Morgunblaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖST’UDAGUR 31. MARZ 1978
Jónas H. Haralz bankastjóri:
Titill þessa erindis var færður
mér í hendur. Eíí held, að ég hefði
ekki orðað hann þannig sjálfur.
Mér finnst aufíljóst, að svarið
hljóti að vera neitandi. Ég hefði
frekar viljað spyrja, hvers vegna
hatjvaxtarniarkmiðið sé jafnmikil-
væfjt og áður? Þetta er að mínum
dómi kjarni málsins. Ég tel, að
hajtvaxtarmarkmiðið hafi verið
mikilvægt, sé mikilvægt og muni
verða mikilvæfjt eins langt og við
sjáum fram í tímann, þ.e.a.s.
næstu áratutti.
Jónas Haralz
Er hagvaxtar-
markmiðið úrelt?
En úr því titillinn var orðaður
svona, þá er rétt að hefja þetta
spjall með því að ræða þá fíaftn-
rýni, sem fram hefur komið á
hafivaxtarmarkmiðinu. Að þeirri
fíattnrýni hefur kveðið mikið á
undanförnum áratufí, þótt úr
henni hafi drefjið aftur allra
síðustu árin.
Þær röksemdir, sem fram hafa
verið færðar, eru í raun oj; veru
tvær, oft aðeins tvær. I fyrsta lagi
er saftt: Hafjvöxtur færir ekki
farsæld, hvað þá lífshaminfíju,
hann er í rauninni seiður og hélog,
svo lánaður sé titill nýrrar skáld-
söfju, Of; það er lítils virði eða
réttara sagt einskis virði að
sækjast eftir honum. Hitt atriðið
er, að hvort sem mönnum líki
haftvöxtur betur eða verr, þá sé
hann útilokaður framvefjis vegna
þess, að auðlindir heimsins séu á
þrotutn, bæði orkulindir, málmar,
skógar, fiskur, loft og vatn. Við
skulum líta nánar á þessi tvö
sjónarmið.
Nú er það að sjáifsögðu ljóst, að
hagfræðingar hafa aldrei ím.vndað
sér. að sá mælikvarði hagvaxtar,
sem þeir hafa búið til, verg
þjóðarframieiðsla og verg þjóðar-
framleiðsla á mann eða á vinnandi
mann, væri fullkominn, eða að
hann næði til alls þess, sem menn
telja einhvers virði. Þessi mæli-
kvarði hefur mótast af praktískum
sjónarmiðum. Menn hafa mælt
það, sem þeir treystu sér til þess
að mæla, og menn hafa sleppt því,
sem þeir áttu erfitt með að mæla,
eða var þannig vaxið, að menn
gerðu ekki ráð fyrir, að það tæki
teljandi breytingum frá ári til árs.
í eldri útreikningum þjóðarfram-
leiðslu var reiknað með vinnu
heimilishjúa og vinnu húsmæðráá
heimilum. Síðar var þessu sleppt,
af því að það var ágiskunaratriði
og tók ekki miklum breytingum á
skömmum tíma. Með þjóðarfram-
leiðslu hefur einnig verið talið
ýmislegt, sem líta má á sem
kostnað frekar en gæði. Útgjöld til
landvarna og útgjöld til löggæzlu
eru hluti þjóðarframleiðslu. Ef
þessi útgjöld aukast, þá eykst
hagvöxtur. Þetta er að sjálfsögðu
álitamál. A hinn bóginn er ekki því
að neita, að landvarnir og löggæzla
eru forsenda þess, að menn geti
notið annarra gæða, og eiga að því
leyti rétt á sér við útrelkning
hagvaxtar.
Það er þó langur vegur frá því
að segja, að ýmislegt sé athuga-
vert við þann mælikvarða, sem
notaður er, og að hann hafi
takmarkað gildi, og að segja að
það, sem hann mæli, sé markleysa
og hafi ekkert gildi. Nú hafa verið
gerðar tilraunir til þess að mæla
hagvöxt á annan og víðtækari
hátt. Að vísu verður að halda sér
við efnahagslegan grundvöll, en
þann grundvöll má breikka mikið.
Þar á meðal má taka tillit til
frístunda og sleppa ýmsu, sem
mætti frekar telja til kostnaðar og
óþæginda en gæða.
A þessu hafa ýmsir hagfræðing-
ar spreytt sig. Vandaðir útreikn-
ingar um þessi atriði hafa leitt í
Ijós, að einnig á slíkan mælikvarða
er vöxtur hagsældar mikill, þegar
litið er yfir þessa öld, eða hvað
langt, sem menn vilja fara aftur í
tímann. Að vísu verður aukningin
ekki eins hröð eins og á venjulegan
hagvaxtarmælikvarða, en hún
verður mikil eigi að síður. Astæð-
an fyrir því, að aukningin er ekki
eins hröð, er hreinlega sú, að
frístundir fá allþunga vigí í
þessum útreikningum, og frístund-
ir hafa ekki aukist eins hratt í
iðnaðarlöndunum á þeim tíma,
sem um er að ræða, eins og hrein
efnaieg gæði. Þó er það álitamál,
hver þungi frístunda eigi að vera,
og hraðinn er eigi að síður mikill.
