Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 11
staðar í fyrirsjáanlegri framtíð. Erfiðleikarnir eru í raun stjórn- málalegs eðlis. Markaðskerfinu hefur tKki verið beitt. Verð á olíu hefur t.d. ekki fengið að hækka í Bandaríkjunum. Verðið er stórlega niðurgreitt, þannig að neyzlan hefur ekki minnkað eins og hún hefði þurft að gera. Þar að auki er mikil pólitísk andúð gegn því að hagnýta aðrar orkulindir, þar á meðal vatnsafl og kjarnorku. Þetta er mikill vandi, en ekki í neinum skilningi unnt að telja, að hann stafi af skorti á auðlindum. Mengun og mark- aðsbúskapur Þá er það mengunin. Það mál hefur einnig verið stórlega ýkt og úr lagi fært í almennum umræð- um. Þar með er ekki sagt að vandamálið sé ekki fyrir hendi, en þaö byggist fyrst og fremst á því, að menn hafa ekki viljað fara raunhæfar leiðir til lausnar þess. Menn hafa ekki viljað nota þær aðferðir markaðsbúskaparins, sem reynslan hefur sýnt, að bezt gefast. Hér er um að ræða frjálsar auðlindir, loft og vatn, sem að sjálfsögðu eru misnotaðar eins og allar frjálsar auðlindir, samanber fisk og gras á íslandi. Menn hafa veigrað sér við að setja verð á þessar auðlindir og stuðla með því móti að hagkvæmri notkun þeirra. Þetta hefur þó verið gert í vaxandi mæli, og það eru til ítarlegar áætlanir um það, hvað það kostar að stemma stigu við mengun bæði lofts og vatns og að losna við sorp með góðu móti. Allar þessar áætlanir ber að sama brunni. Þessi kostnaður er í raun og veru lítill hluti af þjóðarframleiðslunni. Niðurstöðurnar eru að vísu nokkuð mismunandi, enda ekki alltaf miðað við sömu forsendur. Upp- hæðin virðist þó ekki vera fjarri 1—27r af þjóðarframleiðslu iðnað- arlandanna. M.ö.o., það er unnt að ráða viö mengunarvandamálið í þessum löndum, ef við viljum nota þriðja tii fjórða hluta árlegs hagvaxtar í þessu skyni. Þó væru þessi útgjöld engan veginn hreinn kostnaður, því að þau myndu að einhverju leyti a.m.k. draga úr öðrum kostnaði. Hreinna loft leiðir til bætts heilsufars og dregur þar með úr kostnaði við heilsugæzlu. Þetta er sem sagt vel viðráðanlegt vandamál, ef vilji er fyrir hendi til að beita réttum aðferðum, og sumum iðnaðarþjóð- anna a.m.k. hefur þegar orðið verulega ágengt í þessu efni. En í raun og veru snertir mengunarvandinn ekki hagvöxt- inn, heldur snýst um það, hvernig eigi að nýta árangur þess vaxtar. Spurningin er, hvað eigi að velja. Eigum við að framleiða sífellt meira og meira af alls konar gæðum, eða eigum við að taka hluta af framleiðslugetunni til þess að hreinsa loft og vatn. Því meiri sem hagvöxturinn er, því meiri möguleikar eru til þess að sinna þessum málum án þess að skerða eitthvað annað. Mengunar- vandinn er því ekki röksemd gegn hagvexti, heldur þvert á móti röksemd fyrir því, að hagvöxtur eigi að vera tiltölulega mikill, til þess að unnt sé að ráða betur við þennan vanda. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1978 11 Myndin sýnir va-ntanlegan farkost þeirra félaga kring um Island. Norskir blaðamenn á braðbát kring um ísland FJÖGURRA manna lið frá vikublaðinu Vi Menn i Osló áætlar að halda til Islands í júní n.k. og sigla á hraðbáti kring um Island auk þess að Hlutavelta Skagfirðinga- félaganna Skagfirðingafélögin í Reykjavík vinna nú að lokaátaki við frágang félagsheimilis síns og gangast þau af því tilefni fyrir hlutaveltu og flóamarkaði. Verður hann haldinn að Síðumúla 35 næstkomandi laug- ardag og eru ýmsir munir til sölu og m.a. ferðavinningar í hlutaveltunni. ferðast inn á hálendi landsins í greinasöfnun. Blaðamennirnir áætla að sigla um 1100 mílur kring um landið og ökuferðin um há- lendið verður um 1500 km löng. Uppsetning á handavinnu Setjum upp klukkustrengi, veggteppi, borðrefla og fl. Glæsilegt úrval af járnum og snúrum. Q v , Fijót afgreiðsia. *attttijröaurrzliunti €rla v ;i>\V Snorrabraut 44 n ______________mrrr, i i\i mwm l Morgunblaðió óskar eftir blaðburðarf ólki AUSTURBÆR ff) Ingólfsstræti, Miöbær Sigtún Hverfisgata . r. 4-62. Uthverfi Sogavegur Upplýsingar í síma 35408 píiorjtjiwtbfafaifo Prjónagarn U Ijartngrðattrrzlttmtt irla Snorrabraut 44. I Sambyggt ferðaútvarpstæki er lausnin Eigum nú mikið urval af frábærum ferðaútvarpstækjum BÚÐIN SKIPHOLTI 19 R. SIMI 29800 (5 LINUR) 27 ÁR í FARARBRODDI Verð kr. 19.980- Verð kr. 56.930- Verð kr. 89.115.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.