrópu þá atvinnu, sem það er að
rækta korn til að framleiða
mjólkina á íslandi og fá því til
stuönings stórar fjárfúlgur úr
opinberum sjóðum E.B.E." Og enn
segir: „Ótakmarkaður aðgangur að
niðurgreiddu, erlendu kjarnfóðri
er ekki blessun fyrir íslenskan
landbúnað, miklu fremur hið
gagnsta'ða. Þetta er sagt m.a. með
það í huga, hvaða áhrif hann
hlýtur að hafa á þá áherslu eða
áhersluleysi, sem bændur almennt
leggja á framleiðslu gæðafóðurs af
eigin jörð, og ennfremurj hvaða
áhrif hann hlýtur að hafa á
grænfóðuriðnaðinn, sem er vaxt-
arbroddur íslensks landbúnaðar“.
Síðar segir ennfremur: „Á þessu
nýbyrjaða ári þarf að snúa vörn í
sókn bæði efnahagslega og siðferð-
islega. En slík sókn stéttarinnar
til bættra og jafnari kjara og
aukinnar virðingar í
þjóðfélaginu mun ekki bera
árangur, nema samtök hennar
sýni að þau hafi sjálf vilja og getu
til að takast a við innri vandamál,
en þar eru framleiðslumálin efst á
blaði. Stéttarsambandið og Fram-
leiðsluráð verða að sýna þrek og
stefnufestu, þó að ósamstillt við-
brögð hinna óbreyttu liðsmanna
geri þeim erfitt fvrir.“
Um virkari
stjórnskipun
landbúnaðarmála
Þarna er ef til vill komið að
kjarna málsins. Margir fulltrúar
bænda hafa fengið kaldar kveðjur,
jafnvel frá statfsbræðrum sínum,
vegna afstöðu sinnar til ýmissa
tillagna samþykktra á fundum
Stéttarsambands bænda.
Þetta hefur ásamt lítt sveigjan-
legum samþykktum fundarins
komið í veg fyrir framkvæmd
nauðsynlegra aðgerða. Einn, eða í
niesta lagi tveir, fundir Stéttar-
Framhald á bls. 33.
Og þar kostar sjálfskiptur bílaleigubíll aðeins 19—23 þúsund krónur í
heila viku. Kílómetragjald er ekkert.
Að lokinni Floridadvölinni er flogið til Bahamaeyja. Þar er dvalið á
Flagler Inn hótelinu á Paradise Island. Þaðan er aðeins 6—8 mínútna
sigling með hótelbátnum til miðborgar Nassau, höfuðborgar eyjanna,
sem jafnframt er miðstöð verslunar og hins fjölbreytta skemmtana- og
næturlífs.
Verðkr. 189.095.-
Brottför 7. apríl. Komudagur 25. apríl.
Upplýsingar og pantanir hjá söluskrifstofu okkar Lækjargötu 2 sími
27800, farskrárdeild, sími 25100, umboðsmönnum okkar um allt land
og ferðaskrifstofunum.
FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR
LSLAJVDS
Flogið verður frá íslandi til sólskinslandsins Florida, um Bahamaeyjar.
Dvalið á Konover — glæsihóteli á sjálfri Miami ströndinni.
Þar er búið í tveggja manna herbergjum með útvarpi, síma, baði,
kæliskáp og litsjónvarpi, þar sem hægt er að velja um margar stöðvar.
Við hótelið er sundlaug og skjannahvít baðströnd sem teygir sig mílu
eftir mílu frá norðri til suðurs þar sem þú getur notið hvíldar og
hressingar í sól og hlýjum ómenguðum sjó.
Frá Konover er hægt að fara í skoðunarferðir til Disney World, sem
telja má eitt af undrum veraldar, Seaquarium, stærsta sædýrasafns í
heimi, Safari Park, þar sem frumskógar Afríku birtast þér ljóslifandi,
Everglades þjóðgarðsins sem á engan smn líka. Og ekki má gleyma
sólbökuðum og litríkum kóralrifjum Florida Keys eða hinum ein-
stæða neðansjávar þjóðgarði á Key Largo.
Einnig er unnt að stunda sjóstangaveiði ásamt ýmsum öðrum íþróttum
á sjó og landi.
Konover Hotel
Hvemig líst þér á
14 daga á Flor ida og 3 á Bahama?