Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978 13 Rarik væri einkafyrirtæki væri það löngu orðið gjaldþrota — sagöi Gylfi og spurði, hver bæri ábyrgð á þessu og hvort ríkisstjórnin væri einhuga um þessa framkvæmd. í þriðja lagi nefndi Gylfi að fyrir tveimur árum hafi verið óeðlileg ásókn í raforku til húsahitun- ar, þar sem taxti slíkrar raforku hafi verið 30% undir því verði sem kostaði að kynda með olíu. Þá var raforka framleidd fyrir verð, sem var fjórfalt útsöluverð raforkunnar. Hér var um sóun á olíu að ræða, sem Rarik vildi stöðva, en iðnaðarráðherra ógilti ákvörðun stjórnar fyrirtækisins. Var iðnaðarráðherra þar einn um þá ákvörðun, — spurði Gylfi. Gunnar Thoroddsen. iönaöar- ráðherra, tók næstur til máls og kvað síðasta ræðumann ekki hafa skort stóryrði og fullyrðingar. í málflutningi hans hafi aðeins komið fram neikvæð viðhorf og hann hafi ekki bent á neitt jákvætt, engar úrbætur. Hann kvaö núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir báðar bera ábyrgð á Kröflu og Gylfa Þ. Gíslason einnig, þar sem hann hafi á sínum tíma samþykkt framkvæmd- irnar við Kröflu á Alþingi. Gunnar kvað ríkisstjórnina hafa samþykkt bréfið, sem hann reit Orkusjóði um skulda- byrði Rarik og einnig rafstrenginn til Vestmannaeyja. Hann kvað ekki hafa verið tekna ákvöröun um virkjum Bessastaðaár vegna þess að meiri rannsóknir hafi reynzt nauðsynlegar áður en ákvörðun yrði tekin. Þá vék Gunnar Thoroddsen að ummælum Gylfa Þ. Gíslasonar um aö Rarik væri gjaldþrota. Hann kvaðst harma þessi ummæli, sem hann kvaðst andmæla sem staðlausum stöfum. Fyrirtækiö ætti eignir, en fjárþörf til framkvæmda þyrfti ekki að þýöa gjaldþrot. Rarik hafi verið falið aö sjá um ýmsar framkvæmdir. Hann kvaöst með Gylfa á árunum eftir fyrri vinstri stjórnina hafa staðið að því að leysa fjárhagsvanda Rarik, sem þá var 1.000 milljónir á verölagi þess árs. Nú væri hallinn áætlaður 285 milljónir og hafi verið í fyrra 140 milljónir. Rafmagnsveiturnar væru sérstætt fyrirtæki, félagsleg stofnun, sem stæði aö óarðbærum framkvæmdum. Hins vegar kvað hann það rétt að ríkis- stjórnir hefðu aldrei tekið afleiðingun- um af því hvernig fyrirtækið væri upp byggt. Um 50% af raforkuframleiðslu Rarik færi til húshitunar og eru tekjur af þeirri sölu aðeins 25% af heildarraf- orkusölutekjum þeirra. Þetta væri ein af grundvallarástæöunum fyrir erfið- leikum Rafmagnsveitnanna. Gunnar kvað rafmagn til húshitunar vera dýrt og þaö hafi verið mjög varhugaverð stefna, sem fyrirrennari sinn í ráö- herraembætti, Magnús Kjartansson, hafi tekið er hann hvatti mjög til rafhitunar húsa. Þetta hafi rýrt tekjur Rarik og einnig gert dreifikerfi allt of lítiö á of skömmum tíma. í orkumálum heföi því orðið gjörbylting, er stefna núverandi ríkisstjórnar tók við 1974, en þá var ákveðið að leggja alla áherzlu á jarðvarmaleit og keyptur var stórvirkur bor, Jötunn. Vorið 1974 hefði Magnús Kjartansson lagt fyrir Alþingi skýrslu, þar sem sagt hefði verið að Akureyri yrði ávallt rafhitunar- staður. Jötunn