Morgunblaðið - 14.03.1978, Síða 26

Morgunblaðið - 14.03.1978, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 ÍR-in>;ar fíeta þakkað Kristni Jörundssyni öðrum fremur sæti liðsins í Urvalsdeildinni næsta ár. Hér rennir hann sér fram hjá Frömurunum Gunnari Bjarnasyni og Ólafi Jóhannessyni og skorar örugglega. (Ijósm. GG) Framarar betri, en ÍR-ingarunnu Adeins örfáir áhorfendur fylgdust meö enn einum „spennu" leiknum, er ÍR-ingar og Framarar áttust viö í botnbaráttu liöanna á sunnudagskvöldiö. Framarar heföu með sigri getaö tryggt sér nokkuð örugglega sæti í úrvalsdeildinni næsta ár, en ÍR-ingar heföu hins vegar lent í miklum vandræðum ef Þeir heföu tapað. Þaö var ekki fyrr en 13 sekúndur voru eftir aö ÍR tryggði sér sigurinn meö körfu Agnars Friðríkssonar eftir sendingu Kristins Jörundssonar yfir endilangan völlinn. Frömurum tókst ekki aö skora úr síðasta upphlaupinu og 78—76 sigur ÍR-inga varð að veruleika. Framarar byrjuöu leikinn mjög vel og tóku forystu með körfu Símons Ólafssonar. ÍR-ingar komust yfir 9—8, en eftir þaö voru Framarar 5—10 stig yfir þaö sem eftir var af fyrri hálfleik. Virkuðu þeir allan tímann sterkara liöiö, léku af yfirvegun og skynsemi og nýttu vel þann stærðarmun. sem þeir höfðu fram yfir ÍR-ingana. Framar ar voru 9 stig yfir í hálfleik, 46—37. í seinni hálfleik byrjuöu Framarar jafn vel og þeir hófu leikinn og höfðu 10 stigyfir fram í miöjan hálfleikinn. Þá fór aö síga á ógæfuhliðina og leikreynsla „gömlu" mannanna í (R fór að segja til sín. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka fór Símon úr fingurliöí, en ÍR-ingurinn gamli. Birgir Jakobsson, sem er læknir og aðalkörfuhándknattleiksmaöurinn á Patreksfirði. bjargaði Frömurum og setti fingurinn í liðinn, en eftir þetta fóru Framarar að gera afdrifarík mistök og Kristinn Jörundsson kom ÍR-ingum yfir þegar aðeins 2 mínútur voru til leiksloka. 74 — 73. Stefán Kristjansson kom ÍR í 76—73, Símon minnkaði muninn í 76—74 úr víti, Agnar skoraði síðan 78—74 og Ómar Þráinsson geröi tvö stig á lokasekúnd- unum 78—76. ÍR-ingar misstu síðan knöttinn, en Ómar hitti ekki og Framarar misstu þar með af framleng- ingu ogsætum sigri, sem féll ÍR-ingum í skaut. langbestur ÍR-inga var Kristinn Jörundsson, sem hvatti félaga sína áfram allan tímann þótt illa gengi á köflum og skoraði sjálfur geysi þýð- ingamikil stig í lok leiksins. Þá vr Jón Jörundsson einnig góður og hirti þau fáu fráköst, sem ÍR-ingar áttu kost á. Meö þessum sigri má segja að ÍR-ingar hafi tryggt sæti sitt endanlega í Úrvalsdeildinni næsta ár og eiga þeir nú aðeins eftir að leika við Þór norður á Akureyri. Símon Ólafsson var bestur Framara og réöu ÍR-ingar lítið við hann. Það var ekki fyrr en eftir óhappiö að Símoni fór að bregðast bogalistin og kostaði þaö ef til vill Framara sigurinn. Þá voru Olafur Jóhannesson, meöan honum entist úthaldið, og Björn Magnússon góðir ásamt Þorvaldi Geirssyni. Nú verða Framarar að sigra Ármenninga um næstu helgi og vona að ÍR-ingar sigri feósara til þess að fá aukaleik um sæti t úvalsdeildinni næsta ár. Er ómögulegt að spá um hvernig fer aö lokum, en óhætt að segja að lið Þórs og Fram virðast svipuö að styrkleika og of góö fyrir lægri deildir. Stig ÍR-inga skoruðu: Kristinn og Jón Jörundsynir 20 stig hvor, Agnar 16 sig, Stefán Kristjánsson og Kristján Sigurðsson 10 stig hvor og Siguður Valur Halldórsson 2 stig. Stig Fram skoruðu: Símon 33 stig, Björn Magnússon 14 stig, Þorvaldur Geirsson 9 stig, Björn Jónsson, Ólafur Jóhannesson og Ómar Þráinsson 6 stig hver og Gunnar Bjarnason 2 stig. Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Kristbjörn Albertsson og sönnuðu þeir enn einu sinni aö þeir tveir eru okkar bestu körfuknattleiksdómarar í dag. GG KR-ingar í basli á móti Þórsurum KR, EFSTA lið 1. deildar Islandsmótsins i körfuknattleik, lenti í hálfgerðu basli með Þórsara á Akureyri á sunnudag. Leikur liöanna var lengst af mjög jafn og spennandi og pað var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik sem KR-ingar sigu fram úr. Sigruðu peir í leiknum með 86 stigum gegn 71 eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 40:36. KR byrjaði leikinn vel og komst í 10:4, en Þórsarar börðust vel og jöfnuðu 12:12. Einnig var jafnt 20:20, en KR skoraöi næstu 11 stigin og haföi yfir í leikhléi, 40:36. í eíðari hálfleik höfðu KR-ingar ávallt frumkvæðiö, en tókst ekki að hrista Þórsara af sér fyrr en staðan var 54:51 og allt virtist geta gerst Þá kom góður kafli hjá KR og þeir gerðu út um leikinn, er þeir breyttu stöðunni í 67:53. Eftirleikurinn var síðan auðveldur og KR sjgraði með 15 stiga mun, 86:71. Ekki er hægt aö segja, að KR-liðið hafi verið mjög sannfærandi að þessu sinni. Liðið var jafnt og er erfitt aö nefna einn leikmann öðrum fremri. Þor lék að þessu sinni einn af sínum betri leikjum í vetur. Mark Christensen var langbeztur og átti mjög góöan leik. Þá vakti athygli Ólafur Armannsson, hávaxinn leikmaður, sem nýbyrjaður Körfuknattlelkur v er aö leika með liðinu. Jón Indriðason og Eiríkur Sigurðsson áttu báðir ágætan leik. Stigin fyrir KR: Andrew Piazza 22, Einar Bollason 21„ Jón Sigurösson 16, Árni Guömundsson 10, Gunnar Jóakimsson 8, Þröstur Guðmundsson 4, Kristinn Stefánsson 3 og Bjarni Jóhannesson 2. Stigin fyrir Þór: Mark Christensen 31, Jón Indriðason 14, Eiríkur Sigurðs- son 10, Ólafur Ármannsson 8, Hjörtur Eínarsson 4 og Órnar Gunnarsson 2. ÁG STÓRVEIZLA HJÁ N J ARÐVÍKINGU M ÞEGAR aðeins 5 mínútur voru liðnar af leík Njarðvíkinga og Ármenninga í 1. deild islandsmótsins í körfuknatt- leik misstu Njarðvíkingar Þorstein Bjarnason útaf vegna meiðsla og er óvíst hvort Þorsteinn leiki meira með Njarðvíkingum í vetur. Er Þetta mikið áfall bæði fyrir Njarðvíkínga, sem gætu hugsanlega Þurft að leika aukaleik viö KR um íslandsmeistara- titilinn og eiga eftir erfiða leiki í bikarkeppninnik, og íslenska lands- liöið, sem leika á í Polar Cup í apríl, en Þorsteinn er orðinn einn af okkar bestu körfuknattleiksmönnum. Þetta var Þaö eina markverða, sem gerðist í leik Ármanns og UMFN, en án Þorsteins skoruðu heimamenn 136 stig gegn 84 stigum Ármenninga. Eins og tölurnar gefa til kynna var um einstefnu að ræða allan leikinn og í hálfleik var staðan 63—25. Um miðjan seinni hálfleik náðu heimamenn að rjúfa 100 stiga múrinn og héldu síöan áfram og settu stigamet vetrar- ins, en ÍR-ingar eiga stigametið í íslandsmótinu þegar þeir gerðu 156 stig gegn Snæfelli í 1. deildarleik 1975. Bestu menn Njarðvíkinga voru Gunnar Þorvarðarson, sem skoraði 26 stig, og Júlíus Hafsteinsson, en hann skoraði 17 stig. Langbestur Ármenninga var Jón Björgvinsson, sem skoraöi 28 stig. Þé voru Rick Morel og Atli Arason frískir til að byrja með, en féllu síðan niður á getuleysi annarra Ármenninga þegar leið á hálfleikinn. Dómarar voru Guðbrandur Sigurðs- son og Flosi Sigurösson og dæmdu þeir auðveldan leik vel. GG ANDERS DAHL OG FÉLAGAR MEISTARAR í FJÓRÐA SINN FREDERICIA KFUM tryggði sér um síðustu helgi siguí í I. deildinni í Danmörku og hefur liðið unnið til meistaratitilsins fjögur síðustu ár. Burðarásar liðsins eru leikmenn með danska landsliðinu og fyrirliði liðsins er einnig fyrirliði danska landsliðsins, Anders Dahl-Nielsen. Er hrimsmeistarakeppnin hófst t Þegar