Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978
V
wO mikiö úrval af
51^ austurrískum
kapum j?
vc &S
&
Opið á laugardögum.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 ~ 15655
Philco
er valin i dag,
en þær áttu ekki kost á öðru
Helztu kostir Philco þvottavéla:
# Heitt og kalt vatn inn — sparar
tíma og rafmagnskostnað.
0 Vinduhraði allt að 850 snún/mín
— flýtir þurrkun ótrúlega.
# 4 hitastig (32/45/60/90 °C)
— hentar öllum þvotti.
# 2 stillingar fyrir vatnsmagn
— orkusparnaður.
# Viðurkennt ullarkerfi.
# Stór þvottabelgur — þvær betur
fulla vél.
3 mismunandi hraðar i þvotti og
tveir í vindu — tryggir rétta
meðferð alls þvottar.
Stór hurð — auðveldar hleðslu.
3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni.
Fjöldi kerfa — hentar þörfum og
þoli alls þvottar.
Nýtt stjórnborð skýrir með tákn-
um hvert þvottakerfi.
Þvottakerfum hægt að flýta og
breyta á auðveldan hátt.
Fullkomin viðgerðarþjónusta
— yðar hagur.
85 ára:
Þórður Kristleifsson
fyrrv. menntaskólakennari
Þórður Kristleifsson, fyrrv.
kennari að Laugarvatni, er nú 85
ára gamall. — Þá er kallað
kvöldsett á ævi manns. Ekki hefur
Þórður verið sá maður, sem líktist
kveldinu, heldur minnti hann mig
alltaf á birtu morgunsins, vorið og
söngvara vorsins.
Þegar ég sá Þórð Kristleifsson
fyrst, var hann maður í byrjun
hallandi lífsblóma, en líktist þó að
léttum hreyfingum og ferskum
anda og andblæ ungum manni.
Hár maður, spengilegur, vel á sig
kominn, ljóshærður, bylgjað,
hrokkið hár, bjart andlit, hátt
enni, svipurinn barnslega hreinn,
augun blá, stór og mildur geisli í
auga. Tónlistarmaður, mátti
glöggt sjá af augnaráði og hreyf-
ingum.
Þórður Kristleifsson var barn á
aldarmorgni. Hann er því einn
þeirra íslendinga sem enn muna
heitt þráð sjálfstæði íslands.
Sumum þeim, sem muna Alþing-
ishátíðina 1930, finnst sem nú séu
að týnast þau verðmæti, sem þá
voru metin mest. Og jafnvel sýnist
sjálfstæði vort í hættu, er menn
halda orðið betri nokkrar krónur
í eigin vasa, heldur en sjálfstæði
þjóðar vorrar.
Þau hjónin, ítórður Kristleifsson
og frú Guðrún Eyþórsdóttir kona
hans, sáu rætast spá og bæn
Matthíasar Jochumssonar: Verði
gróandi þjóðlíf með þverrandi tár.
En í ævisögu Matthíasar sést, að
það er eins og skuggi frá síðari
tíma falli yfir spámanninn og
skáldið, þegar hann er nýbúinn að
spá þeirri viðreisnaöld, sem vér
höfum lifað síðan Matthías orti
sinn fagra þjóðsöng. Og skyldi
ekki Þórði Kristleifssyni koma það
sama í hug og mér, spá Matthíasar
um hnignum lengra í framtíð að
loknu miklu blómaskeiði. Hvernig
skyldi Þórði Kristleifssyni vera
innan brjósts, þegar hann heyrir
um kennaraverkfall, maðurinn,
sem gaf alla sína miklu aukavinnu
í þágu kirkjusöngs og söng-
menningar Laugarvatns-skólanna
langt starfstímabil. Ætli hann
hefði ekki fremur talið það
nokkurskonar mannréttinda svipt-
ingu, heldur en réttindi fyrir
kennara, ef honum hefði verið
boðið það af félagssamtökum frá
Reykjavík að leggja niður kennslu
um óákveðinn tíma, og nemendur
sendir heim norður, austur og
vestur, þegar hann átti eftir eina
æfingu aðeins til þess að fá fram
þann mjúka, fagra söng, sem
einkenndi menntaskólakórinn,
þann rétta blæ, sem kröfuharður
kórstjóri hafði lengi æft. Hvernig
skyldi þeim mikla kennara hafa
orðið við slík inngrip í það starf,
sem fyrst og fremst var unnið af
hugsjón alúðarmanns?
Þórður Kristleifsson fór til
söngnáms og tónlistarnáms til
Þýskalands og Italíu á þeim árum,
sem kölluð hafa verið kreppuár.
Ekki mun hann hafa notið styrks
úr ríkissjóði. Hann hefur hygg ég
kostað sig sjálfur, unnið fyrst fyrir
gjaldinu. Þetta veit ég þó ekki. En
hitt veit ég, að hann var maður
einbeittur, hvort heldur var um að
ræða eigið markmið til eigin
framfara, ellegar hans háu mið í
þágu nemenda sinna. Þetta fram-
tak hans til mennta á tónsviði var
sjaldgæft á þeim tíma.
Ég heyrði sagt í gamla daga, að
Þorður Kristleifsson væri kröfu-
harður kennari. En ég'veit líka, að
enginn maður var fyrri til en hann
að sjá, hvar framför glæddist,
enginn glaðari en hann að fá
tækifæri til þess að viðurkenna vel
unnið verk. Um hann hygg ég að
segja megi „öllum kom hann til
nokkurs þroska". En taka vil ég
það fram, að þessi orð eiga ekki við
í tilvitnun um meðalmann.
A kennaradögum Þórðar Krist-
.leifssonar var enn sú stefna á
Islandi í fræðslumálum, sem
óslitið hafði haldist frá klaustur-
skólum til vorra daga, — skóli var
ætlaður til náms og þroska.
Kennarinn var til þess að kenna.
Þegar Bjarni Bjarnason, skóla-
stjóri á Laugarvatni, fékk Þórð
Kristleifsson ráðinn kennara
þangað, þá færðist nýtt líf yfir
staðinn, sönglíf, — sem varð þá
þegar all-frægt.
Ekki var ég nemandi Þórðar
Kristleifssonar. Hann kom vetur-
inn eftir að ég fór úr Laugarvatns-
skóla. En Guðrún Eyþórsdóttir,
síðar kona Þórðar Kristleifssonar,
var kennari minn. Ég kynntist
henni meira en nemendur
almennt. Hún átti óskipta aðdáun
mína og á enn — frá öllum okkar
kynnum. — Og þó að ég væri
unglingsstúlka, þá fannst mér, að
Guðrún Eyþórs ætti að vera
bókmenntakennari í stað þess að
vera handavinnukennari, hvað
hún samt gerði með mikilli prýði.
Ég áleit, að hún væri djúp—
gáfuðust af öllum kennurum
okkar. Enginn skilji orð mín svo,
að mér þætti lítið til hinna
kennaranna koma. Enda þurfti
26200
Látraströnd
Vorum aö fá í einkasölu gullfallegt endaraö-
hús meö innbyggöum bílskúr. Húsiö skiptist
í dagstofu, boröstofu, 3 til 4 svefnherb.,
eldhús og baöherb. Allar innréttingar eru af
vönduöustu gerö.
Góöar geymslur og stór og fallega ræktaöur
garöur fylgir húsinu. Til greina koma skipti á
vandaöri 3ja til 4ra herb. íbúö á góöum staö
í Vesturbænum. Ath. þetta er eign sem vekur
athygli.
FASTEIGNASALAN MORGIHVRLAÐSHDSINI]
Óskar Kristjánsson
MÁLFLliTMNCSSKItlFSTOFA
(iuúnnindur Pétursson hrl., Axol Einarsson hrl.