Morgunblaðið - 23.03.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.03.1978, Qupperneq 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978 MANNLÍFIÐ ER MERKILEGT í Eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Lundúna-borg er mikil og stór- fengleg. Byggöin öll, sem að jafnaði nefnist Lundúnir, telur um og yfir 10 milljónir manna. Þar er að finna ríkidæmi og glæstar hallir, en eymdin sem er dæmigerð fyrir stórborgir kemur sums staðar upp á yfirborðið. Engu að síður er London aðlaðandi borg. Mannlíf er þar fjölbreytilegt og þó að flestir hverfi í fjöldann þá verða alltaf einhverjir stórir í margmenninu. Vera má að aðdráttarafl Lundúna hafi eitthvað minnkað síðari ár í hlutfalli við aðrar stórborgir, en samt er London ennþá heimsborg menningar, vísinda og lista. Milljónir manna heimsækja borgina árlega til að njóta lysti- semda hennar. Þeim fjölgar þó meira sem koma til borgarinnar til að verja gjaldeyri í ódýrum verzlun- unum. Þó að verzlanirnar hafi mikið aðdráttarafl þá dregur margt fleira menn til London. Undirritaður brá sér þangað í páskavikunni í fyrra, meðal annars til að „slappa aP og skoða mannlífið. Ég fann mér hótelherbergi í götu út af Bayswater Road sem liggur meðfram Hyde Park-garðinum að Marble Arch, en þar við tekur Oxford-stræti. Eigandi hótelsins var Grikki og margir íbúanna þessa vikuna voru Iranir og Tyrkir. Algengt er að útlendingar eigi og reki hótel, matsölustaði o.fl. í London. Eigandi hótelsins tjáði mér að hann hefði beinlínis flúið úr heimalandi sínu fyrir nokkrum árum meðal annars af stjórnmálaástæð- um. Fyrir eigur sínar keypti hann stórt hús í London og innréttaði það sem hótel. „Hér er maður öruggur og hefur það ágætt,“ sagði hann eitt sinn. Hundurinn á sunnudags- morgnana Út var haidið á laugardegi og lítið annað gert en að svolgra góðan bjór og horfa á ágæta sjónvarpsdagskrá. Sunnudagsmorgunn er tími hund- anna í London og borgum og bæjum landsins. Húsbóndinn rís árla og fer með hvutta í langa gönguferð. Margir eru því á stjái árla á sunnudögum því í landinu eru' milljónir hunda. Það er erfitt að gera sér grein fyrir þætti hundsins í lífi brezkrar fjölskyldu, en marg- slungið er það hlutverk. Ekki eru hundar á hverju heimili, en engu að síður hefur hann sínu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Hvutti er meira en gæludýr. Hann er helzta stoð og bjargvættur í lífi margra, eins og t.d. blindra. Upplagt var að bregða sér yfir í Hyde Park, sem er við hóteldyrnar, og virða fyrir sér þennan mikilvæga þátt í þjóðlífi Breta. Hyde Park er mjög stór garður og sennilega hundruðir manna ef ekki þúsundir á ferli á morgni pálma- sunnudags. Hvarvetna gat að líta bísperrta og brosmilda menn með hundana sína ýmist í bandi eða skoppandi á næstu grösum. Einnig brugðu menn á leik við hundana, flugust á við þá í grasinu, létu þá hlaupa eftir priki eða bolta og þar fram eftir götunum. Flestir voru kappklæddir þó að hlýtt væri og veður fagurt. Fólk bauð góðan daginn og dásamaði veðrið, enda eru enskir kurteisir og kumpánlegir hver við annan. Hunda af flestum tegundum og afbrigðum má sjá í Hyde Park-garð- inum. Smáa og stóra, stutta og langa, mjóa og feita. Ekki er ég sérfróður um hunda og ættir þeirra, þekki aðeins nokkrar tegundir, en þarna er vissulega paradís fyrir þá, sem áhuga hafa á þessum ferfætta förunaut mannanna. Þegar leið að hádegi kvaddi ég hundana eftir rúmrar klukkustundar dvöl í garðinum. Lífiö er __________Hyde Park____________ Að lokinni máltíð gekk ég inn í Hyde Park á ný. Komst ég þá að því, að deginum má skipta í þrjár eyktir í garðinum. Á morgnana fer mest fyrir fólki, sem er að viðra sig og hundinn. Eftir hádegi er þar margt um manninn, börnin láta hendur standa fram úr ermum á leiksvæðinu og unglingar á rúlluborðum leika listir sínar í brekkunni en þegar húmar að bregður rómantíkin blæju sína yfir mannlífið í garðinum. Börnin sem leika sér í rennibrautun- um, rólunum