Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.03.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 39 Minning: Guðný Anna Gunn- arsdóttir frá Bólstað Þær hverfa nú óðum af sjónar- sviðinu konurnar sem settu svip sinn á mannlífið í Gnúpverja- hreppi um miðbik þessarar aldar. Oft hvarflar hugurinn til þess- ara ára. Þá birtast margskonar myndir á tjaldi minninganna. Myndir sem eru manni hugþekk- ar og geyma sannindi um þessa breytingatíma, þegar okkar þjóð hvarf frá nokkurskonar miðalda- skipulagi til tækniþjóðfélags. Sú bylting kom ekki síður við konurnar en karlana þó hús- mæðranna sé síður minnst sem báru hita og þunga heimilislífs- ins. Mér koma margar Hreppakon- ur í hug en vil hér sérstaklega minnast einnar, Guðnýjar Önnu Gunnarsdóttur frá Bólstað. Fædd var hún að Gröf í Melasveit 11. mars 1893. Þar mun hún ekki hafa átt lengi heima en eitthvað í Gerði í sömu sveit og nokkur ár í Melaleiti. Foreldrar voru þau Þórunn Magnúsdóttir og Gunnar Guðnason. Þórunn mun hafa verið ættuð úr Borgarfirði en Gunnar var Þingeyingur að ætt og uppruna. I ætt við Jónas frá Hriflu. Meðan Anna er enn á barnsaldri flytjast foreldrar hannar að Saltvík á Kjalarnesi. Alltaf fannst mér sem Anna, en svo var hún jafnan kölluð, hefði bundið einna mesta tryggð við þennan stað af öllum þeim stöðum sem hún dvaldi á um sín æsku- og uppvaxtarár. Og þar kynnist hún sjónum sem alltaf virtist eiga mikil ítök í henni með öllum sínum leyndardómum, feg- urð og hrikaleik. Hún hafði oft orð á því eftir að hún fluttist upp í Hreppa hvað hún saknaði sjávarins, og hvað hún ætti þess sjaldan kost að sjá hafið. En svo er um fleiri sem hafa haft fjöruna sem leikvang á æskudög- um. Eftir að hafa átt heima í Saltvík um nokkurt skeið flyst Anna ásamt foreldrum sínum að Esjubergi á Kjalarnesi, og systk- inum sem bæði voru yngri, Guðrúnu sem látin er fyrir nokkrum árum og Leifi sem enn er á lífi og býr í Reykjavík. Enn fremur var fóstursystir hennar Soffía Riis sem kom til þeirra kornabarn að Saltvík. Hún býr í Reykjavík. A Esjubergi missir Anna móður sína. Hún er þá enn ung að árum. Það hefir orðið Önnu mikill reynslutími að taka við heimilinu við fráfall móður sinnar svo ung. En það gerði hún með mikilli prýði hefir mér verið sagt af kunnugum manni. Og Esjuberg var í þjóðbraut og mikið um gestkomur, og minnist Anna sérstaklega Kjósverja og samskipta við þá. Auk þess var landsímastöð á Esjubergi. Það mun hafa verið um 1920 sem fjölskuldan flyst til Reykjavíkur. Næstu árin stundar Anna ýmis störf í Reykjavík á vetrum en er í kaupavinnu á sumrin víðsvegar um land. Minnist hún sérstaklega tveggja staða sem hún taldi sig hafa haft sérstaklega gagn og gaman af að dvelja á. I Víðikeri í Bárðardal hjá Tryggva bónda þar og í Hruna hjá síra Kjartani. Auk þess hjá Birni í Grafarholti en þar var hún vinnukona um tíma. Snemma mun hugur Önnu hafa staðið til mennta, enda hafði hún námsgáfur meira en í meðallagi og afræður því að fara í Kennara- skólann, og þaðan útskrifast hún 1930. Og næsta vetur er hún svo. kennari í Mosfellssveitinni. Vafa- laust hefir hún ætlað að gera kennarastarfið að æfistarfi, en svo varð samt ekki. Sumarið 1931 fer hún í kaupavinnu að Stóra Hofi í Gnúpverjahr. til Brynjólfs Melsteð, sem þá var að hefja búskap þar. Og sú kaupavinna varð nokkuð löng, því um haustið 1931 giftist hún Brynjólfi og þau búa á Sfóra Hofi til ársins 1954. Það kom snemma í hlut Önnu að vera bæði húsbóndinn og húsfreyjan á Stóra Hofi því Brynjólfur maður hennar var um tugi ára vegaverkstjóri í Hrepp- um og Skeiðum og var því langdvölum að heiman vegna starfa sinna. En Önnu var mjög sýnt um að umgangast fólk