Frederieia hefur leikið 19 Danmörku fyrir nokkrum vikum leiki er liðið með 35 stig og hefur hafði liðið svo gott sem tryggt sér sigur í 1. deildinni. Aðeins var eftir að reka smiðshöggið á verkið. Þó liðin eigi ehn eftir 2—3 leiki í 1. deildinni getur ekkert þeirra náð KFUM-liðinu að stigum. Samt sem áður voru leikmenn og aöstandend- ur Frederieia alls ekki ánaegðir með hvernig liðið lék eftir HM og greinilegt var aö þreyta og áhuga- leysi var niikjl meðal leikmann- anna. Þannig tókst liðinu aðeins að vinna Saga með einu marki, 19:18, í leik liðanna um síöustu helgi. I þeim leik skoraöi Heine Sörensen flest mörk fyrir KFUM, 7 talsins. Sören Andersen, Ole Madsen og Jespor Petersen skoruðu þrisvar sinnum hver, Anders Dahl og Flémming Hansen eitt hvor. Kare Mortensen skoraði mest fyrir Sögu, 6 riiörk. _________________________________________/ liðiö því aðcins niisst þrjú stig til þcssa. Uolte er í 2. sæti með 30 stig eftir 20 leiki ojí Saga er með 25 sti^- Síðan koma liðin hvert af ööru, en Ringsted er lanjíneðst í deildinni með aðeins 9 stitf. í 2. deild eru hin fræjíu lið HG og Stadion lan^efst með 37 ojí 2S stig. Markakónjíur í dönsku 1. deild- inni er að sjálfsö^ðu enjíinn annar en Miuhael Berjí, Holte. Hann hefur skorað 1S2 mörk í leikjunum 20 ojí því rúmlejía 9 mörk í leik að meðaltali. Næstur á listanum er sjijotkastarinn Bent Larsen með 131 mörk ojí p]rik Bue Petersen er þriöji með 131 mark. Miclrael Berg slo í síðasta leik Holte 19 ára j|amalt met, sem Mojíens Olsen, Arhus KFLM, setti árið 1958—59, er hann skoraði 178 mörk á einum vetri. _ Tvö töp Þórs gegn KR-konum KR-STÚLKUR héldu til Akureyrar um helgina og léku tvo leiki við Þór í körfuknattleik, annan í íslandsmótinu en hinn í bikarkeppninni. Fóru leikar panníg, að KR sigraói i báóum leikjunum og eru Því komnar í úrslit í bikarkeppninni og eiga ennpá möguleika á aö verja íslandsmeist- aratitílinn frá í fyrra. Á laugardaginn léku liðin í bikar- keppninni og var þar um jafna viðureign að ræöa. Liöin skiptust á um að hafa forystuna og í leikhléi var sfaðan 22:21 KR í vil. KR-stúlkurnar áttu góðan kafla í upphafi síðari hálfleiks og náöu þá forystu, sem þær héldu út leikinn og sigruöu 52:44. Stigahæstar í liði KR voru Emelía Siguröardóttir með 22 stig, Linda Jónsdóttir með 12 og Erna Jónsdóttir með 9. Hjá Þór skoraði Ásta Pálmadóttir mest, 14 stig. María Guðnadóttir gerði 10 og Þórunn Rafnar 8. Daginn eftir mættust liðin aftur, nú í íslandsmótinu. Er skemmst frá því aö segja, aö KR-ingar höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og gerðu þá út um leikinn. i leikhléi var staðan 27:10. Síöari hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri. en forysfa KR var orðin of mikil til þess að Þórsstúlkur næöu að ógna sigri þeirra. Lbkatölur urðu 42:28 sigur KR. Emelía skoraði 11 stig fyrir KR og Björg Kristjánsdóttir og Linda Jóns- dóttir geröu 10 hvor. Hjá Þór var Þórunn Rafnar langstigahæsta meö 16 stig. ÁG MR vann MKNNTASKÓLINN í Reykjavík sigraði í harðmóti framhaldsskól- anna í handknattleik á sunnudag- inn er liðið vann Iðnskólann í Ilafnarfirði 9:7 í úrslitum. Mót þetta er kallað Bersamútið og það er Flenshorgarskólinn. sem gengst fyrir því árlega. Mótið er kennt við Kristján Bersa Ólaís- son. en hann gaf vegleg verðlaun til mótsins. Úrslit leikja urðui Flensborg — MK 7:5 MK - Iðnsk. Rvík 10.9 Iðnsk. Ilfj. — Ármúlask. 9:7 Fjölhraut Breiðh. — MS (eftir vítakeppni) 8:6 MII - VI 10,7 Flensborg — MH 6.4 Iðnsk. IHj. — Fjölbr. Breiðh. 9.6 Flensborg — MR 4.9 MR - Iðnsk. Hfj. 9,7 - áij. Vi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.