Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 Málverk kunnra lista- manna í matsal BUR BORGARRÁÐ samþykkti nú í vikunni að lána listaverk í eigu borgarinnar til stofnana borgarinnar og m.a. var ákveðið að hengja upp á næstunni málverk í hinum nýja matsal Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar hafði skrifað borgarráð i bréf þar sem beðið var um listaverk að láni í félagsmiðstöð Starfsmannafélagsins og var samþykktin á útlánum borgar- innar í þessum efnum rerð í framhaldi af því bréfi. Brekkugata Hafnarfirði ca. 70 ferm. 3ja herb. efri hæö í tvíbýlishúsi (járnklætt timbur) verð 7.5 millj. útb. 4.3 millj. Langholtsvegur 85 ferm. 3ja herb. kjallaraíbúð í tvíbýlis- húsi., sér inngangur. Laus strax. Verð 8 millj. Útb. 6 milli. Neshagi 85 ferm. skemmtileg 3ja herb. samþykkt kjallaraíbúð í fjórbýlishúsi, sér hiti og sér inngangur. Verð 10 millj., útb. 7 millj. Rauðilækur 90 ferm. falleg 3ja herb. íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi, sér inngangur, sér hiti, Verð 9.5 millj., útb. 6.5 millj. Holtageröi 125 ferm. 4—5 herb. neðri hæð í tvíbýlishúsi. Sér inngangur, sér hiti. Bílskúrsgrunnur. Verð 15 millj., útb. 9 millj. Æsufell 104 ferm. skemmtileg 4ra herb. íbúð með góðum innréttingum, suður- svalir Verð 12. millj., útb. 8 millj. Mjóahlíð hæö — ris falleg 6 herb. íbúð ca. 190 ferm. nýtt gler, nýjar hurðir, góður bílskúr. Verð 22 millj. Arnartangi 100 ferm. endaraðhús (timbur) 4ra herb. fullfrágengin lóð. Laus fljótlega. Verð 13—14 millj Raðhús sér hæð góð sér hæð með bílskúr í austurbæhum óskast í skiptum fyrir pallaraðhús á góðum stað í neðra Breiðholti. Hella skemmtiíegt 127 ferm. einbýlis- hús á einni hæð. bílskýli, fullfrágengin lóð. Skipti á 4ra herb. íbúð á Rvksvæði kemur til greina. Iðnaöarhúsnæði til sölu nýtt 450 ferm. iðnaðar- húsnæði á Selfossi. 6 m loft- hæð. 4500 ferm. lóð er gefur mikla byggingarmöguleika. Grindavík rúmlega fokhelt 125 ferm. einbýlishús á einni hæð, einangrað, með gleri og hita- lögn. Verð 8 millj. Verslun til sölu er verslun á gððum stað í austurbænum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. LAUFÁS GRENSÁSVEGI22-24 (LITAVERSHÚSINU 3.HÆO) SÍMI 82744 KVÖLDSÍMAfi SÖLUMANNA GUNNAR ÞORSTEINSSON I87I0 L. BCNCOMCT ÓtAfSSON LOGf R Á Tvcir félaKar Flughjörgunarsvoitarinnar huga að úthúnaói í Hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps: V andræðaástand í samgöngumálum — óþolandi fyrirkomulag póstflutninga Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi ályktun um samgöngu- mál, sem gerð var á fundi hrepps- nefndar Suðurfjarðahrepps, hinn 28. febrúar 1978: „A fundi hreppsnefndar Suður- fjarðahrepps, Bíldudal, sem hald- inn var 28. febrúar 1978, var gerð svohljóðandi bókun: Hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps ályktar að al- gert vandræðaástand hafi skapast í samgöngumálum byggðarlagsins. Með bre.vttri áætlun Skipaútgerð- ar ríkisins hefur ástand vöru- flutninga breytzt þannig, að aðeins annað strandferðaskipið kemur við á Bíldudal, á suðurleið á 14 daga fresti, en þetta er eini möguleikinn fyrir vöruflutninga til og frá byggðarlaginu, mesta hluta ársins. Hreppsnefndin vítir þessar ábyrgðarlausu breytingar. Þá er algerlega óviðunandi ástand í vegasamgöngum milli Bíldudals og Patreksfjarðar, en sú leið er oft lokuð dögum saman, enda þótt íbúar byggðarlagsins þurfi að sækja læknisþjónustu og að fá mjólk frá Patreksfirði, auk annarrar þjónustu. Er því oft mjólkurskortur af þessum ástæð- um. Þá er óþolandi hvernig póstflutningi er fvrir komið. Póst- ur milli Bíldudals og Reykjavíkur er eingöngu sendur með áætlunár- flugi, sem er milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar. Kemur því oft f.vrir að póstur er viku til tíu daga á leiðinni milli Bíldudals og Reykjavíkur, sökum ófærðar, þrátt fyrir það að beint áætlunarflug sé 'til Bíldudals frá Reykjavík tvisvar í viku, auk annarra ferða. Lýsir hreppsnefndin furðu sinni á að þessar ferðir skulu ekki vera notaðar til póstflutninga. Skorar hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps á stjórnvöld að bæta úr þessu óþolandi ástandi hið bráðasta." hirgðageymslum sveitarinnar. Blómlegt starf Flug- björgunarsveitarinnar AÐALFUNDUR Flughjörgunarsveitarinnar í Reykjavík var haldinn í félags- heimili sveitarinnar í Nauthóls- vík 30. janúar s.l. Ingvar F. Valdimarsson var einróma endur- kjiirinn formaður sveitarinnar. en aðrir í stjórn voru kosnir þeir