og segja því til verka. Hún var mjög liðtæk til allra verka meðan heilsa og kraftar leyfðu, en heilsuna missti hún um aldur fram. Að annast húsdýr var henni mjög hugleikið, og ekki síst hesta enda náði hún góðu sambandi við þá og var lagin að sitja hesta. Þar hefur vafalaust gætt upp- eldisáhrifa frá föður hennar en hann var annálaður hestamaður á sinni tíð. Árið 1951 gefa þau hjón Skál- holtskirkju eignarjörð sína Stóra Hof II en halda, eftir hálfri eyðijörðinni Skammbeinsstöðum sem hafði legið undir Stóra Hofinu. Þar byggðu þau nýbýli sem þau fluttust á 1954 og kölluðu Bólstað. Þetta var mikið átak hjá þeim sem bæði voru komin á efri ár. Þarna voru engin hús en nokkur ræktun. En þetta tókst fyrir eindreginn ásetning og ráðdeild þeirra beggja. Þetta er ekki stór jörð en þægileg á margan hátt, og þarna undu þau hag sínum vel. En árið 1970 verður Anna fyrir allmiklu áfalli þegar kviknar í íbúðarhúsinu. Hún er þá flutt á sjúkrahúsið á Selfossi, og dvelur þar næstu árin. Fer þá á Elli- heimilið Grund í Reykjavík og dvelur þar er hún lést hinn 21. jan. sl. og er jarðsett frá Kópavogskirkju 30. s.m. Brynjólfur dvaldi á Bólstað lengst af þar til hann lést 1974. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en hjá þeim dvaldi margt Kristín Stefánsdótt- ir — Minningarorð Fædd 10. júní 1893. Dáin fi. mars 1978 A mjallhvitum svan vil ók svíía með þór út um síhrciðan kvöldlyKnan mar. Ok Kráta hin síftustu Kulbleiku sker. fall hins glvmjandi háflóús er var. J.S. Nú eru bara eftir hin gulbleiku sker, lífsorkan þrotin eins og hjá fleirum, þessum örlögum verða allir að lúta. Ég var búin að þekkja Kristínu síðan 1914. Allir mega sjá, að minningarnar eru margar, og allar eru þær ljúfar. Fyrst man ég eftir henni ungri stúlku, það var í maímánuði er vorið hló. Hún þreytti sund með mér. Þá var hún búin að vera í Kvennaskólanum, á íslenskum búningi, yndi og auga- steinn móður sinnar og framtíðin brosti við. Hún vann skrifstofu- störf og allt lék í lyndi. Þar næst man ég eftir henni i Kaupmanna- höfn, þá vann hún við sauma og undi vel við sinn hag. Þá syrti að, móðir hennar veiktizt og þá haldið heim í skyndi. Alvara lífsins varð á vegi hennar. — Því enginn má sköpum renna: Kristín bar sína byrði með þol- gæði, og datt ekki í hug að renna af hóimi, þó að svart væri fram undan, stundum. Hún tók líka mikinn þátt í erfiðleikum með- bræðra sinna, með heimsóknum. Reynandi að rétta öðrum hjálpar- hönd á einn eða annan veg. Hún átti líka heini og óðal í unaðsfögr- um dal. Þangað leiddi hún mig stundum, úr ys stórborgarinnar, þaðan gafst mér kostur á að sjá sólarlagið, í allri sinni dýrð: frá Selásnum yfir Reykjavík, það var eins og fjólublár draumur og þannig eru minningarnar margar. Er hún vissi að einhver hefði við bágindi að búa, tók hún mikinn þátt í því, þess naut ég líka. Kristínu þakka ég að lokum alla tryggðina. Ilerdís Maja. Jónína Gísladótt- ir—Minningarorð Hinn 24. febrúar sl. lést á Landspítalanum frú Jónína Gísla- dóttir til heimilis að Glaðheimum 4, Re.vkjavík. Hún fæddist 17. apríl 1894 á ísafirði, dóttir hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Gísla Jónssonar trésmiðs í Garðshorni. Hún ólst upp í hópi þriggja systkina sinna, Alfonsar, Dagmar og Svövu, en Svava er nú ein eftirlifandi af systkinahópnum, háöldruð. Árið 1917 giftist Jónína Steini Vilhelmssyni og eignuðust þau tvo syni, Gísla Vilhelm og Stein Ágúst, en hinn síðarnefndi lést 1975. Jónína missti mann sinn í spönsku veikinni árið 1918. Árið 1924 giftist ún seinni manni sínum Elíasi Runólfss.vni og eignuðust þau fimm börn. Tvö þeirra dóu á unga aldri en þrjú komust upp, þær systurnar Ólöf, Margrét og Dagbjört. Jónína missti seinni mann sinn árið 1966 en eftir það varð Steinn Ágúst móður sinni stoð og st.vtta er hann flutti til hennar og reyndist hann aldraðri og sjúkri móður sinni mjög umhyggjusamur sonur til síns dauðadags. Eftir það tóku þau Ólöf dóttir hennar og Árni tengdasonur hennar hana inn á heimili sitt og önnuðust hana af einstakri kost- gæfni í erfiðum veikindum. Hún Jóna frænka mín mátti margt reyna á langri ævi, stórar sorgir og einnig mikla gleði. Hópurinn stóri frá Garöahorni á ísafirði, ásamt skyldfólkinu frá Hnífsdal, var ætíð mjög s^mrýnd- ur, einnig eftir að systkinin fluttu til Reykjavíkur með fjölskyldum sínum. Ættingjahópurinn stóri kveður með virðingu aldraða konu sem nú hefur hlotið hvíld eftir langan og strangan vinnudag. Bogi Arnar Finnbogason. ungmennið lengra og skemmra á legg komið lengri og skemmri tíma. Á krossmessunni 1932 kom ég er þetta rita til þeirra hjóna ásamt fóstru minni sem var móðir Brynjólfs, Þórunn Guð- mundsdóttir að nafni. Hún lést 1940. En á Stóra Hofi hjá þeim Önnu og Brynjólfi átti ég heima meðan þau dvöldu þar að 5 árum undanteknum. Árið 1945 kemur til þeirra hjóna náfrænka Önnu Sigrún Daníelsdóttir, þá 7 ára gömul. Hún ólst svo upp hjá þeim að öllu leyti. Hún býr í Sandgerði ásamfc manni sínum Ólafi Herði Sig- tryggssyni. Fljótlega eftir að Anna kom í Gnúpverjahreppinn fór hún að taka þátt í félagslegu samstarfi sveitarinnar eftir því sem ástæð- ur leyfðu. Og lengi var hún í stjórn Kvenfélagsins sem gjaldkeri. Hún átti gott með að koma út á meðal fólks og var þá gjarnan hrókur alls fagnaðar, meðal annars vegna léttleika í fasi, en mál sitt blandaði hún gjarnan kímni sem henni var lagið eins og föður hennar enda voru þau um margt lík í orðum og athöfnum, en honum kynnist ég á efri árum hans. Og það sem einkenndi þau bæði og sem margir tóku eftir voru þessar stuttu hnitmiðuðu setn- ingar sem sögðu þó allt. Anna var mjög bókhneigð að eðlisfari og reyndi að fylgjast með samtíma- bókmenntum eins og bægt var, og var einnig vel að sér í fornbók- menntum. Ég tel engan vafa á því að ef Anna hefði orðið kennari að starfi hefði hún náð mjög langt í þeirri grein og margir notið góðs af hennar hæfileikum sem hún hafði til að bera í svo ríkum mæli. En hýn gerist húsfreyja í sveit sem er líka merkilegt starf sakir fjölbreytni þess og sam- bandsins við móður náttúru. En það var einmitt eitt af áhugamálum Önnu að yrkja jörðina en matjurtarækt stund- aði hún töluvert. Enda nam hún hana norður á Klébergi í Eyja- firði hjá Þeim Guðrúnu Björns- dóttur frá Veðramóti og manni hennar Sveinbirni Jónssyni sem hún sagðist ætíð standa í þakkar- skuld við síðan hún dvaldi hjá þeim. Það hefði verið sér mikill skóli. Og þannig er það líka með okkur sem höfum átt þess kost að eiga Guðnýju Önnu Gunnarsdótt- ur að samferðamanni í lífinu og meira en það, hún hefir verið okkar leiðbeinandi í skóla lífsins Og okkar skjól og skjöldur í misvindasamri veröld-.Fyrir það stöndum við alltaf í þakkarskuld við Önnu. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra þeirra sem áttu þess kost að dvelja með henni lengri og skemmri tíma. Ég vottaættingjum og vinum samúð mína, en við geymum minning- una í hug og hjarta um ókomin ár. Steindór Guðmundsson. Til sölu Til sölu er Vélsmiðjan Sindri, h.f. og Sindrabúðin Ólafsvík, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum, vélum og verkfærum. Upplýsingar í síma 93-6114 og 93-6208. Nýtt — Nýtt Plíseruö pils. Margir litir. Blússur. Fjölbreytt úrval Glugginn Laugaveg 49 Stórkost/eg útsala ó öllum vörum Verzlunin Hof, Ingólfsstræti 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.