Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978
15
Bergerfjölskyldan, talið frá
vinstri Ralph (Viðar Eggerts-
son), Myron (Guðbrandur
Valdimarsson), Bessi (Guð-
ríður Guðbjörnsdóttir).
Henní (Svanhildur Jóhannes-
dóttir) og Jakob (Leifur
ívarsson).
Vaknið og syngið. I báðum
þessum verkum koma fram
áhrifamiklar kvenpersónur,
harðstjórar á heimilum sínum.
Bessí Berger í Vaknið og syngið
er þó ólíkt geðfelldari en Regína
Giddens í Refunum. Þegar á allt
er litið er stjórnsemi hennar
réttlætanleg. En ekki verður
þrætt fyrir það að harka hennar
og ófyrirleitni er á köflum
yfirþyrmandi.
Guðríður Guðbjörnsdóttir
nær góðum tökum á hlutverki
Bessíar. Leikur hennar er kraft-
mikill og ákveðinn án þess að
skyggja um of á aðra leikendur
þótt tilefni til þess gefist oft.
Eiginmann Bessíar, Myron,
leikur Guðbrandur Valdimars-
son og sýnir vel veikleika haíis,
Kreppa og ný fyrirheit
Leikfélag Kópavogs:
VAKNIR OG SYNGIÐ
eftir Clifford Odets.
Þýðingi Asgeir Iljartarson.
Leikstjórm Haukur J. Gunn-
arsson.
Leikmyndi Björn Björnsson.
Búningari Ilaukur J. Gunnars-
son.
Lýsingi Lárus Björnsson.
Vaknið og syngið eftir Cliff-
ord Odets gerist í Bronxhverfi í
New York á árunum 1934—35.
Það eru krepputímar í Banda-
ríkjunum, mikil óvissa hvat-
vetna og stjórnmálaólga. Gyð-
ingafjölskyldan í leiknum spegl-
ar þessa tíma og vandamál
innflytjenda sem höfundurinn
kynntist sjálfur í æsku sinni.
Leikstjórinn segir okkur frá
því í leikskrá að eftir frumsýn-
ingu Vaknið og syngið hafi það
hlotið „mikið lof og Odets var
h.vlltur sem arftaki Eugene
0‘Neill á sviði bandarískrar
leikritunar". Það er að mínu viti
ofrausn að jafna þeim saman
Odets og 0‘Neill, en engu að
síður er Odets að mörgu leyti
snjall leikritahöfundur. Vaknið
og syngið er vel skrifað verk
þótt ýmislegt í því sé farið að
láta undan tönn tímans. Það er
fyrst og fremst unnt að njóta
þess sem heimildar um banda-
rísk kreppuár og þá einkum hve
trúverðuglega er dregin upp
mynd þeirrar fjölskyldu sem
það snýst um. Þetta er stað-
bundið verk, en hefur þá rétt-
lætingu á íslensku leiksviði að
vera unnið af kunnáttu og
hugkvæmni. Nöturlegur hvers-
dagsleiki verksins hefur til
dæmis í sér fólgið skáldlegt
andrúmsloft og að mörgu leyti
var það fyrirboði nýrra og betri
tíma.
Leikhúsgestir eiga þess nú
k'ost að sjá tvö bandarísk leikrit.
I Iðnó er verið að leika Refina
eftir Lillian Hellman og Leikfé-
lag Kópavogs býður upp á
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hve ófær hann er að taka af
skarið þegar á reynir.
Börn þeirra hjóna leika þau
Svanhildur Jóhannesdóttir og
Viðar Eggertsson. Henní Svan-
hildar kemst prýðilega til skila.
Umhverfið leikur þessa stúlku
grátt, en hugsanlega .rætist úr
að lokum og draumar rætast.
Viðar Eggertsson er efnilegur
ungur leikari, túlkaði hið veiga-
mikla hlutverk Ralphs svo að
tíðindum sætir. Þessi drengur er
von höfundar um upplitsdjarf-
ari kynslóð og þótti mér skiln-
ingur Viðars á hlutverkinu mjög
í anda Odets og með því sem
gefur þessari sýningu gildi.
Jakob, föður Bessíar, leikur
Leifur ívarsson. Jakob er full-
trúi þeirra Bandaríkjamanna
sem bundu vonir við marxism-
ann og þróunina í Sovétríkjun-
um, bolsi sem alltaf er að boða
trú sína. Hann er ósáttur við
dóttur sína og son sem komist
hefur áfram í viðskiptaheimin-
um, en er staðráðinn í að hjálpa
Ralph til að verða að manni.
