Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 35 Félag ísl. stórkaup- manna mótmælir skertri álagningu Blaðinu hefur borizt svohljóð- andi ályktun írá Félagi ís- lenzkra stórkaupmannai Félag íslenzkra stórkaup- manna mótmælir harðlega þeirri ákvörðun verðlagsyfirvalda að lækka verzlunarálagningu um 10% í kjölfar gengisfellingarinn- ar í febrúar. Frá því álagning var lítillega leiðrétt í apríl 1975 eftir lækkanir í kjölfar gengisfellinga í sept. 1974 og febrúar 1975 hefur álagning aðeins verið leiðrétt einú sinni eða í nóvember 1977, en sú takmarkaða leiðrétting hefur nú verið tekin að fullu aftur. Alagning í heildsölu er aftur komin í fyrra lágmark. í greinar- gerð verðlagsstjóra fyrir tillög- unni til hækkunar í nóvember s.l. segir, að í skýrslu þjóðhagsstofn- unar um verzlun komi fram að afkoma þeirra greina sem bundn- ar eu verðlagsákvæðum sé almennt ekki góð og í sumum tilfellum slæm, og hækkunin aðeins miðuð við að verzlunin geti haldið í horfinu. Lækkun nú er alveg órökstudd. Félag íslenzkra stórkaup- manna mótmælir því harðlega að álagning í -heildverzlun er nú mun lægri en hún hefur verið áður, á sama tíma og allir kostnaðarliðir hafa stórhækkað, þar má nefna vexti, gjöld til pósts og síma svo sem af telexi, vinnulaun o.fl. Rekstrarfjár- skortur heildverzlunar hefur aldrei verið meiri og eru vaxandi erfiðleikar með að fjármagna eðlileg vörukaup, sem dregur úr viðskiptaþjónustu, neytendum til tjóns. Félag íslenzkra stórkaup- manna leggur áherzlu á að heildverzluninni verði heimiluð eðlileg starfskjör og álagning miðuð við þarfir vel rekinna fyrirtækja svo heildverzlun geti gegnt sínu mikilvæga hlutverki í íslenzku þjóðfélagi. Dómsmál — dóm- ur Hæstaréttar í þættinum Dómsmál í blaðinu á sunnudag þar sem tekið var fyrir mál þar sem deilt var um skilyrði ráðherra er veitt var leyfi fyrir verksmiðjuskipinu Norglobal, féll niður sjálfur dómur Hæstaréttar 26. janúar, s.l. sem var á þá leið, sem hér greiniri Ekki á valdi ráðherra að ákveða gjaldtökuna Hafnarsjóður Seyðisfjarðar áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar með stefnu 5. mars 1976 og gerði þar sömu kröfur, en stefndu kröfðust þar staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi. verði ekki talið, að með bréfa- skiptum stefnda, Hafsíldar h/f, og sjávarútvegsráðherra hafi stefndu orðið skuldbundnir gagn- vart áfrýjanda til að greiða honum fé, er svari til þess aflagjalds sem loðnuseljendur hefðu þurft að greiða áfryjanda ef þeir hefðu skipað afla sínum upp í Seyðisfjarðarhöfn í stað þess að selja hann stefndu til vinnslu í Norglobal. Að svo vöxnu máli beri að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms. í héraði dæmdi Magnús Thor- oddsen, borgardómari, í málinu en í Hæstarétti hæstaréttar- dómararnir Björn Sveinbjörns- son, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson, Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson. AJR. M-420 l. .. I - ■ . m '■ Litla Ijósritunarvélin meðstóru kostina Nýjasta gerðin af Apeco ljósritunarvélum heitir M 420. Þessi vél hefur ýmsa kosti, sem gera hana aðgengilegri en aðrar ljósritunarvélar. APECO M420 er: Lítil og nett rúlluvél. ^ Tekur varla meira pláss en ritvél. Lengd ljósritsins má stilla frá 20—36 cm. Ódýrari en flestar sambærilegar vélar. Auðveld í notkun. ^ Með pappírsstilli. \ \ % Hafið samband við sölumenn okkar strax í dag. Sýningarvél í söludeild, Hverfisgötu 33. SKRIFSTOFUVELAR H.F. % + x ^ Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377 í niðurstöðum réttarins segir m.a. að með bréfi stefnda, Haf- síldar " h/f, til sjávarútvegsmálaráðherra 22. janúar 1975 var þess farið á leit, að stefndu yrði heimilað að taka verksmiðjuskipið Norglobal á leigu og var aðalleiguskilmála getið. I bréfi ráðherrans 24. janúar s. á. sagði, að hann samþykkti fyrir sitt leyti, að skipiö yrði tekið á leigu og starfrækt hér við land á næstu loðnuvertíð. Síðan var getið 4 atriða. Ákvæði 24. gr. hafnarreglu- gerðar fyrir Seyðisfjarðarkaup- stað nr. 151/1962, sbr. 4. gr. og 5. gr. reglugerðar nr. 271/1972 og 2. tl. 12. gr. hafnarlaga nr. 45/1973 veittu áfrýjanda ekki heimild til þess beint eða fyrir lögjöfnun að innheimta svonefnt aflagjald, er ákvarðað væri sam- kvæmt framangreindum reglu- gerðarákvæðum, af loðnuafla, sem skipað var upp í verksmiðju- skipið Norglobal utan marka Seyðisfjarðarhafnar. Þá verði áðurgreint bréf sjávarútvegsráð- herra til stefnda, Hafsíldar h/f ekki heldur metið löglegur grund- völlur fyrir áfryjanda til þeirrar gjaldtöku. Sé hvorki sérstaklega mælt fyrir í bréfinu um álagningu og greiðslu aflagjalds né heldur hafi það verið á valdi ráðherra að ákveða gjaldtökuna utan þeirra tilvika sem greind eru í 2. tl. 12. gr. hafnarlaga. Loks OHARIAR Nú á tímum fjöldaframleiðslu og færibanda finnst mörgum að flatneskjan ráði ríkjum; mismunur milli hluta verði sífellt minni og minni. Á þetta ekki síst við um margar bílategundir nútímans. Citroén verksmiðjurnar hafa aldrei fylgt þessari þróun. Þar er krafist auðugs hugmyndaflugs og frjórrar hugsunar itroen»gspallas yið íeikniborðin. Víðtæk tækniþekking og fullkomin vandvirkni eru skilyrði, sem ekki eru umflúin. Enda er árangurinn einstæður. CITROEN ® CX PALL AS Við nefnum nokkur dæmi: Vökvafjöðrun, hæðar- og hleðslujafnari, þrjár mismunandi hæðastillingar, straumlína í lögun, framhjóladrif, góð ending. Öll þessi atriði ásamt ótal fleiri eru ánægjuleg sönnun þess, að saman geta farið þægindi, fegurð og sparneytni. En gjörið svo vel, — reynsluakið, það er raunhæfast. G/obus? SÍMI81555 CITROÉN w argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.