Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978 DOMARAR PRÓFAÐIR í FINNLANDI ÞRIR íslenskir handknattleiksdóm- arar munu taka pátt í dómaranám- skeiði sem IHF heldur dagana 21. til 23. apríl næstkomandi í Helsinki í Finnlandi. Þeir eru Gunnlaugur Hjálmarsson, Kristján Órn Ingi- bergsson og Kjartan Steinbach. Námskeið petta er B-námskeíð. en standist Þeir próf aö loknu ná- skeiði öðlast peir millirikjadóm- araréttindi. Fjórir handknattleiks- dómarar hér hafa milliríkjaréttindi, peir Karl Jóhannsson, Hannes Þ. Sigurösson, Björn Kristjánsson og Óli Olsen. Dómaranefnd HSÍ og HSI standa straum af kostnaði við ferð Þessa. HAFA LEIKIÐ ALLA BLAK- LANDSLEIKI ÍSLENDINGA LANDSLIOIÐ i blaki heldur til Færeyja í dag tíl tveggja lands- leikja. sem verða í Þórshöfn á föstudag og laugardag. Með pess- um leikjum nær Blaksambandiö Því marki aö hafa stofnað til 25 landsleikja. Með í Færeyjaferðinni eru tveir leikmenn, sem hafa leikiö alla landsleiki Islands i blaki. Þróttararnir Guðmundur Pálsson og Valdemar Jónasson. Síðustu leikir Islands og Færeyja fóru fram hér á landi i desembermánuði síðastliðnum og unnu islendingar Þá 3:0 og 3:2. KA HEFUR HARMA AÐ HEFNA... EINN leikur fer fram í bikarkeppni HSÍ í kvöld. KA og FH leika á Akureyri í 8-liða úrslitum keppninnar. Leikurinn hefst í iþróttaskemmunni á Akureyri klukkan 20.30. Þessi sömu lið léku saman í keppninni í fyrra — þá i Hafnarfirði. Þrátt fyrir heimavöll- inn áttu leikmenn FH í hinum mestu erfiðleikum með gestina, en tókst þó að knýja fram eins marks sigur ettir framlengdan leik. KA-menn hafa því harma að hefna og ætla sér sigur í leíknum nyrðra í kvöld. Á morgun leika Þór og Þróttur klukkan 15 í Skemmunni á Akureyri. Þessi leikur er í 16-liða úrslitum keppninnar, eftirlegukind, sem ekki varð komið á fyrr en nú. Fyrsta lýsingin á sunnudaginn FYRSTA útvarpslýsingin frá íslandsmótinu í handknattleik verður á sunnudagskvöld og verður pá lýst frá leikjum Víkings og Hauka og ÍR og Vals, eftir pví sem ípróttafréttamaður ríkisútvarpsins Hermann Gunnarsson upplýsti í samtali við Morgunblaðiö í gær. — Ætlunin er að lýsa frá Þeim leikjum sem eftir eru í mótinu og geta ráðið úrslitum, sagði Hermann. — Útvarpslýsingar frá ípróttamótum eru mjög vinsælar og um leið góð auglýsíng fyrir ípróttina, sagði hann. Hermann sagði að ekki væri búið að semja við KSÍ um lýsingar frá knattspyrnuleikjum i sumar en mikill og góður vilji væri fyrir hendi hjá ráðamönnum ríkisútvarpsins. —pr. ATLI FÆR RÚMLEGA 22 ÞÚSUND KRÓNUR FYRIR HVERT STIG ATLI HÉDINSSON, knattspyrnumaður úr KR, hefur sem kunnugt er leikið meö danska liðinu Holbæk undanfarin ár. Liðið féll síðasta haust úr 1. deildinni niður í 2. deild og ákvað Atli pá að söðla um og færa sig enn einni deildinni neðar. Hann leikur nú með Herfölge í priðju deild og hefur liðið fengið til sín 7 leikmenn, sem í fyrra léku í 1. deildinni. Eftir að Danir ákváðu að taka upp atvinnumennsku í ípróttinni síöastliðið haust hafa félagsskipti leíkmanna mjög aukizt og sterkari leikmennirnir hafa í miklum mæli fært sig niður um nokkur prep, par sem Þeir telja sig fá meiri peninga fyrir ípróttina. Herfölge féll niður úr 2. deild í fyrra og þótti forystumönnum liðsins það í meira lagi súrt í broti. Nú skal öllu fórnað til að liðið komizt strax aftur SYLSS \35M t ÍVCSTA ilEPPÍ STt't> E-£ weiM«,í?,'iKAte HAL-Ötto 'I BáJCCÍfTO. OOOÍsLiSti<_C><J teÓSS- LAMbi cx. A.fcCrtO'r'noo EtOO ALLAe HEL5TU K kVAT-rsT*-vicou v=-odesne iJAS: HV^-TTAíZ T i i_ U-e i KS SOóiov;A(fcf>ie> t=>Al_T S-0*u-«r«ú esX>AHÖV> upp í 2. deild og innan þriggja ára á Herfölge að vera meðal liðanna í 1. deildinni í Danmörku. Herfölge hefur gert atvinnusamning við 11 leikmenn, en mun fleiri æfa með aðalliðinu og atvinnumannasamningunum á eftir að fjölga á næstunni. Laun þeirra, sem samið hefur verið við eru nokkuð breytileg, en allir fá þeir sama bónus, sem er rúmlega 22.000 krónur íslenzkar fyrir hvert stig í þriðju deildinni. Fari svo að Herfölge komist upp úr þriðju deildinni í sumar hefur leikmönnum verið boðið í ferð til Florida í Bandaríkjunum næsta haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.