Páll Steinþórsson. Magnús Ilall- grímsson. Ástvaldur Guðmunds- son. Árni Guðjónsson. Guðjón Ilaildórsson. Bolli Magnússon. Einar Gunnarsson. Þorsteinn Guðhjörnsson og Óttar S. Guð- mundsson. segir í frétt frá Flugbjiirgunarsveitinni. Þá segir í fréttinni að starfsemi sveitarinnar hafi verið með mikl- um blóma á s.l. ári. Skráðar voru 329 niætingar á árinu með þátt- töku 2550 rnanna, sem svarar til að hver félagi sveitarinnar hafi mætt um 25 sinnum á árinu og hafi lagt fram um 75 vinnustundir. I Flugbjörgunarsveitinni eru nú um 100 virkir félagar auk 20 varamanna, sem hægt er að kalla í ef þörf krefur. Fimm félagar sveitarinnar fóru utan á síðasta ári til að læra björgunar- og leitarstörf, m.a. björgun úr snjóflóðum. í lok fréttar Flugbjörgunarsveitarinnar segir að þeir vilji koma á framfæri þakklæti til allra þeirra er stutt hafi þá á s.l. ári. Litskrúðug fískabók frá AB ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér aðra útgáfu af bókinni Fiskar og fiskveiðar við ísland ug í norðurhöfum eftir Preben Dahlström og Bent J. Muus þýdda og staðfærða af Jóni Jónssyni fiskifræðingi. Fyrsta útgáfa bókarinnar kom hér út 1968 og segir Jón Jónsson í formála þeirrar útgáfu: „Bókin er miðuð við fiskveiðar undan ströndum Norðvestur-Evrópu og helztu tegundir fiska á því hafsvæði. Þótt hér sé því getið allra þeirra tegunda, sem mesta-þýðingu hafa í veiðum Íslendinga, þótti mér ekki fært annað en bæta inn í textann ýmsum frekari upplýsingt^m um lifnaðarhætti helztu nytjafiska okkar, svo og þ4r veiðar, er á þeim byggjast.” Texta fvrstu útgáfu hefur í þessari nýju útgáfu verið breytt í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í fiskveiðimálum, síðan fyrsta útgáfa kom út. Að öðru leyti er önnur útgáfa óbre.vtt frá þeirri Kennarar M.A. átelja ríkis- stjórnina KENNARAR við Menntaskólann á Akureyri hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir „átelja þá framkomu ríkisstjórnarinnar að ómerkja með lögum kjara- samninga, sem hún sjálf gerði fyrir aðeins ársfjórðungi svo og kjaradóma sem grundvallaðir hafa verið á þeim." Undir ályktunina skrifa 29 af 33 kennurum skólans. fyrri, að því er Jón Jónsson segir í formála. Fiskabókin er 240 bls. að stærð auk skrár yfir íslenzk og latnesk heiti þeirra fiska sem lýst er í bókinni. Hugmynd aö listaverki í Hólabrekkuskóla EINAR Hákonarson list- málari hefur lagt fyrir borgaryfirvöld hugmynd að listskreytingu á Hóla- brekkuskóla og hefur hann gert líkan af hugmynd sinni sem byggist á því, að listaverkið verði að hluta greypt inn í steypu á tengi- byggingu milli tveggja bygginga skólans, en hluti listaverksins yrði mosaik á lausum einingum. Meðfylgjandi mynd er af líkaninu af mynd Einars. Hugmyndin er til um- ræðu hjá borgaryfirvöldum og skólamönnum. INNLENT MH sýnir Túskildingsóperuna Leiklistarfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir í kvöld viðamestu leiksýningu sína til þessa: Túskildinj;sóperuna, hið þekkta verk Bertolts Brecht og Kurts Weill. Leikstjóri sýninj;ar- innar er Stefán Baldursson, leik- mynd er eftir ívar Rörök og myndlistarfélag skólans en Þor- Kerður InKÓlfsdóttir annast kór- stjórn ojj hefur æft söngvana ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur. Milli 10 og 50 nianns koma fram í sýninsíunni, þar af 9 hljóðfæraleikarar en tónlistin er útsett af Hlöðveri Smára Haralds- syni. Með stærstu hlutverk fara: Ásneir Bragason, sem leikur Makka hníf, Hólmfríður Jóns- dóttir, sem leikur Pollý, Ásgeir R. Helgason, sem leikur betlara- kónginn, Jónatan Jeremías Peachuni; frú Peachum er leikin af Jóhönnu Þórhallsdóttur, Ingibjörg Ingadóttir leikur Knæpu-Jenný, Ari Harðarson Brown lögreglu- stjóra og Aldís Baldvinsdóttir leikur Lucý. Meðal leikenda í sýningunni eru fjölmargir úr kór Hamrahlíðarskólans og koma þeir frarn í ýmsum hlutverkum. Túskildingsóperan er meðal vin- sælustu verka Brechts. Hún var frumsýnd árið 1928 og náði þegar í staö gífurlegum vinsældum og var sýnd víða um Iönd. Hér á landi hefur hún verið sýnd í öllum atvinnuleikhúsúnum: Fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur. síðan Leikfélagi Akureyrar og síðast í Þjóðleikhúsinu 1972. Frumsýningin verður sem fyrr segir í kvöld og hefst kl. 20:30 í Ha.mrahlíðarskólanum. Síðan verða sýningar á fimmtudags- og laugardagskvöld. Allar sýningarn- ar eru opnar almenningi. Miðasala á sýningarnar er í skólanum sýningardagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.