hafi veriö látinn bora í Eyjafirði og allir vissu, hvað þar hefði síðan gerzt. Nú væri þaö stefnan að koma upp fjarvarmaveitum. Þá nefndi iðnaðarráðherra aö ef ekki yröi ráðizt í vestur- og austurlínuframkvæmdir lægju fyrir útreikningar á olíukostnaöi, sem væri margfalt það, sem fram- kvæmdir þessar kostuðu. Því væri engin spurning að nauðsyn væri á að halda þessum framkvæmdum áfram og þær þyldu enga biö. Því væri það ætlun ríkisstjórnarinnar aö austurlínu yrði lokiö á þessu ári og vesturlínu á næsta ári. Ef pöntun á efni í vesturlínu hefði dregizt, hefði þetta ekki verið unnt og því hafi hann fyrirskipað forstjóra Rarik að panta efniö þegar í staö. Þetta hafi haft í för með sér afsögn þriggja stjórnarmanna Rarik. Alþingi og rfkisstjórn hefðu ákveöið þessar framkvæmdir og Gunnar Thor- oddsen sagðist líta á það sem skyldu sína sem ráðherra aö framfylgja þeim ákvörðunum — auk þess sem brýn nauösyn hafi verið á skjótum ákvörö- unum. Aö lokum sagði iönaðarráö- herra aö með ákvöröunum ríkisstjórn- arinnar hafi meginvandi Rarik veriö leystur. Næstur talaði Karvel Pálmason, sem kvaðst þakklátur iönaðarráðherra fyrir að taka af skarið í sambandi við vesturlírtuna og kvaö hann Vestfirö- inga ekki mundu hugsa hlýlega til þremenninganna, sem sögðu sig úr stjórn Rarik. Hins vegar mætti skrifa fjárhagsvanda Rarik á syndaregistur ríkisstjórnarinnar. Þá lýsti Karvel því aö hann væri andvígur 25% hækkun raforku til húsahitunar og ræddi einnig vandamál fólksins í dreifbýlinu, sem ekki nyti jarðvarmaupphitunar húsa. Pálmi Jónsson lagöi á þaö áherzlu aö ákvörðun ráðherra um að láta panta efniö til vesturlínunnar hafi ekkj verið höfuðástæða þess að stjórnar- mennirnir í Rarik hefðu sagt af sér. Hann heföi ekki talið rétt aö segja af sér að svo búnu, en kvaðst hefði viljað vinna áfram að lausn vandamálanna með forstjóra Rarik. Ástæðan fyrir uppsögn félaga sinna úr stjórn Rarik Framhald á bls. 18 lausum btoöum 1959, og Fræ 1974. Einnig má nefna 4 hefti með vísnagátum, um 50 gátum í hverju hefti, sem hann gaf út árlega nú síðustu árin mönnum til skemmt- unar og dægradvalar. Árið 1973 gaf Búnaðarsamband Eyjafjarðar út yfirlitsritið Byggðir Eyjafjarð- ar í tveimur stórum bindum. Ritið er fullt af fróðleik. Þar er myndskreytt jarða- og búendatal Eyjafjarðarsýslu og margar yfir- litsgreinar um búskaparhætti og búnaðarsamtök í hreppum sýsl- unnar. Ármann Dalmannsson var ritstjóri þessa rits, og má raunár segja, að það hafi að miklu leyti verið hans verk. Auk þessa birtist fjöldi kvæða, greina og ritgerða eftir Ármann í ýmsum blöðum og tímaritum. Ármann Dalmannsson var mik- ill gæfumaður í einkalífi sínu. Fyrsta vetrardag árið 1927 gekk hann að eiga Sigrúnu Kristjáns- dóttur frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal, og áttu þau gullbrúð- kaup á síðasta hausti. Hún studdi mann sinn í einu og öllu við öll hans umsvif, var, eins og Ármann komst að orði í vetur, þegar ég átti eitt sinn sem oftaf- leið til hans í erindum safnsins, „ólaunuð