Leifur ívarsson komst þokka-
lega frá þessu hlutverki og
skorti ekki nema herslumun til
þess að leikur hans gæti talist
góður.
Bjarni Ingvarsson túlkaði
Morty frænda, soninn sem datt
í lukkupott fyrirheitna landsins,
með leikrænum brögðum sem ef
til vill voru of ýkjukennd, en
þessi persóna er í eðli sínu
fremur slök frá hendi höfundar
vegna þess hve hann hefur litla
samúð með henni.
Konráð Þórisson lék Moe
Axelrod, sérstæðustu persónu
verksins. Konráð var réttur
maður á réttum stað í þessu
hlutverki og kom á óvart með
næmri túlkun og góðri fram-
sögn.
Sam Feinschreiber er fórnar-
lamb þeirra mæðgna, Bessíar og
Henníar, kúgaður eiginmaður
hinnar síðarnefndu. Hlutverkið
er ekki stórt, en Finnur Magnús-
son gæddi það lífi sem varð
eftirminnilegast á tímum upp-
gjörs þegar vanmáttur Sams
verður algjör. v
Þá er aðeins eftir að minnast
á Einar Torfason í hlutverki
Schlossers húsvarðar. Hann féll
vel inn í þetta gyðingalega
Bronxumhverfi.
Um leikstjórn Hauks J. Gunn-
arssonar er það að segja að hún
var hófsöm og í anda raunsæis-
stefnu Cliffords Odets. Leik-
mynd Björns Björnssonar er
ekki fallin til bollalegginga.
Þýðing Asgeirs Hjartarsonar er
vönduð, en full bókmálsleg á
köflum.
Leikfélag Kópavogs hefur nú
fengið til liðs við sig unga
leikara sem menntast hafa í
Leiklistarskóla Islands, áhuga-
samt fólk sem líklegt er til
góðra hluta. Árangursríkt starf
Leiklistarskólans kemur nú æ
betur í ljós.
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
átti hér myndir á sýningu ekki
fyrir löngu, en það, er hann nú
sýnir, er mun betra að mínum
dómi, en það er hann hefur sýnt
hér áður. Sérlega var
pastell-myndgerð hans mér að
skapi. Finnar eiga þarna forláta
grafíklistamenn eins og Helmi
Kuusi með ágæt verk og Tuulikki
Pietila með mjög aðlaðandi
grafík, þar sem hann hefur
skerjagarðinn að fyrirmynd.
Norðmenn eiga einnig frábæran
grafíker á þessari sýningu. Hann
er Dag Fyri, sem sýnir mikla
tækni og viðkvæma myndgerð. Af
Svíum fannst mér skemmtilegast
að kynnast verkum Nils André
Malmström, sem gerir verk sín í
brenndan leir og nær skemmti-
legum árangri. Af Dönum er
sérstæðastur Jens V. Rasmussen,
en hann virðist dálítið einhæfur
og hefur afar danskan tón í
verkum sínum. Emil Hörbov er
einnig Dani og sýnir bæði
olíumálverk og teikningar.
Teikningar hans eru margar
héðan af landi 9g stinga nokkuð
í stúf við málverk hans, sem
einnig eru dæmigerð fyrir danska
myndlist. Af myndhöggvurunum
var það Daninn Jytte Thompson,
sem vakti mestan áhuga minn.
Mósaik hennar er ágætt verk og
eins og mósaik á að vera, en hefur
ekki verksmiðjusvip þann, er við
okkur blasir daglega í þessari
borg.
Framhald á bls. 36
Af sértökum ástœðum getum við boðið fáeinar
DODGE ASPEN ogPL YMOUTH VOLARÉ
2ja og 4ja dyra, árgerð 1977, ídeluxe útgáfum
með sérstöku uekifcerisverði.
Bílamir verða til afgreiðslu í byrjun apríl.
Látið þetta uekifæri ekki framhjá ykkur fara.
Hafið samband við okkur strax í dag og
tryggið ykkur Dodge Aspen eða Plymouth
Volaré á sérstöku afsláttarverði. Hér er aðeins
um takmarkaðan fjölda að rceða.
1/ökull hf.
Ármúla 36 Sími:84366
PLJDVCI CD
V#I III m öinCl*
flWVMIW
Símar: 83330 - 83454
BILASALA
HINRIKS HARALDSSONAR
Vesturgöm 57. - Akrarteu - Sími: 93-1143
SNIÐILL HF.
Óseyri 8 - Akureyri Sími: 22255