Stórbætt
lífskjör
Ef við, sem munum árin fyrir
styrjöldina, árin 1930 til 1940,
lítum til baka, eða ef við hugsum
bara tuttugu ár aftur í tímann, þá
finnst mér furðu gegna, að nokkur
maður skuli láta sér detta í hug,
að lífskjör hér á íslandi hafi ekki
stórlega batnað. Og ekki aðeins
lífskjör, heldur einnig t.d. heilsu-
far, og þá einnig grundvöllur
lífshamingju. Að vísu býr ham-
ingjan í hjarta manns, eins og
Fyrri hluti
Sigurður Breiðfjörð sagði. Það eru
gömul sannindi. Menn geta verið
óhamingjusamir við allskonar
aðstæður. Hafi einhver ykkar, og
sjálfsagt hafið þið gert það, talað
við aldrað fólk, sem farið hefur í
f.vrsta sinn á ævinni til Mallorca
í sumarleyfi, held ég, að þið ættuð
erfitt með að segja, að þær
breytingar á hagsæld, sem gera
fjölda aldraðs fólks úr öllum
stettum landsins kleift að fara til
Mallorca á hverju ári, séu einskis
virði. Þegar ég tók við störfum
ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu-
neytinu árið 1958, fyrir réttum 20
árum síðan, var eitt mitt fyrsta
verk að skrifa undir úthlutun á
jólaeplum. Þá fékk fólk ekki að
borða ávexti á Islandi. Það var
bannað, og það var sérstök náðar-
gjöf frá stjórnvöldum, sem ráð-
herra og ráðuneytisstjóri við-
skiptaráðuneytisins fengu að
ganga frá, að veita landsmönnum
þessa jólagjöf. Er almenn neyzla
ávaxta á Islandi einskis virði?
Þannig mætti lengi telja.
Við skulum þá láta útrætt um
þetta atriði. Þó er rétt að bæta við
öðru, sem skiptir miklu máli.
Hvernig halda menn, að unnt hefði
verið á Islandi og í öðrum
iðnaðarlöndum að ná því þjóðfé-
lagslega jafnvægi á árunum eftir
styrjöldina og þeirri samvinnu á
milli stétta, sem orðið hefur og
haida frjálsu þjóðfélagi, ef enginn
hagvöxtur hefði verið? Hvernig
hefði verið unnt að uppfylla að
verulegu leyti þær óskir, sem
menn háru í brjósti, ef ekki hefði
neitt bætzt við það, sem af var að
taka? Halda menn, að friðsamlegt
hefði verið, ef ekki hefði verið unnt
að bæta nokkurs manns hlut án
þess að skerða hlut annars um
leið? Okkur finnst nóg um ófrið í
þjóðfélagi okkar. Þegar litið er yfir
fvrsta aldarfjórðunginn eftir
styrjöldina sjáum við þó, að þrátt
fyrir allt var þetta tími mikilla
framfara, friðsemdar og þjóðfé-
lagslegs jafnvægis og blómaskeið
frjáls samfélags á Vesturlöndum.
Þá er komið að hinu sjónarmið-
inu. Getur hagvöxtur haldið áfram
eða ekki? Þær röksemdir, sem í því
efni hafa verið færðar fram, t.d. af
hálfu Rómarklúbbsins svokallaða,
eru satt að segja ærið skammsýn-
ar og fávísar. Það hefur margoft
verið sýnt fram á þetta. Fjöldi
hagfræðinga og raunvísinda-
manna hefur skrifað um þetta
efni. Bókmenntir gegn þessum
sjónarmiðum eru sjálfsagt ekki
minni að vöxtum en þær, sem fært
hafa þessi sjónarmið fram. Ein-
hvern veginn hefur þetta þó ekki
komist til skila til almennings-
álitsins gegnum fjölmiðla. Það er
fréttnæmt að segja að dómsdagur
sé í nánd, það er grundvöllur til að
selja fleiri blöð. En þessar rök-
sentdir hafa verið hraktar og
raunar voru þær ekki nýjar. I
í janúar síðastliðnum eíndi Stjórnunarfélag íslands til ráðstefnu að Munaðarnesi þar
sem fjallað var um efniðs Þjóðhagsleg markmið og afkoma íslendinga. Jónas H. Haralz
bankastjóri flutti þar meðfylgjandi erindi. Morgunblaðið sagði ftarlega frá ráðstefnunni
á sínum tíma og þá meðal annars frá ræðu dr. Gylfa Þ. Gíslasonar sem Jónas víkur að
í síðari hluta erindis síns.
grundvallaratriðum var hér ekki
um annað að ræða en það, sem
Maltus hélt fram fyrir 150 árum
síðan. Þessar röksemdir byggjast á
því að framlengja þróunarlínur án
þess að taka tilíit til annarra
þróunarlína. Ef við höldum áfram
að nota kopar í vaxandi mæli eins
og við höfum gert, þá hlýtur allur
kopar í heiminum að vera þrotinn
árið tvö þúsund og súrkál. Sama
gildir um hvert efnið á fætur öðru.