síma- stúlka og skrifstofudama allra hugsanlegra félaga í þessu héraði í 50 ár og alltaf brosandi". En umfram allt hefir Sigrún verið eiginkona, móðir og húsfreyja á hinu hlýlega og fagra heimili, sem þau Ármann áttu í skjóli aspa og bjarka í Fjörunni. Þau eignuðust fjögur börn, og þau eru: Jón Dalmann, f. 1929, skrifstofu- stjóri Skattstofu Norður- landsumdæmis eystra, kvæntur Ástu Þorsteinsdóttur. Stefanía, f. 1932, húsfreyja á Akureyri, safnvörður Nonnahúss og formaður Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri, gift Baldri Sigurðssyni. Ingólfur, f. 1936, yfirkennari Gagnfræðaskóla Akureyrar, kvæntur Hrefnu Hjálmarsdóttur. Kristján, f. 1944, framkvæmda- stjóri á Kópaskeri, kvæntur Guð- björgu Vignisdóttur. Fögur ævi er liðin. Mikill hugsjóna-, dugnaðar- og dreng- skaparmaður er genginn. Við, sem eftir stöndum, þökkum fordæmi hans og blessum minningu hans. Sverrir Pálsson KVEÐJA FRÁ Í.S.Í. Við fráfall Ármanns Dalmanns- sonar er kvaddur einn þeirra mætu manna, sem strax á æsku- árum tileinkuðu sér hugsjónir og framfarahug aldamótaáranna, þar sem félagshyggja ásamt andlegu og líkamlegu atgervi skipuðu öndvegi. Þessum dyggðum var Ármann Dalmannsson trúr til hinstu stundar. Hann sýndi i verki inntak orðanna „ræktun lands og lýðs“, því Ármann vann alla tíð að skógræktar- og öðrum ræktunar- málum ásamt því að stunda íþróttakennslu og sinna margvís- legum félagsmálum, sem horfðu til heilla fyrir íþrótta- og ungmenna- starfið. Hér verður ekki rakið langt og heilladrjúgt starf Ármanns Dal- mannssonar í þágu íþróttanna, enda mun það gert af öðrum kunnugri aðilum. En árið 1964 veitti Í.S.Í. honum æðstu viðurkenningu sína með því að velja hann heiðursfélaga sam- bandsins. Um leið og Í.S.Í. kvéður hinn látna heiðursfélaga og þakkar mikið og gott framlag til eflingar íþróttastarfinu í landi okkar, sendum við eftirlifandi eiginkonu hans og öðrum ástvinum hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ármanns Dalmannssonar. Framkvæmdastjórn íþróttasambands íslands. ÁLAFOSSBÚÐIN Vesturgötu 2 — sími 134,04 Þann 1. apríl koma til framkvæmda reglur um akstur almenningsvagna frá biðstöð. Þá verður sett merki á afturrúðu vagna sem aka í þéttbýli. Merkið er áminning um að hleypa vagninum inn í umferðina aftur. Álafossbúðin býður yður mikið úrval af gullfallegum og skemmtilegum vörum til ferm- ingargjafa. Við bendum sérstak- lega á skrautmuni í herbergi fermingarbarnanna, t.d. litlar afaklukkur, úrval af hnattlíkön- um, stundaglös, gjafavörur úr uxahorni, kopar, smíðajárni o.m.f. Ódýrar og sérstakar gjafavörur, sem verða augnayndi eigend- anna í langan tíma, fást í Álafossbúðinni, sem einnig hefur hinar vinsælu Ála- foss-værðarvoðir á boðstólum. Þær hafa í áraraðir verið vinsæl og hagnýt fermingargjöf. Sýnið tillitssemi, hægið á eða stöðvið bifreiðina á meðan vagninn yfirgefur biðstöðina. Það munar aðeins sekúndum. Hleypið vagninum inná! UMFERÐARRÁÐ GERUM LEIÐ ALMENNINGSVAGNA GREIÐARI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.