og söltunum eiga efíir að koma í garðinn seinna og renna sér á rúlluborðunum. Síðar koma þau í öðrum hugleiðingum og loks koma sum þeirra með heimilishund- inn í bandi á sunnudagsmorgnum. Þannig gengur þetta koll af kolli, kynslóð eftir kynslóð. Lífið er Hyde Park og Hyde Park er lífið í hnotskurn. Karlinn ________á kassanum_____________ Einn er sá staður sem nýtur mikillar hylli í Hyde Park, en það er ræðumannahornið. Á þessum stað við Marble Arch (marmarabogann) safnast saman fjöldi fólks, einkum á helgidögum, til að hlýða á karlana á kössunum fjalla um allt milli himins og jarðar. Margir flytja mál sitt skýrt og skörulega, fjalla oft og einatt um ýmis mál sem ofarlega eru á baugi í brezku þjóðlífi. í flestu vilja þeir ganga feti framar en stjórn- málamenn, sem einatt fá á baukinn þarna á horninu. Ég staðnæmdist hjá miðaldra manni sem notaðist mikið við látbragð í ræðu sinni og stóð á kassa undan mjólkurflöskum. Hann var málglaður í meira lagi og ekki í minnsta vafa um réttmæti skoðaná sinna. Þessi ræðumaður naut mestra vinsælda þær mínútur sem hann barði bumbur sínar þarna á horninu. Málflutningurinn var með mestu ólíkindum. Einkum gekk hann þó út á hversu miklir menn Bretar væru og hversu heimsveldi þeirra var stórt í sniðunum, en það var á ræðumanni að skilja, að Bretar réðu fyrir heimsbyggðinni og ættu allt og alla. Maðurinn vék nú talinu að verð- bólgunni. Hvernig svo sem það má nú vera, þá kenndi hann bandarísk- um túristum um hana. „Þessir idjótar koma hingað í þúsundatali og glápa á okkur eins og við séum fífl, eða búum í einhverjum dýragarði," sagði ræðumaður og setti sig í stellingar sem hann brúkaði mikið. Þar með hafði hann afgreitt verð- bólguna. Næst fjallaði ræðumaður um málefni þeldökkra íbúa fyrrverandi nýlendna hennar hátignar. Hann tók óspart undir skoðanir Enochs Powells sem hann kvað eina stjórn- málamanninn með viti í öllu þinginu. „Vestur-Indíamenn, Indverjar, Pakistanir og hvað þetta heitir nú allt saman taka brátt völdin í landinu ef þeim verður ekki fljótlega sparkað til fyrri heimkynna,“ sagði ræðumaður. Hann var þó nokkuð ósamkvæmur sjálfum sér á köflum, Þessi átti torgið ... Hann átti rólegan dag Þessi blaðasali og um tíma bölvaði hann og ragnaði Amín Ugandaforseta fyrir að reka tugþúsundir Asíumanna frá Uganda, en sem kunnugt er urðu Bretar, af augljósum ástæðum, að taka við stórum hluta þess fólks. Bretar unnu _________»or8ka8tríðin_____________ Ræðumaður tók nú Efnahags- bandalagið fyrir, og kom þá meðal annars inn á fiskveiðimál. Fann hann EBE flest til foráttu, sagði að Bretar ættu að yfirtaka það ef eitthvað ætti að gera af viti í málefnum Evrópubúa í framtíðinni. Reyndar sagði hann að meginlandið tilheyrði Bretlandi síðan Nelson sigraði sjóheri Frakklands og Spán- ar við Trafalgar í október 1805. Karlinn á kassanum svívirti Evrópubúa fyrir að heimta að fá að veiða fisk við stendur Bretlands. „Sá fiskur tilheyrir okkur. Við höfum verið sjómenn lengur en aðrir og eigum því að ráða fiskveiðum um öll höf, en ekki aðeins við strendur okkar.“ Hér gafst tækifæri á að spyrja um þorskastríð Breta og íslendinga, hverjir hefðu unnið þau, smáskipin okkar eða sjóher hennar hátignar. „Þú ert bjáni með réttu," fékk ég frá honum og hann steytti að mér hnefann er ég mótmælti því að ísland hefði beðið lægri hlut í deilunum og að við værum undir yfirráðum Breta. „Við eigum meira tilkall til þess fisks sem syndir í kringum Island en þið,“ bætti ræðumaður við er landi hans sagði Breta hafa tapað slagnum um þorskinn við íslandsstrendur. Ræðumaður tók fyrir nokkur málefni í viðbót, áður en hann ákvað’ að hvíla sig yfir tebolla á næsta kaffihúsi. Þessi uppákoma í Hyde Park er vissulega merkilegt fyrirbrigði. Þar Hvort sem hún byrjar í rólunum eöa sandkassanum ... Dúfan verður búrleg meó þessu áframhaldi. Hann stóð á kassa og notaöist víð látbragðslistina...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.