Allt er að þrotum komið árið tvö
þúsund og súrkál. En ekkert tillit
er tekið til þess, sem reynslan
hefur sýnt okkur. Það er alltaf
litið fram á við en ekki til baka.
En það er lítið unnt að segja um
framtíðina nema á grundvelli þess,
sem hefur áður gerzt
Liðinn
„dómsdagur"
Lærdómsríkara en að fram-
lengja þróunarlínur er að spyrja,
hvernig sams konar vandi hafi
leystzt áður fyrr. Um 1880 voru
t.d. öll kol og allir skógar heimsins
að þrjóta. Dómsdagur var skömmu
eftir aldamótin 1900. Hvað gerðist
þá í raun og veru? Fyrst og fremst
það, að verðbreytingar á frjálsum
markaði og tækniþróunin leiddu í
sameiningu til minnkandi notkun-
ar annars vegar og meira fram-
boðs hins vegar, bæði af þeim
efnum, sem lítið var af og öðrum
nýjum. Menn telja nú, að mun
meira sé af kolum í veröldinni en
menn töldu fyrir nokkrum áratug-
um, hvað þá fyrir einni öld. Sama
gildir um olíu og fjölda annarra
efna. En jafnframt þessu finnast
ný efni, sem koma í staðinn fyrir
þau, sem menn hafa áður notað.
Timburnotkun var mikil í iðnaðar-
ríkjunum á síðustu árum aldarinn-
ar sem leið og útreikningar
sjálfsagt réttir um það, hvaða
afleiðingar það hefði, ef enn héldi
áfram með sama hætti. En önnur
efni komu í staðinn fyrir timbrið
og menn lærðu að rækta og
hagnýta skóga betur en áður. Ef ég
ætti heima í landi, sem væri mikill
koparframleiðandi, held ég, að ég
hefði meiri áhyggjur af því, að
enginn vildi þennan kopar eftir
nokkur ár, heldur en af því að
koparinn væri á þrotum. Menn
héldu einu sinni að heimurinn
væri að verða kolalaus, en sá tími
kom, að það var að mestu hætt að
nota kol.
Það er ekki í neinni sk.vnsam-
legri merkingu unnt að tala um, að
auðlindir þrjóti, eða eitthvað
tiltekið magn af auðlindum sé til
staðar. Magnið er háð verðinu,
sem annars vegar knýr fram nýtt
framboð og hins vegar dregur úr
og breytir eftirspurn. Menn fara
að nota aðra hluti en fyrr, þegar
þeir hlutir, sem þeir hafa notað
verða dýrir og af skornum
skammti. Þetta var vel rakið í
fyrirlestrum, sem voru haldnir á
norrænu hagfræðingamóti í
Reykjavík 1975. Þeir fyrirlestrar
voru gefnir út í sérhefti fjármála-
tíðinda, og er þar að finna mikinn
fróðleik.
Það er því ekki ástæða til að
ætla, að almennur skortur auð-
linda setji hagvexti skorður í
fyrirsjáanlegri framtíð. Um orku-
málin gildir nokkru öðru máli.
Erfiðleikarnir eru þó ekki þeir, að
nægilegar orkulindir séu ekki til
Sinfóníuhljómsveit Islands — Aukatónleikar
Aprílgabb í Háskólabíói, laugardaginn 1. apríl kl. 23.30
° Aðgöngumiðar
Efnisskrá: Rossini/ Gordon Jacob — Rakarinn frá Sevilla fer í hundana
Joseph Horowitz — Jazzkonsert fyrir píanó og hljómsveit.
Méhul — Burleskur forleikur
Dorothy Pennyman — Vorkshire sinfónía
Anthony Hopkins — Konsert fyrir tvaer tónhvíslar.
Paul Patterson — Rebecca.
Joseph Horowitz — Leikfangasinfónía.
til sölu í Bókaverzlunum Lárusar Blöndal, Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn.
STJÓRNENDUR:
Denby Richards — Joseph Horowitz
— Paul Patterson og Páll P. Pálsson.
EINLEIKARI: Rhondda Gillespie o.fl.
Kór skipaöur íslenzkum einsöngvurum.
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna